Alþýðublaðið - 15.11.1984, Blaðsíða 3

Alþýðublaðið - 15.11.1984, Blaðsíða 3
Fimmtudagur 15. nóvember 1984 3 Hver verða höfuðmál flokksþings Alþýðuflokksins? Nokkrir þingfulltrúar teknir tali Jón Scemundur Sigurjónsson, Norðurlrvesíra: Spenningur út af formannskjöri „Það sem kemur fyrst í huga og menn eru vafalaust spenntastir fyr- ir nú er komandi formannskjör og þær breytingar sem það getur haft í för með sér“,sagöi Jón Sæmundur Sigurjónsson frá Norðurlandi vestra i samtali við Alþýðublaðið um höfuðmál þingsins. Jón Sæmundur sagði það sitt mat að breytinga væri að vænta hjá flokknum þar sem báðir frambjóð- endurnir hygðu á breytingar. Af öðrum málum sagði Jón að sér sýndist ekkert eitt þeirra skara áber- andi upp úr. „Ég hygg að staða flokksins í hinu pólitíska litrófj verði mjög til umræðu, skerping á stöðu flokks- ins í stjórnarandstöðunni og fleira. Ég á von á því að þetta verði gott þing, því mér virðist það koma á þeim tíma, þar sem við erum ekki í allt of góðri stöðu, en flestir straumar þó í rétta átt. Þingið ætti þannig að verða til að styrkja flokk- inn, hleypa nýju blóði í hann. Ég vil einnig minnast á þá merki- legu nýjung okkar Alþýðuflokks- manna, að við bjóðum nú Ásmundi Stefánssyni, forseta ASÍ til að ávarpa þingið. Þetta er nýjung til eftirbreytni, að gefa þannig forystu- mönnum verkalýðshreyfingarinnar tækifæri til að ávarpa samkomuna og um leið staðfestir þetta rætur og skyldleika flokksins við verkalýðs- hreyfinguna“, sagði Jón Sæmund- ur. Jón Sœmundur Sigurjónsson í Puffins er ekkert að óttast. Guðríur Þorsteinsdóttir „Ég held að á flokksþinginu hljóti framtíð flokksins að vera eitt af stærstu umræðuefnunum, því miðað við skoðanakannanir stend- Guðríður Þorsteinsdóttir, Reykjavík: Framtíð flokksins verður mikið rædd ur hann heldur illa um þessar mundir. Menn munu vafalaust ræða þau mál öll og reyna að kryfja til mergjar hvernig standi á þessu og hvað gera skuli til að bæta þar úr,“ sagði Guðríður Þorsteinsdóttir frá Reykjavík um höfuðmál þingsins. Guðríður sagði að kosningar í embætti kæmu örugglega til með að setja svip á þingið, en vonaðist til þess að önnur mál myndu ekki líða fyrir það. „Það þarf auðvitað að ræða ítar- legastefnu ogstarf flokksins. Hvers vegna íslenskir jafnaðarmenn hafa ekki náð svipuðum styrkleika og jafnaðarmenn á hinum Norður- löndunum, í ljósi þess að í raun nýt- ur jafnaðarstefnan mikils fylgis á íslandi, þó það fylgi sé dreift. Annars eru fjölmörg stórmál sem tekin verða fyrir og erfitt að benda á einn málaflokk fremur en annan. Þó er nokkuð ljóst að kjaramálin eru ofarlega í huga hjá mörgum. Allt bendir nú til þess að sá kaup- máttarauki sem náðist fram í kjara- samningunum nú verði fljótt aftur tekinn. í sömu andrá vil ég nefna jafnréttismálin: það hefur komið í ljós hversu miklu lægri laun konur hafa, einnig þó tekið sé tillit til vinnutímans. Störf kvenna eru al- mennt lágt metin og nægir að benda á konur í kennarastéttinni í þessu sambandi af málum sem of- arlega hafa verið upp á síðkastið. Hins vegar er ég mjög ánægð með þann baráttukraft sem konur í BSRB sýndu í verkfallinu, þær létu karlana ekkert vaða yfir sig. Velferðarmál, menntamál og al- mennt félagsmál eru mál sem efa- laust verða rædd ítarlega í ljósi árása ríkisstjórnarinnar á þau. Þetta eru mál sem jafnaðarmenn hafa verið mjög framarlega við að byggja upp og nú er brýnt að standa vörð utn það kerfi velferðarþjón- ustu sem þó hefur tekist að koma á“ sagði Guðríður. Hallsteinn Friðþjófsson, Seyðisfirði: Efla verður flokkinn til nýrrar sóknar „Ég vonast eindregið til þess að þetta flokksþing megi verða til þess að efla flokkinn til nýrra átaka og sóknar gegn þeirri ríkisstjórn hægri aflanna, sem nú er við lýði í land- inu,“ sagði Hallsteinn Friðþjófsson frá Seyðisfirði i samtali við Alþýðu- blaðið, er hann var spurður um höfuðmál þings Alþýðuflokksins um næstu helgi. Hallsteinn sagði það skoðun sína, að á þessu flokksþingi yrði að ræða kjaramálin mjög itarlega. „Efnahagsstefn'a ríkisstjórnarinn- ar hefur leitt ófremdarástand yfir heimilin í landinu. Verkafólk fær ekki mannsæmandi laun fyrir vinnu sína og atvinnuástand, eins og hér á Seyðisfirði er einkar bág- borið. Alþýðuflokkurinn þarf að bjóða upp á skýra og afdráttarlausa valkosti um breytingar til betrum- bóta í þessum efnum. Þingið um helgina gegnir veigamiklu hlutverki hvað varðar þá stefnumótun“ Hallsteinn Friðþjófsson sagði einnig að á flokksþinginu yrði að gera rækilega úttekt á flokksstarf- inu og leita leiða til að efla það og bæta. „Jafnaðarmenn verða að styrkja sína innviði og sinn málatilbúnað með öllum mögulegum hætti. íhaldsstjórnin í landinu er á góðri leið með að setja ákveðin byggðar- lög á kaldan klaka. Ástandið hér á Seyðisfirði er t.a.m. dökkt. Hér eru 50 manns á atvinnuleysisskrá, þrátt Hallsteinn Friðþjófsson fyrir síldina og loðnuna. Frystihús- ið hefur verið stopp frá í sumar og öðrum togaranum lagt, en hinn er í siglingum. Ástandið í atvinnumál- um hefur ekki verið jafn svart og nú á þessum árstíma. um langt árabil" sagði Hallsteinn Friðþjófsson að lokum. ÖLL HJÓLBARÐAÞJÓNUSTA FYRIR FÓLKSBÍLA OC SENDIBÍLA GOOD'fYEAR GEFUR ^RÉTTA GRIPIÐ ^ IhIHEKLAHF Laugavegi 170-172 Sími 21240 GOTT VEGGRIP GÓÐ ENDING IH fflBDP # Fastara grip $ öruggari hemlun $ Hljóölátarí akstur $ Meirí endina STEFNULJÓS skal jafna gefa í tæka tíð. RAÐ

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.