Tíminn - 08.03.1967, Page 14

Tíminn - 08.03.1967, Page 14
14 TÍMINN MIÐVIKUDAGUR 8. marz 1967 BANASLYS Framhald af bls. 1 ' beðið þegar bana. Það var faðir Óskars sem ók bifreiðinni. Mál þetta er enn í rann- sókn, og því ekki vitað nán ar um slysið. Þetta er þriðja banaslys- ið í Ólafsvík á nokkrum mán uðum. Allt eru að börn, sem lent hafa í þessum slys um, sem öll hafa verið um hádegisbil og af völdum vörubifreiða. UNDIRSKRISTARLISTAR Framhald at bls . enda úr öllum stjórnmála- flokkum undir áskorun þess efnis að láta útvarpa óbreytt um þættinum Þjóðlíf, sem var á dagskrá hljóvarpsins 2. marz og fjalla átti um lækna og heilbrigðisþjónustu. Meðal þeirra, sem undir rita áskorunina er fjöldi menntamanna: prófessorar, menntaskólakennarar, vís- indamenn, fræðimenn og stúdentar, og einnig fjöldi lækna, þeirra á meðal stjórn armenn læknafélags íslands, læknastúdentar og hjúkrun- arkonur, einnig listamenn, rithöfundar, leikarar, for- menn og aðrir forráðamenn almannasamtaka, bændur, verkamenn, húsmæður, emb ættismenn, lögfræðingar, lögreglumenn, tollverðir, ipóstmenn, skrifstofufólk og ibifreiðastjórar. KRUPP Framnais af bls. 1. um að tryggja Krupp-samsteyp unni fjárhagsstuðning, hefur áðurnefnd banka-samsteypa nú ákveðið að halda áfram og auka lánastarfsemi við Krupp. Alfred Krup, sem nú er sex- tugur að aldri, tók við yfir- stjórn risafyrirtækisins árið 1957, að föður sínum látnum, var dæmdur í 12 ára fangelsi fyrir stríðsglæpi í lok seinni Heimsstyrjaldarinnar, í stað föðurins, sem var talinn of sjúkur til þess að mæta fyrir ÞAKKARÁVÖRP Öllura þeim, er sýndu mér vinsemd á áttræðisafmæli mínu með heimsóknum, gjpfuin og heillaóskum, sendi ég mínar innilegustu þakkir og óska þeim blessunar í framtíðinni. Einar Sveinn Magnússon, Valþjófsstað. Innilegt þakklæti færum við öllum þeim, sem sýndu okkur vin- áttu og samúð við andlát og jarðarför eiginmanns míns, föður okk- ar, tengdaföður og afa, Kristjáns Eysteinssonar Hjarðarbóli, Ölfusi Sérstaklega viljum við þakka læknum og hjúkrunartiði Land- spítalans. Halldóra Þórðardóttir, börn, tengdabörn, barnabörn og aðrir vandamenn. Hjartans þakkir til allra þeirra sem sýndu okkur samúð og vlnar- hug vlð andlát og jarðarför Stefáns Tómassonar frá Arnarstöðum. Sigríður Björnsdóttir, börn, tengdabörn og barnabörn. Innllegar þakklr færum við ættingjum, vinum og samstarfsmönn- um Einars SigurSssonar, Guðrúnargötu 7, fyrir vinsemd og virðingu honum veitta á lífsleiðinni. Ennfremur þökkum við samúð okkur auðsýnda við fráfall hans. Fyrir hönd vandamanna, Þórunn Elfa Magnúsdóttir, Einar Már Jónsson. ti Faðir okkar og tengdafaðir, Paul Smith, fyrrum símaverkfræðingur, sem andaðist 3. marz s. I., verður jarðsunginn frá Dómkirkjunni fimmtudaginn 9. marz kl. 10,30 f. h. Útvarpað verður frá athöfninni. Blóm vinsamlegast afþökkuð en þeim sem vildu minnast hins látna er bent á liknarstofnanir. Gunnar og Soffía Smlth, Erling Smith, Thorolf og Unnur Smith. Maðurinn minn, faðir og fengdafaðir Valdimar Þorvarðarson, Kirkjuhúsi Eyrarbakka, sem lézt 1. þ. m. verður jarðsunginn frá Eyrarbakkakirkju laugar- daglnn 11, þ. m. kl. 2. k Elín Jónsdóttir, börn og tengdabörn. rétti. Jafnframt voru gífurlega miklar eignir Krupp-verksmiðj anna gerðar upptækar. í janú- ar árið 1951 var hins vegar ákveðið að sleppa Krupp laus- um og samtímis voru Krupp- fjölskyldunni afhentar hinar eignarnumdu eignir á nýjan leik. SÚKARNÓ Framhald af bls. 1. sakaði Suliarto, hersliöfð- ingi Sukamo um samúð með kommúnistum, en hélt því um leið fram, að Su- karno hefði ekki verið aðal hvatamaður að uppreisnar