Tíminn - 21.02.1967, Side 14

Tíminn - 21.02.1967, Side 14
14 TÍMINN ÞRIÐJUDAGUR 21. febrfiar 1967. FRÁ ALÞINGI Framhald af bls. 7. eftir því sé litið, að rétt sé talið fram. 5. Bæjarfélög og atvinnurekendur verða að gréiða átoveðið gjald í atvinnuleysistryggingasjóð. Sjóð ur þessi nálgast nú 1 milljarð cg vex sennilega um allt að 200 millj. kr. í ár. Vextimir ættu því að vera nægilegur tekjustofn fyiir sjóðinn. Stjórnin hefur engar tilraunir gert til að afnema þetta gjald, annaðhvort af misskilinni kjósendahræðslu eða af því að þægilegt er að ráðskast með þetta fé. _ 6. Útvegsmenn greiða árlega stór fé til vélsmiðja og fyrir uppsetn ingu á nótum og netum. Vinnu laun hafa farið hækkandi og eru nú 100—200 kr. á klukkustund. Eikki er ólíklegt, 15 ríkisstjóm- in gaeti hlutazt til um einlhverja lækkun á þessum liðum gegn því að viðkomandi aðilar fengju hag kvæm lán fyrir hluta af húsum og vélum eða þeir væm undan- þegnir einhverjum álögum, sem þeir verða að greiða nú. Slíkt gæti einnig haft í för með sér meiri vinnuíhagræ'ðingu. 7. Innflutningsgjöld af veiðarfær um era 4%, en af varahlutum mikilu hærri. Við drögum í efa, að milliliðakostnaður af veiðar færam sé óeðlilega hár, því að samkeppni er mikil Afnám inn- flutningsgjalda á veiðarfærum til fiskveiða og varalhlutum til fiski skipa mundi spara útvegsmönn- um nýkkurt fé, misjafnlega mikið, en öllum nokkuð. Innlendum veiðarfæragerðum mætti bæta slíkt upp með því að greiða þeim ákveðið prósentugjald af því vöruverðmæti, er þær framledidu og seldu á samkeppnisihæfu verði. í stað þess hefur ríikisstjórnin bætt einum böggli á Skjónu, sett innflutningshöft á netateina, svo að Hampiðjan geti selt fram leiðslu sína fyrir hærra verð. Það mun auka veiðarfœrakostnað meðalháts um 20—30 þús. á ári og hindra heilibrigða samkeppni um gæði vörunnar. 8. Forráðamenn frystihúsa kvarta um vöntun á hráefni. Fleiri og fleiri útvegsmenn reyna að varka fiskinn sjálfir með því að salta aflann og herða. Vafalaust er þetta rétt og ástæðan augljós þeim, sem til þekkja. Hún er sú, að ekki hefur verið hægt að gera báta út til fisbveiða með sæmi- legum árangri án þess að hafa hagnað af fiskverkun. Ástæðan er Maðurinn minn, Andrés Biörnsson frá Bs, andaðist að heimili sínu fösfudaginn 17. þessa mánaðar. Fyrir hönd aðstandenda, Stefanía Ólafsdóttir, Borgarnesi. Öllum þeim, er sýndu okkur samúð og hlutteknlngu, við fráfall og jarðarför, Ólafs GuSjónssonar, bónda, Bæ, Hrútafirði, sendum við innilegustu þakkir og kveðjur. Kristín Guðbjartsdóttir, Guðjón Ólafsson, Elsa Gísladóttir, Þórarinn Ólafsson, Dagmar Rögnvaldsdóttir og barnabörn hins látna. Eiginmaður mlnn og faðir okkar, Kristján Eysteinsson, Hjarðarbóli, Ölfusi, verður jarðsunginn frá Kotstrandarkirkju, miðvikudaginn 22. febr- úar kl. 2 e. h. Blóm og kransar vlnsamlegast afþakkað. Bilferð verð- ur frá Umferðamlðstöðinni kl. 12.30. Halldóra Þórðardóttlr og börn. Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð við andlát og jarðarför mannsins míns, föður, tengdaföður, afa og langafa, Guöna Einarssonar# fyrrverandi kolakaupmanns, Ása Elríksdóttir, börn, tengdaförn og barnabörn. Eiginmaður minn og faðir okkar, Helgi Þorsteinsson, framkvæmdastjóri, lézt að heimili sínu aðfaranótt 19. þ. m. Jarðarförin auglýst siðar. Þorbjörg Ólafsdóttir, Þór Þorsteinsson, Gunnar Þorsteinsson, Margrát Helgadóttir, Hörður Helgason. Hjartanlega þökkum við öllum þeim, er auðsýndu okkur samúð og vinarhug, við andlát og jarðarför, Markúsar ÞórSarsonar, Grímsf jósum, Stokkseyri. Andrés Markússon, Jónina Kristjánsdóttlr, Halldór Andrésson. Útför systur mlnnar, Elínborgar Aðalbjarnardóttur, kennara, Hjarðarhaga 30, fer fram frá Fossvogskapellu, fimmtudaginn 23. febrúar kl. 10,30 f.h. Fyrir hönd vandamanna. Sigrún Aðalbjarnardóttir. margþættur og sívaxandi kostn-1 aður við útgerðina, sem ríkis- stjórnin hefur því miður átt sinn þátt í. Útvegsmenn hafa því verið neyddir til að verka fisk úr eigin bátum, ef þess hefur verið nokkur kostur. Hjá slíkum mönnum hefur reksturinn borið sig bezt, og til þeirra heyrist minnst nú. Við þetta bætist, að útvegsmenn fá enga tryggingu fyrir skilvísri greiðslu, þegar þeir selja fiskvinnslustöðvum aflann. Bankar taka veð í afla, og ríkið fær stimpilgjöíld, en útvegs- maðurinn enga tryggingu. Eðli- legt er því, að illa stæðum fisk vinnslustöðvum gangi illa að fá hráefni. Af ofangreindri ástæðu ber nauðsyn til að reyna að læbka rekstrarko'stnað fiskibáta þannig, i að rekstur þeirra beri sig, án' þess að hagnaður verði af fisk-! verkun. 9. Ævintýrinu er lokið í bili. Vissir hestar í lestinni era lagztir vegna þess að búið jr að bæta á þá svo mörgum og þungum pinklum. Lestamennirnir hafa um tvennt að velja: að taka eitthvað af pinklunum af eða lyfta undir baggana. Það þótti eigi hyggnir lestamenn, sem höfðu baggana of þunga. Við leggjum til með þessu frumvarpi, að ósanngjam pinkill sé tekinn af baki útvegs manna og fiskvinnslustöðva. Við miðum við 150 lesta stærð skipa, því að það era einkum þau skip, sem afla bolfisks, og stærri skip in hafa betri aðstöðu til síldveiða. Bregðist síldveiðin, breytist að sjálfsögðu sá aðstöðumunur. Við höfum bent á nokkur atriði sem geta orðið til mikilla hags- bóta fyrir útvegsmenn, ef fram- kvæmd væru, mundu sennilega spara meðalbát 4—6 hundruð þús und krónur á ári. Það gæti valdið því, að engin bein framlög þyrfti úr ríkissjóði til bátaútvegsins. ’betra er að stíga tvö skref til baka, en sökkva dýpra. LÍTIÐ BROT AF — ^ramhals al h!s i til Osló og til Reykjavíkur. Það gleður okkur mjög, að land ykkarí hefur gert ráðstafanir til þess að! sýna kortið hér. Ég tel, að hin: góða samvinna milli menntamála- ráðuneytisins, utanríkisráðuneytis. ins og háskólans muni vissulega skapa góða möguleika fyrir bæði íslenzka fræðimenn og almenning að skoða kortið á meðan það verð ur hérlendis. Við lukum þessum undirbúningi nú i morgun, Kortið verður hér frá 15. marz til 31. marz. Það verður sýnt í Þjóð- minjasafninu. Sýningin verður opnuð við hátiðlega athöfn síð- degis 15. marz. — Við völdum daginn 15. marz vegna þess, að það er síðasti starfs dagur James Penfield sem am- bassadors Bandaríkjanna á ís- landi, en hann hefur verið fulltrúi lands míns hér síðustu 6 árin. Þess vegna er okbur við Yale- háskólá sérstök ánægja að hann verður hér þegar sýningin hefst, og að það verður hans síðasta formlega hlutverk sem ambassa- dors hérlendis. — Mikið veður hefur verið gert út af kortinu. Mikið hefur verið um blaðaskrif og fullyrðingar, óupplýstra einstaklinga, sem ekki1 era fræðimenn, um kortið, og við beruim hluta ábyrgðarinnar fyrir að hafa borið heim slikum ummæíum, vegna hinnar óheppi- legu tilviljunar með