Tíminn - 08.03.1967, Blaðsíða 3

Tíminn - 08.03.1967, Blaðsíða 3
MIÐVIKUDAGUR 8. marz 1967 TÍMINN Eins og frá 'hefur verið skýrt var gröf íhinnar nýlátnu, frönsku leikkonu, Martine Car ol, rænd rétt eftir útför henn ar og var líkkistan brotin upp og 'þaðan stolið ýmsum skart- gripum, sem leikkonan hafði óskað að færu í gröfina með sér. Var verðmæti skartgrip- anna um 600 þúsund og lög- regluvörður heíur verið um gröf leikkonunnar síðan rán- ið var framið. Nú hefur eigin maður hennar ákveðið að hún verði jarðsett í annað sinn. Siifellt er verið að endurreisa söng- og leikstjörnuna Judy Gar land í Hollywood og ^sfa henni tækifæri, enda hefur al- menningur ekki aðeins í Banda ríkjunum, heldur um allan heim mikla samúð með þessari konu, sem Bak'kus og eiturlyfin hafa leikið svo grátt. Judy á nú að fara að leika í nýrri kvik- myr.d sem gerð er eftir sögu Jaqueline Susanna „Valley of the Dolls“ og hún á að leika þar tiltilhlutverkið Helen Law son. Á mundinni sést Judy Garland með glas í hönd, á- samt höfundinum Susanna. ★ Nú eru Danir önnum kafnir við að undirbúa væntanlegt brúðkaup ríkisarfa síns og hef ur danska þingið meðal annars samþykkt á fjárlögum 500 þús und króna gjöf hana Margréti prinsessu. En ekki nóg með ★ það. Skrifstofustjórinn í fjár- málaráðuneytinu danska samdi fyrir nokkru lag til hinna vænt anlegu brúðhjóna og nú eru tveir danskir danskennarar bún ir að semja við lagið dans, sem hefur fengið nafnið „Polki Mar grétar prinsessu" og hefur Mar grét lagt blessun sína yfir dans inn og gera höfundarnir sér vonir um að dansinn verði sýnd ur í Fredensborgarhöll við brúðkaupshátíðahöldin, og á- ætlað er að kenna Frökkum einnig þennan öndvegispolka. • ★ Tizkuhúsum í Austur-I>ýzka- landi hefur verið fyrirskipað að letja stúlkur þar í landi að ka-upa pils, sem eru fyrir ofan hné. Segja forsvarsmenn aust ur-iþýzkrar tízku það ekki vera í tízku lengur og eigi pilsins að ná niður fyrir hné. Menn rekur sjálfsagt minni til hins hörmulega slyss í Ab erfan í Wales á Bretlandi, þeg ar gjallhaugur hrundi og undir honum grófust og létust 114 manns, mestmegnis börn. Nfú hefur komið upp atvik þarna í bænum: Hefur bæjarráð nú neit að að borga þeim, sem um út farirnar sáu, það, sem þeir kröfðust og hefur ráðið aðal lega fyrir sér að krafizt íé greiðslu fyrir 27 kistum of mik- ið. Er sagt að það sé vegna þess að margar kisturnar hafi hafi ekki verið af réttri stærð og hafi því orðið að smíða nýj- ar. ¥ Sextíu verksmiðjuverkamenn í brezkri verksmiðju í norður , hluta Wales fóru í verkfall fyr ir skemmstu, þegar verkstjóri 'þeirra bannaði þeim að hlæja eða gera að gamni sínu í vinn unni. Ekki stóð þó verkfallið lengi og samþykktu þeir að koma aftur í vinnu eftir að hafa haldið fund um málið og þeim lofað að framkvæmda- stjóri fyrirtækisins tæki málið til meðferðar. ★ ★ Þýzk og frönsk blöð hafa und anfarið birt risafyrirsagnir þess efnis, að Margrét Bretaprins essa og Snowdon lávarður séu í þann veginn að skilja og er nú beðið eftir því að að frá hirðinni brezku komi einhver yf irlýsing, sem annaðhvort jóti eða neiti orðróminum. Snow- don lávarður var í New York þegar honum barst fregnin um þessi blaðaskrif og var haft eft ir honum, að þetta kæmi alveg flatt upp á hann. Á myndinni sést Margrét koma á frumsýningu kvikmynd arinnar „The Taming of the Shrew“ í Lundúnum s. 1. mið- vikudag. ★ Kona nokkur í Illinois í Bandaríkjunum á fleiri en 50 vesti, sem kvikmyndastjörnur hafa átt. Nú er þessi kona að vefa heilmikið teppi og þar notar hún vestin. Á