Tíminn - 14.03.1967, Blaðsíða 14

Tíminn - 14.03.1967, Blaðsíða 14
14 TÍMINN ÞRÍBJUDAGUR 14. mar* 1967 BRIDGE Framhald aí bls. 13 Jón Áisbjömsson — Karl Siguhhjartarson 1492 Agnar Jör,gensson — Ingólfur Isebarn 1492 Áismundur Pélsson -r- Hjalti EMasson 1490 Hilmar Guðmundsson — Jakob Bjamason 1486 Jðhann Jónsson — Benedikt Jóihannsson 1484 Eggert Benónýsson — Stefán Guðjóhnsen 1483 Jóhann Jólhannsson — Þorvaidur Matthíasson 1481 í fyrsta flokki báru sigur úr býtum Jón Hjaltason og Örn Arn þórss. með 1699 stig, sem er mjög há skor, en spiluð^ voru sömu spil í meistaraflokki. í öðru sæti urðu Ólafur Haukur Ólafsson og Þröstur og í þriðja sæti Ámi Guð- mundsson og Bragi Jónsson. BALLETT Framhald af bls. 2. eru nú um 140, en skólinn hefur verið starfræl^tur á vegum Þjóð leikhússins í s. 1. 16 ár. Fay Werner hefur verið ballett meistari hjá Þjóðleikhúsinu s. 1. 3 ár og stjórnaði hún sjálfstæðri ballettsýningu fyrir tveimur árum með nokkrum nemendum úr Listdansskólanum í Lindarbæ. Auk þess hefur hún samið og æft dansa í mörgum leiksýningum hjá Þjóðleikíhúsinu á s. 1. 3 árum og nú síðast í barnaleiknum Galdra karlinn í Oz. Fay Wemer er mjög dugandi kennari og hefur hlotið lofssamlega dóma fyrir þá dansa, sem hún hefur æft og samið fyrir ýmsar sýningar hjá Þjóðleikhúsinu að undanförnu. Eins og fyrr getur verður frum sýningin á þessum fjórum ballett um í Lindarbæ. Tveir eru í klass ískum stíl og tvr.r eru nútíma ballettar. Sá fyrsti heitir ,,Kærasta í hverri höfn“ samin við tónlist eftir Malcolm Arnold, þá kemur, „Stúlkan sem 'grætpr" við tónlist eftir Paul Hindemitíh, „Silkiborð- arnir“ við tónlist eftir Jacques Ibert og ,,Pípuhatturinn“ samin við tónlist eftir Don Gilles. Undirleik annast „Kvintett", en í honum eru hljóðfæraleikarar úr Sinfóníuihljómsveit íslands. Hljóð færaleikarar eru Gunnar Egilson, Simon Hunt, David Ince, Kristján Stephensen og Sigurður Markús- son. Auk þess leikur Kvintettinn tón list milli ballettatriða m. a. hljóm list eftir Mozart og Haydn. HELMINGI FLEIRI Framhald aí bls. 16 hálfan mánuð, stunda nætur- klúibba og skemmtanalíf. Það þyk ir ekki í frásögur færandi orðið í Bretlandi þðtt einhver fari til Spánar á baðströnd, en eins og þú veizt kannski þá tala Bretar mikiö um sumarferðalög sín, og sá sem hefur mest að segja í því sambandi á athygli allra. Ef þú værir að segja frá því að þú værir nýkomin frá Spáni, myndi varla nokkur Mta upp úr dagblaði, sem hann væri að lesa, en aftur á móti ef þú ert nýkominn frá Is- landi, þá sperra allir eyrun, og hlusta með athygli á hvað þú ert að segja. Ferðamannastraumurinn frá okkur eykst alltaf stöðugt til Norðurlandanna og höfum við gef- ið út sérstakan bækling um ferðir þangað, og nefnist hann Scantours. - Hefur nýja Boeing þota Flug félagsins mikið að segja í því sambandi að selja ferðir til ís- lands? — Já, hún hefur sitt að segja, því það er alltaf gott að geta sagt fólki að það sé góður far- kostur í boði, og það þurfi ekki að sitja aUt of lengi í flugvél til að komast á leiðarenda. Það er búið að auglýsa það mikið í Bret- landi að á 6 