útgáfudag- inn — þ.e. fæðingardag hins fræga sæfara Kolumbusar. — Bandaríkjamenn af Itölskum ætfum halda fæðingardag Kolum- busar hátíðlegan, og þeir virðast því miður, hafa þá skoðun, að við værum að reyna að draga úr mikilfengleik afreka hans. Yale hafði auðvitað ekkert slíkt í huga. Ekki er um að ræða neina sam- kepnni í bessu máli nema á milli atvinnuþjóðernissinna, hvort sem þeir eru Bandaríkjamenn af norsk um ættum eða ítölskum. Það hef- ur lengi verið vitað meðal fræði- manna alls staðar í heiminum, að Leifur Eiríksson og aðrir skandinavískir sæfarar komust til meginlands Norður-Ameríku nokkrum öldum áður en Kristófer Kólumbus komst þangað, en þetta dregur ekkert úr afreksverki hans, það var stórkostlegt siglingafræði- legt afrek, og það leiddi til endan legs landnáms — en af ýmsum ástæðum átti það sér ekki stað í sambandi við ferðir norrænna manna á þessum norðurslóðum. — Yale hafði aðeins áhuga á einu atriði; þ.e. að bæta við ein- um litlum þætti sagnfræðilegra sannanna á hinu stóra sviði nor- rænna og íslenzkra fræða. Við teljum, að kortið, og sú rann- sókn, sem gerð hefur verið á kort inu, og er að finna í bókinni um Vínlandskortið, gegni einmitt því hlutverki. — Ég er alltaf hrifinn af því, sem George Painter, sem er einn þeirra brezku fræðimanna, er tók þátt í rannsókn kortsins, sagði um það við mig í London fyrir einu og hálfu ári. Hann sagði — „f raun og veru er þetta kort, og rannsóknir okkar, eitt nýtt, lítið glerbrot í kviksjá norrænna og ís- lenzkra fræða. Myndin verður aldrei hin sama aftur, og önnur glerbrot munu bætast við“. — Það er von okkar, að með sýningu þess hér á landi, í Noregi, í Englandi og viðar, muni kortið bjóða heim frekari rannsóknum. Ég hef notið þeirrar ánægju að snæða hádegisverð með nokkrum helztu fræðimönnum ykkar á þessu sviði við háskólann hér — og það er von okkar, að kortið muni 'örfa þá og aðra til frekari rannsókna. Præðirannsóknir enda aldrei, þær eru stöðug þróun. Þeir sem eru andvígir einni niðurstöðu, eru einungis að ryðja brautina fyrir aðra niðurstöðu. Og þetta er þýðingarmest i sambandi við þetta sérstaka sagnfræðilega skjal, að okkar áliti. Ekki, að það sanni eitthvað nýtt, ekki að það sanni eitthvað endanlegt, heldur að það er eitt sönnunargagnið í viðbót. Og við bjóðum íslenzkum fræði- mönnum að taka við og halda áfram frekari rannsóknum, og ef sýning kortsins hér hefur áhrif í bá átt, þá mun það gleðja okk- ur mjög. — Hvenær verður kortið sýnt í Noregi? — Kortið verður sýnt í Noregi frá og með miðvikudeginum 22. febrúar, en það er fæðingar- dagur George Washington. Kon- ungur Noregs mun verða viðstadd ur opnun sýningarinnar, en hann er sjálfur fræðimaður í sögu og hefur sýnt mikinn áhuga á kort- inu. Það verður til sýnis í Noregi til 12. marz n.k. og síðan hefst sýningin hér 15. marz, eða þrem dögum síðar. — Hvernig verður kortið flutt til fslands? — Þetta er ein þeirra spurn- inga, sem ég get ekki svarað. Ástæðan er augljós. Verðmæti kortsins er mjög mikið, og trygg- ingarfélagið hefur beðið okkur að ræða ekkert um flutning kortsins. Við getum auðvitað skýrt frá því, að kortið kemur hingað, en hvern ið það kemur hingað, hvaða dag og i fórum hvers verður ekki gef- ið upp, fyrr en það er komið til landsins. Ég get þó skýrt ykkur frá því, hvernig kortið komst til London. Ég bar með mér skíði