Tíminn - 14.03.1967, Blaðsíða 9

Tíminn - 14.03.1967, Blaðsíða 9
ÞKIÐJUIIAGUR 14. marz 1967 9 t Útgefandl: FRAMSOKNARiFLOKKURINN f'ramkvaemdastjórl: Kxlstján Benediktsson Rltstjórar pórartnn Þórarii*sson (áb). Andrés Krlstjánsson. Jón Heleason og IndrlOI G Þorsteinsson PuUtrúl rltstjörnar: Tómas Karlsson Aag- lýsingastj. Steingrimur Gislason Ritstj.skrlfstofur > Kddu- húslnu slmar 18300—18305 Skrifstofur- Bankastrætl ) Af. greiSslusimi L2323 Auglýslngasimi 19523 Aðrar skrlfstofur, slml 18300 Askriftargjald kr 105.00 a mfin tnnanlands — I lausasölu fcr. 7.00 elnt — Prentsmiðjan EDDA U. t Flokksþingið í dag hefst 14. flokksþing Framsóknarflokksins. Það verður haldið á einskonar tímamótum. Rúm 50 ár eru liðin síðan Framsóknarflokkurinn var stofnaður og 48 ár síðan fyrsta þing flofcksins var haldi? á bmgvöllum í hálfa öld hefur Framsóknarflokkurinn veri'ó mikilsráð- andi og oft mestráðandi í íslenzkum þjóðmálum. Þessi hálfa öld hefur verið mesta framfaraskeiðiö í sögu þjóð- arinnar. Framsóknarflokkurinn getur hiklaust verið stoltur af þeim þætti, sem hann á í þeirri sogu Það er gott á þessum vegamótum að ritja það upp, hver hefur verið meginstefna Framsóknarflokksins. Eins og Eysteinn Jónsson benti á. þegar flokkurinn átti fimmtugsafmælið, hefur Framsóknarflokkurinn aldrei boðað kreddutrú né trú á algildar formúlm sem allan vanda gætu leyst á einfaldan hátt og væru óumbreytan- legar. Flokkurinn hefur hvorki byggt st.efnu sína á kapítalisma né kommúnisma né heldur sósíaiisma og ekki talið sig reikulli í ráði fyrir þið Stundum hefur það heyrzt, að það væri Ijóður á ráði Framsóknarflokksins, að hann hefur ekki stuðst við erlend kenningarkerfi. Þetta hefur þó áldrei gert flokknum villugjarnt. Framsóknar- flokkurinn er sprottinn af alíslenzkri rót og þau tengsl verða ekki slitin. Hann hefur revnt að sameina hið bezta, sem hann þekkir hjá öðrum þjóðum, íslenzkum staðhátt- um. í áðurnefndri grein benti Eysteinn Jónsson einnig á, að til þess að flokkur geti orðið langlífur og gagnlegur í landinu, þarf honum að skiljast. að þótt grundvallar- stefnan verði ávallt að vera hin sama, breytast viðfangs- efnin stöðugt. Ný viðfangsefni krefjast nýrra úrræða. Það ástand ríkir nú í þjóðmáTum íslendinga, að nauð- synlegt er að taka upp nýja hætti á mörgum sviðum. í efnahagsmálum þjóðarinnar er ríkjandi mikið öng- þveiti og hefur aldrei slíkt verið. Verðbólgan hefur aldrei verið meiri en seinustu árin og því búa atvinnuvegimir við örðuga afkomu og mikla óvissu, þrátt fvrir óvenju- legt góðæri að undanförnu. Til þess að styrkja hag þeirra og þar með hag allrar þjóðarinnar, þarf ekki aðeins að koma taumhaldi á verðbólguna, heldur auka og efla fram- leiðslugetu þeirra og framleiðni stórlega á sem allra stvtztum tíma. Það er ein hörmulegasta afleiðing hinnar svonefndu viðreisnarstefnu, að íslenzkir atvinnuvegir eru að dragast aftur úr keppinautunum að þessu leyti. Hér bíður eitt mesta stórátakið sem gera þarf á næstu árum. í utanríkismálum bíða stórfelld verkefni úrlausnar á næsta kjörtímabili, þar sem þá verður að marka af- stöðuna til efnahagsbandalaganna í Evrópu og hefja verð- ur endurskoðun hervarnarsamningsins við Bandaríkin, með það fyrir augum að eigi 'ærði hér erlendur her á friðvænlegum tímum. í skóla- og uppeldismálum þarf að fara fram gagngerð endurskoðun og endurnvjun í sam- ræmi við breytta og nýja tíma. Þannig bí?Sa bióðarinnar a næsta kjörtímabili stór og örlagarík viðfangsefni og vetur framtíð hennar oltið á því. hvernig þai’ verða leyst Það verður verkefni fjórtánda flokksþings Framsókn- arflokksins að taka afstöðu til þessara stóru verkefna og marka áfram þjóðlega og raunhæfa