Tíminn - 08.03.1967, Síða 7

Tíminn - 08.03.1967, Síða 7
MIÐVIKUDAGUR 8. marz 1967 ÞINGFRÉTTIR T6MINN ÞINGFRÉTTIR Gylfi Þ. Gíslason, menntamála- ráðlherra, mælti í gær fyrir frum varpi ríkis'stjórnarinnar til laga um listamannalaun. Aðalatriði 'þessa frumvarps eru þessi: 1. Gert er ráð fyrir því, að Alþingi veiti árlega fé á fjárlög um til að launa listamenn. Er annars vegar gert róð fyrir því, að Alþingi veiti árlega tilteknum listamönnum ákiveðin heiðurs- laun, svo sem tíðkazt hefur undan farið, og hins vegar eina heildar upphæð, sem síðan skuli skipt af nefnd sjö manna, kosinni af sam einuðu Alþingi að afloknum al- þingiskosningium, en í fyrsta skipti þegar eftir að lög þessi öðlast gildi. Það hefur háð störf um þingkjörnu nefndanna uhdan farin ár, að þær hafa verið kosn ar til aðeims eins árs í senn. Hér er gert ráð fyrir því, að nefndin verði kjörin að afloknum aiþingis kosningum og starfi milli kosa- inga. Ætti það að auka öryggi og festu í störfum nefndarinnar. 2. Gert er ráð fyrir því, að um tvo launaflokka verði að ræða og séu launin í öðrum flokknum helmingi hærri en í hinum. Und anfarið hafa launaflokkar verið fjórir^ 3. ■ í upphafi árlegs staifs síns NÝ SKIPAN UM ÚTHLUT- UN USTAMANNALAUNA ákveður nefndin, hversu há laun in skuli vera í hvorum flokknum. Síðan skulu nefndarmenn gera heildartillögu um skiptingu þeirr ar fjórhæðar, sem til ráðstöfunar er. Þegar þessar tillögur eru komnar fram, skal ’tekin ákvörð- un um hversu margir skuli hljóta laun í hvorum flokknum, og ræð ur í því samtoandi afl atkvæða. Þá skal gerður kjörseðill með nöfn um alira þeirra, sem tillaga hef ur komið fram um, að hljóta skuii hærri iaunin. Er síðan kosið um það með leynilegri atkvæða greiðslu í nefndinni, hvaða lista menn skuli hljóta hærri launin. Síðan skal gerður annar kjör seðill með nöfnum þeirra, sem tiilögur höfðu verið gerðar um, að hlytu lægri launni, og ninna, sem ekki hlutu hærri launin og síðan fara fram leynileg kosning með sama hætti um það, hverjir hljóta skuli lægri launin. Með þessu móti væri komið á það fastri skipun, hvernig ákvörðun er tekin um veitingu listamanna iaunanna. 4. Aðildarfélög Bandalags ís lenzkra listamanna skulu eiga rétt á að tilnefna hvert um sig tvo fulltrúa til samstarfs við nefnd- ina, sem Alþingi kýs til þess að ákveða listamannalaunin. Áður en atkvæði eru greidd í neind- inni, skulu fuUtrúar bandakgs félaganna eiga rétt á að láta í ijós skoðun sína á tillögugerð tim iistamenn á því sviði, er hlutað eigandi bandalagsfélag starfgr á. Meðan nefndin starfar. skulu all ar tillögur nefndarmanna og all ar umsagnir fulltrúa bandalags félaganna skoðaðar trúnaðarmál. En þegar störfum nefndarinnar er lokið, er bæði nefndarmöm- um og fulltrúum bandalagsfélag- anna heimilt að skýra opinberlega frá sínum eigin tillögum og um sögnum, en ekki tillögum og um sögnum annarra. Með þessu móti fá fulltrúar listamanna vissa aðiid að veitingu listamannalaunanna. Þeim er ekki fengið vald til veit ingar iaunanna eða beinna áhrifa á hana. En það er mikilvægt fyrir