Alþýðublaðið - 17.04.1984, Blaðsíða 16
16
Þriójudagur 17. apríl 1984
sem gefurarö
Björgvin Schram, umboðs og heildverslun_
Ávextir frá
öllum heimsálfum
I hinu reisulega húsi, Tryggvagötu 8, er Heildverslun
Björgvins Schram til húsa. Við knúðum þar dyra til þess
að ræða við aðstoðarframkvæmdastjórann, Magnús
Erlendsson, sem jafnframt er forseti bæjarstjórnar á
Seltjarnarnesi.
„Sæll félagi“, sagði Magnús, þegar undirritaður vatt
sér léttilega inn úr dyrunum, — enda fyrrverandi KR-
ingur og Adidas-trimmari.
„Félagi hvað?“ hváði undirritaður, sem hélt í sinni
kratísku einfeldni að hann væri að heimsækja útfjólu-
bláan íhaldsmann af sjálfu óðalinu á Seltjarnarnesi og
léttleikinn hvarf til fyrri veru.
„Já, félagi“, rumdi í Magnúsi.
„Auðvitað veit ég í hvaða stjórn-
málaflokk ég er og það get ég sagt
þér að jafnvel kommarnir á Nes-
kaupstað hafa ekki jafn traustan
meirihluta og við íhaldsmenn á Sel-
tjarnarnesi. Málið er bara það, að
ég hef einkarétt á þessu ávarpi úr
mínum hægri röðunt og get svo
sannarlega staðið við það, að ég
vann fyrir því með réttu.
Það var nefnilega einu sinni að
við allir sveitarstjórnarmenn í
Reykjaneskjördæmi héldum glæsi-
legt þing upp í Munaðarnesi og
höfðum meira að segja svo mikið
við, að við buðum öllum þing-
mönnum kjördæmisins að sitja
þingið. Þetta var að sjálfsögðu
mjög frískt þing og þarna var ekk-
ert bakslag í stjórnuninni. Meira að
segja kvartaði Salóme Þorkelsdótt-
ir mjög undan þvi, að eftir opnun-
arathöfnina hafi hún brugðið sér
eitthvað frá og á meðan hefði öll
dagskráin verið tæmd og fundi slit-
ið, þegar hún kom inn.
Hvað um það, við vorum náttúr-
lega fjallhressir þarna í sveitasæl-
unni. Um kvöldið hópuðum við
okkur saman í húsin og auðvitað
urðum við nokkrir pottþéttir sjálf-
stæðismenn af Seltjarnarnesinu
samskipa í einum bústaðnum, sem
lögreglufélagið reyndist eiga. Við
vorum þarna fjórir: Sigurgeir bæj-
arstjóri Sigurðsson, Jónas ritstjóri
Kristjánsson, Guðmar bæjarfull-
trúi Magnússon og ég.
Nú, — við erum náttúrlega
frjálslyndir og víðsýnir í Sjálfstæð-
isflokknum, þannig að við urðum
ásáttir um það að bjóða tveimur Al-
þýðubandalagsmönnum til okkar,
svona til þess að breikka þetta svo-
lítið. Geir Gunnarsson, alþingis-
maður og bæjarfulltrúi Alþýðu-
bandalagsins í Garðabæ þáðu boð-
ið, enda kjarkmenn. Við settumst
svo að teiti eins og Borg.firðingi
einum er samboðið. Egill Skalla-
grímsson átti Iíka lögheimili þar.
Þegar lítið lifði nætur, stóð ég
upp og skoraði á alla viðstadda að
heiðra nú víðsýnina og bræðralag
allra manna og syngja gestum okk-
ar til heiðurs Internationalinn.
Gerðu menn góðan róm að máli
mínu nema Garðbæingurinn, hann
sagðist ekkert þekkja málið.
Við sungum auðvitað Nallann
með glæsibrag, en skömmu seinna
seig syfja á félagana og það vorum
bara við Geir þingmaður Alþýðu-
bandalagsins, sem sáum sólarupp-
rás þennan fagra morgun.
Ég hafði orð á því við Geir, að
þetta orð félagi væri allt of gott til
þess að rauðliðar mættu einoka
það. Geir spurði þá bara hvort hann
mætti ekki kalla mig félaga Magn-
ús, sem hann hefur gert síðan og ég
fékk á hinn bóginn leyfi til þess að
nota þetta orð, eins og mig lysti.
Veri það vinstri eða hægri maður,
sem fyrir því verður, ég ákveð sjálf-
ur hverjir eru félagar mínir og
hverjir ekki.
Mín deild hérna hjá heildverslun
Björgvin Schram eru fersku ávext-
irnir. Byrjaði fyrir þrjátíu árum í
þessum bransa, sem fyrsta konan í
heiminum tjáði sig fyrst um, sbr.
