Tíminn - 07.04.1967, Blaðsíða 7

Tíminn - 07.04.1967, Blaðsíða 7
/ FÖSTUDAGUR 7. apríl 1967 TÍMINN 19 GíslE Kolbeinsson: Hvar eru skipin min? Af gefnu tilefni. — Þessi sið- ustu missiri hefur nærri annar hver íslendingur ritað í dagblöð blöð um sjávarútvegsmál. Og þá að allega um hvort skuli eða skuli ekki veita heimild til veiða með botnvörpu á vissum svæðum innan landhelginnar. Nú er svo komið að málefnið er gelt, þ.e.a.s. búið er að tína til öll rök sem hugsan leg eru, með og á móti — og frekari skrif þjóna þeim tilgangi eir.um. Samt sem áður — eða eins og segir í upphafi, að gefnu tilefni — freistast ég til að stinga niður penna, þar eð búið er að rétta gegn mér í meintu land helgisbroti- Af öllu því ólíka fólki sem ritað hefur um togveiðar, land helgi og hrygningu nytjafiska, held ég sé óhætt að fullyrða, að dæmdur sakborningur hafi ekki áður sagt álit sitt. Minnsta kosti ekki opinberlega. Eins og margir munu kannast við af eigin reynslu, er það nokk urn veginn örugg regla að fólk, sem aldrei hefur nálægt sjósókn komið, veit manna mest einmitt um sjósókn og fiskveiðar og ýmis vandamál þar af lútandi, — á líkan hátt og fólk sem aldrei hef ur komið nálægt stjórnmálum, veit hérumbil allt í pólitík. Fyrir nú utan þá staðreynd, að í sautj án stiga stofuhita, veit fólk yfir- leitt allt. En þannig hefur, sam- kvæmt reglu þessari, rignt yfir ríkisstjómina úr öllum áttum mót- mælum og varnaðarorðum gegn áður hugsanlegri heimild fyrir rýmkun leyfðra svæða til botn- vörpuveiða. Bæði frá einstakling um og samtökum — sýslumönn- um, kaupmönnum, vitwrörðurtí, kvenfélögum, prestum og hrepps nefndum hreppa, sem sumir hverj ir hafa í það heila tekið, ekki einu sinni átt land að sjó. Að vísu hafa inn á milli slæðzt mótmæli frá hagsmunahópum, sem sannanlega af samkeppnisástæðu, bíða „tjón“ af, ef togveiðileyfi yrði veitt. Svo sem útvegsbændur og skipstjórar er einungis leggja stund á veiðar með línu og netum, sem og frysti iðnaður er allt hráefni sitt fær frá þessum aðilum. Minna öll þessi skrif belzt á það, þegar ýmsir hóp ar og einstaklingar á sínum tíma mótmæltu hver í kapp við annan tilraunum stórveldanna með kjarn orku . Sannarlega virðist svo, að áliti margra mætra íslendinga — að óvinur mannkynsins númer tvö sé trollið. Þetta óttalega, stór háskalega, botnskrapandi útlaga- veiðarfæri, sem að flestra dómi varð þó til þess ag ger® þjóðina að þeirri þjóð, sem hún þrátt fyrir allt er í dag. Er að undra, þótt sjávarútvegs málaráðherra íilkynnti á skermi sjónvarpsins í janúar, að rýmkun veiðileyfa innan landhelgi með botnvörpu væri ekki fyrir hendi þar eð meiri hluti þingmanna teldi slíka ráðstöfun, óskynsamlega. Nú væri freistandi að fá upplýst, hvort sá meirilhluti þingmanna byggir álit sitt á vísindalegum at- hugunum — athugunum í það heila tekið, eða aðeins á framan greindum mótmælum atkvæða í hinum ýmsu kjördæmum? Fiskifræðingar hafa ekki verið sérlega margorðir um þessi mál, enda vita þeir sjálfsagt betur en svo að íefla þekkingu gegn upp- blásnu múgæði. Þá vaknar sú spurning, hvað trollið hefur gert þjóðinni annað en gera hana, að nokkurn vegin gjaldgengum mönn um í nútíma heimsfélagi? Hér þarf sennilega fremur að leita til sálfræðinnar en fiskifræðingar — enda virðast málefni togveiða, og kannski sjávarútvegs í heild kom in í þá (hringiðu, að fjárhagslegt og atvinnulegt skipbrot þeirra megi flokka undir kenninguna „Að vera mikill, er að vera misskilinn.