umbótastefnu í samræir.i við breyttar aðstæður og ný viðhorf. Það mun ráða miklu um framtíð þjóðarinnar, hvernig flokks- binprið leysir þetta verkefni sitt af hendi. og hve vel verður fylgt fram þeirri stefnu, er það markar. TIMINN r Björn Pálsson, alþingismaður: „Það góða sem ég vil gjöri ég ekki“ f ársbyrjun 1960 gaf ríkis- ífjórnin út bækling og dreifði um landið. Bæklingurinn bar nafnið Viðreisn. f fyrsta kafla er fram tekið, að höfuðverk- efni ríkisstjórnarinnar sé að koma atvinnulífi þjóðarinnar á traustan og heilbrigðan grund- völl. Efnið er nær eingöngu um hvaða ráðstafanir beri að gera til að þessi ákvörðun rík- isstjórnarinar megi takast. Ýms ir hafa hæðst að þessum bækl ing og fleygt í ruslakörfuna. Slíkt er ómaklegt þvf ritið er merkt. Þar eru ýms atriði skarplega athuguð, enda mun oæklingurinn saminn af Jónasi Haralz. Eg er sammála höfundi að það á og þarf að vera mark mið og grundvallarstefnumál allra ríkisstjóma að koma at- vinnulífi þjóðarinnar á traust an og heilbrigðan grundvöll, ef það er það eigi er viðkomandi ríkisstjórn tekur við völdum. En hefur ríkisstjórninni tekizt þetta? Ef ekki, hver er þá ástæðan fyrir því, að það hef ur mistekizt? Sjö ár eru liðin síðan ríkis- stiórnin tók við völdum. Ár- ferði hefur verið gott og tækniþróun fleygt fram á flest- um sviðum. Það hefur valdið því að framleiðsla þjóðarinnar hefur stóraukizt. Verðlag á útflutningsvörum hefur verið hagstætt og þjóðartekjur vaxið á þann hátt. Ætla mætti því að ríkisstjórnin hefði getað náð markmiði sínu a.m.k. á meðan ekki var um verðlækk anir að ræða á útflutningsaf- urðum, en reynslan sýnir ann að. Rekstur togara hefur verið styrktur öll árin beint eða ó- beint og útflutningsuppbætur greiddar á landbúnaðarvörur. Þær ráðstafanir gátu verið rétt lætanlegar og þurftu ekki að valda nema takmarkaðri rösk un á fjárhag þjóðarinnar. En í ársbyrjun 1966, þegar verð lag á sjávarafurðum var óvenju hagstætt, leggur ríkissjóður fram verulega fjárhæð til stuðn ings fiskvinnslustöðvum, og í ár er sú aðstoð margfölduð. Ríkisstjórnin fjarlægist því það tnarkmið, sem hún setti sér, en sem aldrei náðist til fulls. Ef við förum inn í viðskipta banka í dag og biðjum um lán gegn öruggri tryggingu er svarið undantekningarlítið. „Við getum því miður ekki lánað, peningar eru ekki til, þeir fóru allir í að borga sölu skattinn fyrir síðasta ársfiórð ung 1966.“ Með öðrum orðum, skattar eru svo háir, að bankar tæmast af reiðufé þegar þeir eru greiddir, og bankamir geta alls ekki innt það hlut- verk af hendl sem þeim er ætlað að gera og ber að gera, en það er að sjá fyrirtækjum og einstaklingum fyrir nauð- synlegu rekstrarfé gegn öruggri tryggingu. Hvað veldur þessari þróun? Napóleon undirbjó herförina til Rússlands óvenju vel, en hann gleymdi rússneska vetr- inum. Jónas Haralz hugsaði mikið og vel veturinn 1960, en Björn Pálsson það gleymdist að fólkið hefur skoðanir og vilja. Það var ógerlegt fyrir ríkisstjórnina að ná því markmiði, sem hún setti sér, án þess að sannfæra fólkið um að sparifé væri jafn góð eða betri eign en önnur verðmæti. Með því eina móti er hægt að hindra óvenjulega vcrðþenslu og rekstrar- fjárskort. Það er óhagkvæmt að reka þjóðarbú með rangri gengisskráningu. Þess vegna þurfti að breyta gengi krónunn ar 1960. í bæklingnum er raun verulega viðurkennt, að gengi krónunnar í árslok 1959 hafi verið 30—32 krónur dollarinn. Hefði stjórnin ákveðið þá gengisskráningu og hvergi það an þokað var ef til vill gerlegt að sannfæra fólkið um öryggi sparifjárins. Of mikil gengis lækkun og kjaraskerðing 1960 ýtti undir kaupkröfur, sem Ieiddi af sér aðra, raunar ó- þarfa, gengislækkun. Eftir það var