Tíminn - 14.03.1967, Blaðsíða 7

Tíminn - 14.03.1967, Blaðsíða 7
ÞINGFRÉTTIR ÞRIÐJUDAGUR M. marz 1967 TIMINN 7 Oheillaþróunin í sjávarútvegi stafar af rangri stjórnarstefnu Frumvarpið um ráðstafanir vegna sjávarútvegsins var til 1. umræðu í neðri deild Alþingis í gær. Mæltu þeir Eggert G. Þor- steinsson, sájvarútvegsmálaráð- herra, og Magnús Jónsson, fjár- i málaráðherra, fyrir ráðstöfunum og niðurskurði á framlögum til verklegra framkvæmda og 20 millj ón króna skerðingu á f jármagni til sveitarfélaganna. Jón Skaftason tók næstur til máls og flutti skörulega ræðu. Fer hluti ræðu Jóns hér á eftir: Hr. forseti. Frumvarpi þessu er ætlað að koma í veg fyrir meiriháttar stöðvun í þorskveiðunum og hrað frystiiðnaðinum um nokkurt skeið. Hér er um bráðabirgðaaðgerð að ræða, fer víðs fjarri að reksturs- grundvöllur sé nú fyrir hendi fy- ir þessa mikilvægu framleiðslu- greinar í meðalárferði hvað afla- brögð og viðskiptakjör á erlend- um mörkuðum við kemur. Hvernig stendur á að svona er komið eftir margra ára samfelld aflauppgrip í sjávarútveginum, ef á heildina er litið? Talspienn hæstvirtrar ríkis- stjórnar vilja um kenna verðfalli því sem varð síðari hluta árs 1966 á frystum fiskafurðum. Vissulega hefur það haft sin áhrif en ég tel að hinar raunveru- legu orsakir liggi annars staðar og þá fyrst og fremst í þeirri óðaverðbólgú er hér hefir verið, því skipulagsleysi, sem einkennt hefir uppbyggingu atvinnuveg- anna á Viðreisnartímabilinu, og minnkandi þorskafla. Að kenningin um að verðfallið síðari hluta árs 1966 sé ekki rétt sem megin ástæðan fyrir ráðstöf- unum þeim, sem nú er verið að ræða, má m.a. marka af því, að strax á árinu 1964 var 43 millj. kr. varið til u-ppbóta á framleiðslu frystra fiskafurða til fiskverkenda, 1965 33 millj., og 1966 50 millj. Á árunum 1964 og 1965 var um mjög veru- lega hækkun á frystum fiski að ræða á erl. mörkuðum, sem þó 'nægðu fyrstihúsunum ekki til þess að greiða hækkandi hráefnisverð og standa undir innlendum hækk- þnuni framleiðslukostnaðarins, án þessara aðstoðar úr rikissjóði. Ennfremur má á það minnast að 1964 var talið óhjákvæmilegt að greiða 6% uppbót úr ríkissjóði á fiskverð þess árs, til að standa .straum af hækkandi útgerðarkostn : aði og þæta upp kjör sjómanna á þorskveiðum. Þessar staðreyndir sýna vel, að iþrátt fyrir hækkandi verðlag á } erlendum mörkuðum, þá hefur orð ið að veita verulegan fjárhags- stuðning til vissra greina sjávar útvegsins og fiskiðnaðarins, enda vita allir, sem vilja vita, að af- ’koma þessara framleiðslugreina ?nú er mjög bágborin. Þær hafa orðið fórnarlömb þeirrar þró- una: sem hér hefur verið að gerast undanfarandi ár ■ og upp á það hefir verið horft skilningssljóum augum valdhaf- anna af því að góðærið í ýms- ’um öðrum greinum hefir forðað I'iiðarskútunni frá strandi til ■þessa En felst mikil fyrirhyggja í slíku? Geta íslendingar verið t miátir um þorskveiðarnar og h rað fr ystiiðnaðinum, saltfiskverk- unina og skreiðarverkunina. Ég fvrir mitt leyti svara því afdrátt- arlaust neitandi. Ég vil nú í fáum orðum reyna "reina frá meginástæðum fyrir því óheillaástandi, sem nú rákir í mikilvægustu greinum sjávarút- vegs og fiskiðnaðar. Hæstv. sjáv- arútvegsmálaráðherra hefir ítrek- að talað um „tímabundna erfið- Ieika“ án þess að færa nokkur rök að þeirri staðhæfingu. Ég vildi gjarnan mega trúa því, að ekki væri um annað verra að ræða, en til þess skortir mig háld- betri rök . Það' var yfirlýstur megintilgang ur ríkisstjórnarinnar, í upphafi valdaferils „að framleiðslustörf- um og viðskiptalífi