tímum komizt fólk til New York frá London, og því er ekki sem bezt að þurfa að segja að það taki fimm til sex tíma að fljúga til íslands, því áhrifin verða þau, að fólk heldur að ísland sé enn lengra í burtu en New York. — Hvert var erindið hingað, Trigger? — Ég var að skoða hótel hér og gera samninga, fór norður á Akureyri, en margt af því fólki sem við sendum hingað, býr á Hótel KEA, og því er nauðsynlegt fyrir mig að hafa skoðað hóteMð. Annars var mikill snjór á Akur- eyri riúna, og ég komst ekki að skoða hótelin við Mývatn, vegna þess hve mikill snjór er á veg- um, en þeir við Mývatn svara alltaf bréfum mínum, svo þeir geta ekki verið alveg fenntir í kaf þar. — Seljið þið farseðla ykkar beint til ferðamanna eða í gegn um aðrar ferðaskrifstofur? — Við seljum mest til annarra ferðaskrifstofa, er selja beint til ferðamannanna út um allt Eng- land, en okkar skrifstofa sendir fleiri ferðamenn til fslands en nokkur önnur, og vonast ég til að enn eigi margir eftir að bætast við í íslandsferðirnar okkar i sumar. — Og hvað er töfraorðið í sam bandi við það að selja fólki far- seðla til íslandsferðar? — Því er fljótsvarað — lands- lagið. I MINNINGARATHÖFN Framhald af bls. 16 ir, sálminn „Ég er á langferð um lífsins haf“. Samúðarkveðjur bárust frá mörg um, þar á meðal frá biskupi ís- lands, Sigurbirni Einarssyni, sjáv- arútvegsmálaráðberra Eggert G. Þorsteinssyni, fyrrverandi prest- um í Súðavík, séra Magnúsi Guð- mundssyni og séra Bernharði Guð mundssyni, Skarði; bæjarstjórn ísafjarðar, hreppsnefndum og fleirum. Hátalarakerfi var komið fyrir í narnaskólahúsinu í Súðavík. Minningarathöfnin var hljóðrituð og verður henni útvarpað á morg- un, þriðjudag. Hreppsnefnd Súða- víkur sá um athöfnina í virðingar- skyni við hina látnu sjómenn. F.Í.H.-STÖÐVAR Framhald af bls. 16 frekt fyrirtæki og nýtur engra op inberra styrkja. Er nú mjög tví sýnt um hvort hægt verður að flytja Jóhannesarpassíuna því kórinn hefur ekki yfir fjármagni að ráða tii að greiða híljómlistar mönnum meira en samið var um, enda munu hljóðfæraleikararnir fremur hafa tekið þátt í fyrirtæk inu af álhuga en í fjáraflaskyni. í dag var haldinn fundur með formanni FÍH og formanni Poly- fónkórsins. Var kröfum FÍH enn haldið til streitu og jafnframt tek ið fram að yrði flutningijum út- varpað mundi greiðsla til hljóð- færalekiaranna tvöfaldazt. Eftir því verður kórinn að greiða hverj um hljóðfæraleikara á 7. þús. kr. Vitað er um fjölda dæma að hljóðfæraleikarar hafa leikið við ýmis tækifæri og fengið lægri greiðslur en taxti félags þeirra segir til um, án þess að neinn skipti sér af. Nægir að tilgreina fyrrnefnda tónleika Polyfónkórs- ins og hafa mörg önnur menning arfyrirtæki sem ekki eru rekin t gróðáskyni notið góðs af v»l- vilja og áhuga hljóðfæraleikara. Stjórnandi Polyfónkórsins, Ing ólfur Guðbrandsson, sagði í við- tali við Tímann í dag, að sér kæmi þessi stöðvun mjög á óvart og að meðlimir kórsins hefðu lagt á sig mikla vinnu við æfingar á þessu tónverki og væri hann mjög leiður yfir að ekki tæk ist að flytja það vegna launadeilu við stjórn