Tíminn - 07.04.1967, Blaðsíða 2

Tíminn - 07.04.1967, Blaðsíða 2
FÖSTUDAGUR 7. aprfl 1967 14 TfMINW INGIMAR BOGASON: RÍKISÚTVARPIB Ríkisútvarpið gegnir miklu menningar- og þjónustuihlutverki. Það er iþvi eðlilegt að jafnan sé mikill áhugi og eftirvænting fyrir því hvernig til tekst með efnisval og flutning á dagskrárliðum þess hverju sinni. Hefur þar um margt vel tekizt til fróðleilks og skemmt- unar. Á undanförnhm árum hefur útvarpsstjóri, við kynningu á dag- skrárefni útvarpsins og í ávarpi til hlustenda, óskað eftir tillögum um það hverjar óskir hlustenda væru um flutning og efnisval í útvarpsdagskrána. Stjórnendur ýmsra fastra þátta í útvarpinu hafa einnig borið fram óskir um það til hlustenda að þeir létu skoðun sína í Ijós um það hvernig þessi eða hinn þátturinn geðjaðist hlustendum. Eg held að almenningur hafi ekki sinnt því að svara þessum fyrirspurnum nógu rækilega. Af þeim sökum eru því margir mjög vinsælir þættir útvarpsins liðnir undix lok, en aðrir lélegri uppteknir í þeirra stað. Hér ætla ég ekki að nefna að þessu sinni nöfn á neinum ein- stökum þátitum eða fara út i sam anburð á þeim, en að einum „skemmtiþætti" útvarpsins ætla ég að vfkja sem er leikritaflutning ur. Þessi dagskrárliður hefur vald ig mörgum hlustendum vonbrigð- um og leiðindum og stundum hryll ingi. Þó undantekningar séu frá þessu hafa leikritin oft ekki veitt fólki það stundargaman sem þeim er þó sjálfsagt ætlað að gera. — Það á að heita svo að til sé í land- inu kviikmyndaefUrlit, að vísu mjög ófullnægjandi, og aðeins staðsett í Reykjavík fyrir allt landið. Með eftirliti þessu á að vernda börn og unglinga frá óæski legum áhrifum kvikmyndanna. Slfkt er aðkallandi og brýn nauð- syn, því mikill fjöldi lélegra æsi- mynda eru alltaf einhversstaðar á boðstólum í kvikmyndalhúsum. Slíkar myn'dir þjóna ekki uppeld- islegum tilgangi. Þær eru skað legar bömum, og þarfnast því eft- irlits — (Sterkara eftirlits en þess sem nú er). En börnin hlusta líka á leikritaflutning útvarpsins, sem ekki er við hæfi barna, og varla stundum boðlegur fullorðnu fólki að efnisvali. Börn og unglingar hlusta yfirspennt á hrikaleik frá- sagnarinnar. Þau vilja jafnvel líkj ast persónum sem verið er að túlka. Það kostar mikla baráttu að hindra börnin í því að hlusta á útvarpið á heimilunum þegar svo stendur á. Þarna er uppeldis- legt vandamál við að glíma. Efnis val á leikritum útvarpsins er stund um slíkt að furðu gegnir um þann listasmekk. Allt of mikið af þeim er í slíkum búningi, og málílutn- ingi, að hlustendur hafa enga skemmtun af eða andléga uppbygg- ingu. Hvers vegna þarf að veíja til flutnings leikrit, sem eiga að sýna og segja okkur frá versta soranum í mannlífinu, svo sem lygi, svik- um, glæpum, morðum, lauslæti, þjófnaði o. fl. sem framkallar svo í flutnir.gi verksins, hljóð, vein, öskur, stunur, formælingar o. fl. þess háttar? Mætti þetta ekki hverfa eins og sorpritin, sem nú vaða uppi og þyrftu að vera bönn uð? Ég held að þroskað og full- orðig fólk hafi ekki áhuga eða smekk fyrir að hlusta á slikan flutning sem betur fer og mörg um er það ekki hollt á lágu þroska stigi svo að þeir bíði ekki andlegt tión af, siðferðislega og félagslega séð. Getur ekki listin sjálf