Tíminn - 14.03.1967, Blaðsíða 8

Tíminn - 14.03.1967, Blaðsíða 8
8 ÞRIÐJUDAGUR 14. marz 1967 TÍMINN JAKOB V. HAFSTEIN: KALDAR KVEDJUR OG ÁHUGAMANNA TIL LAXVEIÐI- UM FISKIRÆKT í Morguniblaðinu hinn 11. des. 1966 birtist smágrein eftir for- mann Landssambands veiðiréttar- eigenda, fyrrverandi skólastjóra, Þóri Steinþórsson í Reykholti. Greinarkorn (þetta fjallar að mestu um laxveiðarnar við Grænland og getgátur þær, sem komið hafa fram í blöðum um það, hvort þessar miklu veiðar Dana við Grænland séu ekki m.a. orsök i minnkandi laxveiði tvö síðustu ár- in í mörgum íslenzkurr, laxveiði- ám. Skal ekki nánar ræv.t um þetta atriði að sinni. En í þessari yfir- lætislausu smágrein er þó að finna merkilega tvíeggjáða send- ingu til stangaveiðimanna og leigu takanna á veiðiréttindum bænda, en þar stendur þetta: „Þá vil ég, að gefnu tilefni, benda eigendum veiðivatna á það, að þrátt fyrir minnkandi veiði í nokkrum ám landsins síðastliðið sumar, sé ég ekki ástæðu til að þeir Iækki kröfur sínar um veiði- leigur, nema glveg sérstakar ástæð ur séu til". Næst er svo þess að geta, að þegar Búnaðarþing var sett nú fyrir skemmstu fórust Þorsteini Sigurðssyni frá Vatnsleysu, for- ystumanni bændasamtakanna, þannig orð í setningarræðu sinni: Vísir 21. febr.:.., „Þorsteinn sagði, að þróunin i þeim málum væri ekki i rétta átt, það mætti ekki draga þessa atvinnugrein úr höndum bænda, en peningasterkir sportveiðimenn /hefðu á undanfömum árum keypt(H) upp hverja ána á fætur annarri, og svo væri einnig um vötnin(!!)" Loks lætur svo sjálfur búnaðar- málastjórinn, Halldór Pálsson, heldur betur í sér beyra við um- ræðurnar um fiskiræktunarmálin á yfirstandándi Búnaðarþingi og sendir leigutökum veiðiréttind- anna og stangaveiðimönnum kveðj ur sínar á eftirfarandi ótvíræðan hátt: Tilvitnun í Mbl. 10. marz: „Þetta er landbúnaðarmál. Það þarf að tryggja það sem bezt, að veiðirétturinn verði ekki skilinn frá jörðunum né hlunnindin tek- in undan þeim. Bændur eiga að taka tillit til heilbrigðrar fræði- mennsku, en allar gælur við spart veiðimenn eru óþarfar“, sagði bú naðarmálas t j órL“ Það er dálítið forvitnilegt og um leið skemmtilegt að bera sam- an málflutning og orðbragð þess- ara þriggja bændaforkólfa um þessi mál. Fyrst er það svolítill goluþytur, enda gerir formaður Landssam- bands veiðiréttareigenda sér það greinilega ljóst, að það er hvorki hýggilegt né vænlegt til árangurs að höggva of hart og títt að vænt- anlegum viðsemjendum sinum um greiðslu fyrir veiðiréttindi í ám og vötnum. En „broddurinn“ í garð stangaveiðimanna og leigutaka veiðiréttinda leynir sér þó ekki ef gaumgæfilega er í málið lesið. Sdðan eru bændur — eða nánar tiltekið fulltrúar þeirra á Bún- aðarþingi — eggjaðir lögeggjan við setningu Búnaðarþings af aðal- forvígismanni þeirra, Þorsteini Sigurðssyni á Vatnsleysu. Nú er ekki lengur um neinn goluþyt að ræða, heldur allhvassan storm Og þessum gusti slengir hann fyrir- varalaust framan í hina fjölmörgu leigutaka veiðiréttinda af bænd- um. Broddurinn er orðinn að breiðfjaðra spjóti í munni bænda- forkóllsins Þorsteins a Vatns'.eysu og ber orðaval hans allt merki þess, ao slíkur málflutningur sem þessi, mundi falla í góðan jarðveg fulltrúa veiðiréttareigenda, er Búnaðarþingið sitja og ef til vill hyggur hann að með þessu mót.i j muni hann geta komið þeirri skoð un og þeim ásetningi inn hjá veiði réttareigendum. að þeir skuli í i framtíðinni, hvað þetta snertir, | hugsa „bæjalýðnum" þegjandi þörfina. Loks keyrir þó um þverbak, þegar sjálfur búnaðarmálas'jór- inn, minn gamli skólabróðir og kunningi, Halldór Pálsson, stígur í ræðustólinn og kveðui