Tíminn - 07.04.1967, Blaðsíða 5

Tíminn - 07.04.1967, Blaðsíða 5
FÖSTUDAGUR 7. aprfl 1967 TÍMINN NATO-styrkir Atlantshafsbandalagið leggur árlega fé af mörkuin til að styrkja unga vísimiamenn í að- ildarríkjunum til rannsóknar- starfa eða framhaldsnáms er- lendis. Fjárhæð sú, er á þessu ári hefur komið í hlut íslend inga í framangreindu skyni, nemur um 335 þúsund krónum, og mun henni verða varið til að styrkja menn, er lokið liafa kandidatsprófi í einhverri grein raunvísinda, til framhaldsnáms eða rannsókna við erlendar vísintlastofnanir, einkum í að ildarríkjum Atlantshafsbanda- lagsins- Umsóknum um styrki af þessu fé — „NATO Science Fellow ships“ — skal komið til mennta málaráðuneytisins, stjómarráðs húsinu við Lækjartorg, fyrir 15. maí n. k. Fylgja skulu stað fest afrit prófskírteina, svo og upplýsingar um starfsferil. M skal og tekið fram, hvers konar framhaldsnám eða rannsóknir umsækjandi ætlar að stunda, við hvaða stofnun eða stofnan ir hann hyggst dvelja, svo og greina ráðgerðan dvalartíima. Styrkir EvrópuráSsim Útlilutað hefur verið heil- brigðisþjónustustyrkjum Evr- ópuráðsins 1967. ADs voru veitt ir 147 styrkir, þar af 8 til ís- lendinga. Hér fer á eftir skrá íár í slenzku styrkþegana: Rrýnjólfur Sandholt dýra- læknir til að sækja 3 mánaða námskeið í Danmörku í aí- mennri heilbrigðisfræði. Guðmundur Þórðarson læknir til 3 mánaða dvalar í Bretlandi til að kynna sér réttarlæknis- fræði, sérstaklega blóðflokkun Dr. Grannar Guðmnndsson læknir til 3 mánaða námsferðar til Bretlands, Danmerkur og Svfþjóðar til að kynna sér nýj ar aðferðir við greiningu heila skemmda. Gylfi Baldursson heyrnar- fræðingur til mán a ð ardval ar í Danmörku til að kynna sér stjórn og eftirlit heyrnar- stöðva. Henrik Linnet læknir til 2 mánaða dvalar í Bretlandi til að kynna sér rönbgenrann- sóknir á sýkingu í þvagfærum barna- Jóhanna Kjartansdóttir, hjúkrunarkona til 2 mánaða dvalar í Bretlandi til að kynna sér meðhíöndlun radí- ums, þegar undirbúin er með ferð á legkrabbameini. Oddur R. Hjartarson dýra- læknir til 2 mánaða dvalar í Danmörku til að kynna sér heilbrigðiseftirlit með kjöt- vörum. Snorri P. Snorrason læknir til 6 vikna dvalar í Bretlandi til að kynna sér nýjar aðferð ir og tækni við meðferð gæzlu hjartasjúklinga. Þá hefur verið tilkynnt í aðalstöðvum Evrópunáðsins í Strassborg, að það hafi veitt fé til þriggja sérfræðinga, sem á þess vegum vinna að rann sókn á atriðum, sem áhrif hafa á lengd sjúkrahúsvistar. Einn þessara sérfræðinga er Ólafur Björnsson læknir. Héraðsþing H.S.H. Héraðsþing H.S.H. var haldið að Breiðabliki í Mikla holtshreppi 12. marz s. 1. Þing forseti var kjörinn Stefán Ás- grímsson, Stóru-Þúfu. Gestir þingsins voru Þorsteinn Ein arsson, íþróttafulltrúi, sem flutti erindi um íþrótta- og félagsmál og Jón F. Hjartar, er flutti kveðjur og árnaðar- óskir frá Ungmennafélagi fs- lands- Á þinginu var lögð fram í fyrsta sinn fjölrituð ársskýrsla. Alls höfðu verið sett 14 ný héraðsmet í frjálsum íþróttum á árinu og 2 í sundi. 25 karlar og konur höfðu öðlazt rétt á íþróttamerki ÍSÍ. íþróttamaður ársins var kjörinn Sigurður Hjörleifsson f. M., en hann er einn fjölhæfasti íþróttamaður sambandsins. Hefur hann náð athyglisverðum árangrl í frjáls um íþróttum auk þess sem hann hefur vakið athygli sem góður körfuknattleiksmaður. Vann hann til eignar áletraðan silfur pening, en auk þess hefur Kirkjusandur h. f. ákveðið að gefa styttu, sem verður fa.rand gripur, er ílþróttamenn ársins hverju sinni skulu varðveita. í skýrslu formanns kom fram, að stjórn sambandsins hefði í Á dögunum mátti sjá hvar stór vörubíll ók með gríðarstóran loft hitunarketil niður Laugaveginn. Hér var á ferðinni Thermobloc lofthitunarketill sá stærsti sem framleiddur hefur verið hér á landi 325.000 cai. Það er Blikk- smiðjan Glófaxi sem framleiðir