Tíminn - 07.04.1967, Qupperneq 1

Tíminn - 07.04.1967, Qupperneq 1
BLAÐ II bjargar. Hun dansaði þar annað aðalhlutverkið. „Ballettflokkur Ríkisliei'khúss- ins í Stuttgart er með allra beztu og þekktustu ballettflokk- um um víða veröld, enda þótt ekki séu liðin nema örfá ár, síðan hann var grundvallaður. Þessi fiokkur ávann sér hekns- frægð á svo skömmum tíma, að undrum sætir“. Þannig hljóðar ritdómur þýzks vikublaðs um ballettflokk inn í Stuttgart, og í þessum sama dúr eru umsagnir fjöl- margra annarra evrópskra blaða um þennan unga ballettflokk, sem á síðari árum hefur mjög hafizt ti'l vegs og virðirigar und ir forystu hins mikilhæfa ball- ettmeistara, Cran'ko. Þótt ballettmenning hér heima sé ekki á mjög háu stigi og vitneskja okkar íslendinga um þessa fögru listgrein sé yfirleitt af fremur skornum skammti, höfum við þó flest heyrt getið um ballettflokkinn í Stuttgart, en til hans telst ein af ökkar örfáu baliettdansmeyj um, Sveinbjörg Alexanders. Það ætti að vera óþarfi að kynna Sveinbjörgu, við höfum öll fyigzt nokkuð með ferli hennar, glæsiiegum árangri við Ronunglega ballettskólann í Lundúnum, og velgengni henn- ar í Stuttgart, þar sem hún hef- ur nú dvalið um þriggja ára skeið. Hún er nú stödd hér á landi í stuttu fríi og notaði Tíminn tækifsérið til að spjalla við hana um störf ballettflokks- ins og hagi hennar sjálfrar þar ytra. — Manni skilst, að umsvif ballettflokksins séu stöðugt að verða meiri og meiri? — Já, þetta er alltaf að auk- ast og við höfum haft alveg sérstaklega mikið að gera að undanförnu. Á þessu leikári hefur flokkurinn sýnt hvorki meira né minna en 17 balletta, þ. á m. Giselle eftir Peter Wrigth, Svanavatnið og Rómeo og Júlíu eftir okkar ágæta ball- ettmeistara, Cran'ko. Þrír ballett ar hafa verið frumsýndir, og tveir eru nú í uppsiglingú. Alls hefur flokkurinn með höndum 45 balletta, og þar af eru 30 eftir Cranko. — Leggur flokkurinn ef til vill megináherzlu á klassískan ballett? — Nei, ég mundi segja, að nútímaballett skipaði alveg jafn háan sess. Af nýrri tíma verk- um, sem flokkurinn hefur sýnt á þessu leikári má nefna Jeu de Cartes, Cranko/Strawinsky, Die Befragung, Cranko/Zimm- Mynd þessa tók Ijósmyndari Tím ans G. E. á heimili móður Svein- bjargar hér í Reykjavík. ermann og L’Estro Armonico, Cranko/Vivaldi. Snemma í vet- ur gerði BBC sjónvarpið í London dagskrá um ballettflokk inn og kvikmyndaði hluta af þeim ballettum, sem við sýnd- um-- um þær mundir. Það tók sérlega mii,.o af myndum af æfingu á Hnotubrjótnum í nýrri útsetningu eftir Cranko, en sá ballett var frumsýndur 4. desember s. 1. í aðallhlutverk- um voru Egon Madsen og Marcia Haydeé, en hún er heimsfræg orðin og talin prima ballerína absaiuta Þjóðverja. í þessari dagskrá, sem verður send til fjölda sjónvarpsstöðva víða um heim, var einnig fjall- að um starf ballettskólans, sem starfar bæði í leiklhúsinu og heimaiv'istarskóla í borginni, sem Cranko kom á fót fyrir tveimur árum, þá var viðtal við ballettmeistarann sjálfan og hr. Kögler, sem er aðalballett- gagnrýnandi Þjóðverja. — Hefur flokkurinn ekki far ið í fjölmargar sýningarferðir til annarra borga og landa? — Jú, einkum í seinni tíð. Það, sem af er þessu leikári hefur flokkurinn heimsótt 9 borgir, þar á meðal Dresden og Austur-Berlín, en þar var honum boðið að taka þátt í há- tíðarsýningu í tilefni af endur- opnun Die Komische Opera. Við höfum óvíða fengið eins góðar viðtökur og í Austur-Berlín, og sýningin í Dresden er okkur minnisstæð vegna þess að Ull- anova, hin fræga rússneska ball- erína, sótti hana alla leið frá Moskvu. Hún sýndi flokknum mjög mikinn heiður með þessu, og hún virtist vera hrifin af flokknum, því að hún bauðst til að taka Marciu Haydeé í einka- tíma heima í Rússlandi, og þá lét hún orð um það falla, að hún hefði áhuga á að koma til Stuttgart og aðstoða okkur við æfingar. Það er þó alveg óvíst, hvað úr þessu verður. Nú í sumar er flokknum boðið að dansa á Spoleto listahátíðinni á Ítalíu, þaðan fer hann til Baal- bek, Hammamets og Dubrovnik og að öllu forfallalausu munum við einnig koma fram í Konung legu óperunni í Kaupmanna- höfn. — Hversu marga dansara heiur ballettflokkurinn? — Þeir eru um 50 og hvað- anæva úr heiminum. Það lætur nærri að þar séu 20 þjóðerni. — Og þú ert vitaskuld eini íslendingurinn í þeim hópi? — Já, en eins og kunnugt er syngur Sigurður Björnsson við Ríkisóperuna, og hefur ver ið þar í nokur ár .Það eru nokkrir aðrir íslendingar í borg inni svo til eingöngu náms- menn. — Er þetta ekki geysimikil lista- og menningarborg? — Það er mjög mikið leikhús lif i Stuttgart. Ríkisóperan þyk ir mjög góð, sama máli gegnir um leikhúsið og orðstír balletts ins er stöðugt að aukast, en hvað aðrar listgreinar snertir, skarar borgin ekkert sérlega fram úr. — En hvað geturðu sagt okk ur um sjálfa þig, Sveinbjörg? Þú ert ánægð þarna er ekki svo? — Jú mér líkar alveg prýði- lega, enda þótt oft sé nokkuð mikið að gera. í vetur dansaði ég sóló í Giselle, Hnetubrjótn- um og Valsinum, Balancine/ Ravel, og tvö sólóhlutverk hafði ég í Svanavatninu, úr pas de six, í fyrsta þætti og rússneska prinsessu í þriðja þætti. En auk þess að dansa við ballett- inn hef ég kennt dansskrift við skólann undanfarin tvö ár. Ég lagði stund á dansskrift sem aukagrein, þegar ég var við baliettnám í London, en Kon- ínglegi ballettskólinn er eina stofnunin í heimi, þar sem hægt er að fullnuma sig í þess- ari grein. Dansskrift var grund- vijlluð af kennurunum Joan og Rudolf Benesh fyrir u.þ.b. 10 Framhald á bls. 23 Sveinbjörg j hlutverki sinu í Blómavalsinum. KÚN DANSAR í STUTTGART

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.