ef að hún er túlkuð í áæskilegu leik- formi, jafnvel orðið hættulegur skóli fyrir allt of marga lítt þrosk ! aða einstaklinga, sem gjarnan taka persónur í leikformi sem fyrir- ,1 mynd til eftirbreytni, og þá ekki sízt börnin, líkt og i kvikmyndun um- Hér er því leiklistarráðunaut um og fleirum mikill vandi á hönd- um um val og flutning á leiklistar efni. Að því ber að vinna og stefna og efnisval til flutnings á leiklist, hafi göfgandi, þroskandi og mannbætandi áhrif á alla þá sem hana vilja heyra og sjá. Leik list á að auka og efla menningu okkar en ekki öfugt. Það skal við- urkennt og metið a& útvarpið hef ur flutt margt 'listrænt og skemmti legt í leikformi, og minni ég á mörg íslenzk leikrit þar í flokki, og svo barnaleikrit valin fyrir barnatíma útvarpsins. Þar hefur oft vel tekist um val og flutning. En umfram allt kastið meiru fyrir borð af lélegu sorpi leikritanna, útrýmið svikum, prettum, undir- ferli og glæpum i leikformi og flutningi, á tjáningu mannlegs lífs, svo sem okkur öllum ber að gera í raunverulegu lífi okkar og starfi. ■jír Þá vil ég með nokkrum orð um víkja að tilkynninga- og frétta flutningi blaða og útvarps. í vet ur hefur svohljóðandi auglýsing verig lesin í útvarpið: „Gleymið ekki að gefa smáfuglunum, dýra- verndunarfólagið". Auglýsingin er góðra gjalda verð og hvetur menn til að muna eftir smælingjum og veita þeim samúð og umhyggju, en hvaða dýraverndunarfélag hef- ur beðið fyrir auglýsinguna? Það er engu líkara en að aðeins eitt dýravemdunarfélag sé til í land inu, en svo er ekki, því að þau munu vera 5—6 og hafa þau mynd að sér sitt eigið samband. En það má segja að þessi starfsemi sé ekki mikið nefnd á nafn á forsíðum eða baksíðum dagblaðanna, eða þá að fr'éttamenn útvarpsins séu að ómaka sig á því að safna fréttum frá starfseminni, enda þó að frið un og náttúruvernd, vamir gegn slysum á dýrum, dýrasjúkra/hús, og bættur húsakostur búpenings og mannúðleg meðferð, og hug kvæmni í umgengni við öll dýr sem manninum eru undirgefin séu hornsteinar undir menningarlegt gildi hvers þjóðfélags. Það virðist heldur lítið vcra gert til þess að hefja flutning á upplýsinga og fræðslustarfsemi fyrir þessum mál- efnum. Mér er nær að halda að stór hluti þjóðarinnar viti ekki hvaða reglur og lög um dýravernd un og náttúruverndun eru til, og hvernig, þau líta út, yfir hvað þau ná, og hvaða rétt þau gefa dýrun um til verndar og varðveizlu á líðan þeirra og lífi. Um þessi mál ættu fréttamenn að veita almenn ingi í landinu mikilsverða kynning ar_ og upplýsingaþjónustu, segja frá nýmælum, verkefnum, og bar- áttumálum áhugamanna á þessu sviði. Þá gætu fréttamenn átt mik- ilsverðan menningarlegan þátt í uppbyggingu á friðun og náttúru vernd á íslandi. Allur almenning ur 'hvar sem er á landinu ber mikla umhyggju fyrir smáfuglunum og er þeim mikið gefið af korni og öðrum fuglamat þegar veðurfar er hart og snjóalög mikil á vetrum. Þá eru smáfuglarnir heimilisvinir fléstra, og 'hvatning um það til al- mennings með síendurteknum aug lýsingum í útv. er ekki að verða svo nauðsynleg, sem auglýsendur álíta. Mér hefur dottið í hug að nú væri mikið þarfara fyrir sam tök dýraverndunarfélaga, þegar vetur gjörist harður, og ís og