Tíminn - 08.03.1967, Síða 8
MIÐY'IKUDAGUR 8. mare 1967
8
TÍMINN
LANDIÐ OG
BÓNDINN
Oft og mikið er um það talað, að
bændur séu hér miklir þurfaling
ar, þeir séu styrktir til allra
hluta.
Einu sinni sem oftar var ráð-
herra einn að tala um þetta, og
var búinn að telja upp styrki
marga og stóra, sem bændur
fengiu og þar á meðal allar nið-
urgreiðslur á landbúnaðarvörum,
sem auðvitað eru ekki styrkir til
bænria, heldur fyrst og fremst
tæki ríkisvaldsins til að hafa á-
hrif á þróuij kaupgjalds og verð-
lags í landinu. En hann lét sig
ekki aðeins hafa það, heldur
bætti svo við á eftir eitthvað á
þessa leið: En samt sem áður
verðum við að kaupa þessar vör-
ur mikið dýrara verði en í ná-
grannalöndunum.
Getur verið að hann hafi haft
sviyglaó smjör í huga? Á þessum
tíma vcru landbúnaðarvörur yfir
leitt aUs ekki ódýrari i nágranna
löndunum, nema smjörið, — það
var ódýrara, og ýmsir vissu af
því einmitt eftip fyrrgreindum leið
um.
Þvi miður var enginn til að
reka csannindin til baka þar á
stundinni, en verðið var kannað
í höíuðborgum nágrannaland-
anna, og kom í ljós, að ráðherr-
ann bafði ekkert við að styðjast.
Nú má skjóta því hér inn, að
ýmsir hlutir þykja víst ódýrari
utan lendsteinanna en innan, þó
að það séu ekki landbúnaðarvör-
ur. Eða hver skyldi annars vera
orsök hinna nýmóðins „kawv
staðaferða", sem annar ráðherra
sagði að væru að flytja smásölu-
verzlunina út úr landinu? Það
nágrannalöndum. í skýrslunni er
yfirlit yfir „styrkjakerfi“ land-
búnaðarins í þessum samanburð
arlöndum. Þessi lönd eru al-
mennr talin betur til búskapar
fallin er ísland, við erum þó í
étbeinni samkeppni við búskap
þeirra.
í Bretlandi er verðtrygging á
framleiðsluvörum bænda þannig,
að ríkið borgar mismuninn á því
verði, sem ákveðið er að bændur
þurfi að fá og því sem fæst á
markaðinum hverju sinni.
Verðmyndun á landbúnað-
ervörunum öðrum en nýmjólk,
er frjáls og skapast í stórum
dráttum af framboði og eftir-
spurn.
Með því að hafa nær frjálsan
innflutning og lága tolla fá Bret
ar ódýrar landbúnaðarvörur, sem
oft eru seldar þangað langt und-
ir framleiðslukostnaðarverði. —
tryggingar á lágmarksverði til
brezkiu bænda er þeim veittur
margs konar beinn stuðningur.
Svo sem til ræktunarframkvæmda;
má þar nefna plægingastyrki, um
1.500 kr. á ha., hafi landið leg-
ið 4 ár óhreyft og upp í 3.500
kr/ha. hafi að legið 14 ár óhreyft.
FRAMLÖG eru til framræslu
ca. 50% af kostnaði, sama máli
gegnir um framkvæmdir til þess
að skapa búfé vatn á beitilandi.
Framlag er veitt til að eyða ill-
gresi úi beitilandi og allt að 50%
framlag til að bæta veitiland á
hálendi.
Frandög eru veitt til bygging-
ar íbúðarhúsa, sem notuð eru af
fólki. sem vinnur landbúnaðar-
störf Sömuleiðis til viðgerða á
eldri húsum, og til að koma ný-
tízku þægindum í eldri hús.
Vatnsveitur njóta allt að 40%
framlags, og girðingar eru að
Styrkir til bænda
var fallega að orði komizt um
smygl.
En hér var ætlunin að greina
frá öðru eða því, að fleiri bænd-
ur nióta styrkja en íslenzkir.
