Alþýðublaðið - 15.11.1984, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 15.11.1984, Blaðsíða 2
2 Fimmtudagur 15. nóvember 1984 - RITSTJ ÓRNARGREIN ........ ..— Flokksþing framundan 42. flokksþing Alþýöuflokksins fer fram un um umræðum maestu helgi. Af umfjöllun andstæöingablaða Alþýöuflokksins mætti ráöa, aö lítið annaö færi þarfram en kosningartil formanns flokks- ins. Þarerhallaö réttu máli. Mesturtimi flokks- þingsins fer aö sjálfsögðu í mjög ítarlegar mál- efnaumræður. Á þinginu marka 250 kjörnir full- trúar jafnaðarmanna stelnu flokksins og vinnubrögð til næstu ára. Þar að auki verður forysitusveit flokksins kjörin; formaður, vara- forpiaður, rítari, gjaldkeri, formaður fram- kvæmdastjórnar, 6 menn í framkvæmdastjórn, 31 i fiokksstjórn og einnig fara fram kosningar til verkaiýðsmálanefndar Alþýðuflokksins. Frá þvi í sumar hafa verið i gangi starfshóþar um hin ýmsu málefni og munu álit þeirra liggja fyrir þinginu til umfjöllunar og afgreiðslu. Þannig hafa verið starfandi hópar um mennta- mál, ve'iferóarmál, atvinnumál, skattamál, ríkis- fjármál, aúk þess sem einn hópurinn hefur sér- staklega haft stefnuskrá/lokksins á sinni dag- skrá. Þá liggja frammi tiliögur til breytinga á lögum flokksins. Allir þessir málaflokkar og fleirj munu fá rækilega umfjöilun á flokksþing- inu, bæði í starfsnefndum og einnig í almenn- Staða islensks launafólks um þessar mund- ir er bágborin. Erfiðleikar fólks viö að draga fram lífið á launum sínum, hafa ekki verið jafn- miklir um langt árabil. Samstjórn Sjátfstæðis- flokksins og Framsóknarfiokksins hefur meó ýmsum aðgerðum fært fjármagn úr vösum al- menns launafólks til forréttindastéttanna í landinu. Nýgerðir kjarasamningar aðila vinnu- markaðarins, þar sem launafólki tókst með ötuili baráttu að rétta hlut sinn eftir stanslaus- ar kjaraskerðingarstjórnvalda, munu litt hjálpa upp á ástandið, þegar yfirlýsingar ráðherra um að þessum kauphækkunum verði stolið aftur innan skamms liggja jafnframt fyrir. Foringjar núverandi ríkisstjórnareru svo óforskammaðir að þeir lýsa þvi yfir kinnroðalaust, að nýorðn- um kauphækkunum ætli þeir að ná af launa- fólki aftur meðgengislækkunum og öðrum að- geróum. Raunveruieikinn sem blasir við ís- lensku launafólki er sá, að iilmögulegt er að láta enda ná saman; fólk fær hreinlega ekki mannsæmandi laun fyrirvinnu sína. Við þetta ófremdarástand 'verður ekki unað. Hlutverk Alþýðuflokksins er mikilvægt við þessar aðstæður. Breyta verður valdahlutföll- um í þjóðfélaginu almenningi í hag. Færaverð- ur völd og yfirráð yfir fjármagninu frá hinum fáu stóru til hinna mörgu — til fólksins f land- inu. Alþýðuflokkurinn berst harðri baráttu gegn því misrétti sem til staðar er. Jafnaðar- menn vilja að verðmætum þjóðarinnar verði skipt á réttmætan og sanngjarnan hátt.^ Á flokksþinginu um helginaverðagrundvall- armál Alþýðuflokksins skerpt. Þar munu jafnaðarmenn takasaman höndum í nýrri fram- sókn Alþýðuflokksins og jafnaðarstefnunnar, gegn öfgum frá vinstri og hægri. Jafnaðarstefnan er göfugust allra stjórnmála- kenninga. Hún byggir á fólki, tiifinningum þess, lífi þess. Jafnaðarstefnan er lífsstefna. Hún vill að manneskjan hafi forgang, en ekki einhvertilbúin kerfi. Efling Alþýðuflokksins og aukinn styrkur hans er því iykill að betra og réttlátara þjóðfélagi. Mikilvægasta verkefni flokksþings Alþýðuflokksins um næstu helgi er að koma þessum skilaboðum til fólksins i landinu á skýran og ótvíræðan hátt. - GÁS. — HELCAR REISUR Helgarreisur veita einstaklingum, fjölskyldum og hóp- um tækifæri til að njóta lífsins á nýstárlegan og skemmti- legan hátt, fjarri sinni heimabyggð. Fararstjórnin er í þín- um höndum: Þú getur heimsótt vini og kunningja, farið í leikhús, á óperusýningu, hljómleika og listsýningar. Síðan ferðu út að borða á einhverjum góðum veitinga- stað og dansar fram á nótt. Stígðu ný spor í Helgarreisu Flugleiða! Frekari upplýsingar veita söluskrifstofur Flug- leiða, umboðsmenn og ferðaskrifstofur. FLUGLEIÐIR

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.