“ Að sjálfsögðu hafa dómendur trolls og togara ekki látið undir höfuð leggjast að benda á þá“ nöktu staðreynd“, að þessi útvegs grein hefur ekki staðið undir sér um áraraðir. Spurningin er aðeins sú hvort atvinnugreinin hefur ekki þurft að standa undir öllu öðru en sjálfri sér, — verið mis- munað, ef ekki beinlínis kaffærð á röngum hagfræðilegum for- sendum. Er ekki það sama látið í veðri vaka um landbúnaðinn og iðnaðinn? Hvað er það þá, sem raunverulega stendur undir sér hér á landi? Það er sama hve spak lega er fjallað um vandamál hinna svokölluðu undirstöðuatvinnuvega þeirri staðreynd verður ekki breytt að menn laðast hvorki að vinnu né framtaki sem aðeins býður upp á lágmarks afkomu. Jafnvel þótt þeim sé innrætt frá blautu barns beini að þjóðþrif séu í veði- Og gegnir furðu að enn skuli þróast hagsmunahópar, sem álíta lág- marks afkomu í þessum atvinnu greinum vera nokkurskonar tákn um almenna velmegun. Eða til hvers er verið að mennta og þjálfa menn til að ganga beint i gálgann atvinnulega séð? Maðurinn hefur tilhneigingu til að hverfa aftur til uppruna síns. Þag á minnsta kosti við um okkur þó við spörum ekki orðkynngi þeg ar framfaraglamrið er annars veg ar. Þegar við loks fengum á okk ur einhvern mannsbrag í fyrsta sinn síðan þeir hjuggu höfuðið af Jóni Arasyni, þá voru keyptir til landsins togarar og trollið varð á svipstundu, þrátt fyrir allar hrak spár veiðarfæri veiðarfæranna, lyftistöng lands og þjóðar .... Gísli Kolbeinsson Síðan liðu árin, og þeir sem héldu því fram um aldamótin að trollið sé spilverk djöfulsins hafa svo sannarlega átt sína afkomendur svikalaust, og sem vissulega virð ast hafa erft óskiljanlega andúð manna á togurum og togveiðar- færum. Og svo er nú komið, að sé einhver togarasjómaður svo barna lega einlægur að gera uppskátt hvag hann starfar, þá byrja klók höfuð í borgarastéttum þegar að brjóta heilann um hvað veslings maðurinn hafi brotið af sér. En gamlir togarasjómenn, sem á sín um tíma gerðu garðinn frægan, rölta um hafnarbakka — horfa í hljóðri furðu og muldra útyfir mölina: „Hvar eru skipin mín .“? Það er áreiðanlega á mjög fárra manna færi, ag dæma um, hvaða veiðarfæri eru hættuleg fiskstofn inum og hver ekki (net, nót, troll, lína, snurvoð, o. sv. frv.). Ef menn aðeins vildu líta á þá hlið málsins af skynsemi í stað þess að láta tízkulegar múgmótmælaöldur og arfgenga andúð einangrunarmanns ins á öllu stórtæku blinda sig. Það má náttúrulega til sanns vegar fiæra, að þeim mun meira sem veiðafæri aflar, því háskalegra er það fiskstofninum. Þetta liggur ein hvern veginn í hlutarins eðli og óþarft fyrir menn að láta eins og um spámannslegar einkauppgötv anir sé að ræða. Og ef menn endi lega vilja fara út á þá braut að vernda fiskinn, þá er auðvitað langsamlega öruggasta aðferðin að skikka alla, sem við fiskiveiðar fást að veiða með linu og handfær um eingöngu og taka sér frí yfir hrygningatímann. En þar eð af- koma sjómanna, flestra útgerðar- manna, sem og frystiiðnaðarins í heild, hefur alla tíð hér á landi, byggzt fyrst og fremst á magni, þá hlýtur að vera erfitt að sam ræma þessi framsýnu verndarsjón armið, afkomumöguleikum þessar ar undirstöðuatvinnugreinar. Að vísu fyrirfinnast einstaka lands- horn sem komast af með línu fiskirí sem eina af megin uppi- stöðum, og það er auðvitað ekkert við það að afchuga og algjörlega þeirra eigið málefni. En að láta