Tíminn - 07.04.1967, Blaðsíða 6

Tíminn - 07.04.1967, Blaðsíða 6
18 TÍMINN FÖSTUDAGUR 7. aprfl 1967 Fundarmenn. Gunnar Ólafsson sýndi þar nýja aðferð við meltanleika rannsóknir á fóðri, í tilrauna- glösum, en áður hefur eingöngu tíðkazt hér að rannsaka melt- anleiika fóðurs með því að fóðra tilraunadýr með því. Hin nýja aðferð er því mörgum sinnum afkastameiri og umfangs minni og er með henni hægt að rann- saka mjög smá sýni, Vt — 1 g af fóðri í stað þess að tugi kílóa þurfti áður. Þá fluttu eftirtaldir af ráðu nautum Búnaðarfélags fslands og héraðsraðunautar erindi: As geir L. Jónsson um vatnsleiðsl- ur. Óli Valur Ilansson um snefilefni, Jóhannes Eiríksson um kiálfaeldi og um mjalta- klefa og mjólkurlhús. Haraldiur Árnason um vélar og verkfæri, Ketill Hannesson, hagfræðiraðu nautur, um búreikningafærslu, Sveinn Hallgrímsson um sauð- fj'árræktarfélögin, Ævar Hjart arson, ráðunautur á Akureyri, um sauðfjársæðingu og Bjarni Finnbogason, ráðunautur í Búð ardal talaði um raðunautaþjón ustu almennt. Á eftir erindun- um voru umræður og fyrir- spurnum var svarað. Slíkir fundir sem þessi hafa mjög mikla þýðingu til að miðin því sem bezt er vitað hverju sinni á milli ailra starfsmanna landibúnaðarins. Koma því á framfæri við leiðbeinenduma, ráðun. og aðra þá sem að rann sókna og tilrauna starfcemi hef ur nýjast af nálinni, og gefur ráðunautum, sem mest og bezt þekkja vandamál bænda af daglegu samneyti við þá, mögtt leika til að ræða þau við þá, sem meira eru sérhæfðir í sín- um störfum. Er þetta því án efa einn af ganglegustu þátt- um í starfsemi Búnaðarfélags fslands. LANDIÐ OG BÓNDINN RÁÐUNAUTAFUNDUR Dagana 13. — 18. marz gekkst Búnaðarfélag íslands fyrir svo nefndum ráðunauta- fundum í Bændahöllina* hér í Reykjavík. Það er nú orðið fastur lið- ur í starfsemi Búnaðarfélags íslands, að stofna til slíkra funda eina viku í senn annað hvert ár. Markmið fundanna, er að kynna þeim, sei.i fást við leiðbeiningarstörí í þágu land- búnaðarins, héraðsráðrmaut- um og ráðunautum Búnaðar- félagsins allt hið nýjasta, sem er á döfinni í landbúnaðarmál um svo sem niðurstöður inn- lendra rannsókna, nýjungar er- lendis frá og nýjungar landbún aðarlöggj'öf og framkvæmd hennar. Til funda þessara er boðið auk ráðunautanna sem áður voru nefndir: Tilraunastjórum og sérfræðingum Rannsóknarstofn unar landbúnaðarins, kennur- um bændaskólanna á Hólum og á Hvanneyri, nemendum í framhaldsdeild í Hvanneyri, skólastjóra Garðyrkjuskólans landnámsstjóra og starfs- mönnum Landnáms rílkisins, forstöðumanni Teiknistofu landbúnaðarins auk fleiri starfs mönnum við landbúnaðarstofn anir. Alls tóku um 65 manns þátt í fundum þessum. Meðal þeirra sem nú fluttu erindi á ráð- stefnunni var norski dýralækn irinn Oddmund Tilseth, starfs- maður hjá N.R.F. nautgripa- ræktarfélögunum norsku, og skýrði hann frá nautgripasæð- ingum í Noregi með djúpffystu sæði. Djúpfrysting er nú mik- ið notuð við geymslu og dreif- ingu nautasæðis í Noregi, og stórauðveldar hún allt kynbóta starf, þar sem hægt er að geyma sæðið nær ótakmark- að og flytja hvert sem er. Með- al annars gat Tilseth þess, að Færeyingar hefðu fengið sæði sent reglulega frá Noregi að undanförnu. Tilseth dýralæknir var feng- inn hingað af Búnaðarfélagi ís- lands til að kynna sér mögu- leika á því að taka upp djúp- frystingu á nautasæði hér á landi. Ólafur E. Stefánsson, nautgriparæktarráðunautur, gaf yfirlit yfir nautgripasæðing ar hér á landi. Ólafur ferðað- ist með Tilseth á milli kyn- bótastöðvanna, sem hér eru starfandi, og kynnti honum allar aðstæður. Mun hann síðan gefa Búnaðarfélagi fslands skýrslu og álitsgerð um málið, og verður þessi