þessa Thermobloc lofthitunarkatla með einkaleyfi frá Wanson í Belgíu. Ketillinn var framleiddur fyrir Stálvík í Garðahr.Glófaxi hef ur framleitt þessa katla um nokk urra ára skeið, og hafa katlarnir reynzt vel, og verið eins og gæð in er fullkomlega samkeppnis fært við samkonar erlenda vöru að því er þeir í Glófaxa segja. Myndina tók G. E. af bílnum með ketilinn. hyggju að ráða íþróttakennara til að ferðast um sambandssvæð ið í sumar og leiðbeina í íþrótt um. Margt fleira athy.glisvert kom fram í skýrslu formanns m. a. hafði sambandið staðið fyrir 2 æskulýðssamkomum á árinu. Mörg mál voru afgreidd á þinginu. Stjórn sambandsins var öll endurkosin, en hana skipa: Jóiias Gestsson, formað ur, Grundarfirði, Guðbjartur Gunnarsson, Hjarðarfelli, ritari, Sigurður Björgvinsson, gjald- keri, Stykkishólmi, meðstjóm- endur Stefán Ásgrímsson, Stóru Þúfu og Þórður Gíslason, Öl- keldu og varaformaður Sigurð ur Helgason, Laupargerðisskóla. í lok þingsins sýndi íþróttafull- trúi nýja kvikmynd um frjálsar íþróttir, íþróttafélag Mikla- holtshrepps sá um þingið. írskur styrkur frsk stjómarvöld bjóða fram styrk handa íslendingi til náms við liáskóla, eða hliðstæða stofn un á írlandi liáskólaárið 1967— 1968. Styrkfjárhæðin er 350 sterlingspund, en styrkþegi þarf sjálfur að greiða kennslu gjöld. Styrkurinn veitist til náms í irskri tungu, bókmennt um, sögu eða þjóðfræðum, eða í enskri tungu og bókmenntum. Umsóknir um styrk þennan sendist menntamálaráðuneytinu Stjórnarráðshúsinu við Lækjar torg, fyrir 30. apríl n. k. Um- sókn fylgi staðfest afrit pró- skírteina ásamt tvennum með- mælum og vottorði um kunn- áttu umsækjanda í ensku eða írsku- Umsóknareyðublöð fást í menntamálaráðuneytinu. Aðalfundur Nátfúru- fræðinga Aðalfundur Félags íslenzkra náttúrufræðinga var haldinn 17. marz s. 1. Fundurinn lýsti ánægju sinni yfir því, að Háskóli fslands á- formar nú að taka upp kennslu í náttúrufræðum og væntir þess, að vandað verði til kennsl unnar eftir því sem framast er unnt. Eftirfarandi ályktun um kjara mál var samþykkt samhljóða. Aðalfundur Félags íslenzkra náttúrufræðinga, haldinn 17. marz 1967, lýsir óánægju sinni með launakjör háskólamennt- flðra sérfræðinga, sem laun taka samkvæmt hinu almenna launa kerfi ríkisins. Jafnframt vill fundurinn vekja athygli á því mikla og lítt þolandi ósamræmi sem nú er á launakjörum há- skólamenntaðra manna í opin berri þjónustu. Fundurinn lýsir yfir fullum stuðningi við Banda lag háskólamanna og telur það sjálfsagða réttlætiskröfu, að samningsréttur fyrir háskóla menn sé í höndum þess og aðild arfélaga þess. Fundurinn bend ir á, að Félag íslenzkra náttúru fræðinga er ekki og hefur aldrei verið aðili að Bandalagi starfsmanna ríkis og bæja, og telur því fráleitt, að B-S.R.B. sé með lögum falið að fjalla um kjör náttúrufræðinga. Telur fundurinn, að reynsla undanfar inna ára hafi sannað, að B.S.R. B. haífi ekki sýnt kjaramálum og sérstöðu náttúrufræðinga og annarra háskólamanna nægi- legan skilning- Treystir fundur inn því, að Bandalagi háskóla manna verði hið fyrsta veittur fullur samningsróttur fyrir hönd aðildarfélaga sinna. Fullgildir félagsmenn, nú 57, eru náttúrufræðingar, sem hafa viðurkennda námsgráðu í einhverri grein náttúrufræða, og eru að aðalstarfi náttúru- fræðingar við rannsóknarstofn anir, svo sem rannsóknarstofn anir atvinnuveganna, veður- stofu og náttúrufræðistofnun. Fjölmennastir eru veðurfræð- ingar, fiskifræðingar og jarð- fræðingar. Formaður félagsins er nú Bjarni Helgason og aðrir í stjórn Markús Einarsson, Berg þór Jóhannsson, Gunnar Ólafs son og Svend Aage Malmberg. Fulltrúi þess hjá B.H.M. er Jónas Jónsson. ítölsk menningarsýning Dagana 4. 