landsmanna væri skapaður traustari, varan- legri og heilbrigðari grundvöllur en atvinnuvegirnir hefðu átt við að búa undanfarin ár. Alveg sér- staklega var tekið fram í hinni góðu bók, „Viðreisn," sem nú virðist ófáanleg af einihverjum á- stæðum, að útflutningsframleiðsl- an skyldi rekin hallalaust, án bóta eða styrkja. Hin marglofaða Við- reisnarstefna átti að tryggja þetta. í dag iim 7 og hálfu ári frá, því að fyrirheit þetta var gefið ásamt ýmsum fleirum, því að stjörnar- herrarnir voru ósparir á loforðin þá, má sjá í hnotskurn af fjár- lögum yfirstandandi árs hversu gjörsamlega Viðreisnarstefnan hef ir brugðist í höfuðatriðum. Af tekjum rikissjóðs 1967, sem áætlaðar eru rúmir 4,7 milljarðar ganga 1.276.000 kr. til uppbóta og niðurgreiðslna á vöruverði inn anlands, en tilgangurinn með þeim er að halda niðri kaupgjaldsvlsi- tölu og kaupi svo að atvinnuveg- irnir þurfi ekki að greiða hærra kaupgjald. Þessi upphæð skiptist þannig að um 320 millj. kr. ganga til sjáv- arútvegsins, 248 milij. kr. til að verðbæta útfluttar landbúnaðar- vörur og um 708 millj. kr. ganga til niðurgreiðslna á vöruverði inn anlands. Er þá hér aðeins talið það eitt, sem í þrengstu merkingu er talið undir niðurgreiðslur og uppbætur, en auðvitað kemur fleira til sem stuðningur við at- vinnuvegina úr ríkissjóði. Þessar eru staðreyndir hinna köldu talna um hinn trausta grund völil atvinnulífsins. Það er ómögulegt að afsaka lélega aðstöðu atvinnuveganna nú með einhverjum verðfallsútskýr- ingum, ef á heildina er litið. Gvlfi Þ. Gislason viðsk.r. upplýsti þann- ig á fundi kaupmannasamtakanna 28. febr. s.l„ að þjóðarframleiðsla á mann hefði aukizt um 3,7% á tímabilinu frá 1960—1965 en aukning þjóðartekna hefði á sama tíma numið 5,7% á mann vegna síbatnandi viðskiptakjara. Megin ástæðurnar fyrir erfið- leikunum í sjávarútveginum eru aðallega þrenns konar: Óðaverðbólgan, skipulagsleysið í framkvæmdum og minnkandi þorskafli. Undanfarin ár hefir dýrtíðar- vöxtur verið með eindæmum hér á landi. Afleiðingar þess segja til sín á flestum sviðum þjóðlífs ins og þá ekki hvað sízt í undir- stöðuatvinnuvegi þjóðarinnar, sjávarútvegi og fiskiðnaði, sem er eini gjaldeyrisaflandi atvinnu- vegur landsmanna, svo um mun ar._ Á árunum 1960—1965 hækkaði neyzluverðlag hér um 12,4% á ári hverju til jafnaðar á sama tima og verðlagshækkun í helztu 'viðskiptalöndum okkar nam að- eins um Vi þessarar hækkunar. Tilkostnaður við útflutningsfram- leiðsluna hækkaði tilsvarandi eða nálega 3—4 sinnum meira, en hjá keppinautum okkar um mark- aðina og kaupendur. Augljóst er að slík þróun hlýtur fyrr eða sið- ar að leiða til alvarlegra vand- ræða innanlands, stöðvunar at- vinnuveganna og atvinnuleysis, sem íslendingar hafa blessunar- lega verið lausir við síðasta ára- tuginn en sem virðist nú aftur tekið aðl þrydda á t.d. í Hafnar- firði, þar sem fjöldi verkakvenna hafa verið taldar atvinnulausar vegna lokunnar fiskvinnslustöðv- anna þar í bæ. Undanfarin ár hefir síldarútgerð in og fiskiðnaðurinn getað tekið á sig þennan stórhækkaða fram- leiðslukostnað sökum stórfelldra aflauppgripa og hagsstæðrar verð- lagsþróunar í markaðslöndum sjáv arafurða. Jón Skaftason Á árunum 1960—1965 hefir afla magnið þannig vaxið um 50,9% en mjög misjafnt á einstakar fisk- tegundir, þannig hafa sildarafurð ir aukizt um 300—400% á tíma- bilinu en magn fryst fiskjar að- eins um 6,7%. Rétt er að hafa í huga, þegar þessi magnvöxtur er virtur, að tillcostnaðurinn við öflun hans hefir stórvaxið, skip- in eru stærri og dýrari veiðar- færi