Fyrstu Mósesbók, 3. kafla 2. vers,
þegar Eva sagði: „Af ávöxtum
trjánna í aldingarðinum megum við
eta“. Síðan hafa þær blessaðar
reyndar haldið áfram að tala og
ekki stoppað.
Þetta fyrirtæki er eitt af örfáum
fyrirtækjum landsmanna, sem hafa
haldið það út að flytja inn ferska
ávexti. Gífurleg áhætta er í þessum
innflutningi, varan viðkvæm, verð-
in breytileg og ekkert tryggingafé-
lag í heiminum fæst til þess að
tryggja varninginn gegn skemmd-
um.
Mikil breyting hefur nrðið á
þessu í gegnum tíðina. Eins og þú
manst kannski, þá voru ferskir á-
vextir aðeins á borðum landsmanna
um jól, fyrir daga þeirrar stjórnar-
samvinnu, sem við köllum Við-
reisn. Eplalyktin þýddi að nú væru
komin jól. Nú flytjum við inn ávexti
allt árið um kring og við hérna hjá
Björgvin Schram flytjum meira að
segja inn ferska ávexti frá öllutn'
heimsálfum. T.d. flytjum við inn
rauð Uelicious epli frá Kanada,
grape frá Kýpur, sítrónur frá Ítalíu,
vínber, blá og græn, frá S-Afríku,
appelsínur frá Spáni og ananas frá
Fílabeinsströndinni.
Áður var þetta allt flutt beint í
lestunum á skipunum. Núna er
þetta allt í kæligámum og hitastigið
stillt að okkar ósk.
Engir toilar eru á eplum, appel-
sínum og sítrónum. 40% tollur er á
vínberjum og t.d. á ávexti eins og
avocados er 70% tollur og 24%
vörugjald. Þess vegna er þessi vin-
sæli ávöxtur svo dýr hér á landi að
nærri ómögulegt er að flytja hann
inn.
Oft hef ég verið spurður um jarð-
arber. Þau koma með flugi og flug-
fraktin er það há, að ekki er hægt
að flytja mikið inn. Flugfrakt er t.d.
allt að fjórum sinnum hærri en með
skipum.
Magnús Erlendsson aðstoðarframkvœmdastjóri: Ferskir ávextir nú á allra
borðum. Gifurlega erfið vara í flutningi.
Ljósm.: G.T.K.
Margir erlendir ávaxtakaupmenn
skilja ekkert í kerfinu hérna á ís-
landi. Hér er einkasala á grænmeti
og lauk, þannig að við megum ekk-
ert tala við þessa erlendu viðskipta-
vini okkar í ávöxtum, um þessar
vörutegundir. Alls staðar í heimin-
um eru ávextir seldir með grænmeti
og lauk. Ekki þarf að fjölyrða um
það að þetta er neytendum til stór-
Rœtt við
Magnús
Erlendsson
aðstoðarfram-
kvœmdastjóra
um áhœttusaman
innflutning,
hollustu og
hvernig honum
auðnaðist
titillinn
félagi Magnús
kostlegrar óþurftar. Þessu kerfi
þarf að breyta.
Stundum er ég spurður um verð-
lagningu á t.d. eplum og appelsín-
um. Erlendis eru þessir ávextir verð-
lagðir eftir stærð. Auðvitað væri
hægt að flytja inn eitthvað ódýrari
epli og appelsínur. Þá væru þau
bara svo smá að íslendingar vildu
þau ekki.
Við íslendingar erum eyþjóð
fjarri öðrum þjóðum. Þetta þýðir
að flutningskostnaður hingað er
mjög hár. Fjórðungur af heildsölu-
verði ávaxta hér á landi fer í flutn-
ingskostnað. Á þeim mörkuðum
sem við kaupum mest af ávöxtun-
um eru einnig daglegar breytingar á
verði. T.d. á stóru mörkuðunum í
Rotterdam og Hamborg. Við kaup-
um beint á jjessum mörkuðum og
þar geta verðin breyst líkt því eins
og verðin á fiskinum okkar breytist
í Englandi og Þýskalandi.
Ég segi stundum að við hérna í
heildsölunni sérhæfum okkur í
hollustu. Þeirri hollustu sem fæst
af neyslu ávaxta og þeirri hollustu
að iðka íþróttir í íþróttavörum okk-
ar. Við erum með umboð fyrir
frægasta vörumerki í heimi í í-
þróttavörum, — Adidas. Þar hefur
söluaukningin verið gífurleg á und-
anförnum árum, með vaxandi í-
þróttaáhuga þjóðarinnar. Ég held
því blákalt fram að sá sem fær sér
epli eða appelsínu frá okkur að
morgni og trimmar í Adidas-bún-
ingi að kveldi, — honum verði ekki
misdægurt“, sagði Magnús Er-
lendsson að lokum.
G.T.K.