tilrauninni liaustið 1965. Meðan Suliarto talaði hróp uðu stúdentar á áheyrenda jþöllunum: Hengið Sukarn lengi lifi Suharto. í ræðunni sagði Suharto enn- fremur, að Sukarno hefði vitað um óró í landinu og að hætta ,væri á ofbeldisaðgerðum, en Su- karno hefði hins vegar ekki vitað, að hrein uppreisnartilraun stæði fyrir dyrum. Pólitískir frétta menn telja, að með þessum um mælum hyggist Suharto reyna að lægja mótmælaöldur gegn Su- karno og koma í veg fyrir fram fylgd kröfunnar um, að Sukarno verði dreginn fyrir rétt, sakaður um h'utdeild í uppreisn kommún ista. Suharto varaði þingheim við fljótfærnisaðgierðum, sem leitt gætu til nýrrar óaldar í landínu. Sagði hann, að samkvæmt upp lýsingum við yfirheyrslur • eftir uppreisnartilraunina, hefði aftaka sex hershöfðingja komið Sukarno gersamlega á óvart. Sukarno hefði orðið ofsareiður, er honum var sagt, að uppreisn kommúnista væri yfirvofandi, en hann hafi ekki gert neitt í málinu, vegna samúðar hans með kommúnistum. Suharto sagði, að taka yrði til lit til ess, að margir minntust Sukarnos sem hins mikla leiðtoga og frelsishetju, mannsins, sem hefði lýst yfir sjálfstæði landsins árið 1945. í dag, sama daginn og þing Indónesíu fjallar um örlög Su karno, bárust þær fregnir frá Tókíó, að þriðja eiginkoria Su karno, Eratna Sari, hefði eignast dóttur þar í borg og hefði hún verið skýrð Karkati Sari. LOÐNA Framhals af bls. 1. Fiskimjölsverksmiðju Vestmanna- eyja, sem taka um 100.000 mál, voru að fyllast, svo og þrær fiski mjölsverksmiðju Einars Sigurðs- sonar sem taka um 60.000 mál. Þá er einnig mjög erfitt að landa loðnunni, og tekur löndun venju lega langan tíma. Einn báturinn, sem kom inn í dag með 320'tonn, mun vera um 7 tíma að landa þeim afla. Það sem af er þessari vetrarver tíð hefur verið miög erfið tíð, og þá sjaldan, að gefið hef-ur á sjó, verið lélegur afli- Beztur línuafli hefur verið 10—15 tonn í róðri. Nokkrir bátar hafa nú tekið netin og er afli hjá þeim heldur að glæð ast. Afli togbáta hefur verið sæmi legur. Þessari miklu loðnugöngu hefur ekki, eins og venjulega áður, fylgt bolfiskur. Þó eru einstaka bátar farnir að reyna fyrir sér með þorsknót, en árangur verið rýr. SÝNA !• ald af bls. 2. merkar upplýsingar um enskan klæðnað á þessu tímabili. Eftirlíkingamar, sem hér um ræðir, eru þannig unnar, i pappíreörk er lögð yfir látún plötuna, og hún nudduð vel með svörtu vaxi. Þær eru ljómandi skemmtilegar og vel gerðar. Enginn Vestur-ísfirðingur vill taka sæti á framboðslistanum! TK-Reykjavík, þriðjudag. Morgunblaðið birtir í morgun nöfn 4 efstu manna á framboðs- Iista Sjálfstæðisflokksins á Yest- fjörðum. Eins og Tíminn skýrði frá í gær er nafn Þorvaldar Garð ars Kristjánssonar, alþingismanns, er skipaði 2. sætið við síðustu kosn ingar, ekki á listanum. Listinn er þannig skipaður: 1. Sigurður Bjarnason 2. Matthías Bjarnason, 3. Ásberg Sigurðsson og 4. Ás- mundur Ólsen. Vísir skýrir í dag frá nafni 10. manns á listanum Marselíusar Bernharðssonar á ísafirði. Önnur nöfn listans hafa hins vegar ekki birzt og mun ástæðan vera sú, að engin Vestur-ísfirðingur hefur enn fengizt til að taka sæti á framboðs listanum. BRUNI í EYJUM IfE-Vestmannaeyjum, þriðjudag. Slökbvilið Vestmannaeyja var kvatt út í dag um kl. 13.30. Var þá laus eldur í risíhúð gamals timburhúss við Drekastíg 5. Bjuggu þar eldri hjón. Er skemmst frá því að segja, að þar brann allt sem brunnið gat. Á hæðinni fyrir neðan bjó dóttir hjónanna, og tókst að bjarga öllum hús- búnaði þeirrar íbúðar, en hún er samt mikið skemmd af vatni og reik. Risíbúðin var nýstandsett, og innbú muri