Tíminn - 21.02.1967, Side 8
ÞRIÐJUDAGUK 21. febrúar 1967.
8
TÍMINN
RAGNAR ÁSGEIRSSON:
ÞOGNIN rofin
hef lengi fur'ðað mig yfir
tómlæti okkar íslendinga um bar-
áttu Bjarna M. Gíslasonar fyrir
málstað okkar í handritamálinu,
sem nú er farsællega á enda kljáð
á þann veg sem flestir íslending
ar munu hafa óskað. Fyrst og
fremst er það dönsku þjóðinni að
þakka vegna réttlætiskenndar og
göfuglyndis henmar, að hún skildi
að handrit þessi áttu heima hér og
hvergi annarsstaðar í veröldinni.
Engir hafa jafngóð skilyrði til að
rannsaka handritin eins og íslend-
ingar sem alast upp við þá tungu
sem þau eru skrifuð á. Þ*að ætti
líka að vera gleðiefni fyrir alla
erlenda vísindamenn á þessu sviði
að fá að koma til þessa lands og
fá að rannsaka þau hér þar sem
þau eru rituð og þar sem hinar
skráðu sögur hafa gerzt.
Það verður lengi talinn merkis-
dagur í sögu þjóðarinnar þegar
Hæstiréttur Danmerkur felldi dóm
inn á þann veg að handritunum
skyldi skilað hingað, gefin ís-
lenzku þjóðinni. Þá var mikið um
dýrðir og margt talað og ritað
um mikinn sigur. Mörg nöfn nefnd
og mörgum þakkað en hvergi
heyrði ég þá nafn Bjarna M. Gísla
sonar nefnt. Eg bjóst við að þakk
læti til hans fyrir þrotlausa bar-
áttu hans í þessu máli yrði borið
fram af rektor Háskólans sem
fær handritin í sína umsjá og rík-
isstjórninni en það var ekki svo
mikið sem að menntamálaráðherra
Gyifi Þ. Gíslason nefndi Bjarna
á nafn í ræðu sinni til íslenzku
þjóðarinnar um úrslit málsins.
Bjarni M. Gíslason er ekki há-
skólagenginn maður. Hann er að-
eins sjálfmenntaður alþýðumaður,
víðlesinn og fróður. Það hefur
talltaf verið stolt okkar fslendinga
að eiga slíka menn í alþýðustétt
— og verður það vonandi alla tíð.
Það var átakanleg slysni hjá þeim
ráðherra sem fer með menntamál
og auk þess kennir sig við Alþýðu
flokkinn að þakka ekki Bjarnia M.
Gíslaáyni starf hans þennan há-
tíðisdag. Þessi skortur hans á hátt
vísi vakti gremju margra Dana.
Þó efast ég ekki um að G. Þ.
Gíslason muni vena sá drengur að
hann bæti fyrir þessa yfirsjón
j sína, enda hefur hann góða að-
; stöðu til þess meðan hann situr í
! rí'kisstjórninni.
! Háskólamenn okkar héldu að
j vísu fundi um handritamálið með-
! an það stóð yfir og gerðu sam-
þykktir um það og hrópuðu í
:kór: „Handritin heim! Handritin
heirn!,,, en litlu múnu þau hróp
hafa áorkað. Einnig söfn-
uðu stúdentar smáupphæð til
handritahúss. Hér heima voru
allir sammála, við engan að berj-
ast eða deila. En það var öðru
máli að gegna í Danmörku. Þar
voru hatrammir andstæðingar gegn
því að handritin yrðu send heim,
einkum meðal vísindiamanna, sem
töldu eignarrétt Dana yfir þeim
óvéfengjanlegan og lögðu til að
fast yrði haldið í alla lagastafi og
handritin aldrei látin af hendi.
Þá er það sem Bjarni M. Gíslia
son kemur til sögunnar í hand-
ritamálinu. Skóiagöngu hafði hann
ekki fe.ngið í æsku aðra en þá
sem tíðkaðist þá, fram að ferm-
ingu í útkjálkahéraði á fslandi,
fyrir fjörutíu árum, en fór svo til
sjós og var þar þangað til hann
var orðinn 24 ára. En þá brá hann
sér út yfir pollinn til Danmerkur
og settist á skólabekk eins lýðhá-
skólans. Hann vildi verða rithöf-
undur og sagnaskáld og var á góðri
leið að fá viðurkenningu sem slík-
ur, en. þá, um 1945, var handrita-
Bjarni M. Gíslason.
málið mjög á dagskrá og horfði
þunglega við fyrir íslendingum.
