Alþýðublaðið - 17.04.1984, Blaðsíða 12

Alþýðublaðið - 17.04.1984, Blaðsíða 12
12 Iðnaðarbankinn Hæsta innlánsaukningin Ohætt mun vera að fullyrða að sjaldan hafi um lang- an tíma verið jafn mikið að gerast hjá íslenskum bönk- um og einmitt núna. Bankarnir virðast vera komnir í raunverulega samkeppni um innlánsféð og sameiginlega eru þeir einnig í samkeppni við ríkis- og fjárveitingar- vald um ráðstöfun þess. Til þess að fræðast nánar um þetta og hina aimennu þróun í peninga — og bankamál- tókum við einn yngsta bankast jóra landsins, Ragnar Önundarson, aðstoðarbankastjóra í Iðnaðarbankanum tali. Ragnar greindi ukkur fyrsl frá nokkrum atriðum í sögu Iðnaðar- bankans en hann var stofnaður árið 1953 og átti þvi' þrítugs afmæli á síðasta ári, sem var veglega minnst. Fjórtán hundruð hluthafar eru í Iðnaðarbankanum og mun hann því vera næst stærsta hlutafélag landsins á eftir Eimskipafélagi ís- lands. Aðdragandinn að stofnun bankans var langur eða um tíu ár og var knúið á um stofnun bankans af iðnfyrirtækjum landsins, sem fannst að hinn mikli vaxtarbroddur í íslensku atvinnulífi, sem iðnaður- inn var, fengi ekki næga fyrir- greiðslu hjá þáverandi lánastofnun- um. „A síðasta ári var innlánsaukn- ing okkar 88,4*%“, sagði Ragnar „og gefur það til kynna hina góðu stöðu bankans, því meðal innláns- aukning banka og sparisjóða á síð- asta ári var 80,6%. Reyndar vorum við með hæstu innlánsaukninguna á síðasta ári af bönkunum". Ragnar vék því næst að þróun ís- lenska lánamarkaðarins og sagði: íslenski lánamarkaðurinn „íslenski lánamarkaðurinn hefur áratugum saman verið mjög ófull- kominn og löngum verið verulegt misræmi milli framboðs og eftir- spurnar á honum. Er það einkum vegna opinberrar íhlutunar um starfsemi hans og hníga rök að þvi, að þetta ástand hafi verið alvarleg- ur hemill á efnahagslegar framfarir þjóðarinnar og bitnað á lífskjörum hennar í samanburði við aðrar þjóðir. Meginhlutverk banka og spari- sjóða, bæði hér á landi og í öðrum löndum, er að veita viðtöku inn- lánsfé, sem að formi til er óbundið eða bundið iii tiitöiulega skamms tíma. Þetta innlánsfé er síðan ávaxt- að í útlánum, einkum í þágu at- vinnuveganna. Þessi útlán eru yfir- leitt til tiltölulega stutts tíma, enda er bönkunum einkum ætlað að sjá atvinnuvegunum fyrir rekstrarfé. Þar sem lánamarkaðir eru til- tölulega fullkomnir ríkir sam- keppni um útlánin og taka bankar því iðulega verulega áhættu í starf- semi sinni. Þegar tekin er áhætta í útlánum, þá hljóta útlán ævinlega að tapast í nokkrum mæli, en traust eiginfjárstaða og rekstrarafkoma geta gert bönkum kleift að taka slíkt á sig. Það er athyglisverð stað- reynd, að í ársreikningum íslenskra bankastofnana hefur á undanförn- um árum varla verið að sjá nokkur merki þess, að þær hafi tapað út- lánum. Enda þótt verðbólgan hafi sjálfsagt leyst einhver erfið útlána- mál, þá bendir þetta fyrir sitt leyti til þess, að þeir forðist áhættu og séu því ekki eins virkir þátttakend- ur í nýjungum í efnahagslífinu og æskilegt væri. Er ekki nema skilj- anlegt, að við skilyrði óseðjandi eft- irspurnar sé lánsfénu beint til þeirra, sem geta boðið bestar trygg- ingar. Skiptir arðsemi þess rekstrar eða fjárfestingar, sem verja á fénu til þá minna máli. Við skulum hins vegar gá að því, að jafnvel við skilyrði jafnvægis- ástands á fullkomnum lánamark- aði mun