listamennina og samtök þeirra að eiga rétt á að segja álit sitt á þeim tillögum, sem fram koma í nefndinni, áður en nefndarmenn ganga til atkvæða um þær. Prumvarp þetta var sent stjórn Bandaiags íslenzkra listamanna til athugunar, og hefur það venð rætt í stjórninni og öllum aðildar félögum bandalagsins. í viðræð- um, sem menntamálaráðherra hef ur átt við stjórn Bandalag ís- lenzkra listamanna, hefur komið í ljós, að innan bandalagsins er sérstakur áhugi á því að fá lög tekin ákvæði um sérstakt starfs styrkjakerfi til handa listamönn- um, samkvæmt umsóknum þeirra. í framhaldi af því hefur ríkis stjórnin ákveðið að skipa nefnd til þess að atJhuga möguleika á að breyta núverandi listamannalaun- um að nokkru leyti í starfsstyrki og verja auk þess til þeirra því fé, sem Alþingi kynni að veita til viðbótar í því skyni. Jafn- framt verði athugað, með hverj- um hætti væri unnt að samræma starfsemi sjóða, sem nú starfa á þessu sviði, starfsstyrkjakerfinu. Gert er ráð fyrir, að nefndin semji jafnframt frumdrög að reglum um úthlutun slíkra starfsstyrkja, og að Randalag íslenikra lista manna eigi fulltrúa í nefndinni. Verðlagsmál landbunaöarins Töluverðar umræður hafa orðið í neðri deild um frumvarp Hanni bals Valdimarssonar um breyting á verðlagningu landbúnaðaraf- urða. M.a. að bændur hætti að semja við fulltrúa neytenda um verðið en semji beint við ríkis- •valdið og ennfremur um skipu- •lagsbreytingar á samtökum bændastéttarinnar. Þeir Gísli Guðmundsson og Ágúst Þorvalds son hafa gert athugasemdir við frumvarpið og fer hér á eftir útdáttur úr ræðu er Gísli Guð- mundsson flutti um m'álið á mánu dag. Það er gert ráð fyrir því í þessu frv. m.a., að verðákvörðun in í sambandi við landbúnáðarvör urnar fari fram á annan hátt heldur en gert er ráð fyrir í nú gildandi framleiðsluráðsl. og í megindáttum eru þessar tvær að ferðir þannig, að i gildandi 1. er gert ráð fyrir, að samstarfsnefnd, ef svo mætti kalla, talin vera á vegum framleiðenda, hins vegar á végum neytenda, geri tilraun til að korna sér saman um verð ið og síðan, ef samkomulag tekst ekki er það ákveðið af yfirnefnd. En í þessu frv. er gert ráð fydr því, að verðákvörðunin verði gerð með samningum milli Stéttar- samtoands bænda og ríkisvaldsins og þetta segir flutningsmaður, að sé hliðstætt því, er stéttarfélög semji við atvinnurekendur um kaup og kjör. Nú er þetta að vísu ekki alveg hliðstætt og það er erfitt að finna fyrirkomuiag sem sé alveg hliðst. kjarasamning um stéttarfélaga launamanna og atvinnurekenda. Flutningsmað maður lét nokkur orð falla um það, að það vær-i í raun og veru hlálegt að skipa þessum málum ó þann veg, að fulltrúar verka- lýðsfélaga væru settir ti! bess að semja sem gagnaðilar við full- trúa bændasamtakanna. í íljótu bragði má virðast, að svo sé, en þetta fyrirkomulag á að sjálfsögðu sínar skýringar. Skýringin á þessu fyrirkomulagi felst í því, að j 1. um framleiðsluráð hefur lengi ver ið það ákvæði, að bændur skuli hafa tekjur í samræmi við tekj ur annarra vinnandi stétta. Og tekjurnar ákvarðast af