Þar gat Bjarni M. Gíslason ekki
setig hjá aðgerðarlaus, og brátt
tók baráttan hug hans allan og
allian tíma hans frá öðrum störfum.
Bjarni hóf bardagann skynsam-
lega, bæði um sókn og vörn. Hann
er stillingamaður, rökvís og vel
máli farinn. Hann valdi þá aðferð
að fræða danska alþýðu um hiand-
ritamálið og ferðaðist um Dan-
mörku þvera og endilanga og
ræddi um málið í lýðskólunum
og á oPinberum fundum og sýndi
fram á hve hjartfólgið það væri
okkur íslendingum. Hann fékk
margia ágæta lýðskólakennara og
aðra í lið með sér og með ræðu-
höldum og blaðagreinum tókst
Bjarna og fylgismönnum hans að
skapa svo máttugt almenningsálit
í Danmörku um að senda handrit-
in heim að danskir stjórnmála-
menn sáu sér ekki annað fært en
að bera málið upp á þingi — Rikis-
deginum — þar sem afhehdingin
var samþykkt eftir langvarandi og
harða baráttu.
Bjarni M. Gíslason hefur skrifað
þrjár bækur um handritin og auk
þess óteljandi blaðagreinar um
málið, þau 20 ár sem baráttan var
hörðust .Það gegnir furðu hve lítið
fslendingar hafa ritað um þátt
Bjarna í handritamálinu. Það hef-
ur verið vanrækt að skýra okkur
frá því. Þetta er ef til vill af því
að hann er ekki „Akademiker",
bara sjómaður að vestan, hefur
hvorki práfessorsnafnbót iié neinn
rétt til að setja upp stúdentshúfu.
í þessari 20 ára orustu upp á
líf eða dauða, hafði Bjarni litla
stoð héðan frá íslandi. Þó má geta
þess að 1954 kallaði Ólafur Thors
Bjarna hingað heim til skrafs og
ráðagerða og var sá drengur að
fyrirskipa að honum yrðu greiddar
eitt þúsund danskar krónur á mál-
uði. Við það tækifæri sagði Óliafur
við Bjarna: „Það er ekki hægt að
miða yðar starf við listamanna-
starf og verður að launa það öðru-
vísi“. Hitt mun fáum kunnugt að
allir þeir peningiar fóru í beinan
kostnað við baráttuna ’ fyrir mál-
inu í Danmörku — og meira til.
Þrjár bækur skrifaði Bjarni um
handritamálið fyTir Dani, en grein-
ar hans og fyrirlestrar munu þó
enn fyrirfeitfarmeiri, ef út væru
gefnir. Þá var það nauðsynl. fyrir
Bjarnia að fylgjast með öllu sem
skrifað var um handritamálið í tvo
áratugi, en í það safn af blaðaúr-
klippum fóru mörg hundruð dansk
ar krónur á mánuði. En Bjami átti
danska konu, kennara að menntun,
í flastri stöðu. Hún vann fyrir heim-
ili þeirra á meðan handritamálið
krafðist allra starfskrafta Bjama
óskiptra, á meðan heilsa hans
leyfði, sem nú er því miður þrot-
in. Enga lagalega skyldu munum
við íslendingar hafa gagnvart
hinni dönsku frú eða börnum
hennar.
Ég hef lengi verið undrandi yfir
þögninni á íslandi yfir hiiju gæfu-
samlega starfi Bjaraa M. Gíslason
, ar að handritamálinu. Ég hélt að
; þökkin myndi fyrst berast honum
! frá Háskóla íslands, en úr því
■ horni hef ég ekki heyrt slíkt hljóð.