lánsfé æviniega verða skammtað í vissum skilningi, því aldrei munu allir lánbeiðendur njóta trausts. Jafnvel við slík skil- yrði munu bankar því halda uppi ákveðnum vörnum gagnvart út- IB—BONUS Aukið frelsi — Bœtt kjör Iðnaöarbankinn kynnir nú nýj- ung i vaxtaniáium, IB bónus. IB bónus er 1.5% vaxtabónus sem leggst sjálfkrafa, auk venju- legra vaxta, við innistæðu á bundnum sex mánaða reikningi tvisvar á ári ef ckki er tekiö út af honum. Ársávöxtun á bundnum 6 mán- aða reikningi í Iðnaðarbankanum með IB bónus, verður því 21,6%. Jafnframt kynnir bank- inn nýja bankareikninga Bundnir sex mánaða reikningar verða nú tvenns konar: — verðtryggðir að fullu, með 1.5% vöxtum, eins og verið hefur, en vextir verða færðir tvisvar á ári. — óverðtryggðir, sem áður voru til tólf mánaða verða nú til sex mánaða og vextir 19% p.a. reiknast tvisvar á ári sem fyrr. Sama regia gildir um úttekt á báðum reikningunum. Þeir eru lausir tvisvar á ári, mánuð í senn, á sama hátt og verðtryggðir reikn- ingar hafa verið. Frjálst er að færa innistæðu hvenær sem er milli verðtryggðra og óverðtryggðra reikninga án lengingar binditíma. AHir reikningar sem þegar hafa verið stofnaðir í Iðnaðarbankan- um til 6 mánaða eða lengri tíma, falla sjálfkrafa undir þessar regl- ur. Nú eru tæplega 330 millj. kr. inniáþessumreikningumí Iðnað- arbankanum. Aukið frelsi — betri kjör Frjálsræði var aukið í vaxta- máium snemma á þessu ári, með því að Seðlabankinn heimilaði hækkun innlánsvaxta innan vissra marka. Iðnaðarbankinn var fyrsti bankinn sem notfærði sér þessa heimild með því að hækka innlánsvexti á 1B lána reikningum. (IB lánum). Ákveðið var að fyrsta skrefið yrði að láta þá njóta vaxtahækkunar sem stunduðu reglubundinn sparnað á þennanhátt. Næstaskref, IBbón- usinn, sem nú er og kynntur og greint hefur verið frá áður í fjöl- miðlum, er fyrir hinn almenna sparifjáreiganda sem vill ávaxta sitt fé á sem hagkvæmastan hátt og hyggur ekki á fjárfestingar al- veg á næstunni. IB bónus er reiknaður i júlí og janúar ár hvert. Bónusinn verður fyrst reiknaður í júlí 1984. Þá leggst 1.5% vaxtabónus p.a. auk vaxta, við alla 6 mánaða reikn- inga, verðtryggða og óverð- Framh. á síðu 17, Ragnar Önundarson, aðstoðar- bankastjóri Iðnaðarbankans: Mik- ið að ske hjá bönkunum þessa dagana. Ljóstn.: G.T.K. Rœtt við Ragnar Önundarson aðstoðar- bankastjóra Iðnaðarbankans um þróunina á lánamarkaðinum samkeppnina um fjármagnið og aðstöðumun banka- og inn- lánsstofnana lánaáhættu, með því að viðhafa vönduð vinnubrögð við lánveiting- ar, þekkingu á fjárhag lántakenda, hæfilega dreifingu útlána eftir at- vinnugreinum og fyrirtækjum og virkar innheimtuaðferðir. íslensku bankarnir Fyrsti viðskiptabankinn hér á Iandi, Landsbanki íslands, hóf starfsemi á árinu 1886, og öðrum banka, íslandsbanka var hleypt af stokkunum 1904. Útvegsbanki ís- lands tók við af íslandsbanka 1930 og sama ár hóf Búnaðarbanki Is- lands starfsemi sína. Þessir þrír rík- isbankar voru einu viðskiptabankar landsins allt til ársins 1953. Árið 1929 voru sparisjóðirnir hins vegar orðnir 50 talsins, og fjölgaði þeini hægt síðan, uns þeir náðu hámarks- tölunni 64 árið 1960. Árið 1953 urðu viss tímamót í sögu banka- mála á íslandi, því þá hóf fyrsti einkabankinn, síðan íslandsbanka leið, starfsemi sína. Þetta var Iðn- aðarbanki íslands hf. Það er fróð- legt að