verðlaginu og ýmsum þáttum rekstursins, en einhvern veginn þarf að slá því föstu hvaða tekjur hjá bænd um séu í samræmi við tekjur annarra vinnandi stétta. Það er ekki skráð í heimildir þannig að það sé öllum vitanlegt og þetta er aðferðin, sem löggjöfin á sínum tíma fyrir tveim tugum ára setli í lög til þess að kom ast að þessari niðurstöðu að þessi 6 manna nefnd frá bændum og á félögum annarra vinnandi stétta skyldu setjast á rökstóla og reyna að komast að niðurstöðu um hvernig verðlagið ætti að vera til þess að þetta samræmi næðist. Með þessu er ég ekki að segja, að það fyrirkomulag, sem sett var í lögunum um 6 manna nefnd eigi endilega að gilda áfram. En það er gott að hafa þetta í huag til skýringar á því, hvers vegna þetta fyrirkomulag er tekið upp. En í sambandi við þetta hef ég verið að leita eftir því í þessu frumvarpi hvort þar væru ákvæði um að tekjur bænda skyldu vera í sem nánustu samræmi við tekj ur annarra vinnandi stétta. Ég hef ekki getað fundið sams konar ákvæði um þetta efni. Flutningsmaður sagði það væru yfirleitt ekki tii nein stéttarfélög bænda hér á landi, sem gætu Sex ný prófessors embætti við H.f. Menntamálaráðherra mælti í gær fyrir stjórnarfrumvarpi um stofnun 6 nýrra prófessorsemb- ætta við háskólann. Frumvarp þetta gerir ráð fyrir stofnun sex nýrra prófessors-, embætta við Háskóla íslands. Af þeim eru þrjú samkvæmt áætlun háskólaráðs frá árinu 1964, sem, ríkisstjórnin hefur samþykkt, umí fjölgun prófessorsembætta næst áratuginn (prentuð sem fylgiskjal með frv. til laga um breyting á' lögum nr. 60/1957, um Háskóla ísiands, er lagt var fyrir alþingi á 86. löggjafarþingi 1965/66, þslk. 214). Er þar um að ræða eitt embætti í læknadeild, eitt í laeadeild og eitt í viðskiptadeild. Þá er gert ráð fyrir breytingui tveggja núverandi dósenísem bætta i læknadeild í prófessors embætti, þ.e. annars vegar i fæðingarhjálp og kvensjúkdöm- um, hins vegar í röntgenfræði. Er það í samræmi við tillögur há skólans (sbr. greinargerð með 10 ára áætluninni), og á breyt- ingin ekki að hafa kostnaðarauka í för með sér eins og starfskjör um kennaranna er nú skipað. Loks ér, einnig samkvæmt tiilög um háskólaráðs, gert ráð fyrir stofnun nýs prófessorsembættis í verkfræðideild. Er hér um að ræða embætti prófessors í jarð eðlisfræði, og er ætlazt til, að hann veiti forstöðu rannsóknar stofu þeirri í jarðeðlisfræði, sem þegar hefur verið komið á fót við Raunvisindastofnun Háskói- : ans. í 2. gr. frumvarpsins er kveð ið á um, að prófessorarnir í fæðingarhjálp og kvensjúkdómum og í röntgenfræði veiti forstjórn viðkomandi deildum við Landspít alann, en það er í samræmi við starfssvið núverandi dósenta í þes.sum greinum. Jafnframt er lagt til. að fellt verði úr lögum ákvæði um, að prófessorinn í eðlisfræf(i skuli jafnframt vera forstöðumaður rannsóknarstofu til mælinga á geislavirkum efnum, er lúti verkfræðideild. Ákvæði þetta er efnislega niður fallið eftir tilkomu Raunvísindastofn- unar Háskólans, sem annast m.a. i rannsókn á geislavirkum efnum. verið þess umkomin í raun og veru að