Alþýðublaðið - 15.11.1984, Blaðsíða 10

Alþýðublaðið - 15.11.1984, Blaðsíða 10
10 Fimmtudagur 15. nóvember 1984 Kjartan 12 Alþýðuflokksins, hvort heldur Kjartan Jóhannsson eða Jón Bald- vin Hannibalsson sitja þar á for- mannsstóli? — Vafalaust mun þaö einhverju breyta. — Viltu spá nokkru um niður- stöður kosninganna á flokksþing- inu? — Eg gef auðvitað kost á mér vegna þess að margir hafa rætt það við mig og þá að það væri farsælast að ég gæfi kost á mér að nýju eins og nú standa sakir. Ég vænti þess að sá skilningur komi fram á flokks- þinginu. Það er auðvitað í ljósi þessa og í trausti þess, sem ég hef gefið kost á mér. Það þýðir vita- skuld, að ég geri ráð fyrir að sá skilningur sé ríkjandi og komi fram í stuðningi á flokksþinginu. — Mun það hafa áhrif á störf þín í flokknum að öðru leyti á hvorn veg formannskosningarnar munu fara? — Verkefni mín verða auðvitað mismunandi eftir því á hvorn veg kosningarnar fara. En að öðru leyti hefur það ekki áhrif á störf mín í flokknum. VELALEIGA- VE RKTAKAR LEIGJUM ÚT ALLSKONAR TÆKIOG ÁHÖLD Jarðvegsþjöppur Borvélar Hjólsagir Juðara Brotvélar Naglabyssur og margt, margt fleira. Viljum vekja sérstaka athygli á tækjum fyrirmúrara: Hrærivélar - Vibratorar - Vikurklippur - Múrpressur í röppun Sendum tæki heim efóskað er BORT/EKTMT SF vélaleiga- verktakar ■*-' X X ■“■ ■ NÝBÝLAVEGI 22 - 200 KÓPAVOGI SÍMAR: 46980 46899 1392-6700 Förum um allt land - Fljót og góð þjónusta - Þrifaleg umgengni Jón Baldvin 13 skiptingu og stuðla að þjóðfélags- legu réttlæti". Þarna er gerð ítarleg grein fyrir róttækri stefnu flokksins í skattamálum. Þetta ítarlega plagg (ca. 30 síður) er dæmi um hvað ég á við, þegar ég tala um Alþýðuflokk- inn sem róttækan umbótaflokk. Plaggið er morandi í róttækum til- lögum, sem munu vekja ótta, and- stöðu, deilur, af því að þetta eru til- lögur sem koma við kaunin á hinni nýríku svindlarastétt. Ég vona að þið á Alþýðublaðinu sláið henni rækilega upp. — Mun það að þínu mati breyta miklu um áherslur og stefnumið Alþýðuflokksins, hvort heldur Kjartan Jóhannsson eða Jón Bald- vin Hannibalsson sitja þar á for- mannsstóli? — Alveg tvímælalaust. Þegar Kjartan bauð sig fram gegn Benedikt Gröndal fyrir 4 árum, lagði hann á það megináherslu, að þeim bæri ekkert í milli. Engin ágreiningsmál. Hins vegar taldi hann eðlilegt í lýðræðisflokki, að kosið væri milli manna (þótt þá greindi ekki á um neitt). Ég er ósammála þessari skoðun Kjartans. Ég sé enga ástæðu til þess að kjósa um ekki neitt, af því bara. Mitt framboð byggir á allt öðrum forsendum. Ég er ekki að þessu að gamni mínu. Framboð mitt er rök- rétt niðurstaða af margra vikna og mánaða umræðu í Alþýðuflokkn- um, sem hefur leitt til þeirrar mál- efnalegu niðurstöðu, að róttækra breytinga sé þörf á öllum sviðum. Þess vegna er þetta ekki spurning um Pétur eða Pál, Kjartan eða Jón Baldvin. Umfram það, að persónu- leiki í pólitík skiptir alltaf máli. Það er varla hægt að hugsa sér ólíkari menn. Kjartan er varfærinn, gæt- inn, lokaður, flinkur fagmaður, ekki skjótur til ákvarðana. Ég er opinskár, hreinskilinn, afdráttar- laus í skoðunum, hef gaman af áhættu; tapa stundum og get þess vegna unnið stórt. Við erum gott gengi. En eigi að spila sóknarleik, þá á að nota sókn- arleikmanninn. — Viltu spá nokkru um niður- stöður kosninganna á flokksþing- inu? — Nei. Ég pípi á skoðanakann- anir og spádóma. Hins vegar tek ég kosningar alvarlega og kosningaúr- slit, einkum ef þau eru mér að skapi. — Mun það hafa áhrif á störf þín íflokknum að öðru leyti á hvern veg formannskosningarnar munu fara? Ég er „ástríðupólitíkus". Ég var á sínum tíma dæmdur í „pólitíska út- legð“ heim til mín, vestur á Firði, til að sitja þar á friðarstóli og stjórna skóla. Ég var ekki búinn að vera þar nema nokkra mánuði fyrr en ég var farinn að safna liði (sameinaði reyndar Frjálslynda og vinstrimenn og Alþýðuflokkinn) í bæjarstjórn. Kosningaúrslitin skipta sköpum fyrir Alþýðuflokkinn. Eina gamansögu í lokin? Þótt ég þykist ekki vera hjátrúarfullur (í þjóðlegum stíl), þá er ég nú engu að síður forlagatrúar, svo sem verið hafa