Tíminn - 14.03.1967, Blaðsíða 11

Tíminn - 14.03.1967, Blaðsíða 11
ÞRIÐJUDAGUR 14. marz 1967 THV8INN 21 Hjónaband IF.MBHffl 54 Laugardaginn 28. jan. voru gefin saman í Langholtskirkju af séra Árelíusi Níelssyni. Ungfrú Rannveig Karisdóttir og Eyjólfur Brynjólfsson Heimili þeirra er að Grundargerði 6. (Ljósmyndastofa Þóris Laugav. 20b Sími 15602.) Laugardaginn 4. marz voru gefin saman í Dómkirkjunni af séra Jóni Auðuns, ungfrú Ingileif Arngríms dóttir og Sigmar Ægir Björgvins- son. Heimili þeirra er að Rauða læk 29, Reykjavík. (Ljósmyndastofa Þóris Laugav. 20 b sími 15602.) SJÓNVARP Miðvikudagur 15. marz Kl. 20,00 Fréttir Kl. 20,30 Steinaldarmennirnir Teiknimynd gerð af Hanna og Barbera. íslenzkur texti: Pétur H. Snæland. 20,55 Ferð til Patagóníu Frásögn af ferð frá Buenos Aires til syðsta hluta Suður-Ameríku, sem heitir þessu nafni. Þýðinguna gerði Anton Kristjáns son. Þulur er Eiður Guðnason. 21,25 Einleikur í Sjónvarpssal. Kögnvaldur Siguriónsson, píanó teíkan ipjkur verk eftir Chopin og Lizt og flytur jafnframt skýr lngar. Kl. 21,55 Fallhlífarstökk („Exit from a Plane in Flight“) Bandarísk kvikmynd, gerð eftir samnefndri sögu Rod Serling. í aðalV'itvert.um: Hugh 0‘Brien og Lloyd Bridges. íslenzkur texti: Dóra Hafsteínsdóttir. Kl. 22.45 Jbtj. Kvintett Curtis Amy og Paul Bryant leikur. Kl. 23,10 Dagskrárlok. Hivort sern andlát Ohtistoplhores var aðvörunarmerki til hennar, eða ekki, varð hún að framkvæma vilja hans. Ég sver þér, hvíslaði hún, að ég mun aldrei yfirgefa Qhrétien. Ég sver þér það við | von mdna um hamingju og sálu- hjálp. Um leið og hún haiði strengt þetta heit, sem hún áleit heilagt, og ákveðið að fórna sér, fannst henni, að ekkert gæti íeng- ið hana til þess að láta aftur und- an Sylvain. Það var hann, sem átti að velja. Þá mundi hún sjá, hvort hann elskaði hana í raun og veru. Hún kyssti Christophore og sagði blíðlega: I —■ Þú munt komast að raun um, að þú getur fyrirgefið mér. Fáeinum mínútum síðar kom Sylvain á skrifstofuna til hennir. Hún reis á fætur, þegar hann kom inn, því að hún vildi standa meðan hún talaði við hann. Hún tók ekki eftir, hversu fölur hann var. — Þetta hlýtur að hafa verið' þung sorg fyrir þig, sagði hann lágt. — Hlustaðu nú á mig, svaraði' hún. Ég býst við, að þú vitir, hversu heitt ég elska þig, og ég geri ráð fyrir, að þú elskir mig líka fyrst þú viit giftast mér. Hann ætlaði að grípa fram í fyrir [ henni, en uún flýtti sét að halda áfram. Frændi minn er dáinn. Hann dó einn eins og fátæklingur, einmitt þegar við vorum að ræða um þetta alvarlega málefni. Jæja það er bezt að þú vitir allan sann- leikan. Ég er nýbúin að fara inn til hans og sverja, að ég muni aldrei yfirgefa Chrétien, og ég sver þér það lfka. ! Sylvain steig eitt skref í átt- ina til hennar. — Hvers vegna ætti ég að hirða um Chrétien? hrópaði hann. — Ég hef mínar eigin áhyggj- ur. Veiztu ekki, hvað kom fjrir? Ég er búinn að fá fyrirskipun um að hætta við verk mitt. Þeir runnu á rassinn með alltsaman, einmitt þegar við vorum loksins tiibúnir að byrja. Ég hef troðið of mörgum um tær, svo að ein- hver stjórnmálaklíka hefur gripið í taumana. Ég er alveg búinn að vera. Draumar mínir eru orðnir að engu. Hann hló beizklega: — Ég hef enga framtíð fyrir mér. — Sylvain! Pazönnu hnýkkti við, þvi að hún skildi, hversu djúpt þetta hlaut að hafa sært hann. — Ég flýtti mér hingað, hélt hann áfram, og