1 Þá hélt ég að slíkt þakklæti myndi
berast frá ríkisstjóminni, og alveg
sérstaklega frá þeim ráðherra sem
kenndur er við menntun og er
sítalandi við sérhvert tækifæri
sem býðst. Dagblöðin hér á landi
þögðu líka fullri þögn um hlut
Bjarna í unnum sigri í handritla-
málinu, þangað til að Snorri Sig-
MINNING
Gylfi Snær Gunnarsson
verzlunarmaður
Kvaddur er í dag frá Neskirkju,
hinztu kveðju, Gylfi Gunnars-
son, verzlunarmaður, en hann
lézt i svefni á heimíli sínu hinn
14. febrúar s.l. aðeins 34 ára að
aldri, frá konu og þrernur korn-
ungum bömum. Maður á erfitt
með að sætta sig við, að ungur
maður, sem kenndi sér einskis
meins og virtist hverjum manni
hraustari, sé svo skyndilega og
fyrirvaralaust kvaddur á braut,
mitt í önn dagsins, þar sem alit
virtist bjart framundan.
Gylfi fæddist 23. okt. 1932 í
Reykjavík. Hann ólst upp hjá
foreldrum sínum, Kristínu Eiríks
dóttur og Gunnari M. Magnúss,
rithöfundi, og var eínn þriggja
bræðra. Hann lauk námi í héraðs
skóla, en lærði síðar kortagerð
á vegum Veðurstofunnar og
vann á Keflavíkurflugvelli sem
kortagérðarmaður, þar til hann
kvæntist og fluttist aftur til
Reykjavíkur. Einnig stundaði
hann nokkuð sjómennsku, var
m.a. um eins árs skeið í sigling-
um, en á s.L ári festi hann kaup
á verzlun í Reykjavik, sem hann
rak siðan.
Gvlfi kvæntist 28. desember
1961, Oddnýju Siguröardóttur,!
hjúkrunarkonu, sem æfctuð er frá
Litla-Hrauni í Hnappadalssýslu.
Samlíf þeirra var sterkt og gótt
og var hún manni sínum mikil
stoð og mikill vinur og skapaði
honum og börnum þeirra svo gott
heimili, sem kostur var á. Oddnýj
er mikilhaef og góð kona. Húrij
lærði hjúkrun erlendis, en gerð-j
ist hjúkrunarkona á Landakotsspít
ala, er hún kom heim að námi
loknu. Um eins árs skeið áttu bau
heima á Hvammstanga, þar sem
Oddný tók að sér hjúkrunarstörf
þar, en þau fluttust aftur suður
s.l. haust og settust að á Sel-
tjarnarnesi.
Gylfi Snær var sérlega bráð-
þroska, búinn miklu líkamlegu
atgerfi, fríður sýnum og glæsi-
legur á velli. Hann lagði stund
á frjálsar fþróttir og komst korn-
ungur í fremstu röð. Þá kynntist
ég Gylía fyrst um 1950, og mér
fannst hann efnilegastur þeirra
fjölmörgu iþróttamanna, sem
komu þá fram á sjónarsviðið.
Hann var einn þessara manna,
sem virtist hafa hæfileika á
hvaða sviði íþrótta sem var, ótrú-
lega fjölhæfur. Hins vegar settu
meiðsli strik í reikninginn, og
hann gat lítið sem ekkert stund-
að íþróttir í nokkur ár.
Kunningsskapur okkar varð að
vináttu, þegar við vorum her-
bergisfélagar í þrjár vikur á
Ólympíuleikunum í Helsinki
1952 sem blaðamenn, en Gylfi
skrifaði um þá fyrir Þjóðviljann,
Þar kynntist ég áhuga hans og
þekkingu á íþróttum — og ég
kynntist einnig ungum, traustum
manni, sem gott var að eiga að
félaga. Og ég sá í þessum unga
— óvenju sterka manni — íþrótta
mann, ekki síður glæsilegan, en
þá, sem bar hæst á þessum leik-
um. En atvikin höguðu því þann-
ig, að íþróttaferill hans varð ekki
sá, sem við vinir hans, bjuggumst
við — vegna þrálátra meiðsla í
baki. En honum tókst þó um
síðir að vinna að nokkra isyti
bug á þessum meiðslum — 05
kom þá fram á sjónaisviðið á nv.;
Hann haslaði sér að vísu nýjan!
völl — áður voru það stökkin |
log hlaupin, þar sem hann barj
hæst.1 en nú voru baft köstin,1
einkum spjótkastið og hann varð
; tvívegis íslandsmeistari f þeirri
grein og landsliðsm. í nokkur ár.