Áður hefur hér verið vitnað
nokkuð í skýrslu Búnaðarnefnd-
ar, — sem tók sér það fyrir
hendur að gera samanburð á
fyrirkcmulagi og ástandi búskap
ar hér á landi og í ákveðnum
Margar þjóðir flytja þangað „af-j
gang“ framleiðsluvöru sinnar og!
vilja fegnar losna við hann. |
Samt sem áður hefur það verið
stefna brezku stjórnanna síðan á|
stríðsárunum að efla brezkan landj
búnað svo að þjóðin sé ekki ofj
háð innflutningi landbúnaðarvara, j
og einnig til þess að bændastétt-j
in verði fjárhagslega og menn-
ingarlega sem öflugust. Auk
% kostaðar af ríki, til votheys-
geymslu eru veitt hámark 30
þúsund á býli.
Smábændur með 8—40 ha. land
geta fengið smábýlaframlag allt
að 120 000,00 kr. til endurbóta á
býlum sínum. Eftirfarandi bein
framlög eru veitt til að lækka i
framleiðslukostnað:
1. Niðurgreiðsla á áburði, sam-
svarandi 1440,00 kr. á smálest af
■■ IIIPIMT'Hi i i i ) i
kjarna (1963) fosfóráburður einn
ig, en kali ekki.
Áburðarniðurgreiðslur námu
sem svaraði % af því, sem bænd-
ur urðu að greiða.
2. Áburðarkalk, 65% af verði
og flutningskostnaður og auk
þess nokkuð af dreifingar-
kostnaði er greitt af ríki.
3. Kálf&styrkur, visst á kálf af
holdakyni, 1100 kr fyrir naut-
kálf og 900 kr. fyrir kvígu.
4. Holdakúastyrkur til hálendis-
bænda 1.440 kr. fyrir hverja
kú og kvígu, sem er árið um
kring í hjörðinni.
5. Styrkur á ær í hálöndum; Eftir
þ\i hvernig búskapurinn geng
ur. ■
Bændur greiði ekki eignaskatt,
nema af íbúðarhúsum og þá tekju
skattsívilnanir í sambandi viB
fjárfesíingu.
Lánamöguleikar brezkra bænda
eru miklir, bæði hvað reksturs-
og fjárfestingarlán snertir.
Lánstími og vextir eru misjafn
ir, eftir eðli til endurbóta á jörð-
ur, allt upp í 40 ár, með 5,5—7,5%
vöxf.um. Veðlán eru veitt allt að
% ?f matsverði veðs eru frá 10
—60 ára vextir frá 5,5—7,5%.
Rúmsins vegna verður ekki hér
rakið meira af slíkum upplýsing
um.
En þetta sýnir, að styrkir eru
víða veittir til að lækka verð á
landbúnaðarvörum en er á ís-
landi.
Ssinna verður e.t.v. greint nokk
uð frá skipan þessara mála í V-
Þýzkalandi og Noregi.
Jónas Jónsson.
Kristján
ENN UM VANDAMAL SJA VARUTVEGSINS
Nú er Alþingi komið satnan aft
ur, en ekkert bólar á bjargráðun
um fyrir útveginn. Þetta var kveð-
ið eir.hvern tíma á kreppuárun-
um.
Loforð voru þá aldrei efnd/
annar hver maður sat í nefnd. Nú
erum við búnir að fá bréf um það
fi-á Fiskveiðasjóði, að gjaldfallið
iðgjald og dráttarvextir verði inn-
heimt samkvæmt lögum. Við höfð
um hátiðleg loforð frá sjávarút-
vegsmálaráðherra, að yið fengjum
greiðslufrest vegna þess vandræða
ástands, sem nú ríkir í útvegsmál-
um.
Einar Sigurðsson skrifar í
Morgunblaðið þáttinn úr verinu.
Hann birtir lauslega rekstursreikn
ing fyrir togarann Sigurð. Ekki er
útkoman af sjálfri útgerðinni glæsi
leg. En ég hýlt, að hún væri þó
mun verri, o'kkur bátaútvegsmönn
um mörgum fyndist þetta ekki svo
slæmt.
Hvers vegna er hann að selja
aflann óunninn til útlanda, þar
eð hann viðurkennir, að aflinn tvö
faldist í verði við það að vinna
hann hérlendis? Við skulum setja
upp dæoni þannig, að Einar ætti
4 togara eins oe Sigurð og léti
þá leggja upp í þau frystihús, sem
hann á og hafa verið fisklaus í
haust. Myndi útkoman af þeim
rekstri vera svo slæm, ef Iagfær
ing vrði gerð á tollum, vöxtum og
lánstíma- Hliðstætt dæmi gæti ver
ið oæjarútgerðirnar, yfirleitt.