og veiðitæki sömuleiðis, og athyglisvert er, að fjöldi starf- andi sjómanna, sem aflann hafa sótt á miðin, hefir ekki vaxið, svo talandi sé um. Ilins vegar hef- ir veiðitími siíldveiðanna lengist mjög og vinnutími þeirra þar með. Á þessum árum hefir meðailverð útfluttra sjávarafurða hækkað að meðaltaþ um 45% en nokkuð mis- jafnt eftir verkunartegundum. Þetta tvennt aukning aflamagns, og hækkandi markað9verð hefir ásamt með umtalsverðri hagræð- ingu í rekstri fiskvinnslustöðv- anna gert útflutningsatvinnu- grein þessari fært, að standa und- ir hækkandi framleiðslukostnaði, en öllum hugsandi mönnum hef- ir lengi verið ljóst a- þetta kynni að breytast fyrr en varði. Og nú virðist að þessu komið, um sinn a.m.k. Fregnir berast nú um verulegt verðfall í frysíum fiski, en hann var næst stærsti liðurinn í út- flutningi okkar, tæp 1,7 milljarð- ur 1965. Við vitum að sjáifsögðu ekki, hvort verðfall þetta verður áfram haldandi. Við vonum að svo verði ekki en verðum þó að játa að um það ráðum við sáralitlu eða engu. Það fer a^, mestu :ftir velgengni keppinauta okkar í austri og vestri, hvernig verðiagið þróast fyrir okkur á frysta fiskinum. í þessu sambandi vil ég minna á og undirstrika þann ásetning t.d. Rússa, Pólverja, Austur Þjóð- verja o.fl. þjóða að vera sjálfum sér nógir í náinni framtíð um fiskafurðir og gerast útflytjendur þeirra og þannig keppinautar okkar um markaðina eins og þeg- ar hefir borið á t.d. með saltaða síld. Þegar þessar staðreyndir eru virtar, er Ijóst, hversu gífurlegt á- fall og blóðtaka það er þessari atvinnugrein, að óðaverðbólgan hefir ætt jafn hratt áfram og raun ber vitni á Viðreisnartímabilina. Menn deila um orsakir verðbólg- unnar, en um eitt ætti ekki að þurfa að deila, og það er, að eðli málsins samkvæmt verður sú rík- isstjórn og sá þingmeirihluti er hana styður að teljast ábyrgur fyrir þessari óheillaþróun enda margt það í sjálfri stjórnarstefn- unni, sem beinlínis hefir stuðlað að þessari þróun en tímans vegna er ekki hægt að rekja það nán- ar. Af þeim fáu orðum, aem ég hefi nú sagt um áhrif verðbólg- unnar á sjávarútveginn ætti öli- urn að vera Ijós skaðsemi hennar á hagsmuni hans. í framhaldi af því má fullyrða, að sú ríkisstjói'n, sem mistekst að halda verðbólgu í skefjum vegi að undirstöðum bilómlegs sjávarútvegs og það þeim mun verr sem verðbólgan er meiri. En fleiri höfuðvandamál er við að glima í þessari atvinnugrein nú en verðbólguna. Hráefna- sbortur frystihúsa á bolfiski hefur í ár verið mjög tilfinnanlegur og nú svo komið að mörg frysti- hús hafa lokað eða eru að loka og ómögulegt er að fullyrða hversu mörg þeirra opna aftur. Ástæður hráefnaskortsins eru tvær aðal- lega. f fyrsta lagi verðbólguvöxtur síðustu ára, sem kippt hefur grund vellinum undan hagkvæmum rekstri þeirra fiskibáta og togara sem séð hafa vinnslustöðvumim fyrir hráefni og í öðru lagi minnk- andi afli bolfisks á hverja sóknar- einingu, sem rekja má til ofveiði, helztu nytjafiska á íslandsmiðum. Með samanburði á afkomu með- albáts á vetrarvertíð árið 1962 annars vegar og 196?5 hins veg- ar sézt, að afkoma hefir verið 13% lakari 1965 en ‘62. Til þess að bæta þetta upp hefði fiskverð á árinu 1965 þurft að hækka um 18%. Frá og með 1. jan 1966 hækk- aði fiskverð um 15,5% fyrir utan sérstaka aukagreiðslur á línufiski 0,5 kr. Þetta sýnir að þrátt fyrir um talsverða hækkun fiskverðs á þess- um 4 árum, sem hækkandi verð lag erlendis hefir gert fiskvinns, stöðvunum fært að greiða, þá hel ir hækkandi útgerðarkostnaður bátsins, fyrst og síðast af völdum