Alþýðublaðið - 17.04.1984, Blaðsíða 20
20
Þriðjudagur 17. apríl 1984
Samvinnuferðir — Landsýn
Keppinautum
til betri vegar
Hjá Samvinnuferðum—Landsýn í Austurstræti hitt-
um við framkvæmdastjórann Helga Jóhannsson að
máli og spurðum hvað væri efst á baugi hjá honum.
Helgi sagði að í rauninni væri það hin mikla aðsókn en
nú væru allar þeirra ferðir að seljast upp.
„Margir töldu“, sagði Helgi, „að
hinn margumræddi samdráttur i
þjóðarbúskapnum myndi bitna á
ferðum íslendinga til útlanda fyrst
og fremst. Við hérna hjá Samvinnu-
ferðum bjuggum okkur undir þetta
á vissan hátt og slógum vissa vara-
nagla, ef eftirspurn myndi minnka
mikið. Þetta þýddi það, að við hefð-
um getað dregið sanran ef eftir-
spurnarminnkunin hefði reynst
staðreynd. Sem betur fer hefur
þetta alls ekki orðið raunin á, held-
ur þvert á móti, eftirspurnin hefur
aldrei orðið jafn mikil og núna og
sem dæmi um það, þá höfum við
reglulega bókað 7 til 800 manns á
viku síðan bæklingurinn okkar
kom út. Ég held bara að það hafi
aldrei skeð fyrr hjá okkur að um
miðjan april, þá séu 80% framboðs
af ferðum uppselt.
Á þessu eru sjálf'sagt margar
skýringar og ekki eru kenningar
ferðaskrifstofufólks færri. Af
hverju spáðum við svona rangt til
um eftirspurnina?
Ég hef aðallega tvær skýringar á
takteinum.
Fyrsta er sú að nú sjái fólk fram
á stöðugleika í efnahagskerfinu,
verðbólgan er svo til stöðvuð og
fólk á þó launin sín núna. Áður fyrr
var oft um 40 til 50% hækkun far-
gjalda á því hálfa ári, sem leið á
milli bókana og ferðar. Þetta
kvekkti fólk oft mjög mikið. Nú
halda sem sagt verðin. Annað sem
við höfum sérstaklega gert, það er
að lækka alla álagningu á ferðirnar
og þetta getur þýtt jafnvel með hag-
stæðum samningum að ferðirnar
verði lægri hjá okkur í ár en í fyrra.
Dagskipunin hérna hjá okkur er
nefnilega sú að verðleggja ferðirnar
fyrst og fremst þannig að allir geti
ferðast sem mögulega hafa tök á
því. Þau félög sem eiga Samvinnu-
ferðir og eru launþegafélög gera
nefnilega fyrst og fremst þá kröfu
að öllum verðum sé haldið niðri til
hins ítrasta svo félagsmennirnir
komist í frí.
í þessu sambandi gefum við 7.5
milljóna sérstakan afslátt til aðild-
arfélaganna auk alls afsláttarins
sem fólk fær með hinu lága verði á
ferðum okkar. Við erum nefnilega
fyrst og fremst þjónustufyrirtæki
við aðildarfélög okkar og stefna
okkar með sjálfum rekstri skrif-
stofunnar er sú ein , að hún standi
undir sér. Alls ekki að hún skili
nokkrum sérstökum hagnaði.
Hin skýringin sem ég hef á þess-
ari auknu eftirspurn er sú að hugs-
snúið
unargangur fólks liefur einfaldlega
breyst gífurlega hvað ferðalög varð-
ar. Þessa breytingu hef ég jafnvel
orðið var við í auknum mæli síð-
ustu tvö árin. Feröalög hafa færst
ofar á óskalista fólks, en ég tel
svona almennt talað þá hafi þau
verið í 5. til 6. sæti hér áður fyrr. Nú
tel ég að þau séu komin í 2. til 3. sæti
og búin að skjóta jafnvel íbúðar- og
bílakaupum al'tur fyrir sig. Fjöl-
skyldan fer líka öll saman í ferðalög
núna. Börnin, amma og afi tekin
með, en ekki skiiin eftir heima með
krakkana eins og vildi brenna við
hér áður fyrr.
Hjá okkur tökum við best eftir
þessari þróun í sumarhúsunum.