slík landshorn með mótmælaað- gerðum og ofstæki stjórn veiðar- færanotkun annara landshluta þar sem staðhættir eru allt aðrir, það er vægast sagt heldur flöktandi pólitík! Enginn efast um að at- kvæðaveiðar eru nauðsynlegar hin um ymsu þingmannaefnum og flokk um, en þegar þær eru farnar að setja fáráðlegar hömlur á eðlileg ar fiskveiðar við strendur landsins þá fer það satt að segja að verða álitamál hvort það sé ekki þegar betur er að gáð, þessi meiri hluti þingsins, en ekki trollið, sem er fjandi þjóðarinnar númer tvö. Einhvern veginn finnst manni ekki þurfa neina sérstaka skarp skyggni til að sjá, að það er til- gangslaust að tala um vemdun þar sem magn ræður úrslitum. Enda hefur allt þetta verndunar stagl á undanförnum árum orðið til þess eins að mismuna veiðar færum og reka trollið í útlegð. Fiskirí heldur áfram að minnka fyrir því og gerði það reyndar á köflum (eftir annálum að dæma) löngu áður en trollið var upp- fundið. Einhver ofurlítil efasemd nagar ráðamenn sjávarútvegs mála þrátt fyrir allt og nýlega var gefin út tilkynning þess efnis að samið hafi verið um smíði á þrem skuttogurum- Til reynslu. Kannski verður árangur af þeirri tilraun þó varla ef menn lialda áfram að neita að viðurkenna aug ljósar staðreyndir. Það er til dæm is hæpin lausn að byggja skip á hverjum afkoma manna er helm- ingi lakari en gerist annarsstaðar — sízt af öllu skip til útilegu. Það isegir sig sjálft hversu harðsnúið lið það verður, sem á þau velst. Það hlýtur að vera undirstaðan, sem þarf að vera arðbær í stað þess að láta þjónustuna við hana, og söluna til hennar og frá, gleypa allt í sig dautt og lifandi. Taisvert er gumað af framförum á íslandi hin síðari ár, og þá helzt bent á talandi táfcn sem birtast mönnum sem hálfglerjaðir steypu stokkar, sem raðað hefur verið í snyrtilegu hverfi í Reykjavík, Það er nú samt svo ,að menn þurfa aðeins að ferðast ofurlítið í ver öldinni til að sjá, að það vanþróað lýðveldi er vart til á byggðu bóli sem ekki státar af samskonar byggingareisn og þaðan af hálfu glæsilegri. Framfarir einnar þjóð ar birtast ekki í byggingum og nokkrun veginn skammlausu út- liti nokkurra þjónustufyrirtækja — heldur í yfirbragði fólksins í landinu og þeim anda sem þar ríkir. En hann er furðulega óbeis inn 1 dag þrátt fyrir alla þessa marglofuðu velmegun. Togbátar eru hundeltir um allan sjó og skipstjórar þeirra færðir inn á sakaskrá. Sem er kannski ekkert sérstakt vanvirðu efni. Við erum þó ekki svo slæmir að við heyrum ekki undir dóms lögin. Og togararnir — tækin sem sköpuðu þjóðina — drolla ómálað ir ryðtankar á sundum og í fúa- spottum við eyðibryggjur — yfir gefnir og forsmáðir. Þessi stoltu skip — þessi stoltu skip. Aðalfundur Sparisjóðs vélstjóra Aðalfundur Sparisjóðs vélstjóra var haldinn 19. marz s.l. að Báru- götu 11. Á fundinn mættu fulltrú- ar 82 ábyrgðarmanna. Jón Júlíus- son tormaður stjórnar sparisjóðs ins, flutti skýrslu stjórnar og minntist þess sérstaklega, að fimm ár væru liðin frá því að spari- sjóðurinn tók til starfa. Stofnend ur sparisjóðsins voru 350 einstakl ingar, svo og nokkur félög. Greidd sfcofnframlög námu einni milljón. Fyrsri formaður stjórnar sparisjóðs ins var Gísli Jónsson, fyrrverandi alþingismaður, en auk hans sátu í stjóm þau Hallgrímur Jónsson og írú Jónína Loftsdóttir. Innistæður viðskiptamanna hafa stóraukizt árlega og meðalinnláns- aukning á mánuði árið 1966 var um ein milljón, en