Alþýðublaðið - 15.11.1984, Blaðsíða 24

Alþýðublaðið - 15.11.1984, Blaðsíða 24
alþýöu- blaðiö Fimmtudagur 15. nóvember 1984 Útgefandi: Blað h.f. Stjórnmálaritstjóri og ábm.: Guðmundur Árni Stefánsson. Ritstjórn: Friðrik Þór Guömundsson og Sigurður Á. Friöþjófsson. Skrifstofa: Helgi Gunnlaugsson og Halldóra Jónsdóttir. Auglýsingar: Eva Guðmundsdóttir. Ritstjórn og auglýsingar eru að Ármúla 38, Rvík, 3. hæð. Sími:81866. Setning og umbrot: Alprent h.f., Ármúla 38. Prentun: Blaðaprent, Síðumúla 12. Áskriftarsíminn er 81866 Sameina hundarnir sveitarfélögin? í Víkurfréttum 8. nóvember var eftirfarandi frétt: „Þónokkrar um- ræður urðu um sameiningarmál sveitarfélaganna á aðalfundi SSS (Sambands sveitarfélaga á Suður- nesjum, innskot abl.). Einsog fram hefur komið þá var samþykkt á fundi stjórnar SSS fyrr i sumar að þiggja styrk frá Jöfnunarsjóði, kr. 125.000, sem greiða myndi upp hlutlausa könnun á sameiningu sveitarfélaganna að hálfu leyti. Sveitarfélögin tækju á sig afgang- inn í samræmi við íbúatölu. Tómas Tómasson, forseti bæjar- stjórnar Keflavikur, sagði að þegar brýnt mál eins og Orkuveita Suður- nesja væri komið í höfn, væru sveit- arfélögin sameinuð. „Það er firra að halda því fram að hver staður haldi ekki sínum einkennum. Garð- búar halda áfram að vera Garðbú- ar, Grindvíkingar verða ekki Kefl- víkingar. Ég nefni sem dæmi Vest- urbæinga í Reykjavík, þeir hafa alltaf haldið sínu einkenni. Sam- einuð eru sveitarfélögin miklu öflugri á öllum sviðum,“ sagði Tómas. Sú hugmynd kom upp, að þar sem tekjur SSS af hundahreinsun á síðasta ári rúmlega þrefölduðust, úr 79.880 kr. 1982 í 262.970 kr. 1983, væri tilvalið hreinlega að stuðla frekar að aukinni hundaeign og tekjurnar af hundahreinsuninni stæðu undir kostnaði af könnun á sameiningu sveitarfélaganna! Vakti þessi hugmynd mikla lukku og fékk góðar undirtektir!* Áhrif verkfallsins á Skaganum Eftirfarandi klausu rákust við á í Bæjarblaðinu, sem gefið er út á Akranesi: „Áhrif verkfalls BSRB urðu víðtækari með hverjum degin- um sem leið. Nikótínistar hafa lítið getað gert annað en að naga negl- urnar á síðustu dögum og áfengis- leysið hefur komið í veg fyrir skemmtanahald. Svo var að minnsta kosti á Hótel- inu um síðustu helgi en Jakob vert á þeim bæ gerði þá heiðarlega til- raun til dansleikjahalds. Brenni- vínsbirgðir Hótelsins voru þó þrotnar og dansleikir auglýstir á föstudags- og laugardagskvöld með 16 ára aldurslágmarki. 50-60 manns munu hafa látið sjá sig á föstudags- kvöldið og líklega hafa þá farið síð- ustu dreggjarnar, því á laugardags- kvöldið höfðu 5 greitt aðgang þegar klukkan var orðin eitt, svo vertinn sá þá einu leið færa að aflýsa ball- inu. Það virðist því ljóst að Skaga- menn skemmti sér ekki án brenni- víns, nema þá að skýringin sé sú að enginn hafi þorað að láta sjá sig fullan vegna innbrotsins í „Ríkið“ á dögunum.“ Aprílgabb í október I Skagablaðinu, sem einnig er gefið út á Akranesi, er líka að finna sögu um hvernig brennivínsleysið lék fólk í verkfallinu: „Einhver gárunginn í Borgarnesi fór heldur betur illa með marga bæjarbúa í síðustu viku (vikuna Klipp úr landsmálablöðum 14-20. okt., innsk. Abl.) Hann kom þeim orðrómi á kreik að af ein- hverjum ástæðum yrði útibú ÁTVR á Akranesi opið milli kl. 17 og 18 á síðasta föstudag. Jafn ótrúleg og þessi brella nú hljómaði/virtist hún hafa hina bestu verkan því Borgnesingar komu margir hingað til Akraness í því augnamiði að slökkva þorstann, sem hafði hrjáð þá og reyndar fleiri í nokkrar vikur. Auðvitað var úti- búið lokað og hafði aldrei staðið til að opna það í svo mikið sem mínútu á meðan á verkfallinu stæði. Jákvœðar afleiðingar Vestfirska fréttablaðið veltir líka fyrir sér afleiðingum verkfallsins: „Vestfirska fréttablaðið hefur heyrt að verkföllin hafi haft ýmsar afleið- ingar aðrar en þær sem mest er tal- að um í fréttum. Á tímum fjöl- miðlaleysis lifnar yfir sölu á bókum og myndböndum, svo dæmi séu nefnd. Fólk dustar rykið af gömlu plötunum sínum og dansar heima í stofu og fer jafnvel að tala saman. Nú svo er aldrei að vita nema ís- lendingum fjölgi eitthvað meira en annars hefði orðið, í kjölfar þessara verkfalla . . “ Reglulegur samanburður er gerður á kjörum Hávaxtareiknings og verðtryggðra reikninga hjá bankanum. Og er það stefna Samvinnubankans að Hávaxtakjör verði alltaf betri kostur en verðtryggð kjör hjá bankanum. Umfvf* XXíkKxv tg vwiii Hávaxtareikningur ber stighækkandi vexti, 17% í fyrstu sem strax eftir 2 mánuði hækka um 1,5% á mánuði uns 24,5% er náð. Eftir samanlagðan 12 mánaða sparnað hækka vextirnir síðan um 1% til viðbótar og eru 25,5% upp frá því. Ársávöxtun Vextir leggjast við höfuðstól 30. júní og 31. desember ár hvert og fer því ársávöxtun aldrei niður fyrir 27,12% en getur náð 27,58% sem ræðst af því hvenær ársins lagt er inn. Vextír frá stofndegí Allar vaxtahækkanir Hávaxtareiknings reiknast frá stofndegi og falla aldrei niður á sparnaðartímanum. Þannig tryggir afturvirk prósentuhækkun bestu kjörin. Nýstáríegt fyrírkomtdag Stofnskírteini er gefið út fyrir hverri innborgun og er hvert stofnskírteini til útborgunar í einu lagi. Því er sjálfsagt að deila innborgun á fleiri skírteini sem gerir úttekt á hluta fjárins mögulega, án þess að vaxtakjör eftirstöðva rýrni. Óbundínn Hvert skírteini er laust til útborgunar fyrirvaralaust. Betrí kjörbjóðast varla. Samvinnubankinn

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.