Hefur útkoman á togaranum Mai
í Hafnarfirði verið svo slæm, þeg
ar á allt er iitið að það sé nokkurt
vit í þvi að selja skipið fyrir hálf
virði úr landi? Gætu ekki þeir að-
ilar, sem fengið hafa að flytja inn
ótakmarkaðar hátollavörur hlaup
íð hér undir bagga og lagt fé í
pý og hagkvæm skip með það fyrir
augum að geta haldið verzluninni
áfram, því að hvar ætla þeir að
fá gjaldeyri þegar búið er að
leggja bolfiskútgerðina í rúst. Það
er alltof mikil áhætta að setja allt
sitt traust á síldina.
Þag gæti farið svo að síldin
fjarlægðist landið enn meir og bát
arnir færu að leggja hluta aflans
á land erlendis eins og togararnir
hafa gert undanfarið og bátarnir,
að vísu i smáum stíl enn þá.
Það þarf ekki að ríkja nein svart
sýni í þessum málum, það verður
bara að fara að stjórna hlutunum
af ábyrgum mönnum, en ekki póli
tískum loddurum.
Tímaritið Ægir var á dögum
Sveinbjarnar Egilssonar vel skrif
að og birti oft athyglisverðar grein
ar. En nú er þar lítið annað að
finna en þurrar tölur. Þetta ætti
að breytast, blaðið þyrfti að endur
fæðast. Útvegsmenn þyrftu að gera
það að myndarlegu málgagni fyrir
áhugamál sín. Bændurnir hafa
mikla upplýsingaþjónustu í útvarp
inu. Það fer minna fyrir fræðslu
starfsemi samtaka sjómanna og
útvegsmanna þar.
Væri ekki verðugast verkefni
fyrir þing og stjóm að endurskipu
leggja starfsemi Fiskifélags fs-
lands og sameina ýmsa þætti í
starfsemi L.Í.Ú. og Fiskifélagsins
Ef við berum saman samtök bænda
og útvegsmanna, er samanburður
inn mjög óhagstæður þeim síðar
nefndu.
Útvegsmenn þurfa miklu meiri
tækniaðstoð frá Fiskifélaginu en
þeir hafa nú, bæði í sambandi við
veiðarfæri, skipasmíði og vélbún
að. Eg get bent á dæmi um stór
kostlegan skaða. sem margir út-
vegsmenn hafa orðið fyrir i sam
bandi við vélakaup.
Ef rétt væri á málum haldið ætti
ekki að fá að flytja ínn vél í
fiskibát nema vélfræðiráðunautur
á vegum Fiskifélagsins gefi vott
orð um að vélin fullnægi þeim
kröfum sem til hennar eru gerðar.
Ein vélategund hafði t. d. þann
galla, að málmurinn í sveifarásleg
um og höfuðlegum var svo slæmur,
að hann entist ekki nema mjög
| stuttan tíma, af þeim sökum eyði
! lögðust margar vélar af þessari
! gerð. Nú er búið að bæta úr þess
; um galla í þessari vélartegund,
j reynslan hefur orðið mörgum dýr.
! Oft eru vélar taldar kraftfneiri en
þær eru og svona mætti lengi
telja .
Frumvarp um skiptinu land-
| grunnsins í veiðisvæði, sem nú
liggur fyrir alþingi ætti að verða
ag lögum, en það er mikill vandi
að semja lög um þetta og þarf að
i gerast að vel athuguðu máli. Og
; nauðsynlegt er að láta ekki staðar
i numið í landhelgismálinu, takmark
ið er landgrunnig allt fyrir is-
lendinga. Hvað gerir ríkisstjórnin
til þess að afla nýrra markaða fyr
ir siávarafurðir?
Við erum búnir að búa við inn-
flutningshöft og þótti engum gott
en illí var nauðsyn. Við erum bún
ir að búa við innflutningsfrelsi í
nokkur ár og reynslan ætlar að
verða sýnu verri en af höftunum.