vera óvátryggt. DAGSKRÁRSTJÓRN sjónarmiðum sínum á fram- færi. Hér hefur gerzt einstæður atburSur í sögu útvarps- ins því að ráðherr- ar hafa ekki áður haft slík af- skipti af dagskrá þess. Segja má, að með þessu, sé hin raun verulega dagskrástjórn út- varpsins flutt yfir í Stjórnar- ráðið. þótt formlega sé hún enn í húsakynnum útvarps- ins. Með ákvörðun þessari, var endanlega ábveðið að útvarpa ekki læknaþættinum, sem frestað var á seinasta útvarpsráðsfundi. Fyrir lágu þó skriflega fjölmargar á- skoranir frá læknum, mennta- mönnum og fleirum, að þessi þátt ur yrði fluttur í útvarpinu. Bersýnilegt var á Mbl. í gær- morgun, að þessi ákvörðun yrði tekin í útvarpsráði síðar um daginn, því að þar var ráðizt á Ólaf R. Grímsson og reynt að gera hann tortryggilegan vegna þess, að hann fékk greiðslu hjá útvarpinu vegna Vestmannaeyja- ferðar, þar sem hann tók upp þátt í samráði við dagskráretjórn útvarpsins og með samiþykki út varpsráðs. Greiðsla sú, sem Ól- aftur mun fá í ferðakostnað, fer alveg eftir reglum, sem fylgt er varðandi ferðakostnað þeirra, sem taka upp útvarpsþætti utanbæj- ar. Þó mun greiðslan til Ólafs verða hálfu lægri vegna þess, að hann fór jafnframt til Eyja til að mæta á fundi, sem ungir Fram: sóknarmenn héldu. Mun hann greiða helminging ferðakostnaðar ins sjálfur. Auðséð er, að Mbl. er að reyna að búa hér til rógsögu um Ólaf til þess að draga athygli frá því höfuðhneyksli, að ríkisstjórnin er búin að taka hina raunverulegu dagskráretjórn í sínar hendur, þótt að nafninu til s éhann enn í höndum útvarpsráðs og starfs- manna útvarpsins. Þeim ólögum verður ekki breytt, nema almenn ingsálitið rísi nógu öfluglega gegn þeim og þó umfram allt hnekki þessu einræðisbrölti eftirminni- lega. Samið við sjómenn á Vestfjörðum Samkomulag hefur náðzt um kaup og kjör sjómanna á fiskibál um á Vestfjörðum. Samningai sem áður voru féllu úr gildi 1 jan. s. 1. Töluðu deiluaðilar þé saman en án árangurs. Um síð ustu helgi var sáttafundur me? deiluaðilum og var hann .haldinr á ísafirði. Veigamesta atriði sen: samið var um var hækkun á kaup tryggingu sjómanna, sem hækkai úr 11.705,00 kr. í 12.300.00 kr í grunnlaun. Þá fólst í samkomulaj inu áfcvæði um að kauptrygginj á síldveiðum yrði sú sama og gilf í samningum Sjómannasamband: fslands og Landssambands ísl. ú' vegsmanna. Auk þeirra atriða sen, að framan greinir voru nokkui ný kjaraákvæði felld inn í san ^komulagið. Fyrirlestur um brúðuleikhús Prófessor Micliael Siegel flytui fyrirlestur í Lindarbæ á morgun fimmtudag, kl. 5 síðdegis. Efn fyrirlestursins er þróun brúði | leikhúslistar í hinum ýmsu löni um Evrópu eftir síðari heim: styrjöld, alþjóðleg brúðuleikshá tíð í Braunschweig, brúðuleiklis rædd með liliðsjón af almenni leiklist, og brúðuleiklist í Asív Sýndar verða fjölmargar skugg myndir. Michael Siegel prófessor, sen nú er staddur hér í Reykjavik er einn af þekktustu marionett- leikurum Eivrópu. Hann var kem ari við ýmsa listháskóla í Þýzki landi. Fyrir hans framgöngu vori stofnaóir alþjóðahátíðir brúðu leikanna, sem fara fram í Braur schweig og eru sóttar af merl ustu brúðuleikurum heims ins, bæði vestan járntjalds og austan þ. á m. af hinum frægi Obraszeff frá Moskvu. Prófessor Siegel er að ljúki hér í Reykjavík Norðurlandaferí sinni, en honum hafði verið boí ið að undanförnu að halda fyrii lestra um brúðuleik í Finnlandi Noregi, Svííþjóð og Skotlandi. - K.F.K. Fóðurvörur ÓDÝRASTAR VINSÆLASTAR Reynið hinar viðurkcnndu K.F.K. fóðurvörur. K.TARN-FÓÐUR —KAUP Laufásvegi 17 Símar 24295 — 24694.

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.