semja um kjör bænda stéttarinnar, heldur félagsskap- ur af öðru tagi. Nú veit ég ekki annað, a.m.k. í þeim lands 'hluta, þar sem ég á heinva en í hverj'Um hreppi sér búnaðar- félag og í þessu búnaðarfélagi eru yfirleitt bændur úr sveitinni, þó ekki allir, því að engum mönn- um er þröngvað inn í þennan félagsskap, sem ekki vilja' þar vera. Þetta er stéttarfélag bænda í hverjum hreppi og þessi hreppa búnaðarfélog láta sig varða mál efni bændanna hvers efnis, sem þau eru, hvort sem það eru jarð ræktarmál, búfjárræktarmál, bygg ingarmál, verðlagsmál og hvað eina. Síðan eru hreppabúnaðar- félögin í hverri sýslu meðlimir í svokölluðu búnaðarsambandi og þessi búnaðarsambönd eru sums staðar sameiginleg fyrir fleiri sýslur eins og á Suðurlandi. Svo kemur annað til sögunnar sem sennilega veldur þessum misskiln ingi í málinu um. að bændur hafi ekki stéttarfélög, að hvert búnað arsamband er að jafnaði fulltrúi í tveimur landssamböndum, t.d. Búnaðarfélag Norður-Þingey- inga, þar sem ég á heima. Það er meðlimur annars vegar í Bún aðarfélagi íslands og það kýs þangað fulltrúa á Búnaðarþing, og hins vegar , Stéttarsamtoandi bænda og kýs þangað fulltrúa á aðalfund Stéttarsambands bænda þannig að landssamböndin verða tvö, sem þessi sörnu stéttarfélö og stéttarsambönd standa að, Þau standa bæði að búnaðarfélaginu, sem er fagsamband og Stéttar- sambandinu, sem er samband, sem fjallar um kjaramál. En stétt arfélög bænda eru vitanlega fyrir hendi á þennan hátt. Ég álít að sú leið, sem gert er ráð fyrir í þessu frv. verðskuldi það, að koma til athugunar. Hins vegar hef ég alltaf gert ráð fyrir því, að það rétta væri í þessu máli, að bændasamtökin, ef þau vilja skipta um leið í þessum málum segðu til um það á sínum vett vangi sjálf. Það er kafli í þessu frv. um útflutning landbúnaðarafurða. Nú er það þannig, að ríkissjóði er ætlað að greiða verðuppbætur á útfluttar landbúnaðarvörur, sem mega verða allt að 10%verðmætis landbúnaðarframleiðslunnar. Nú segir hér í 18. gr. frv. • „Nú næst ekki sama verð til bænda fyrir nautgripa- og sauð- fjárafurðir á erlendum markaði og framleiðendur fá greitt fyrir þær á innlendum markaði og má þá fyrst um sinn greiða útflutn ingsuppbætur úr ríkissjóði á þær afurðir, þó aldrei meira en sem svarar 10%af heildarverðmæti framleiðslu þessara afurða, við komandi verðlagsár og aldrei meira en 100%bætur miðað við innanlandsverð til framleiðenla á sérhverja sérgreinda vöruteg- und.“ Mér finnst að þarna sé nokkru linara orðalag í frv .held ur en er í gildandi lögum. Hvað þýðir þetta fyrst um sinn? Það er dálítið óákveðið. A ÞINGPALLI ★ í gær lauk i efri deild fyrstu uinræðu um frumvarp rikisstjórn arinnar um ráðstafanir vegna sjávarútvegsins. Gerðu þeir Helgi Bergs og Gils Guðmundsson athugasemdir við frumvarpið og sjávarútvegs- málaráðherra sagði nokkur orð til andsvara. Fumvarpinu var vísað til 2. umræðu og sjávarútvegsnefndar. Trúin flytur tiöll. — Við flytjum all* annað. SENPIBÍLASTÖBIN HF, BlLSTJÓRARNIR AÐSTOÓA.

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.