vonlaust að sannfæra fólkið um að sparifé væri örugg eign. Menn hafa flest annað frekar viljað eiga. Afleiðingin er meiri eyðsla og brask, meiri fjárfesting, meiri kröfur, meiri verðbólga, sem leiðir til sívax andi rekstrarfjárskorts. Úr rekstrarfiárskortinum hefur ríkisstjórnin reynt að bæta með því að skattleggja atvinnuveg ina um framlög til stofnlána sjóða. Hefir sjávarútvegurinn t. d. verið sérstaklega valin til skattpíningar því að hann verð ur að greiða í ca. tíu sjóði. Vext ir voru stórhækkaðir til að draga úr eftirspurn lánsfjár og örva sparifjármyndun. Vaxta- hækkunin hefur reynzt þýðingar Iaus með öllu og raunar bros leg þegar gengið hefur verið lækkað meira og oftar en þurfti og kaupmáttur peninga minnkað um ca. 10% árlega. Skiptir það litlu til eða frá fyr ir eigendur sparifjár, hvort vextir eru 2% hærri eða Iægri. Eftirspurn eftir lánsfé hefir verið og er takmarkalaus því allir álfta gióðaveg að skulda. Vaxtahækkun á stofnlánum hef ur verið til ills eins og átt drjúgan þátt í, ásamt auknum álögum, að hækka framleiðslu kostnað. Það hefur verið bætt skatti við skatt, einkum á sjáv arútveginn. Það getur verið réttlætanlegt, að atvinnuvegir greiði hæfilegt gjald til þeirra lánastofnana, sem annast fyrir greiðslu til viðkomandi atvinnu vega. Hitt er óhóf, að skatt- leggja atvinnuveg, sem ekki ber sig fjárhagslega til fram- laga í lánasjóði, sem þeirri atvinnugrein er óviðkomandi. Ríkisstiórnin stendur n>> and- spænis þeirri staðreynd, að fjarlægjast sitt höfuðmarkmið og verður annað hvort að lækka I reksturskostnað bátaútvegsins | eða við blasir ný gengislækkun | ef til vill ný verðhólga- Er launaskatturinn hluti af I launum fólksins? | Bjarni Benediktsson gerir fc launaskattinn að umræðuefni í | Reykjavíkurbréfi sínu, sunnu- S daginn 5. marz og telur hann 8 hluta af launum fólksins. Hann | vitnar í því sambandi í um- I mæli Eðvarðs Sigurðssonar. I Ánægja Eðvarðs með júnísaran | inginn virðist þó vel í hóf 1 stillt, því hann hefur flutt á | Alþingi frumvarp til laga um I breytingu á þeim atriðum, sem 1 samið var um, þess efnis að ' hætt verði að miða vexti og f afborganir Iána frá Húsnæðis $ málastofnuninni við kaupgjalds f vísitölu. Segir Eðvarð að hin | um almenna manni sé gert | ókleift að rísa undir afborgun | um og vöxtum af slíku láni. I Hla lýsir Eðvarð sjálfum sér | að lýsa yfir því, að hann hafi J gert þannig samning við for- | sætísráðherrann 1964 að ókleift ■ sé fyrir venjulegan launamann : að eignast þak yfir höfuðið. | Því miður er talsvert til í því ) hjá Eðvarð að lánin eru ill- i takandi. f leiðinni komu þeir | félagar tveimur óþarfa skött r um á útveg Iandsmanna, launa 't skatti og hækkuðu orlofi. Þessi útgjöld auka rekstrar- kostnað meðalbáts beint og ó- beint um 150 þús. kr. á ári. Ásamt ýmsum öðrum óþarfa álögum veldur þetta því, að fiskibátar bera sig ekki. Bein og óbein fjárframlög til þeirra og fiskvinnslustöðvanna verða á þessu ári ca. 400 milljónir. Auk þess er ráðgert að gefa frystihúsum eftir eitthvað af óreiðuskuldum. Fé þetta er innheimt hjá almenningi með hóflausum sköttum, sem hækka verðlag og lækka kaupmátt krónunnar. Sköttum sem eru innheimtanlegir í góðum ár- um en verða óbærilegir í fiár hagslega óhagstæðu árferði. Júnisamningurinn er að því leyti meistaraverk, að lítill mun ur er á böggunum. Samningsað ilar hafa Ieikið hvor á annan svo eigi þarf það atriði að valda öfund. Eðvarð hefur samkvæmt cigin yfiriýsingu gert almennum manni óklefft að eignast þak yfir höfuðið, en Bjarni hefur gert útvegsmönn um ókleift að reka fiskibáta án Framhald á bls. 15. ÞRIÐJUDAGSGREININ I

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.