athuga nánar hverja nauð- syn Alþingi taldi bera til, að sett yrðu sérstök lög um nýjan banka, á þessum tíma, ekki síst vegna þess að samsvarandi sjónarmið leiddu til stofnunar annarra einkabanka síð- ar. í greinargerð með frumvarpinu sagði svo: „Þegar vel árar njóta iðnaðar- menn og iðnaðarfyrirtæki lánsvið- skipta hjá öllum bönkum með venjulegum láns- og vaxtakjörum, en þegar að þrengir og bankarnir draga úr útlánastarfsemi, þá telja lánastofnanirnar það vera fyrir ut- an sitt verksvið að greiða sérstak- !ega úr -iánsþöríum iðnaöarins, vegna þess að sérstakur lönaðar- banki er ekki til. Iðnaðarfyrirtæki vantar sérstaklega tryggingu fyrir því, að einhver viss lánastofnun fullnægi iánsfjárþörf þeirra, þegar erfitt er að fá lán og þeim er mest þörf á lánum til þess að reksturinn stöðvist ekki“. Einnig var bent á í greinargerð- inni, að meira en fimmtungur landsmanna hefði þá framfæri sitt af iðnaði. í samþykkt frumvarpsins fólst vitaskuld sú skoðun Alþingis, að stjórnendur ríkisbankanna hafi ekki fylgt atvinnuþróun landsins nógu vel eftir á þessum tíma. Þeir hafi fremur lánað til þess sem fyrir var, en þess sem koma skyldi. Með tilkomu einkabankanna festist sú skipan enn frekar í sessi, sem komið var á árið 1930, að ein- stakir bankar skyldu þjóna tiltek- inni atvinnugrein, fyrst og fremst. Þessi skipan á að mínum dómi ræt- ur í íhlutun stjórnvalda í lánamark- aðinn, í því skyni að veita vissum at- vinnugreinum betri aðgang að Iáns- fé og hagstæðari lánskjör en aðrir njóta. Opinber íhlutun íhlutun í markaðsstarfsemina verður jafnan til þess að skekkja markaðinn. Leiðir íhlutunin þvi jafnan til óhagkvæmni eða sóunar af einhverju tagi. íhlutunin hefur aðallega verið fólgin í eftirfarandi: 1. Ákvarðanir um inn- og útláns- vexti, svo og gjaldskrá, liafa ekki verið á hendi bankanna sjálfra. 2. Rúmur íjóröungur allra innlána hefur verið bundinn í Seðla- bankanum, til þess að standa undir forréttindalánum á sér- stökum kjörum, svonefndum endurkaupalánum. 3. Aðgangur bankanna að mark- aðnum hefur verið takmarkað- ur, með því að stofnun útibúa hefur verið háð leyfum. 4. Flestir bankanna hafa aðeins getað veitt takmarkaða þjón- ustu, með því að þeir liafa ekki fengið ótakmarkað leyfi til að versla með eriendan gjaldeyri. 5. Ríkisbankarnir hafa einir notið ábyrgðar ríkissjóðs á innlánum sínum, án endurgjalds. 6. Fjármálaráðuneytið hefur gefið út fyrirmæli til allra ríkisfyrir- tækja og ríkisstofnana um að þau beini viðskiptum sínum ein- göngu til ríkisbankanna. Skal ég nú gera nokkra grein fyrir þessari íhlutun stjórnvalda og því hvernig hún í sjálfu sér er undirrót þeirrar óhagkvæmni sem stjórn- málamennirnir sjálfir gagnrýna bankana fyrir. Vaxtaákvarðanir og gjaldskrá í fyrsta lagi vil ég nefna að á kvarðanir um inn- og útlánsvextí bankanna eru í höndum Seðla- bankans að rhestu. Ræður hann því vaxtamuninum sem bankarnir hafa af lánsfjármiðluninni, en talið hef- ur verið, að lánsfjármiðlunin sé um 40% af starfsemi bankanna, miðað við vinnuaflsnotkun. Einnig hefur Seðlabankinn löngum haft forystu í gjaldskrármálum bankanna, en gjaldskráin tekur til annarra þátta rekstrarins, svo sem gjaldeyrisvið- skipta, innheimtuþjónustu, á- byrgða o.fl. Var lengst af Ieitað sam- þykkis Viðskiptaráðuneytisins fyrir öllum breytingum á gjaldskránni. Mismunur inn- og