Tíminn - 07.04.1967, Blaðsíða 3

Tíminn - 07.04.1967, Blaðsíða 3
FÖSTUDAGUR 7. apríl 1967 TÍMINN 15 ÍSLENZKA GLÍMAN GAMLAR MINNINGAR OG NÝJAR Þetta heiti ber nýútkomin bók eftir öldunginn Emil Tómasson að Brúarósi í Kópavogi. Bók þessi er um margt mjög eftirtektarverð. Hún er léttilega rituð og skilmerkilega, þótt höf- undurinn sé kominn á seinni- hluta níunda áratugarins. Fræðandi um þjóðjifshætti á uppvaxtarár- um höfundarins og gagnmerk saga íslenzku glímunnar. Við þá sögu kernur margt nafngreindra manna um land allt. Bókin er uppljómuo af áhuga höfundarins á þessari sérþjóðlegu iþrótt íslendinga og glöggum, raunhæfum skilningi hans á giidi ílþróttarinnar. Sá Ijómi alúðar, sem yfir bókinni er, hlýtur að gera hverjum manni hana geðþekka. Emil Tómasson er fæddur 8. ágúst 1881 að Hraukbæjarkoti við Eyjafjörð, en fluttist sex ára að Úlfsbæ í Bárðardal í Suður-Þing eyjarsýslu og ólst upp í þeirri sýslu. Tileinkar hann bókina minn ingum um þrjá glímufélaga sína frá æskuárunum: Halldórsstaða- bræður í Reykjadal: Jón, Sigurð (Bjarklind) og Pétur Sigfússyni, sem allir voru ágætir glímumenn. Um þá segir hann (á bls. 101): ■■■■■ ''*”*■■■■ að gefið út umrædda bók, .átæk- ur af fé, en ríkur af þakklæti til íslenzku glimunnar fyrir það, sem hún var honum og æskuvinum hans mörgum; og trúaður á gildi hennar til uppeldis fyrir þjóðina, „sé hún rétt leikin sem íþrótt.“ Að kaupa þessa bók er að taka í höndina á sönnum áhugamanni. Emil Tómasson var sjálfur afar- snjall glímumaður að því, er jafn- aldrar hans og félagar frá upp- vaxtarárunum hafa sagt mér: Drengilegur í soun og vörn, við- bragðsfljótur, fjaðurmagnaður, fimur, bragðmargur og fundvís á bragðfæri. Hann getur * því frekt úr flokki talað um íþróttina. „Svo glímuglaður var Emil — sagði Sigurður Bjarklind — „að það var eins og hann nyti jafnmikið góðr- ar glímu, hvort sem hún færði honum vinning eða tap, og þó var keppnisfjör hans í bezta lagi.“ Aðalkaflar bókarinnar eru: Formáli. — Hann hefir séra Sveinn Víkingur ritað og ekki kast að höndum til. Ingangsorð. — Þar gerir bókar- ihöfundur nokkurt sögulegt yfir- lit um þróun íslenzku glimunn- ar og samanburð á henni og sögn Þlngeyskir glímumenn (Reykdælir) „Þessa bræður hef ég fallegast séð standa að íslenzkri glímu og leika hana. í öllum glimuihreyfdng- um þeirra bræðra var það fáséð tign eða fegurð, sem gerði fþrótt- ina svo vinsæla og eftirsótta í meðferð þeirra.“ _ Emil stundaði búfræðinám í Ólafsdal og einnig bæði í Noregi og Danmörku. Um þrítugt gerð- ist hann bóndi á Austurlandi — bjó lengst á Stuðlum við Reyðar- fjörð. Fluttist til Reykjavíkur 1935 og var starfsmaður við barnaskóla Austurbæjar í hálfan annan ára- tug. Hvar sem Emil fór fylgdist hann af lífi og sál með íþrótta- málum og þó einkum með því, er snerti íslenzku glímuna. Hygg ég ekki vera ofmælt, að enginn maður á íslandi muni hafa haft vökulla auga um sína daga með glímuíþróttinni en Emil Tómas- son eða kynnt sér betur sögu henn ar. Oft hefir hann á efri árum lát ið vegna glímunnar til sín heyra í blöðum merkar umvandanir og hvatningar, sem borið hafa þess vott, að hann ann íþróttinni hug- ástum. Og nú hefir hann á eiginn kostn um af tvíkeppnileikum annara þjóða. — Bernskuár mín í Úlfsbæ. Þingeyska glíman á 19. öld. Lýsing þingeyskrar glímu um alda mótin 1900. Glíman á Austurlandi. Glíman á Vesturlandi. Glíman á Suðurlandi. Hryggspenna. Fyrsta Gret.tisglíman á Akureyri 1906. Grettisglímurnar í Reykjavík 1910—1965. Framtíð gh'munnar. Halldórsstaðabræður. — (Skemmti leg ritgerð eftir Arnór Sigurjóns- son með inngangi eftir E.T.) Umsagnir um íslenzku glímuna. Lokalínur höfundar. Glímuslagur (Kvæði úr ljóðabók Jóns Þorsteinssonar). Margt mynda er í bókinni og eykur það gildi hennar. Af aðal- kaflayfirlitinu geta þeir ráðið, sem ekki hafa séð bé..ina, að víða er þar komið við. Allir landsfjórð- ungar eiga þar hlut, og frásagnir af góðum glímumönnum. Hins vegar fer höfundurinn ekki dult íeð það, að hann fyrir sitt leyti dáir mest hina þing- eysku glímu, sem hann ólst upp við og lærði. Telur hann „að glím- an hafi hvergi í landinu náð meiri fjödlhæfni, fegurð og þroska,“ en í Þingeyjarsýslu. Miðar hann þá við jafnvægisglímuna í Þingeyjar sýslu áður en glímulbeltið kom til sögunnar og áður en leikfimin fór að blanda sér saman við glím- una. Beltið og leikfimin breyttu