athugun von- andi til þess, að hér verður tekin upp þessi nýja tækni. Guðbrandur E. Hlíðar, dýra- læknir, starfsmaður Mjólkur samsölunnar, flutti erindi um júgurbólgu, og þá skipulegu herferð sem hann stendur fyrir á vegum Mjólkursamsölunnar, gegn þessum þraláta sjúkdómi. Rafcti hann ítarlega um orsak- ir júgurbólgu, um útbreiðslu hennar t.d. í Danmörku, og hvað vitað væri um það hér og það mikla afurðatjón og skaða sem bændur yrðu fyrir af henn ar völdum. Benti hann á að hér væri mjög mikið í húfi og eðlilegt að baráttan nyti stuðnings hins opinbera svipað og barátta við aðra búfjársjúk dóma, en til þess að Mjólkur- samsalan gæti komið áætlun sinni fram veitti henni ekki af stuðningi. Margir fyrirlestrar voru og fluttir til að kynna nýjasta ár- angur af rannsóknum og úr til- raunastarfceminni. Árni Jóns- son, tilr. stjóri, Akureyri talaði um jaðræktartilraunir, Jó- hannes Sigvaldason, forstöðu- maður rannsóknarstofu Norður lands um sýrustig jarðvegs og rannsóknir sýnar á því. Friðrik Fálmason, sérfr. um áburðar- mál. Dr. Halldór Pálsson, og Stefán Sdh. Thorsteinsson, sögðu frá sauðfjártilraunum gerðum á Hesti. Kristinn Jóns son, ráðunautur, sagði fra til- raunum gerðum í Laugardæl- um, Ólafur E. Stefánsson skýrði frá kálfaeldistilraunum. Ólafur Guðmundsson, tilr. stjóri á Hvanneyri talaði um verkfæra- tilraunir. Einn daginn var síð- an farið í heimsókn að jarð ræktartilraunastöð Rannsókna- stofnunar landbúnaðarins að Korpúlísstöðum þar skýrðu þeir sérfræðingarnir Sturla Friðriksson, Ingvi Þorsteinsson og Gunnar Ólafsson frá rann- sókniun sínum. fræðinga og ráðunauta, sem starfa| á vegum landbúnaðarins, og ósk aði eftir stuttum greinum í bók ina. Margir lofuðu efni, en ýmsir skiluðu ekki greinum á tilsettum tíma. Þegar lokið var við að brjóta um bókin hélt ég 6 síðum auð- um, pví þar ætlaði ég rúm fyrir leiðbeiningar um fóðrun búfjár, sem mér hafði verið lofaðar. En það dróst að fá greinina, svo ég tók það til bragðs að taka 3 stuttar greinar úr Vasahandbók inni frá 1959 eftir Pál heitinn Zóphoníasson, en kaflarnir heita „Mjólkurframleiðsla og fóður- |bætir“, „Kjarnfóðurgjöf með beit iá ræktað land“ og „Fóðurblöndur og kjamfóður“. Voru það mistök sem ég afsaka að geta ekki höf- undar. Nú er fóðrun búfjár ekki mín sérgrein, svo ég hefði átt að fá einhivern sérfræöing til að athuga hvort I þessum greinur. væri eitt hvað, sem ekki ætti lengur við. Annars var Páll Zóphoníasson mjög farsæll leiðbeinandi og hafði tiltrú bænda í ríkari mæli en flestir aðrir, og í fóðrun bú- fjár hef„i ekki orðið nein bylt ing á undanförnum 7 árum, eða minnsta kosti ekki hér á landi. Það er helzt Gunnar Bjarnason, kennari og raðunautur, sem boðað hefur nýjungar í samsetningu fóð- urblandna, þ. e. að nota mör, grasmjöl og þvagefni. Eins og ég gat hér að fram- an, hefi ég ávallt leitað til þeirra manna, sem ég álít hafa yfir mikilli þekkingu að búa, svo þeir gætu komið sínu.-x leiðbein ingum á framfæri í Handbók bænda. Þar á meðal hefi ég leitað til Gunnars Bjarnasonar, sem er höfundur hinnar nýju búfjárfræði, en frá honum fékk ég ekfci grein um fóðrun búfjár, heldur leiðbein- ingar um þvott á eggjum. Nokrrir menn hafa sagt mér, að þessir tveir nemendur á Bænda skólanum á Hanneyri, sem skrif uðu Tímagreinina væru skörpustu námsmennirnir á Hvanneyri nú í vetur. Ekki dugar greindin ein til að komast í gegnum skóla og lífið, þvi nemendur verða að leggja það á sig að lesa undir tíma og taka vel eftir skýringum kennarans. Til eru einstaka nem endur sem taka vel eftir í tímum en hirða síður um að lesa náms- efnið yfir vandlega. Nú má ætla að þessir tveir beztu nemendur