Gylfi var einnig búinn góðum
hæfileikum andlega. Hann var
hugsandi maður og las mikið, eink-
um um fræðileg efni og dulræn,
og þá allmikið Austurlandafræði
Hneigðist hann að dulrænum svið
um, enda hafði hann sjálfur ýmsa
hæfileika á þeim vetfcvangi,
sem á ýmsan hátt sýndu þroska
hans. Hann flíkaði þó þessum
hæfileikum ekki mikið, enda
innst inni dulur maður, þótt hann
væri glaður og félagslyndur í hópi
vina sinna og félaga.
Ég sendi eiginkonu hans og
börnum, foreldrum og bræðrum
mínar innilegustu samúðarkveðj
ur. Þau hafa misst mikið, en minn
ingin um góðan dreng lifir.
Hallnr Símonarson.
HeiSurs-
doktor
Títt var að prúðir piltar Jærðu
til prestsskapar fyrr á dögunum,
en um það síðar sig ekkert kærðu,
og allir snérust að lögunum.
Bágt er að andinn útlægur verðL
Ég ætla það væri snjallræði,
og hentugt Drottni, ef háskólinn
gerði
mig heiðursdoktor i guðfræðL
18. febr. 1967.
Sk. G.
fússon minnti á hann í Tíman-
um fyrir skömmu síðan, svo kom
grein Kristjáns H. Jónssonar á
Akranesi 2. þ.m. í Morgunblaðinu.
Þar næst kom greinin: Handrita-
málið og þjóðin í Tímanum 11. þ.
m., eftir Hj. G. Því næst kom rit-
stjórnargrein í Morgunblaðinu sem
viðurkenndi þátt Bjiama M. Gísla-
sonar í handritamálinu. Þökk sé
þeim höfundum þessara greina. —
í gær, 14. þ.m. birtist svo í Morg-
unblaðinu viðtal vig Bjama, og
blaðamaðurinn spyr: Hverjir eiga
mestan heiður skilið fyrir sigur-
inn? Bjami svarar: „Danir“. Um
það verður ekki deilt“. Hygg ég
þetta rétt svar og býst ég við að
engar aðrar þjóðir hefðu sýnt smá
þjóð eins og okkur, slíkan dreng-
skap. Því næst nefnir hann nöfn
margra danskra manna sem lögðu
okkur lið af heilum hug, málinu
til. framgangs, en hins getur
Bjarni ekki, að flestir þessara
manna sóttu oftast ráð sín og rök
til sóknar og varnar í málinu til
hans, B.M.G.
Þá getur Bjarni þess að af vís-
indamönnum okkar hafi enginn
haft meiri áhrif á gang málsins en
Jón prófessor Helgascyi. Er það
vel að það fréttist um landið allt,
því hann átti þó ekki alltaf hægt
um vik í málinu, sem danskur
embættismaður og forstöðumaður
Árnasafns.
Ég er þakklátur áðurnefndum
greinarhöfundum, sem rufu þögn-
ina hér um þátt vestfirska sjó-
mannsins Bjarna M. Gíslasonar í
handrifcamálinu. Það var nauðsyn-
legt úr því að vísindamennimir
gerðu það ekki. Þjóðin þakkar hon-
um. En hér þarf meira en o.ðin
tóm. Bjarni hefur eytt þriðjungi
ævi sinpar tij bacáttunnar fyrir
því að fá handritin heim. Nú koma
þau heim, loksins, eftir 300 ára
útivist. Það verður áreiðanlegia
mikill hátíðisdagur þegar þeim
verður skilað aftur.
Að lokum vil ég geta þess að
svo prúðmannlegur var málflutn-
ingur Bjarna að í Danmörku nýt-
ur hann, að orustunni lokinni,
bæði virðingar og vináttu dönsku
þjóðarinnar. Er okkur sæmd að
slfkum manni. En á hvern hátt get
um við launað Bjarna fyrir afrek
hans? Við, alþýðan, kjósum full-
trúa á Alþing og þeir velja okkur
ríkisstjóm. Við ætlumst til þess
af þeim að þeir taki ákvarðanir
í slíku máli sem þessu. Það er þvi
undir manndómi alþingismanna og
ráðherranna komið, hvemig þeir
launa Bjarna M. Gíslasyni — og
um leið mælikvarði á manngildi
þeirra-
1S. nóvember.
Ragnar Á§geirssonu