mínir forfeður. Þegar ég fædd- ist í Alþýðuhúsinu á ísafirði var ég fyrirburður, tekinn með keisara- skurði, til að bjarga lífi móður minnar. Ég hafði átt að heita Þór- hallur. En seinustu næturnar, sem móðir mín bar mig undir belti, vitj- aði Jón heitinn Baldvinsson svo ákaft nafns, út af þessum hvítvoð- ung, sem vart var hugað líf, að hún lét undan. Þess vegna heiti ég Jón Baldvin Hannibalsson — en ekki einhver Þórhaliur. — Hver er ég að ég streitist á móti örlögunum? Svavar Gestsson: Falsanir for- sætisráðherra Svavar Gestsson, formaður Al- þýðubandalagsins, hefur sent eftir- farandi fréttatilkynningu: „í sjónvarpsþætti á þriðjudags- kvöldið birti Steingrímur Her- mannsson, forsætisráðherra, línu- rit um fall kaupmáttar launa á ár- inu 1983 og 1984. Þar fullyrti hann að launahrapið á 2. ársfjórðungi ársins skrifaðist allt á reikning frá- farandi ríkisstjórnar. Hér var um að ræða grófar falsanir sem óhjá- kvæmilegt er að leiðrétta: Fyrsta verk ríkisstjórnar Stein- gríms Hermannssonar var að fella niður verðbætur á laun, 22<Vo 1. júní 1983 og að banna síðan verðbætur með bráðabirgðalögum allt til vors- ins 1985. 2. ársfjórðungur 1983 skrifast því á reikning ríkisstjórnar Steingríms Hermannssonar ein- vörðungu, því að verðbætur á laun voru síðast greiddar 1. mars 1983. Þess vegna komu engar verðbætur á 2. ársfjórðungi nema 8% launa- breyting 1. júní í stað 22% eins og átti að vera samkvæmt kjarasamn- ingum og Ólafslögum. Ríkisstjórn Gunnars Thorodd- sen greip til efnahagsráðstafana vegna fallandi þjóðartekna seint á miðju ári 1982. Þær efnahagsráð- stafanir höfðu það í för með sér að kaupmáttur launa féll nokkuð eða um sama hlutfall og þjóðartekjur. Þegar ríkisstjórn Steingríms Her- mannssonar tók við var kaupmátt- urinn hins vegar felldur langt um- fram fall þjóðarteknanna. Þetta sést glöggt á meðfylgjandi línuriti. Það er frá kjararannsóknarnefnd að öðru leyti en því að inn á það er teiknuð lína sem sýnir þróun þjóð- arframleiðslu á árunum 1980 til 1984. Þar sést að lækkun kaup- máttar og lækkun þjóðartekna fylgdist að í tíð síðustu ríkisstjórn- ar, en eftir að Steingrímur tók við hrapaði kaupmátturinn. Á línurit- inu kemur einnig fram hve hár kaupmátturinn var á árunum 1980 til 1982 og þyrfti kaup eins og það var fyrri samningana nú að hækka um 27% til þess að ná þeim kaup- mætti. Kjarasamningarnir ná að- eins hluta kaupránsins til baka eins og kunnugt er og ríkisstjórnin hef- ur uppi áform um að svipta Iauna- fólk árangri kjarasamaninganna með gengislækkun og verðbólgu á næstu vikum ef marka má orð ein- stakra ráðherra. Það var alger grundvallar- forsenda Alþýðubandalagsins I við- ræðunum um myndun ríkisstjórnar vorið 1983 að ekki kæmi til greina að kaupmáttur launa lækkaði meira en nemur lækkun þjóðar- framleiðslu og þjóðartekna. Ég gerði Steingrími Hermannssyni og Geir Hallgrímssyni grein fyrir þessu sjónarmiði. Það var ófrávíkjanlegt af hálfu Alþýðubandalagsins. Þeir kusu hins vegar að skera kaupmátt- inn enn frekar niður. Það sést glöggt á meðfylgjandi línuriti. Spurningin er þá sú: Hvað hefur orðið af þessum mismun? Ekki hef- ur hann gufað upp — nei, stað- reyndin er sú að þessir fjármunir hafa verið fluttir til milliliða, þjón- ustu og verslunar. Þannig hefur kauplækkun launafólksins staðið undir gróðamyndun gæludýra ríkisstjórnarinnar. Steingrímur Hermannsson for- sætisráðherra á í vök að verjast. Framsóknarmenn sverja af sér stjórnina. Sjálfstæðisflokksþing- menn missa trú á stjórninni með hverjum deginum sem líður. í van- mætti sínum reynir forsætisráð- herra landsins að falsa línurit til þess að gera sjálfan sig dýrlegan. Það er aumt hlutskipti að eiga ekkert nema falsanir til þess að veifa í kringum sig eftir átján mán- aða stjórarsetu með íhaldinu. En það er og var ekki við öðru að bú- ast. Spurningin er hvað Steingrímur reynir að gera næst til þess að bjarga sér á land upp úr feninu — kannski hann taki saman skrá um þau kosningaloforð sem Framsókn- arflokkurinn á eftir að svíkja. Það yrði ekki langur lestur“

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.