Þroski einstaklingsins er ekki
nógu mikill, blint gróðasjónarinið
má ekki ráða. Þess vegna er
reynsla okkar íslendinga af verzl
unarfreisinu ekki góð. Og tákn-
rænt dæmi um hug ríkisstjórnar
innar til bátaútvegsmanna, þegar
hún tekur upp höftin aftur. er
þa* takmarka innflutning veið-
: a sem þýðir einokun og stór
h.. saft verð á veiðarfærum til
bátanna Mér hefði fundizt eðli-
legra að byrja á tertubotnunum.
Útvegsmenn við verðum þegar i
stað að endurskipuleagja samtök
okkar og gera þau að því afli,
sem ríkisstjórnin tekur mark á.
Samtök útvegsmanna eiga að vera
hagsmunasamtök en ekki pólitísk
samtök eins og þau eru núna.
Síldarleitarskipin hafa unnið ó-
metanlegt gagn. Er ekki orðið tíma
bært að fá skip, sem gegnir sama
hlutverki fyrir bolfiskveiðiflot-
ann? Eg er viss um að það mundi
borga sig og ný fiskimið mundu
finnast einhvers staðar í norður
höfum
Það er oft gert grín að prófessor
um og hálærðum mönnum, en öllu
gamni fylgir nokkur alvara. Gylfi
Þ. Gíslason er átakanlegt dæmi um
þetta, hann sagði i útvarpsviðtali
í haust, að það væri allt í lagi
að flytja inn tertubotna og kex
í skrautumbúðum og annan
óþarfa Fólkið ætti bara ekki að
i kaupa þetta.
| Til hvers er þá að vera að flytja
| þetta inn? Illa þekkir Gylfi mann-
/skepnuLa, það er fjöldi manna,
þvi miður, á okkar landi, sem ekki
ætti að vera fjár síns ráðandi. Það
er freistandi fyrir fólk að sjá hluti
í fallegum umbúðum í búðarglugga
og er ekki hætt við að ónauðsynleg
ur hlutur sé keyptur en minna
hugsað um óþægilegp hluti eins
og skatta og útsvar t.d.
Það hefur komið í ljós í sam-
bandi við lausn vandamála báta-
útvegsins, að ráðunautar ríkis
stjómarinnar Jóhannes Nordal
seðlabankastjóri 0g Jónas HaraJi
hafa tekið mjög andstæða afstöðu
til okkar mála. Er ekki kominr
tími til að takmarka völd þeirr:
kumpána. Þeir eru allt of lærðir
og gáfaðir fyrir okkar frumstæða
þjóðfélag Það hefur allt staðizt
sem þeir hafa sagt i sambanrii
við gengislækkanir og vaxtatil
færslu? Eða hafa þeir ef til vill
reynzt misvitrir eins og Njáll? Eg
held að við séum búnir að fá nóg
af þeirra hagspeki
Eg tel það vott um iskyggilega
þróun að fjármunamyndun í opin
berum byggingum, verzlunar og
veitingahúsum skuli vera 2160
millj. á móti 1147 millj. i fiski
skipum svo til eingöngu síldveiði
skipum, hinar greinar fiskiflotans
hafa sem kunnugt er stórlega
minnkað
12. febrúar 1967
Kristján Gunnarsson.
TVÆR GJAFIR
Fyrir árí síðan stofnuðum ð
ó Grund styrktarsjóð líknar- og
mannúðarmála. Tilgangur sjóðs
ins er, að hjálpa þeim. sem eru
að hjálpa öðrum. Þetta gerum við
á ýmsan hátt. Voru t.d. gerðir
nokkur þúsund söfnunarbaukar,
sem hafa verið og verða gefnir
kirkjubygginganefndum, og ýms-
um öðrum. sem starfa að líknar-
og mannúðarmálum Á bennan
hátt getur safnast talsven fé án
þess að miklu sé tilkostað.
Þessum sjóði hafa borizt nokkr
ar gjafir og hefur áður verið
þakkað fyrir þær. Fyrir nokkrum
dögum kom einn vistmaður á
Grund með 500C krónur, sem
! var gjöf frá honum og konu
Í hans í sjóðinn. Þau eiga gul)
jbrúðkaup um bessar mundir og
jvildu heiðra minningu foreldra
sinna á þennan hátt. Vissulega
eru gullbrúðkaupin ekki mörg
hjá okkur — heldur ekki slíkur
I Framhald a bls. 15.