rödd hans titraði þvi að ég hélt, að ég fengi bjá þér uppörvun og hughreystingu. Ég hélt, að þú ætlaðir að verða eiginkona mín og félagi, en þú gerir ekki annað en að tala um þennan fávita. — Vertu ekki svona ósann- gjam, Sylvain. Hvernig átti ég að vita þetta? Ég ákvað að tala við þig um Ohrétien, af því að ég ætla að verða eiginkona þín og félagi. — Það verður nógur tími tii þess að tala um það. Við verðum að fresta brúðkaupinu. Auglýsið í TIIVIANUIVl Pazönnu brá mjög, en hún reyndi að jafna sig. — Hvers vegna? Er það út af þessari töf? — Kallarðu þetta bara töf? Já, vegna þessa slyss. Hún yppti öxium. — En þér býðst annað tæki- færi til þess að sýna, hvað í þér býr. Maður með þína hæfileika er ekki búinn að vera. Það er ann- að með mig. Ég er búinn að missa það, sem ég gat aldrei fengið aft- ur. Þú gleymir því, að ég er líka hrygg út af þessu mín vegna. En1 ég verð og ég endurtek það, að ég yfirgef Cihrétien aldrei. — Með öðrum orðum, svaraði hann háðslega, þú hefur ákveðið að láta mig velja milli þín og hans eða öliu heldur, þú ert búin að velja. Hann gleymdi því í geðshrær- ingu sinni, sem honum tókst ekki að dylja með háðshreimnum í röddinni, að það var hann sem hafði ætlað að láta hana velja. Það fóru krampadrættir um andlit hans, og í fasi hans sást þetta hik, sem einkenndi hann. Það olli Pazöncu sársauka. Hún hefði helzt viljað taka hann í faðm sinn, hugga hann og hvísla að honum ástarorðum. En í herberginu var ósýnilegur maður, hinn látni Ohri stoptoore, sem beið eftir að lof-; orðið væri efnt, áður en hann hyrfi í djúp gleymskunnar. — Ég býð þér ást mína, Syl- vain. Hún er aleiga mín. En ég hef tekið að mér að gegna á- byrgðarmikilli skyldu. Þú veizt, hvað það er. Syivain hleypti brúnum. — AJllt í lagi. Það er leitt, að ég skuli hafa uppgötvað þetta svona seint, en ég sé, að þú hefur ekkert rúm í hjarta þínu fyrir mig. Ef hann hefur haft einhverja von um að geta talið Pazönnu hugtovanf, skjátlaðist honum. Stór- læti Altefersættarinnar réði úr- slitum. Sylvain misskildi þögn Pazönnu. Hann sótti í sig veðrið, því að hann hélt, að vilji sinn hefði sigrað. — Ég endurtek það, Pazanna, að það er annað hvort hann eða ég. Hún starði á hann undrandi, því að hún uppgötvaði, að hann var ekki lengur sá sami í augum hennar. Það var eins og vanda-j málið leystist af sjálfu sér. Syl- vain var orðinn að ókunnugum manni. Pazönnu fannst hún vera laus úr böndum ástarinnar. Hún vissi ekki, að sárin gróa ekki svona fljótt. Sylvain vonaði, að Pazanna hróp aði eða gerði eitthvað til þess að mótmæla. Þögn hennar gerði hann vandræðalegan. Honum leið illa undir augnaráðinu hennar, því að úr þvi hefði verið auðvelt að lesa fyrirlitningu. Hann beið stundar- korn, en tók síðan ákvörðun og var hranalegri en hann hafði ætl- að sér. — Jæja, Pazanna. Við kveðj- umst þá. Hún greip hendinni fyrir munn inn til þess að bæla niður óp, sem brauzt fram á varir hennar. Ætli Sylvain hefði orðið kyrr — hver veit? En þá hefði baráttan byrj- að aftur. Það greip hana nístand: kvöl, þegar hurðin skelltist á eft ir honum. Brottför hans leysti ekki vandann. Ef til vill sæi hún hann aldrej framar. En daginn eftir færðo a' stoðarmenn Sylvains henni bréí frá honum. — Kæra Pazanna mín!, en svo hljóðaði bréfið — Ég er á förum, því að ég hef ekkert að gera hér lengur Ég býst við, að þér þyki það bezta lausnin eins og mér Vif vorum