snjó- ar hylja alla jörð, að verja nokkru fé til birtingar á auglýsingu svo hljóðandi: „Munið að gefa hrossunum". Aug- lýsingin skýrir sig sjálf en mundi verða þörf áminning til þeirra sem líta á hrossinn sem sjálfsagðan úti- göngupening, er setja megd á „guð og gaddinn' og falia megi sem fugl ar loftsins, ef að svo ber undir. En ekki meira um þetta að sinni. Ég.vil þó áður en ég skil við þetta málefni skora á alla dýravini í landinu að þjappa sér saman til félagslegra samtaka um almenna dýraverndun og náttúruvemd, sjá um að þau lög sem til eru um þetta, séu virt og haldin, og að menn gefi vísbendingar um það sem kynni að vera ábótavant í þess um efnum, því að lengi mun þar . vera hægt um að bæta, fyrir með- , höndlan góðgjarnra manna. Vinn J um öll að aukinni menningu og : mannúg í umgengni við dýrin. ☆ í fréttum blaða og útvarps er af gefnu tilefni oft sagt frá margs konar afbrotum, sem nú ger ast óhugnanlega oft í okkar sið-- menntaða og að ýmsu leyti háþró- aða þjóðfélagi. Um það virðast ekki vera til reglur eða skipulag með hvaða hætti fréttir eru birt ar almenningi. Margir fréttamenn geta sagt sömu fréttina með nokk uð mismunandi hætti, efnislega, og að orðalagi. Til dæmis brýtur ein- hver bifreiðastjóri umferðarlögin, próflaus unglingur stelur einhvers , staðar bíl, aksturinn er ofboðsleg jur- Ölvun, stelsýki, samvizkuleysi, ; og gróft hirðuleysi, fyrir lögum og rétti í umferðinni, veldur því að alvarlegt slys eða árekstur hefur | skeð, sem oft veldur tilfinnanlegu | eignatjóni og stundum líftjóni. í i fréttum er oft þannig skýrt frá að I þarna hafi þessi eða hinn „ökuþór ;inn“ verið að verki. Nafnið „öku- j þór“ er samkvæmt merkingunni að j ég tel afburðamaður á stjórn öku ; tækis og á því ekki heima við I afbrotamenn í umferðinni. Nafnið i „ökuþór“ gæti þá í fréttaflutningi I um afbrot, skoðast sem viðurkenn ing á „bíræfni — áræði“. Það er ískyggileg staðreynd að umferðar I brot hjá stjórnendum ökutáskis j fara ört fjölgandi. Ástæður og til- | efni sem að þessu liggja, eru kannske ekki eins torskyldar eins og sumir vilja vera láta. Bifreiða stjóri sem brýtur lög og rétt í um- ferðinni er smánarblettur á stétt sinni. F'réttamenn ættu í frásögn sinni að kalla þessa menn ógn- valda, skaðvalda, bölvalda, eftir eðli umferðarbrotsins. — Ógnvald ur, sá sem brýtur umferðarétt án þess þó að valda í bili árekstri, en er sífellt ótryggur og hættulegur I umferðinni. — Skaðvaldur sá sem i veldur árekstri og tjóni, vegna i hirðuleysis, ölvunar, eða af öðrum ! vítaverðum ástæðum, — Bölvaldur, j sá sem veldur öllu þessu og líftjóni að auki. Sjálfsagt þykir nú einhverj um fréttamanni sér nóg boðið með svona siðalærdómi en hér er ekki verið að nefna annað en uppástung ur .En áður en ég skil við þetta efni, afbrot í umferðinni vegna ölvunar o. fl. vildi ég koma á fram færi þessari spurningu: Finnst al- menningi ekki tími til kominn að almennt eftirlit lögreglumanna á skemmtistöðum hvar sem er á landinu sé endurskoðað? Á öllum skemmtistöðum víðast hvar á land inu, í sveit og kaupstað mun vera til löggæzla en er hún nægilega sterk og raunhæf, þegar til þarf að taka? Á héraðsmótum, hesta- mannamótum og öðrum almennum skemmtunum, þar sem oft