teppið að sýna, þegar pílagrímar komu að ströndinni við Massachusett es 1620 og stofnuðu Plymouth nýlenduna. ' ★ Bítlarnir hafa nýverið gef ið út nýja hljómplöti. og kom hún á markaðinn 17. febrúar. Hins vegar gengur ekki eins vel með kvikmynd, sem þeir eiga að leika í, því að nú hef ur töku hennar verið frestað í þriðja sinn. Ringo Starr hef ur útskýrt fyrir fréttamönnum ástæðuna til þessarar seinkunn ar: — Við viljum hafa hand- ritið alveg hárrétt, segir liann. Þýzkur sótari i Köln, Hans Sehmidt, gekk í það heilaga um síðustu helgi og vinnufé- lagar hans, gerðu sér lítið fyr ir, og mættu í sótaragallanum reyndar þó með pípuhatta, og myndin sýnir þetta óvenju- iega atvik vakti mikla at- hygii í borginni, en ekki er þess hyglií borginni, en ekki er þess getið, að sótkorn hafi fallið á brúðina. 3 Á VÍÐAVANGI Það, sem gera þarí í ræðu þeirri er Helgi Bergs fluttí í gær um frumvarp ríkis- stjórnarinnar um ráðstafanir vegna sjávarútvegsins sagði hann m.a. um það, sém gera barf til eflingar útgerð og fisk iðnaðar: „1. Gera verður ákveðnar ráð stafanir til eflingar bátaútgerð ar á þorskveiðar, jafnframt skipulegum aðgerðum til nýt- ingar miðanna og verndunar stofnunum. Heildarskipulag sóknarinnar á miðin, ásarat bættum tæknibúnaði við þorsk veiðar er brýn nauðsyn. 2. Halda verður áfram sókn á djúpmið og fjarlæg mið og 1 þvi skyni vcrður að vinda bráðan bug að undirbúningi aö endurnýjun togaraflotans. 3. Auka verður hagræðingu í fiskiðnaðinum m.a. með til- liti til þess að bæta móttöku- og geymsluskilyrði hráefnisins til að jafna vinnu milli daga og kornast hjá næturvinnu og til l bess þarf að tryggja þessari ! atvinnugrein næg og hagkvæm lán. 4. Hætta vcrður óeðlilegum álögum á þessar atvinnugrein- ar, lækka vextina, lækka út- flutningsgjöldin, rafmagnsverð ið, hafnargjöld o.fl., veita skattaívilnanir, hætta að skatt- teggja tapið og auka afurðalán- in til þess að gera fyrirtækjun um kleift að stunda starfsemi sína með eðlilegum hætti. 5. Endurskoða reglur um aflatryggingasjóð í því skyni að vélbátaflotinn á þorskveiðum haldi sínu, og iðgjaldasjóð með aukna hagkvæmni í trygging- um fyrir augum. Það verður að brjóta vanda- mál þessa atvinnuvegar til mergjar eins og raunar ann- arra, marka stefnu framtíðar- innai og hefja markvissar að- gerðir Sífelldir árlegir „við- reisnaraukar“ leysa engan vanda þó þeir kunni að geta komið í veg fyrir algjöra stöðv un í bili.“ Kosning Alþýðubanda- lagsmanns bjargaði ríkisstjórninni 1963 í forustugrein Morgunblaðs- ins rétt fyrir alþingiskosningarn ar 1963 segir svo um atkvæða talningu í Vestfjarðakjördæmi. „Fyrstu tölur bentu til þess að Framsóknarmenn myndu fá rjá kjörna í Vestf jarðakjör dæmi en kommúnistar engan, og þá hefði viðreisnarstjórnin misst starfhæfan meirihluta á Alþingi. — Brátt dró þó for maður Alþýðubandalagsins, Hannibal Valdemarsson, á þriðja mann Framsóknarflokks ins. Var baráttan mjög hörð um vinstra fylgið og svo fór, að Hannibal hreppti sætið og bjargaði þar með viðreisr.inni. Verður því ekki með réttu sagt um H. V. héðan í frá að hann hafi ekki unnið þjóð sinni þarft verk. Á sigri hans byggist fram hald viðreisnarinnar, þó ótrú- legt sé“(!!). Þessar hugleiðingar Mbl. byggðust á útreikningum er gerðir voru á þeim bæ. Ef Alþýðubandalagið hefði tapað þingsætinu á Vestfjörðum hefði það fengið uppbótarsæti i stað Iþess og tekið það af Sjálfstæðis flokknum, og stjórnarliðið því haft einu þingsæti færra en það hefur- (Dagur) .

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.