vaxandi verðbólgu, gleypt hana og raunar talsvert meira til. Annað atriði sem vekur lélegri afkomu þessara báta er sú breyt- ing sem orðin er á göngum síldar- innar. Fyrir nokkrum árum var algengt að 60—70 tonna bátnr og stærri færu norður á síldveiðar að aflokinni vetrarvertíð og stund uðu veiðar fram á haust með sæmilegum árangri. Að aflokinni sumarvertíð tók við haust og vetr- arveiði síldar við Suð-Vesturland. Nú hefur síldin horfið af Norður- slóðunum og heldur sig langt út í hafi út af Austfjörðum, og öll síld er horfin úr Faxaflóa oig við S-Vesturland s. 1. 3 ár. Minni bátarnir hafa því svo til alyeg misst af síldveiðunum, en sitja margir hverjir uppi með rándýr- an síldveiðiútbúnað, sem kemur, þeim að engu gagni. Reynt hefir verið að bæta úr þessum dauða tíma með þvi að gera út á drag- nót og togveiðar og hefir það gef- izt misjafnlega en skapar mikla vinnu í frystihúsunum. Við þessar aðstæður er ljóst, að útgerð smærri bátanna, sem að meginlhluta hafa aflað hráefnis til frystihúsanna geta hvorki keppt viö störu síldarskipin um hinn takmarkaða fjölda sjómanna og endurtekið reksturstap þeirra ár eftir ár hefir komið fram í því, að vanskil á greiðslun stofn og reksturslána hrúgast upp í lána- stofnunum landsins. Þannig námu vanskil báta undir 120 smá- lesatum um 53,5 milj. kr. 1. júní s.l. við Fiskveiðasjóð. Ofan á þessa erfiðleika bátanna bætizt svo minnkandi aflamagn á þorskveiður. Sem dæmi þessa nefni ég að á vetrarvertíð 1964 fiskuðu 393 bátar 234.146 lestir, en á síðustu vetrarvertíð 1966 fiskuðu 397 bátar 173.982 lestir, eða 60.164 lestum minna. Fiskifræðingar slá því nú föstu að meira sé nú tekið úr ísl. þorskstofninum en hann þoli. Á tímabilinu 1954—194 hefur sóknin í íslenzka þroskastofnin aukizt um 87%, en heildarafli þó minnkað um 22%. Á valdatíma ríkisstj. hefur tog- araútgerðin verið í stórfelldri aft- urför. Á rúmum 7 árum hefir togurunum í rekstri fækkað um rúmlega 40 niður í 20 skip. Togararnir hafa aflað mikils hlutar af hráefni frystihúsanna á undanförnum árum og mikið al aflanum hefir borizt á hentugum tírna fyrir frystihúsin, þegar nt inn fisk var að fá frá smærri bat- um. Öryggið fyrir frystihúsin, sem fólst í rekstri togaranna var því mikið. En engin endurnýjun hefir orð ið í togaraflokknum, allt stjórnar- tímabil Viðreistnarstj. Margir þeirra hafa verið seldir úr landi eða liggja yfirgefnir og bundnir inn á Sundum. Þeir fáu sem enn þá eru í rekstri eru reknir með miklu tapi og liggur við stöðvun. Halldór Halldórsson skistj. á metaflaskipinu Maí frá Hafnarf. hefir lýst því yfir í viðtali við daig- blað, að þótt ísl. togarar afli fyrir 100.000 kr. á dag, þá sé tap á útgerðinni en enskur eða þýzkur togari skili hagnaði méð helmingi minni dagsafla. Þannig er ástandið á þeim bæ- unum. Vissulega ber að fagna "fðborinni yfirlýsingu hæstv. sjáv- t 1 tvegsmálaráðherra um að hæstv. - ikisstjórn muni beita sér fyrir kaupum á 3—4 nýtizku skuttog- urum, en um hana má segja, að hún komeur allt of seint. Ríkisstj. telur frelsi í viðskipt- um og framkvæmdum æðsta tak- mark sitt. Fyrir þvi verði flest annað að víkja. Ekki vil ég gera lítið úr frelsinu, fjarri sé mér það. En allt frá því að fjölgun varð i mannheimi með tilkomu Evu. þá er það viðurkennd staðreynd ið' einhverjar reglur verða að gilda í sambúðarmálum manna, jafnt í viðskiptum og framkvæmdum, sem á öðrum , sviðum. Ríkisstjórn ber m- a. að ; reyna að sjá til þess, að lands-j gœði séu nýtt og framkvæmdum Framhald i bls. 2. )

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.