er mikill fjöldi fólks saman kominn, er venjulega hægt að sjá menn meira og minna undir áhrifum áfengis. Hvað skyldu lögreglumenn á viðkomandi stað, missa marga undir áhrifum að stjórn ökutækis, sem eru að hverfa frá skemmti- stað? Hvaða hætta er þarna á ferðinni? Er lögreglan of fáliðuð? Snýr einhver sér í vestur, þegar hann á að horfa í suður? Bregðast einhverjir á verðinum? Hvað segir hinn sjáandi maður, hvað segir al- menningsálitið, og hinn raunsæi maður? Hvers vegna stígur fólk upp í bifreið hjá ölvuðum bíl- stjóra? Hér liggja spurningarnar fyrir ein af annarri. Og svarið verður . . . ? MINNING Sigurjón Sigurðsson frá Hólmavík F. 7. maí 1884. — D. 13. marz 1967 Það var haustið 1905 sem fund um okkar Sigurjóns bar fyrst saman. Við vorum þá við sjó róðra og hásetar hjá yeim Guð mundi Guðmundssyni þá á Drangsnesi síðar bónda í Bæ á Selströnd (Sigurjón) og ég hjá Ara Magnússyni þá búsettum í Hólmavik. Formenn þessir voru orðlagðir sjósóknarar og afla- menn. Þetta haust var rýr aíli við Steingrímsfjörð svo að ver tíðin hófst með því að fara norð ur á Gjögur við Reykjarfjörð. En rosatíð var og landlegur tíðar. ; Búðavist okkar myndi nú vart jvera talin mannsæmandi. Lág- ; um við í flatsængum í nýbyggðu en ekki fullgerðu íbúðarhúsi, sem ! Níels bóndi Jónsson á Grænhóli , átti. Við gjörðum engar sérstak- 1 ar ‘kröfur og vorum því vel ánægð ir með okkar hlutskipti. Er land legur voru gjörði mannskapur- inn sér ýmislegt til dægradvalar. Það sem mér er eftirminnilegast var er þeir Guðmundur og Sigur jón kváðu rimur meðal þeirra alþingisrímurnar, þá nýlega komnar fyrir almenningssjónir. Síðar á ævinni minntumst við Sigurjón oft á haustvertíðina á Gjögri. Á þessum árum ævinnar mun Sigurjón hafa stundað, sjóróðra bæði á árabátum og einnig var hann við fiskveiðar hjá Hrólfi Jakobssyni frá Illugastöðum á Vatnsnesi, sem var á dekkbát, og mun hafa verið með þeim fyrstu við Húnaflóa, er stunduðu þorsk veiðar á stærri bátum með mótor vól. Það mun hafa verið haustið 1907 sem Sigurjón fór til náms í Verzlunarskólann, sem þá hafði verið nýlega stofnaður í þeim til gangi að veita ungum mönnum, er hugðu á verzlunarstörf 'að at vinnu, tilsögn í bókfærslu, versl- unar fræði o.fl. Er Sigurjón hafði lokið fullnaðarprófi frá skólanum réðist hann starfsmað ur að Söludeild Steingrímsfjarð ar í Hólmavik. Þá var þar sölu stjóri Guðjón alþm. Guðlaugsson. Við fyrmefnt félag vann Sigur- jón ýmist sem bókhaldari eða framkvæmdastjóri til 1932, sr hann flutti til Reykjavíkur. Er til Reykjavíkur kom varð hann starfsmaður hjá B Inaðarbank- anum, sem fulltrúi. Þvi starfi gegndi hann þar til hann hætti vegna aldurs. Þó var hann þar lengur í starfi. Hans trúmennska og vandvirkni gjörði honum allar götur greiðar og voru sterkari þættir en hraðvirk og vafasöm löggjöf. Foreldrar Sigurjóns voru hjón in Sigurður Sigurðsson bóndi á Felli í Kollafirði, snikkari eða eða kirkjusmiður, og kona hans Guðrún Jónsdóttir bónda á Saur hóli í Saurbæ. Vegna atvinnu Sig urðar dvöldu þau hjónin viða en þó einkum á Selströnd. Sigurjón mun hafa dvalið með foreldrum sínum og unnið að algengum sveitarstörfum, en þau hjón Sig urður og Guðrún áttu 7 börn er komust til fullorðinsára, meðal