mín, þvi ég ætlaði á skíði í Sviss síðar, og ég bar kortið líka, og kona mín sagði, að þegar ég kom til flug- vallarins í London, hafði ég sýnt skíðunum mínum meiri athygli en kortinu! Kvöldið, sem við komum til London, átti sér stað hið mik’ listaverkarán í London, og for- stjóri listasafns Yale háskólans sagði mér síðar, að hann væri viss um að ég hefði skipulagt þetta til þess að draga athyglina frá kortinu! — Hvað er kortið tryggt fyrir stóra upphæð? — Ég get heldur ekki sagt ykk ur frá þessu. En, ef þið mynduð gizka á um 1 milljón dollara, þá væri það ?kki langt frá sannleik- anum. Annars veit ég ékki, hvern- ig slikur hlutur er tryggður — kort er óbætanlegt, ef það hverf- ur. — Sumir hafa haldið þvl fram, að kortið sé annað hvort falsað, eða frá síðari tímum, en Yale há- skólinn fullyrðir. Hviað viljið þér segja um það mál? — Eg vil fyrst leyfa mér að hæla háskóla mínum fyrir það, hvemig með kortið var farið. Kort ið kom til okkar átta áram áður en við gerðum tilvist þess opin- bera. Við töldum, að það mörg skjöl, og svo mörg sönnunargögn hefðu komið fram í sambandi við fund og könnun meginlands Norð ur-Ameríku, en sem síðar hefðu reynzt vera einskis virði, að við vildum ekki fullyrða neitt um þetta kort fyrr en við værum viss , ir um gildi þess. Þess vegna báð- I um við fræðimenn við Yale og | Britiöh Museum að rannsaka kortið og við héldum tilvist korts- ins leyndri þar til við gátum látið slíkri tilkynningu fylgja ítarlegar niðurstöður rannsókna fræðimanna á kortinu. Með öðram orðum, við vildum birta siaman kortið og grein argerð um rannsóknirnar. Þetta gerðum við, Fræðimennirnir, sem rannsök- uðu kortið, lögðu greinargerð um rannsóknir sínar fyrir bæði blaða menn og fræðimenn á þessu sviði, og biðu síðar eftir því sem gerast myndi. Fram til þessa dags hefur enginn þessara fræðimanma talið, að fram hafi komið sönnunargögn sem sýnt geti, að kortið sé fals að, eða gefi þeim ástæðu til þess að breyta niðurstöðum sínum. í nóvember var haldinn í Smithson ian Institute I Bandaríkjunum ráð stefnia um kortið, og voru boðnir þangað brezkir, skandinavískir og spænskir fræðimenn meðal ann- arra. Þar komu engin þau rök fram, sem Skelton, Painter eða aðrir fræðimenn, er kortið rann sökuðu töldu geta breytt nokkru niðurstöðum þeirra. Sem sagt, fram til þessa dags hafa þeir ekki heyrt nein rök, sem hruflað hafa við sannfæringu þeirra, og ég hef ekki heyrt í dag, í viðræðum við nokkra ís- lenzka fræðimenn á þessu sviði, neinar efasemdir um að kortið sé ekta. — Verður kortið sýnt annars sfcaðar en í Bretlandi og á Norð urlöndum? — í apríl er alþjóðaráðstefna landafræðinga í Hollandi. Ekki er endanlega ákveðið hvort Vín- landskortið verður sýnt þar, en ráðstefnan hefur boðið Yale að senda kortið þangiað. Yale hefur þá skoðun, að fyrst kortið á ann að borð er í Evrópu, þá sé sjálf sagt að sýna það hvarvetna, sem það þykir æskilegt. Væntanlega mun kortið aftur fara til Yiale í júní, en í þeim mánuði verður það sýnt í háskólanum í Toronto í Kanada í sambandi við ráð- stefnu, sem útgáfufyrirtæki há- skóla halda þar. Er útgáfufvrir tækjunum boðið að senda þanvað afchyglisverðustu verk sín, og hau skjöl, sem ritin eru byggð á. Við munum fara með Vínlandskortið, sagði Kerr að lokum. SERVIETTU- PRENTUN SÍMI 32-101.

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.