bæði uppnámi, og þess vegna ræddum við máliö ekki nógu vel. Hvað mig snertir, hrygg ir það mig, að ég var svona ó- þolinmóður og harðorður við þig En við verðum að ráða fram úr þessu vandamáli, því að namingja okkar er í veði Ég bið þi.g inni lega að hugsa þig betur um. Ég ætla ekki að endurtaka allar rök- semdirnar, - en ég held, að þú munir láta sannfærast með tím anum, þegar þú hefur öðlast sál- arró þína aftur Mér er full al- vara, þegar ég segi þér, að ég get ekki breytt ákvörðun minni, því að hún byggist á reynslu, og Laugaveg 38, Skólavörðustíg 13, Snorrabraut 38, Hlaðrúm henta aUstattar: i bamaher- bergið, unglingaherbergið, hjónaher- bergið, tumarbústaðinn, veiðihúsið, bamaheimili, heimavistarskóla, hótel. Helztu kcotir hlaðrúmanna eru: ■ Rrtmin mi nota eitt og eitt sér eSa hlaða þeim npp i tvzr eða þijir hæðir. ■ Haegt er að £á aukalega: Nittborð, atiga eða hliðarborð. ■ Innanm.l! rúmanna er 78x184 sm. Hægt er að £á rúmin með baðmuli- ar og gúmmídýnum eða in dýna. ■ Rúmín hafa þrefalt notagildi þ. e. kojur.'eimtaklingarúmoghjónarúm. ■ Rúmin eru úr tekki eða úr brenni (brennirúmin eru minni ogódýrarí). ■ Rúmin eru fill f pfirtum og tekur aðeins um tvaar minútur að setja þau saman eða taka i sundur. HÚSGAGNAVERZLUN REYKJAVÍKUR BRAUTARHOLTI 2 - SÍMl 11940 Þýzku kven- og unglinaabuxurnar margettirspurðu eru komnar. ☆ Stærðir 36 til 44 ☆ Mjög vönduS og falleg vara. í dag ÚTVÁRPIÐ Þriðjudagur 14. marz 7.00 Morgunúfvarp 12.00 Hádeg isútvarp 13.15 Útvarp frá minn- ingarathöfn í Súðavíkurkirkju um skipverjana, er fórust með vélbátnum Freyju 1. marz (Hljqðritað vestra 11. marz). 14.40 Við sem heima sitjum. 15.00 Miðdegisútvarp 16.00 Síð degisútvarp. 17.00 Fréttir. 17.20 Þingfréttir. Útvarpssaga barnanna: „Mannsefnin" eftir Ragnvald Waage. 18.05 Tónleik ar. 18.55 Dagskrá kvöldsins og veðurfregnir. 19.00 Fréttir 19 20 Tilkynningar 19,30 íþróttir Sigurður Sigurðsson segir frá. 19.40 Lög unga fólksins. 20. 30. Útvarpssagan: „Mannamun- ur“ eftir Jón Mýrdal. Séra Sveinn Víkingur les (1) 21.00 Fréttir og veðurfregnir. 21.30 Lestur Passíusálma (42) 21.40 Víðsjá 22.00 Að vera sáttur við landið. Jón R. Hjálmarsson skólastjóri í Skógum flytur erindi. 22.15 Ástargleði, ástar sorg: Henryk Szeryng leikur fiðlulög eftir F. Kreisler. 22. 50 Fréttir í stuttu máli. Á hljóð bergi. Þýzkaland í síðari heims styrjöldinni. Dagskrá byggð á samtíða hljóðritunum. 23.55 Dagskrárlok. Miðvikudagur 15. marz 7.00 Morunútvarp 12.00 Hádeg isútvarp 13.15 Við vinnuna. 14. 40 Við, sem heima sitj- um, Bríet __________ Héðinsdóttir les söguna „Al- þýðuheimilið" eftir Guðrúnu Jacobsen (2). 15.00 Miðdegis- útvarp. 16.00 Síðdegisútvarp. 1700 Fréttir É7.20 Þingfréttir 17.40 Sögur og söngur. 18,00 Tilkynningar. 18.55 Dagskrá kvöldsins og veðurfregnir. 19. 00 Fréttir. 19,20 Tilkynningar. 19.30 Daglegt mál. 19.35 Tækni og vísindi Halldór Þormar dr. phil flytur erindi. 1950 Sónata nr. 2 i e-moll fyrir fiðlu og píanó op. 24 eftir Emil Sjögren. 20.20 Framhaldsleikritið „Skytt urnar“ Leikstjóri Flosi Ólafs- son. 21.00 Fréttir og veður- fregnir. 21.30 Lestur Passíu sálma (43) 21.40 Einsöngur: Peter Alexander syngur óper- ettulög, 22.00 Úr ævisögu Þórð ar Sveinbjarnarsonar. Gils Guðmundsson lcs (2) 22.20 Harmonikuþáttur 22.50 Frétti’ f stuttu máli Nútimatónlist. 23. 25 Dagskrárlok morgun

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.