innlán námu kr. 42.700.000,00 í árslok. Stjórn sparisjóðsins var endur- kosia. en hana skipa: Jón Júlíus- son, Jón Hjaltested og Gísli Ólafs- s*n, sem skipaður er af borgar- stjórn Reykjavíkur. I HLJÓMLEIKASAL Sinfóníutónleikar Starfsemi Sinfóníuhljómsveit- arinnar á þessum vetri þokast jafnt og þétt áfram og eru að- eins þrennir fastir tónleikar eft- ir á efnisskrá. — Stjórnendur hafa verið úr ýmsum áttum upp á síðkastið og má þar nefna bæði finnskan, írskan, pólskan og nú síðast Róbert A. Ottósson. — Þá var einnig ánægjulegt að heyra tvó unga íslendinga á konsertpalli í þetta sinn, en það voru píanó- leikararnir Gísli Magnússon, sem er hlustendum aö öllu góðu kunnur og hefur oft komið fram sem einleikari, og Stefán Edelstein, sem einnig er vel- vinnandi ungur listamaður, og að vísu hefur ekki komið fram opinberlega áður en hann hefur hins vegar unnið mikið og gott starf við músíkmenntun yngstu kynslóðarinnar. — Verkefni þeirra félaga var píanókonsert- inn í Es-dúr eftir Mozart. Þetta heillandi verk er sannarlega vandmeðfarið og krefst mikillar samstöðu og eiginlega andlegs skyldleika túlkenda. Þeir Gísli og Stefán höfðu greinilega gert flest mikilvæg atriði samvizku- samlega upp an á milli og túlk uðu sameiginlega þetta verk af innbyrðis alúð og vandvirkni. Ekki er öllum ljós sú gifurlega vinna, sem það í fljótu bragði kann að virðast, að koma tU- tölulega einföldu efni vel á framfæri. En þeim, sem það vita, dylst ekki, að fágun þeirra félaga á verkinu hefur kostað þá ótaldar vinnustundir. Sam- fylgd hljómsveitar í þessu verki var smekkleg og mátulega hlé- dræg. Það er vitað, að innan við fimmtán ára aldur hafði Mend- elsohn samið tólf sinfóníur og síðar bættust við tvær, og var önnur þeirra svonefnd „Siðbót- arsinfónía“ No. 5 í d-moll, flutt á þessum tónleikum. Af þess- um fjölda eru einungis fáar leiknar í dag og sumar alls ekki og má af því ráða, að magn og gæði haldast ekki æv- inlega í hendur. Þrótt fyrir lánið á sálminum „Vor guð er borg“ og „Dresden-amenið", sem uppistöðu, verður ótrú- lega lítið úr þessu verki. Það er líkast því að skrifað sé of mikið og úr kröftugum „urðar- ási verði samt of lítið. — Dr. Róbert A. Ottósson hélt samt vel í alla þræði verksins og gerði það sem mögulegt var til að hækka á því seglin. Ohaoonna dr. Páls ísólfsson- ar var samin árið 1939 og vakti strax athygli, bæði hérlendis og erlendis, og mun mörgum minn isstæð. Nú hefur Páll fært verkið í hljómsveitarbúning, en vegna vanheilsu ekki getað lok- ið því, og Jón Þórarinsson því aðstoðað hann við vinnuna. f þessum búningi og túlkun Ró- berts A. Ottóssonar er Chacónn- an endurvakin á sinn hátt, því þótt hámark túlkunar hennar hafi verið skilgreining höfund- ar sjálfs við orgelið á sínum tíma, mun hún vissulega koma til með að skipa sinn sess í ís- lenzbum hljómsveitarverkum framtíðarinnar. Það var hátíð- leg og eftirminnileg stund, er á'heyrendur hylltu tónskáldið hjartanlega í lok tónleikanna. Það fór ekki milli málav hversu innileg ítök hann átti í þeim, er á þessa tónleika hlýddu. Stjóm Róberts A. Ottóssonr ar var eins ^g flest það er hann tekur sér fyrir hendur, ekkert er hálfgert hjá honum, heldur er hann allur i cínu verki og það var ekkert miðl- ungsverk að koma „Reformat- ions“-sinfóníunni á það plan, sem hljómsveitinni nndir hans stjóm tókst að gera. Unnur Amórsdóttir.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.