FÍH. Svavar Gests sagði, að FÍH gerði öMum atvinnurekendum sem tækju félagsmenn í vinnu ljóst að þeir hefðu ekki leyfi til að greiða þeim undir taxta. Kvað hann haifa verið kvartað til fé- lagsins vegna fyrirhugaðra hljóm- leika Polýfónkórsins og því eðli- legt að stöðva æfinguna. Væri þessi stöðvun ekkert einsdœmi því hljómlistarmenn hefðu iðulega verið stoppaðir í veitingahúsum, leikihúsum, útvarpi og jaifnvel sjón varpi fyrir að vinna undir um- sömdum taxta. HERMANSON Framhald af bls. 16 róttækra stúdenta við Háskóla íslands, sem boðið hefur Her mansson að flytja fyrirlestra á vegum félagsins. Hann mun dvelja hér í um vikutíma. Félagið heifur boðað tii fundar, föstudaginn 17. marz, þar sem Hermansson mun hafa framsögu um eifnið: „En ny partistruotur for venstresocialistiske partier i Norden". Til þessa fundar, sem ekki verður opinn almenningi, hef ur um 100 forystumönnum Al- þýðubandalagsins og Sósíalista- flokksins verið þoðið. Á sunnudaginn, 19. marz, boðar Félag róttækra til opins fundar í Lido kl. 3 e. h. Hermansson mun filytja þar erindi, sem hann nefn ir „Vánsterns vág í Norden". Að erindinu loknu verða frjálsar um ræður. Væntanlega mun Hermansson koma fram á fleiri fundum og mun skýrt frá því síðar. Hann fer heimleiðis til Svíþjóðar þann 21. þ. m. (Fréttatilkynning frá Félagi róttækra stúdenta). BORGARNES Framhald af bls. 16 Hér í Borgarnesi verður af- mælisins minnzt á eftirfarandi hátt. í •tilefni dagsins verður verzlunum og þjónustufyrir- tækjum lokað kl. 12 á hádagi. Kl. 2 verður hreppsnefndar- fundur í Barnaskólanum, op- inn öllum, kl. 3 verður opnuð myndasýning í barnaskólanum og sýnir hún þróun byggðarlags ins og sitthvað fleira. Kl. 4—6 hefur hreppsnefndin gestamót- töku að Hótel Borgarnes. Kl. 8.30 um kvöldið verður kvöld vaka í samkomuhúsinu og frá henni verður reynt að útvarpa á stuttbylgju, þannig að sem flestir heimamenn og nágrann ar geti heyrt, hvað fram fer, en þar er í stórum dráttum þetta: Annáll úr sögu staðar ins, þáttur, sem Guðmundur iSigurðsson, vísnasmiður og snillingur annast,_ þá verður söngur og ávörp. Á fimmtudag inn kl. 2 verður hátíðamessa, kl. 4 barnaskemmtun, og um kvöldið verður sýnt leikritið Deleríum Búbónis, eftir Jón- as og Jón Múla Árnasyni. í ráði er, að Akraborgin fari frá Reykjavik til Borgarness á miðvikudag og síðan aftur á annan í páskum. Prentuð verður hátíðardag- skrá afmælisins, og Finninn Aunio hefur gert hátíðarmerki. BÍLASMIÐJAN Fi-n- 'H :>( hls •< koma fyrir 20 bílgrindum til yf- irbyggingar og inréttingar i senn í framleiðsluröð og nægt að vinna við jafnmargar yfirbyggingar á hliðarsvæðum. Jafnframt styttipt vinnutími við hverja vfirbygg- ingu um allt að fjórðung, þegar full hagræðing verður komin til framkvæmda og unnið er sarntím is við marga vagna af sömu ge.