sér hijóðs um fiskiræktunarmálin á Búnaðar- þingi. Þá er golan orðin að aftaka- veðri og það beinlínis rýkur og sýður í kringum hann. Engar gæl- ur við veiðimenn — þarna hafið þið það. Manni koma ósjálfrátt í hug hin víðfrægu orð heims- meistarans í hnefaleikum í þunga vigt, Cassiusar Clay — öðru nafni Múhamed Ali: „I am the greatest" — ,Ég er mestur allra“ — og síðan ríður kjaftshöggið af, rot- jhöggið, beint framan í mótstöðu- manninn — í þessu tilfelli „land- eyðumar“, leigutaka veiðiréttind- anna, stangaveiðimenn alla. Minna mátti ekki gagn gera. En mér er spurn: Halda þessir þrír ágætu bændaforkólfar raun- verulega að þeir þjóni á þennan hátt bezt stétt sinni, sjálfum sér, virðingu sinni og gagnlegu gengi fiskiræktunarmálanna með slíkum málflutningi? Ég á bágt með að trúa slíku eftir kynnum mínum við menn þessa fyrr qg síðar. Og ég vil mega vona, að' þessi hugs- unarháttur eigi ekki djúpar ræt- ur og að slík orð, sem hér hafa Jakob Hafstein verið látin falla, hafi verið mælt í fljótræði og með lítilli fyrír- hyggju Min skoðun er sú gð hags- munir veiðiréttareigenda og neyt- enda þeirra hljóti og eigi að fara saman í þessum miklu framtíðar- og hagsmunamálum allrar þjóðar- innar og að slíku beri að stefna. Það er að mínum dómi orðið aðkallandi fyrir forVígismenn veíði réttareigenda, og þá ekki sízt fyrir þá þrjá, sem ég hefi vísað til hér að framan, að spyrja sjálfa sig gaumgæfilega eftirfarandi spúrn- inga: Hversvegna höfum við ekki löngu fyrr tekið mál þessi föstum og ákveðnum tökum til úrbóta og varanlegra framfara eins og aðrar menningarþjóðir? Hverjir eru það raunverulega sem vakið hafa okkur af hinum langa Þyrnirósarsvefni í málum þessum og vakið hinn brennandi áhuga, sem nú, sem betur fer, gagntekur hugi velflestra veiðiréttareigend- ur? Höfum við virkilega ekki fyrr komið auga á þau miklu verðmæti, sem felast í klaki, ræktun, !ryn- bótum og eldi með útflutnings- verðmæti á göngu- og vatnafisk- um okkar fyrir augum og þar með stórlega aukin þjóðarverðmæti? Hversvegna höfum við ekki unn ið að þvi að skapa möguleika fyrir kennslu í þessum fræðum við búnaðarskólana og undirbúið jarðveginn þar sem bezt? Er það raunverulega svo að við höfum ekki hugsað lengra en það að fá sem hæst verð greitt á sumri hverju fyrir veiðiréttindi okkár án þess að gera okkur grein fyrir afleiðingunum af slíku hátt- arlagi, ef ekki yrði samtímis gerð- ar ráðstafanir til að vernda og helzt stórauka fiskastofnana í ánum og vötnunum? Höfum við kannske, sumir hverjir, brugðið of mörgum net- um niður í ámar okkar og vötnin, lagt ot mikla áherzlu á það við veiðimálastofnunina að fá fjölg- un á stangafjölda í ánum og vötn unum, samfara minnkandi veiði, og á þennan hátt ef til vill stór- skaðað stofnana af hinum fögru og lostætu nytjafiskum okkar, án þess að hugsa um afleiðingarnar? Og er það nú raunverulega svo, að leigutakar veiðiréttindanna og stangaveiðimennirnir hafi gert okkrr stóibölvun á undanförnum árum með þvi að greiða tugi millj. króna árlega — og sífellt hækk andi — þrátt fyrir verðstöðvun, fyrir að mega renna öngli og færi í veíðivötnin okkar og árnar? Hafa kannske þessir sömu menn gert okkur verulega ljótan grikx með því að verja á undanförnum 10 árum rúmum 8 milljónum kr. til klaks á laxi og silungi, til við- bótar verðmæti veiðileyfanna, og skilað xikkur aftur ungfiski í vötn- in okkar og árnar? Er rétt af okkiir að sakast við þá menn, sem fáanlegir eru til þess að greiða frá 1500—3000 kr. á degi hverjum yfir sumarmánuð- ina fyrir það eitt, að fá að njóta heilbrigðrar útivistar, eftir laiga vetra, og hafa áhuga á veiði- mennsku með