bændaskólans hafi tamið sér þá námsaðferð, aðra skýringu fcefi ég ekki á þeim mistökum, sem pilt unum verður á í Tímagreinni. Þvi þar taka þeir dæmi, að sögn úr Handbók bænda 1967, sem er þar ekki, en það er ekki sigurstrang- legt fyrir unga menn að fara rangt með og lesa ekki þær heim ildir, sem þeir vitna í. Rétt er að birta þann hluta greinarinnar í Handbókinni, sem piltarnir tóku, sem dæmi um vítaverða leiðbeiningaþjónustu með spurningarmerki fyrir aftan að vísu, en þar stendur: „Hefðu nú ekki verið 175 g af meltanlegri hreineggjahvítu í Ihverri Fe af fóðurblönduninni, sem kýrin fékk, heldur 275 g, þá hefði kýrin fengið í heildarfóðr inu um 1955 g.af eggjahvítu, en hún þurfti ekki að fá ntcira æn liðlega 1400 grömm. Með þess- ari gjöf fær kýrin óþarflega mikig af eggjahvítu og væri í þessu tilfelli betra að gefa minna af þessari eggjaibvíturíku fóðurblöndu (t. d. 2„5 kg) og gefa til viðbótrir kcr;v'nw'ir.du.“ Fram»v.>? á bio. 22. Vítaverð upplýsinga- þjónusta eða kennsla? Athugasemd við grein tveggja nemenda Fyrir nokkrum vikum birtist grein hér í Tímanum undir fyr irsögninni „Vítaverð upplýsinga- þjónusta eða kennsla". Greinina 'höfðu tveir piltar i bændaskól; anum á Hvanneyri skrifað. I 'lok greinarinnar var skorað ^ á yfirstjórn landbúnaðarmála á Is landi að upplýsa, hvort verið væri að kenna fóðurfræði á Hvann- eyri, sem ekki fengi staðizt, eða að Búnaðarfélag íslands væri á villigötum í sínum leiðbeiningum varðandi fóðrun mjólkurkúa. Þar sem ég hefi verið ritstjóri Handbókar bænda undanfarin ár, er málið mér skylt. Ég vildi gjarna taka undir með piltunum á Hvanneyri, að nauðsynlegt sé fyrir bændur og nemendur bænda skólanna, að aðeins það eina sanna sé kennt og leiðbeint á hverjum tíma. Mér vitanlega hafa engar tilraunir verið gerðar hér á landi með foðrun mjólkurkúa með fóðurblöndum með mismun andi magni prótíns. íslenzka taðan er mjög breytileg að gæðum og því ógerningur að setja saman eina fóðurblöndu, sem yxði alltaf jafngild, hvernig sem taðan er. í þriðja lagi éta ekki allar kýr jafn mikið af heyfóðri. í fjórða lagi vigta bændur ekki kýrnar og vita því ekki bve þungar þær eru. Svo að öllu samanlögðu hlýt ur það að vera mjög erfitt að gefa út það nákvæmar leiðbeiningar í Handbók bænda, að ekki megi eitt hvað út á þær setja, þegar sérfræð ingar fara að íhuga málið. Til fróðleiks læt ég hér með fylgja töflu yfir fóðrun mjólkurkúa, sem birtist í Hand'bók sænskra bænda árið 1965: Þannig fróðleik sætta bænda- skólanemendur sig ebki við, því þeir koma í skólann til að íkynnast vandamálum búskaparins lí smáatriðum. Þeir sætta sig ekki við að læra um viðhaldsfóður mjólkurkúa, sem vigta 370—440 kg. Þeir vilja fá að vita hvað kýr, sem vegur 377 bg. þurfi mikið viðhaldsfóður. En það gildir allt annað með almennar leiðbeiningar til bænda. Það er efcki hægt að gefa upp í handhókum hvað hún Skjalda þarf mörg kg. til viðhalds enda gerir bóndinn sig ánægðan með að fá upplýsingar til við- miðunar, eins nálægt því, sem meðalkýrin þarf og svo bætir 'hann við eða dregur frá, eftir því sem hann telur rétt og eftir því sem reynzlan hefur kennt honum. Eg viðurkenni fúslega að um- ræddar leiðbeiningar í Handbók- inni eru ekki nýjar Þær voru ekki skrifaðar á s. 1. ári. Þegar Handbók bænda 1967 var í undirbúningi, leitaði ég til sér Dagleg fóðurþörf kýr, sem vegur 400 kg. Hópur I n M IV v VI KG4% mjólk á dag 0,0-5 5,1—1. 10.1— 15 15.1— 20 20.1— 25 25.1— 30 Prótín 610 790 1060 1360 1660 1960 F.E. 5.1 65 8.1 10.1 12,1 14,1 Kalsíum g 45 53 65 78 91 104 Fosfor g 33 40 48 58 68 78 Matarsalt 30 28 50 60 70 80

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.