ð. Fyrir þann gjaldeyri, sem fer til kaupa á einni erlendri yfir- byggipgu. er hægt ið kaupa efni í hvorki meira né minna en fjórar yfirbyggingar tilsmíðaðar hér. Nú er ætlunin að þesai eini aðili, Strætisvagnar Reykjavíkur, kaupi 38 bíla í einu. Ef þeir kæmu allir til landsins með yfir byggingu, væri til slíks varið gjaldeyri, sem mundi nægja til kaupa á efni í hvorki meira né minna en 152 — eitt hundrað fimmtíu og tvær — yfirbyggingar til smíða í landinu sjálfu. Hér er þvi mikið í húfi, og þetta er ekkert einkamál þeirra manna, sem byggja yfir bifreiðir. í ræðu sem stjórnarformaðurinn Lúðvík Á. Jóhannesson hélt í boði er fyrirtækið efndi til á laug ardaginn í tilefni þessara þrí- heilögu tímamóta sagði hann m. a. að á næstu tveim árum þyrfti að byggja yfir 60 langferðabíla og strætisvagna hér á landi. Ef byggt væri yfir þá erlendis kost- aði það 30 milljónir í gjaldeyri, en ef byggt yrði yfir bílana hér færu um 8 milljónir króna í gjald eyri í yfirbyggingarnar. Sparnað urinn næmi því 22 mililjónum í gjaldeyri. Stjórn nýja fyrirtækisins^ skipa eftirtaldir menn: Lúðvík Á. Jó- hannesson, formaður, Gunnar Björnisson, Þorkel Pálsson, ÓI- •fur Guðmundsson og llheódór Marinósson, SVETLANA Framhald af bls. 1. dómsmálaráðherrann á blaðam,- fundinum, að Svetlana, hefði sjálf óskað eftir því að vera laus við blaðamenn, og samkvæmt svissn eskum venjum yrði sú ósk hennar virt. Von Moos staðfesti, að Svetlana, sem kom öllum á óvænt til Genf ar frá Róm á laugardag, hefði feng ig ferðamanna vegabréfsáritun til þriggja mánaða, fyrst um sinn. Hann sagði, að Svetlana hefðl ekki beðið um hæli sem pólitísk ur flóttamaður, en hins vegar sýnd ist ekkert standa í vegi fyrir því, að dvalarleyfi hennar yrði fram- lengt, ef hún óskaði. Þá gat von Moos þess, að Svetlana hefði feng ið rússneskan túlk sér til aðstoð- ar. Von Moos sagði, að Sve»lana hefði ákveðið að yfirgefa Sovétrík in, er hún kom til Indlands, en indversk yfirvöld hefðu ekki vilj ag veita henni dvalarleyfi. Þegar svo var komið hefði hún snúið sér til bandaríska sendiráðsins í Nýju Delhí, sem aðstoðaði hana við för ina til Rómar. Þar hafi hún fengið að vita, ag hún gæti ekki haldið áfram til Bandaríkjanna. Fleira vildi dómsmálaráðherrann ekki segja varðandi þetta og bætti við að lokum, að frekari upplýsingar yrðu blaðamenn að fá í viðkom andi löndum. Indira Gandhi, forsætisráðherra Indlands sagði í Nýju Delhí í dag, að Svetlana' hefði einskis óskað af indverskum yfirvöldum, er hún var þar. Dean Rusk, utan ríkisráðherra Bandaríkjanna, sagði að málig hafi ekki verið komið á það stig í samskiptum bandaríska sendiráðsins og Svetlönu, að hún hefði óskað hælis í Bandaríkjun um sem pólitískur flóttamaður. VÍÐA ILLFÆRT Framhald ai bls i til sums staðar, en unnið hefur verið að því að láta veghefla eða önnur ruðningstæki fara á undan bílunum. þannig að þeir kæmust áður en mjólkin yrði of gömul, þótt ekki sé beinlínis um mokstur að ræða. Þá er svipaða sögu að segja með færðina alveg austur Flóann og anstur f Rangárvallasýsluna vesran til. austur • Holtin, og má segja að færð sé meira og minna slæm austur á Hvolsvöll. Aftul á móti telst ægurinn vera fær stórum bílum eftir að kemur að Þjórsá, og í uppsveitum Árnas- sýslu eins og t. d. Skeiðum, Hrepp um, Biskupstungum, Þjóris'árdal, þar er yfirleitt snjólétt. Síðan er nokkuð greiðfært frá Hvolsvelli