þeirra var Stefán frá Hvítadal. Nú eru á lifi tvö af þeim syst- kinum. Guðbjörg fyrrum hús- freyja á Hörgshóli i Þorkelshóla hreppi í V-Hún. og Torfi bóndi í Hvítadal í Saurbæ. Sigurjón var tvíkvæntur. Fyrri kona hans var Sigurbjörg Bene- diktsdóttir, hákarlaformanns Jónatanssonar bónda í Tungu- gróf og síðari k. hans Magndísar Jónsdóttur. Sigurbjörg lézt að eins 33 ára. Börn þeirra voru: Hrólfur sjómaður, mjög efnilegur og hvers manns hugljúfi, lézt 2 árum síðar en móðir hans, árið 1935, Magnús úrsmiður í Reykja vík og Sigrún gift Jóni Magnús syni húsgagnasmið í Reykjavík. Seinni kona Sigurjóns var Anna Guðmundsdóttir frá Dröngum í Árnesihreppi. Þau voru barnlaus. Gagnkvæm hamingja ríkti milli þeirra, sem bezt mun á kosið. Störf Sigurjóns einkenndust af nans traustu skapgerð, trú- mennsku, vandvirkni, traustiv og tillitssemi til allra þeiiTa, sem hann átti samstarf við. f sambandi við störf Sigurjóns var honum falin og til hans leitað af mörg um með fyrirgreiðslur og af- greiðslur ýmissa mála. Þessir þættir voru hinir gildustu í aðal 1 starfi 'hans sem framkvæmda- stjóra eða fulltrúa við söludeild ina — og er vettvangur starfsins vék inn í Búnaðarbankann. Það þótti heldur engin sældarstaða að vera kaupfélagsstjóri á fyrstu árum þessa félagsskapar, þar sem kröfur viðskiptamanna voru ann arsvegar en fjármagnsskortur hjá stofnunum. Var því oft úr vöndu að ráða, en Sigurjón bar giftu til að greiða úr þeim vanda. Ef saga Söludei’ldar Steingrímsfjarðar á starfstíma Sigurjóns yrði skráð, myndi koma í ljós hyggindi hans og starfshæfileikar. Þá voru kaup félögin í deiglunni og þeir starfs- og viðskiptahættir nýir. En allar nýjungar taka sinn tíma til fulls skilnings. Þau ár sen. Sigurjón var starfsmaður við söludeildina (Kaúpfélag Steingrímsfjarðar eft ir nafnbreytinguna) voru frá byrjunarstigi til mikillar verzlun ar á svæðinu milli Ennishöfða til Kaldbaks, og á því tímabili átti það við harðan keppinaut að eiga, sem wr Riisverzlun í Hólmavík. Sigurjón var skemmtinn í sam ræðum, minnugur á ljóð og sagn ir. Urðu því samræður hans fjöl þættar af fróðleik, um menn og málefni, atburði, ljóð og vísur. ,rar þetta enn skemmtilegra þar sem hann var gæddur af náttúr unnar hendi og þjálfaður í fram setningu orðs og stíls í bundnu sem óbundnu máli. Hólmavík fór að byggjast um það leyti sem Sigurjón flutti þang að. Nú á s.l. 1. átta mánuðum hafa 4 merkir og mætir land nemar Hólmavíkur verið kvaddir bak við tjaldið: rómas Brandsson verzlunarmaður i júli, Friðjón Sigurðsson fyrrv. sýsluskrifari, Guðmundur Magnússon sjómað ur og Sigurjón Sigurðsson. Við sem heima áttum i ná grenni Hólmavíkur minnumst allra þessara sæmdarmanna. Við þá áttum við erindi og sjaldan munum við hafa komið bónleið- ir til búðar. Þessir menn reistu sér hús, unnu að menningar- og framfaramálum þorpsins og settu svip sinn á bað Af okkur sam tíðannönnum verður þeirra minnzf með þakklæti og vinsemd. Eftir lát Önnu konu sinnar dvaldi Sigurjón hjá Sigrúnu dótt ur sinni og manni hennar Jóni Magnússyni. Mér hefir verið tjáð að ei myndi mannlegum mætti kostur að auðsýna meiri nær gætni, umhyggju og samúð, en Framhdld á fcls. 23.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.