Þau eru blátt áfram gífurlega vin-
sæl. Sumarhús okkar í Hollandi
voru sneisafull í fyrra og I ár tvö-
földuðum við framboðið og samt
seldist allt upp í febrúar. Þetta eru
2.700 manns sem fara frá okkur til
Hollands í ár, það er hreint ekki svo
lítið.
Annars verða þetta um 10.000
farþegar sem ferðast með okkur í ár
og þar af eru 8.000 þúsund nú þegar
búnir að kaupa sína ferð.
Sumarhúsin víðsvegar um Evr-
ópu taka um 60% viðskiptavinanna;
aðrir fara i sólarlöndin okkar sem
eru Rimini á Ítalíu, Grikkland og
Dubronik í Júgóslaviu. Ferðirnar
eru i rauninni alltaf að lækka, það
gera þessir ódýru pakkar sem við
bjóðum. Við fáum líka sífellt betri
nýtingu á húsunum og flugið lækk-
ar.
Helgi Jóhannsson framkvœmda-
stjóri: Ferðalög verða sífellt stærri
hlutur í lífi alþýðufólks.
Ljósm.: G.T.K.
Ég get ekki látið hjá líða að fjalla
aðeins nánar um sumarhúsin, því á
þeim vettvangi erum við algjörir
brautryðjendur. Þegar við byrjuð-
um á þessu í Danmörku fyrir þrem-
ur árum, þá sögðu allir að nú fær-
um við útá hála braut, þetta væri
tóm vitleysa. Núna, aðeins þremur
árum seinna bjóða allar stærstu
ferðaskrifstofur Iandsins svona
sumarhús og Flugleiðir einnig. Þarf
frekari vitnanna við, hver hafði rétt
fyrir sér?
Annars varð þessi hugmynd til
vegna skipta við Dani á orlofshús-
um verkafólks og byrjaði þetta gegn
um ASÍ. Sumarhúsin sameina fjöl-
skylduna, fólk spilar tennis, hjólar
og meðan börnin kynna sér hina
frábæru leikaðstöðu í þessum húsa-
hverfum, prófar pabbinn sig áfram
að aka eigin bílaleigubíl um svæðið,
sem endar auðvitað með minni eða
stærri ferð vítt og breitt um alla Ev-
rópu. Sumarhúsið er fasti punktur-
inn, sem fólk getur alltaf snúið til
eftir nokkurra daga akstur, þar sem
sú gisting er notuð á hverjum stað
sem býðst.
Rœtt við Helga
Jóhannsson
framkvœmda-
stjóra um ferða-
mennsku, ný kjör
og brautryðjenda-
starf almenningi
til hagsbóta
Við erum einnig með ótrúlega ó-
dýrar ferðir til staða á Norðurlönd-
unum eins og Þrándheims, Lúleá og
Helsinki. Þessar ferðir verða svona
ódýrar vegna þess að við náurn
fluginu niður í algjört lágmark með
því að selja útlendingum farið til
baka til íslands, í þeirra sumarfrí
hingað. í þessu tilboði koma bara
um 2.200 útlendingar til landsins,
sem styður ferðamennsku á Islandi
auðvitað gífurlega, en alls koma á
okkar vegunt um 4.700 útlendingar
til landsins í ár.
Við hérna hjá Samvinnuferðum
erum stolt af því brautryðjenda-
starfi sem við höfum unnið á mörg-
um sviðum og teljum okkur hafa
blásið nýju lífi í rnargar þær glæður
sem fyrir voru, almenningi til hags-
bóta og fjölbreyttara lífs. Ég nefni
nokkur dæmi.
Við byrjuðum með erlent leigu-
flug og náðum þannig verðum nið-
ur og urðum hálfgerð Ijósmóöir
fyrir alls konar APEXA, hvort sem
þeir urðu nú rauðir eða grænir.
Við byrjuðum á sumarhúsunum,
Framhald á bls. 17
í
Peningar flæöa ekki A
um öll gólf hjá ungu fólki Æj
sem er að hefja búskap. JBK
Ef þeir geröu þaö væru
gólfteppi nánast óþörf.
Þaö væri synd aö segja að
KRÓNÝTEPPIN væru eingöngu
ætluð ungu fólki, en þau henta
ungu fólki vel vegna þess aö þau
eru ódýr.
Ódýr gæðavara úr íslenskri
ull er ekki versta undirstaðan
þegar fyrstu sporin eru tekin
sameiginlega á nýjum staö.
Égætlaað
fámérKRÓNÝ
þegar
égverðstór!
í/iifi-*
. .