og austur með Eyja- fjöllum. En allir vegir, sem liggja þaðan til suðuns af aðalveginum, t.d. Þykkvabæjarvegur, eru allir ófærir, nema þegar kemur austur í Landeyjamar — þar má teljast fært. Fljótshlíðin er fær, en í Vik í Mýrdal hefur verið blindbylur í tvo sólarhringa og allt ófært þar ír báðar áttir, austur og vestur. Ófærðin virðist ná austur að Skaftártungu, en í dag var sæmi- legt veður á Kirkjubæjarklaustri «g fært þar um slóðir. Blaðið hafði tal af yfir- manni afgreiðslu sér- leyfisbifreiða hjá Kaupfélagi Ár- nesinga og sagði hann mjólkur- flutningana hafa gengið furðulega vel miðað við allar aðstæður, og hefðu bílarnir komizt megnið af leiðunum. Verst hafi færðin verið neðst í Flóanum — í Villinga- holts- og Gaulverjabæjarhreppum og niður á Stokkseyri og Eyrar- bakka. — Þar sem verst er, reynum við að fara annan hvern dag, — sagði hann, — því við getum ekki farið þetta nema hafa mokst- . urstæki. Við höfum eina 5—6 veghefla hérna og snjóplóg úr Reykjavík. Auk þess vorum við að fá hingað tvær ýtur úr Reykja- vík, og erum auk þess með tvær hérna. Það þýðir ekkert annað en hafa jarðýtur, ef þetta versnar eitthvað. — Er hætta á því? < — Ja, þetta virðist vera að fær- ast uppeftir, færðin er orðin vond í Grímsnesinu. Nú, og skafrenn- ingurinn er svo mikill, að þetta lokast allt aftur. Við reyndum í dag að komast niður á Stokks- eyri og Eyrarbakka, en þangað hefur verið lokað í marga daga. Þar lokaðist allt jafnóðum, því þar er hörkubylur núna. Hjörleifur sagði færð annars staðar á landinu svipaða og áður. — Það er núna sæmilega fært fyrir Hvalfjörð og í Borgarfjörð og um Snæfellsnes, nema hvað fjallvegir eru þar lokaðir, og eins þungfært á norðanverðu nesinu, sagði hann. T.d. er ófært í Grund arfjörð úr Stykkis'hólmi. Á morg- un er aftur á móti mokstursdagur.L og er þvi gert ráð fyrir að þá verði þetta fært. Þá verður einnig fært í D'alina um Bröttubrekku. en sniór mun ekki mjög mikill þar. Á sunnanverðum Vestfjörðum" er snjólétt, t.d. ágæt færð um- hverfis Patreksfjörð og sæmileg færð á Bíldudal. Af Norðurfjörð-, unum hef ég aftur á móti engar x fregnir. t — En á Norðurlandi? — Holtavörðuheiði og Öxnadals heiði eru lokaðar, en gert er ráð fyrir að þær leiðir opnist á morg-, un, og jafnvel alla Ieið til Húsa-' vikur, en þangað er lokað sem stendur. Mikið er ófært í Suður- Þingeyjarsýslu — þeir komast lít- ' ið nema þá á stórum trukkum úr^ Aðaldalnum til Húsavíkur, og ófært er í Reykjadal, Bárðardal og upp ; Mývatnssveit. Norð-austur- landið er allt lokað, bæði Norður- Þingeyjarsýsla og N-Múlasýsla og eiginlega allt Austurlandið. Fréttaritari blaðsins á Raufar- höfn sagði, að í dag hefði verið flogið þangað í fyrsta sinn i hálf an rr.ánuð. Hafi það tekið 20 tíma að ryðja veginn út á flugvöll, en hann er 5 km. Hófst það verk um miðjan dag í gær, og stóð þar tii í morgun. Var svo ruddur hluti flugvallarins svo vél Tryggva Helgasonar gat lent þar. Aunars sagði hann að allt væri á Kafi á Raufarhöfn og þar í kring, ag allir vegir lokaðir. j

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.