Alþýðublaðið - 15.11.1984, Blaðsíða 5

Alþýðublaðið - 15.11.1984, Blaðsíða 5
Fimmtudagur 15. nóvember 1984 5 ALÞÝÐUBLAÐIÐ í DAG Það hafa skipst á skin og skúrir í 65 ára sögu Alþýðublaðsins. Fjár- hagserfiðleikar hafa ekki ósjaidan herjað á útgáfuna, en fyrir fórnfýsi fjölmargra velunnara blaðsins hef- ur tekist að ráða fram úr þeim vandamálum og halda útgáfunni áfram. Á stundum hefur svo á hinn bóginn blaðið blómstrað, fjárhag- urinn verið með besta móti og út- breiðsla mikil. I dag er Alþýðublaðið gefið út fimm daga vikunnar í fjórum blað- síðum. Við blaðið sjálft starfa þrír á ritstjórn, Guðmundur Árni Stefánsson, ritstjóri og blaðamenn- irnir, Friðrik Þor Guðmundsson og Sigurður Á. Friðþjófsson. Á skrif- stofu blaðsins starfa nú, Helgi Gunnlaugsson, Eva Guðmunds- dóttir og Halldóra Jónsdóttir. Pökkun er í höndum Þóru Helga- dóttur. Fyrir tæpum tveimur árum flutti blaðið úr Síðumúla 11, þar sem skrifstofur þess höfðu verið um nokkurt árabil. Var flutt að Ármúla 38, þar sem Alþýðublaðið er til húsa nú. í húsakynnum Alþýðu- blaðsins er einnig starfrækt setning og umbrot á hendi Alprents, h.f. Þar er Alþýðublaðið sett og brotið um; búið undir filmugerð og prent- un, sem framkævmd er í Blaða- prenti. Hjá Alprent starfa, Haukur Sighvatsson verkstjóri, Bragi Ein- arsson, Særún Stefánsdóttir, Kristín Jóhannesdóttir, Birna Mar og Sigurþór Halldórsson. Frá því 1. mars á þessu ári tók nýtt útgáfufélag við rekstri Alþýðu- blaðsins, en áður hafði Alþýðu- flokkurinn verið útgefandi blaðs- ins. Útgefandi Alþýðublaðsins nú er Blað h.f., en það hlutafélag er að miklum meirihluta í eigu Alþýðu- flokksins. Þar sitja í stjórn: Geir A. Gunnlaugsson, formaður, Árni Gunnarsson, Sighvatur Björgvins- son, Ásgeir Jóhannesson og Kjartan Jóhannsson. Eyjólfur K. Sigurjónsson endurskoðandi og hans menn hafa unnið vel og mikið að rekstrinum við hlið útgáfu- stjórnarinnar og starfsmanna blaðsins. Upplag Alþýðublaðsins er nú í kringum 4 þúsund eintök. Mikil áhersla hefur verið lögð á útgáfu aukablaða á síðustu misser- um; blaða sem dreift er endur- gjaldslaust í stóru upplagi — 25 þúsund eintökum — og er 24 til 32 síður að stærð. Þeirri útgáfustarf- semi verður fram haldið. Á síðustu árum hefur Alþýðu- blaðið ekki verið í stíl hefðbund- inna fréttablaða. Einkum hefur verið lögð áhersla á pólitískar frétt- ir, fréttaskýringar og greinaskrif á vettvangi innlendra sem erlendra stjórnmála. Þá hafa fréttir af starf- semi Alþýðuflokksins, málflutn- ingi forystumanna flokksins og öðru því er vekur sérstakan áhuga jafnaðarmanna, verið áberandi í blaðinu. Eftir nokkra fjárhagserfiðleika ■síðustu ár hefur nú tekist með hjálp traustra flokksmanna að snúa mál- um til betri vegar hvað það varðar. Sú staðreynd vekur vonir um að unnt sé að lyfta blaðinu, stækka það og auka útbreiðslu þess innan langs tíma. Að því bera að stefna. Guðmundur Árni Stefánsson ritstjóri. Hvenær þaiffc þú ápeniiigumaó halda í framtíóinni ? * I Kjörbók Landsbankans verða ekki kaflaskil við úttekt. Það getur verið býsna erfitt að sjá nákvæmlega fyrir hvenær þörf er á handbæru fé í framtíðinni. Þá er lítið öryggi fólgið í því að eiga peninga undir innlánsformi þar sem ávöxtunin lyppast niður við hverja úttekt. Kjörbók Landsbankans rís undir úttektum, ávöxtun hennar er örugg og stígandi. Berðu Kjörbókina saman við tilboð annarra banka. Hafðu í huga að innstæður eru ávallt lausar til úttektar og að allt, sem eftir stendur við úttekt, fær stighækkandi ávöxtun. Þú þarft ekki að stofna margar bækur eða reikninga þó að þú þurfir að hreyfa hluta innstæðunnar á sparnaðartímanum. Leitaðu til Landsbankans. Starfsfólk Landsbankans veitir þér skýrar upplýsingar um hvaða sparnaðarform hentar þér best. KJÖRBÓK LANDSBANKANS EINFÖLD BÓK — ÖRUGG LEIÐ LANDSRANKINN Grœddur er geymdur eyrir

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.