14. maá n. k. verð ur efnt til ítalskra menningar- og verzlunarsýninga hér í Reykjavík, aðallega í Háskóla bíói og Hótel Sögu. Koma þar m. a. framsýningarstúlkur, frá tizkuhúsum Ítalíu, heimskunn ur listamaður heldur tónleika, ítalskur matsveinn kynnir ítalska rétti, kvikmyndir verða sýndar til kynningar á Ítalíu, ítalskri menningu og ítölskum vörum ,endurprentanir verða sýndár af ítölskum listaverkum og hérlendir kaupmenn kynna umboðsvörur sínar frá ítalíu. Að sýningum þessum standa viðskiptaráðuneyti Ítalíu, við- skipta- og menningardeildir ítalska sendiráðsins í Osló, og aðálræðismaður Ítalíu á fs- landi. Hefur viðskiptafulltrúi ítalska sendiráðsins í Osló, dr. Luigi Morrone, aðstoðað mjög við undirbúning sýninganna, og er nýfarinn héðan að loknum viðræðum við sýningarnefnd, sem skipuð hefur verið. Hefur sýningunum verið gefið heildar nanfið „La Linea Italiana". eða ítalska línan. í sambandi við sýningarnar verður efnt til samkeppni um gluggaskreytingar í verzlunum borgarinnar. Er öllum verzlun um, sem hafa ítalskar vörur á boðstólum, boðin þátttaka í •þeirri keppni. Verða hér ítalsk ir sérfræðingar í gluggaskreyt ingum kaupmönnum til aðstoð ar, ef óskað er. Einnig sjá sér fræðingar þessir um götuskreyt ingar í nánd við helztu verzlan rinar, sem þátt taka í keppn 1? inni, og við Háskólabíó og Hótel Sögu. Sérstök verðlaun verða veitt fyrir beztu gluggaskreytingarn ar. Alls eru verðlaunin sex, og fyrstu verðlaun flugfar fyrir tvo til Rómar og heim aftur með vikudvöl í fyrsta flokks gistihúsi í Róm. Skákþing Kópavogs Fyrsta Skákþing Kópavogs stóð yfir frá 12. — 23. marz. Teflt var í Gagnfræðaskólanum og voru þátttakendur alls 22 en þar af tefldu 12 í unglinga- flokki. Ská’kmeistari Kópavogs 1967 varð Guðmundur Þórðarson er hlaut 714 vinning. í unglingaflokki urðu efstir og jafnir þeir Róbert Eyjólfs son og Helgi Sigurðsson með 8V2 vinning hvor. Á eftir fór fram hraðskákmót og sigraði Guðmundur þar einnig, hlaut 20y2 vinning af 21 mögulegum. Nokkru áður en Skákþinginu lauk, afhenti einn af stjórnar meðlimum Rotary-klúibbsins, Guðmundur Arason, hinu unga félagi að gjöf tíu töfl ásamt tafldúkum og flytur T. K. Rot- ary-klúhbnum innilegustu þakk ir fyrir þann hvetjandi hug, sem hinni veglegu gjöf fylgir. Aðalfundur Lúðrasveitar , Reykjavíkur Aðalfundur Lúðrasveitar Reykja.víkur var haldinri fyrir jj nokkru. í stjórn voru kjörnir, | Halldór Einarsson formaður, S Þórarinn Óskarsson varaformað | ur, Eyjólfur Melsteð gjaldkeri, ® Ólafur Gáslason ritari og Sig H urður Ingvi Snorrason með- i stjómandi. Á síðasta ári lék p sveitin fjörutíu sinnum opin- berlega, við ýmis tækifæri. Á þessu ári verður Lúðrasveit Reykjavíkur fjörutíu og fimm ára, og er ætlunin að halda hátíðatónleika í tilefni afmælis ins. Stjórnandi Lúðrasveitar Reykjavíkur er Páll Pampichl er Pálsson. í ráði er að auka starfsemi Lúðrasveitar Reykja víkur með auknu tónleikahaldi og kennslu á hljóðfæri. Meðal annara sem kenna á hljóðfæri á vegum Lúðrasveitar Reykja víkur er Lárus Sveinsson, sem er nýkominn frá námi í Austur ríki. Það sem aðallega háir úti tónleikahaldi Lúðrasveitar Reykjavíkur er skortur á hentugum stað til að leika á og í því sambandi er vert að benda á að enginn útitónleika pallur er til í Reykjavík. Félagsheimili Lúðrasveitar Reykjavikur er Hljómskálinn. Aðalfundur Sjálfsbjargar Aðalfundur Sjálfsbjargar í Reykjavík var haldinn 2. marz s. 1. Nú eru í félaginu 311 aðal félagar, 129 styrktarfélagar og 9 ævifélagar, eða samtals 449 félagsmenn. Formaður félags- ins er Sigurður Guðmundsson, en aðrir í stjórn Helgi Eggerts son, varaformaður, Árni Sveins son, gjaldkeri, Vilborg Tryggva dóttir, ritari, og Hlaðgerður Snæbjörnsdóttir vararitari- Á árinu bárust félaginu gjaf ir í húsbyggingarsjóð að upp- hæð rúmlega 30 þúsund krón ur og á aðalfundinum_ barst fé- laginu 30 þúsund frá ónefndum gefanda. ........................... ■ I

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.