glímunni stórlega. Beltinu fylgdu fastari tök, svo handafdið naut sín meira. Leikfimikunnáttan leiddi til þess að menn fóru að bjarga sér frá byltu, þótt fótanna missti. Byltureglurnar aðlöguðust þessu. Gliman fékk annan svip og stíl en hún áður hafði. Mörgutm álhorfanda hættir til að dæma lýta sök á yfirburðamanninn, sem verð ur að beita afli við leikfimimann- inn til úrslita á annars endalausri minnimáttarglímu hins síðar- nefnda. í Þingeyjarsýslu var um alda- mótin glímt til úrslita samkvæmt þeirri reglu, að sá væri fallinn sem fótana missti. Sú regla leiddi af sér þá glímu, sem Emil Tóm- asson telur fegursta og bezta til fyrirmyndar. Helgar hann lýsing- um á þeirri glímu allmikið rúm í bók sinni. Megum við Þing- eyángar vera honum þakklátir fyr- ir að halda þannig á loft þessari grein þingeyskrar menningar. En í þessum efnum hefir hann gert meira, en þarna er birt, því hann hefir safnað sérþáttum um marga þingeyska glimumenn, — ritað suma þættina sjálfur, en útvegað aðra frá kunnugum samtímamönn um. Þessa þætti, ásamt tilheyr- andi myndum, hefir hann afhent Sögnefnd Þingeyinga, — og er ætlun hennar að gefa þá út, sam- ræmda og aukna, áður en langir tímar líða. Vona ég að um leið verði þá hægt að minnast Emils Tómassonar að verðleikum, — þessa mikla unnanda glímuíþrótt- arinnar og ágæta fóstursonar þing eyjarsýslu. f þeim kafla, sem ræðir um fram tíð glímunnar, segir Emil í bók sinni: „Engum getur blandazt hugur um það, sem á annað borð hefir sér íslenzka glímu í sinni fögru og réttu mynd, að vart mun vera* nokkur íþrótt, sem eins vel eða betur reynir á og stælir vöðva líkamans eða höfðar meira til snerpu, lipurðar og mýktar í öll- um hreyfingum, auk þess að hún reynir á snarræði, flýti í hugsun, aðgæslu og drenglund." Ennfremur segir hann: „Nú er meira gert íþróttum til eflingar hér a landi, en nokk- ur dæmi eru til áður í þjóðarsög- unni og til þeirra varið stórfé á nverju ári. Hvers végna skyldi þá sjálf þjóðaríþróttin, íslenzka glíman, þurfa að verða þar hornreka? Ég játa það með mikilli gleði, að nú í elli minni er ég orðinn bjart sýnni á framtíð glímunnar, en ég hef verið um fjölda mörg undan- farin ár.“ Þessi bjartsýni hins gamla glímusnillings er ekki án tilefnis. Hreyfing er hafin til eflingar og útbreiðslu glímunnar. Þar er í fararbroddi óbrigðull álhugamaður um íþróttina, Kjartan Bergmann Guðjónsson skjaiavörður Alþingis. Hann er ágætlega glímufróður, langþjálfaður kunnáttumaður í íþróttinni og snjall glímu' ennari. Glímusamband íslands hefir ver Emil Tómasson ið stofnað. Tilgangur sámibands- ins er m.a.: Að vinna að því, að níðið og bo:lið hverfi úr glímunni. Þessu markmiði hyggst Glímusamband- ið ná með því að efna til glímu- dómaranámskeiða — og vinna að almennri fræðslu í dómara- störfum, svo dómarar verði sem hæfastir til að dæma eftir gildandi glímulögum. 2. Að samræma glímukennslu þannig, að glímukennari vinni að því, að mýkt, fimi og kraftur sam- einist sem bezt í glímunni. 3. Að auka samræmi og nota- gildi búnaðar glímumanna, sbr. reglugerð um búnaðinn, þar sem gerð á glímubeltum og skóm er fastákveðin. Að vinna að því að kennsla í glímu verði tekin upp sem víð- ast í skólum t.d. með námskeið- um, svo og með því að koma á umferðarkennslu hjá félögum. 5. Að efla landsfjórðungaglím- ur og stuðla að héraða- og sveita- glímum. 6. Að gera Íslandsglímuna að raunverulegu úrvalsglímumóti, eins og stefnt er að með nýlega staðfestri reglugerð um Islands- glímuna og Grettisbeltið. 7. Að safna saman hvers kon- ar fróðleik, sem varðar íslenzku glímuna. Á þessi atriði drep ég til þess að benda á að bók Emils Tómas- sonar fellur vel inn í endurreisn arhreyfingu líðandi stundar. Öld- ungurinn lyftir með bókinni alda- mótamannslega undir með þeim dóðadrengjum sem eru í þessum svifum að beita sér keppnislega fyrir því, að glíman verði á ný hafin til verðugs gengis sem al- mennt iðkuð mannbætandi íþrótt, sérþjóðleg og fjörug. Karl Kristjánsson. Vélahreingerning — Vanir menn. ÞHfaleg, fliótleg, vönduð KJ.K. Fóðurvörur Reynið hinar viðurkendu K.F K. fóðurvörur. ÖDÝRASTAR VINSÆLASTAR KJARN-pÓÐUR-KAUP h.f. Laufásvegi 17. Símar 24295 — 24694. FJOUDJAN • ÍSAFIRDI 1 iEQJRE I EINANGRUNARGLER FIMJM AHA AHYRGÐ Söluumboð' SANDSAI.AM s.í. Elliðavogi H5, slmi 30120, pósth 373

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.