útlánsvaxt- anna, vaxtamunurinn, hefur verið látinn bera afkomu bankanna uppi. Gjaldskráin var árum saman ó- breytt að stofni til og sjaldan tek-in til endurskoðunar, þrátt fyrir mikla verðbólgu. Fyrir nokkrum árum var hún þó tengd við póstburðar- gjöld, sem tryggði að hún var nokk- urn veginn jafn röng frá einum tíma til annars. Þótti það mjög til bóta. Þetta fyrirkomulag í verðlags- málum bankakerfisins var ákveðið af stjórnmálamönnum, ýmist með lögum eða tilskipunum. Menn geta velt því fyrir sér hvort þetta hafi ver- ið heilbrigt og leitt til hagkvæmni í rekstri. Ætli það sé t.a.m. heppilegt að haga málum svo, að einu gildi hvort ýmis þjónusta sé seld eða gef- in? Ætli það sé sanngjarnt, að sparifjáreigendur og lántakendur greiði fyrir greiðslumiðlun og inn- heimtuþjónustu sem aðrir nota? íhlutun stjórnvalda i verðlagsmál lánamarkaðarins hefur greinilega dregið dilk á eftir sér. Væntanlega mun þjónustan verða í vaxandi mæli seld a.m.k. á kostnaðarverði á næstunni. Jafnhliða getur vaxta- munurinn tekið að lækka á ný. Forréttindalán í öðru lagi hefur Seðlabankinn um áraraðir endurkeypt afurða- og rekstrarlán af viðskiptabönkunum. Rökin fyrir endurkaupunum hafa verið þau, að árstíðabundin fjár- þörf sjávarútvegs og landbúnaðar sé umfram útlánagetu þeirra banka, sem þessir atvinnuvegir hafa aðallega skipt við. Með bindi- skyldu innistæðufjár aflar Seðla- bankinn sér fjár til að miðla á þenn-, an hátt. í þessu sambandi þarf að hafa í huga að lánsfjármiðlunin er miklu víðtækari en svo að hún sé aðeins milli þeirra banka sem þjóna hinum hefðbundnu atvinnuvegum. Þvert á móti beinist hún að fjár- magnsflutningi frá öllum innláns- stofnunum í formi bundins fjár, og er fénu síðan beint til hefðbundnu atvinnuveganna í gegnum við- skiptabanka þeirra. Hið bindiskylda hlutfall inn- istæðna innlánsstofnana hjá Seðla- bankanum er nú 28%, og nægir það til að standa undir endurkaupa- kerfinu. Með lánakerfi þessu hlut- ast stjórnvöld bæði til um kjör láns- fjárins og eins aðgang að lánsfé. Með hinum svonefndu Ólafslögum frá 1979 var heimild Seðlabankans til að ákveða bindiskylduna hækk- uð úr 25% í 28% og jafnframt var ákvörðun um kjör þessara sérstöku lána tekin úr höndum Seðlabank- ans og færð til ríkisstjórnarinnar sjálfrar. Með því að tryggja sérstökum forréttindaaðilum aðgang að þess- um lánum og meina Seðlabankan- um að samræma kjör þeirra al- mennum vöxtum á lánsfjármark- aðnum, var ríkisvaldið í raun að fela lánastofnunum hlutverk, sem þeim var annars aldrei ætlað. Þær hafa ekki aðeins miðlað lánsfé í þessu tilfelli, heldur einnig hreinni eign, verðbólgugróða, og það í stór- um stíl. Sérstök lánskjör eru af mörgum talin eiga rétt á sér á tilteknum svið- um, en þá verða liin sérstöku kjör að vera borin uppi af sameiginleg- um sjóðum landsmanna allra, en ekki eigendum innlána einum. Það er alveg ljóst, að þetta ástand hefur verið afar ósanngjarnt og leiðir fyr- ir sitt leyti augijóslega ekki til þess að hagkvæmasta fjárfestingin eða reksturinn geti valist úr og gengið fyrir. Það er sannfæring mín, að af- urðaiánakerfið sé orðið að alvar- legu vandamáli, það sé hemill á efnahagsþróun landsins. Stofnun útibúa í þriðja lagi má nefna að stofnui útibúa hefur verið háð leyfum, póli tískri úthlutun. Á tímabilinu 1961 Framhald á bls. 21

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.