stöng við árnar okk ar og vötnin? Og hafa áhugamennirnir f.vrir fiskiræktarmálunum, sem á unri- anförnum árum hafa lagt mik-ið áhættufé í byggingu klak- ig ræktunarstöðva, við afar erfiðar fjárhagsaðstæður af einskærum á- huga og trú á framtíð þessara mála, svo sem við Búðaós, Lárós, Laxalón í Grafarvogi hjá dr. Snorra Hallgrímssyni, prófessor, svo nckkur dæmi séu nefnd, brugð izt skyldu sinni við hagsmunamál veiðiréttareigenda eða gert þeim tjón? Þannig mætti enn lengi spyrja þá þremenningana, sem skotið Ihafa skútyrðum að leigutökum veiðiréttinda og stangaveiðimönn- um — alveg að ástæðulausu og á mjög ósmekklegan og óverðskuld aðan hátt. Hlugleiði þeir þessi mál og framangreindar spurning- ar á raunhæfan og sanngjarnan hátt, tel ég allar lýkur á því að þeir muni söðla um í málflutn- ingi sínum og taka fegins hendi höndum saman við alla þá aðila, sem vel vilja vinna að farsælum og góðum framgangi þessara stvr- merku mála í framtíðinni. Gagnkvæmur skilningur og sam stilltir kraftar beggja aðila, veiði- réttareigenda og áhugamannannn um fiskiræktunarmálin er grund- vallaratriði þess, að rétt stefna sé valin og mótuð í framtíðinni svo að sem beztur og glæsilegastur ár angur náist sem allra fyrst. 11. marz 1967. Jakob V. Hafstein. MINNING Oskar Eyjólfur Gunnarsson í Ólafsvík F. 27. 11. 1956 — D. 7. 3. 1967 Óskar litli, elsku vinur, að þú skyldir fara svona. Þú er stóðst, hinn stolti hlynur, styrkur pabba og mömrnu vona. Við kveðjur nú til hæstu heima hrópum, sem þig þekktum áður. Biðjum himna guð að geyma, gullin, sem þú enn ert háður. Við þökkum þessi kæru kynni af klökkum huga, söknuð sterkum, Það brestur streng í briósti inni, því biðjum oss frá harmaverkum. Drottinn geymi djásnið kæra drenginn, sem að nú er farinn. Við sendum honum minning mæra og njiklar þakkir, allur skarinn. Vinir í Ólafsvík. HESTAR OG MENN Ákvæði um félagsréttindi Eitt af þeim málum sem síð asta ársþing L.H. fjallaði um voru félagsleg réttindi þeirra manna, sem eru í fleirum en einu hestamannafélagi innan L.H. Til þessa hafá ekki verið nein sérstök ákvæði sem að þessu lúta og því hverjum heimilt að vera í eins mörgum félögum og þeir hafa kosið. Og í hverju félagi hafa þeir haft óskoruð réttindi til jafns við aðra félagsmenn Yfirleitt hef ur þetta ekki komið að sök, en þó í einstaka tilfelli ollið nokkr um vandkvæðum, þegar sami maður hefir verið valinn þing fulltrúi í fleiru en einu félagi. eða kosinn í stjórn tveggja. — Þetta var tekið til athug- unar i allsherjarnefnd og síð. an var eftirfárandi ályktun samþykkt þar um með yfir gnæfandi meirihluta: „17. ársþing L.H. haldið að Sindrabæ í Hornafirði 29 og 30. okt 1966 samþykkir, að félagsmenn í hinum ýmsu hestamannafélögum hafi full félagsréttindi aðeins í einu félagi. Hins vegar er hverjum og einum heimilt að vera styrktarfélagi í öðrum félög um“. — Með þessari samþykkt er síður en svo, að verið sé að amast við, að menn séa í fleir um en einu félagi, þeir geta vgrið það eftir sem áður. Og í raun og yeru . er fálögunum meiri stýrkur að þessum mönnum sem aukafélógum, þvi láta verður svo á að aðeins eitt félag borgi af þeim ár gjald tl L.H. en ekki ívö eða fleiri félög eins og verið hefir. — Vonandi verður þessi samþykkt ekki tdl þess að draga úr þátttöku manna til að vera í fleiru en einu félagi enda ekki að Jyví stefnt. — Þessi greinargerð er gei in nú svo það 'iggi ljóst ívrir þegar félögin gera upp Srs reikninga sína af hve mörgum félögum þeim ber að greiða árgjöld sín til sambandsina. — En nú um ‘ iramötin er ætlast til að þessi samþykkt taki giidi.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.