Alþýðublaðið - 15.11.1984, Blaðsíða 17

Alþýðublaðið - 15.11.1984, Blaðsíða 17
Fimmtudagur 15. nóvember 1984 17 ZMUSSI ZB 2501 TR Kælir/lrystir Kælir: 200 Itr. frystir: 50 itr t:a***1 __ Frystigeta 3.5 kg á sólarhrirtg Mál: (H x B x D): 142 x 52,5 x 60 cm. Sjálfvirk afhríming á kæli. Má snúa hurðum. Orkunotkun 67 W á klst. Verð .. kr. 17502,- —5% stg . kr. 16627,- RAFHA VERKSMIÐJAN, HAFNARFIRÐI SÍMAR: 5 00 22 • 5 00 23 - 5 03 22 AUSTURVERI VIO HÁALEITISBRAUT SÍMAR: 844 45-686065 Yfir 4000 bókatitíar að staðaldri MARKAPS HÚSIÐ \ Laugavegi 39 — Reykjavík Við lifum á engilsaxnesku menn- ingarsvæði einsog best sést þegar skoðað er framboðið í kvikmynda- húsum borgarinnar eða sjónvarps- dagskrá næstu viku. Það heyrir til undantekninga ef bíóin bjóða upp á annað en amerískar eða enskar myndir og hvað sjónvarpið áhrærir þá er .um 80% af efni þess á ensku. í viðbót við það bætist svo sú tón- listaralda, sem fyllir hvern krók og kima samfélagsins og er að miklum meirihluta flutt á ensku. Þrátt fyrir þessa miklu íhlutun enskrar menningar hefur sú ís- lenska sýnt að hún er vel samkeppn- isfær við fjölþjóðamenninguna, það sannar best aðsóknin að ís- lenskum kvikmyndum og það að ís- lensk tónlist með íslenskum texta á jafn mikið ef ekki rneira upp á pall- borðið hjá íslenskum neytendum og sú engilsaxneska. Þessa viðleitni ís- lenskra listamanna bera að efla enn meira en gert er, því þjóð án menn- ingar getur varla kallast þjóð. Reynsla Norðurlandanna í ítarlegri ræðu, sem Jón Baldvin Hannibalsson, þingmaður Alþýðu- flokksins héit í fyrstu umræðu um útvarpsmálin á þessu þingi, sagði hann m.a.: „Ég vil nú vekja athygli á því að mér finnst þetta mál vera menningarpólitískt stórmál, það varðar ýmsar grundvallarspurning- ar um stöðu íslensks þjóðernis, um lífvænleg skilyrði íslenskrar menn- ingar í vaxandi samkeppni við er- lend menningaráhrif og ég hefði vænstþess að hæstvirtur mennta- málaráðherra -fjallaði kannski ögn ítarlegar um spurningar af því tagi í máli sínu hér áðan. Það sem knýr fyrst og fremst á um að Alþingi láti til sín taka og endurskoði þessa lög- gjöf það er fyrst og fremst tækni- bylting, við getum sagt tæknibylt- ing og menningarbylting sem á und anförnum árum hefur riðið yfir þjóðfélög á svipuðum breiddar- gráðum og þar hafa vaknað upp margar spurningar, sem við þurfum að taka afstöðu til. Það vekur kannski athygli að ýmis þau þjóðfé- lög í kringum okkur, sem að öðru jöfnu reyna nú að vera, ef ekki í far- arbroddi, þá a.m.k. viðbúin slíkum breytingum, þau hafa fæst þeirra brugðist við með ítarlegum breyt- ingum á gildandi lögum, þau hafa flest gefið sér svigrúm til að gera til- raunir, þreifa fyrir sér, einfaldlega vegna þess að við stöndum núna kannski nær byrjun þessarar bylt- ingar heldur en endalokum. Það eiga eftir að gerast margir ófyrir- séðir hlutir og það er enganveginn ljóst að við getum mótað einhverja löggjöf í þessum málum, sem standi til frambúðar, heldur þvert á móti er mjög líklegt að tæknileg. úreld- ing verði svo hröð að við munum ekki hafa við að meta breytingar og bregðast við þeim á næstu ár- um . . “ Einsog fram kemur í máli Jóns Baldvins hafa nágrannalönd okkar farið sér mjög hægt í þessum mál- um. Frændur okkar á Norðurlönd- Miðstöð íslenskra bóka grannar okkar forheimskun auglýs- inganna. Auglýsingin sýnir okkur yfirleitt falskan gerviheim, mann- aðan glænepjulegum sýndarmann- eskjum, sem eiga ekkert skylt við raunveruleikann í kringum okkur. Einkum þykir þó varasamt að mata ómótuð börn á slíku sjónvarpsefni. Til skamms tíma tíðkaðist það í ís- lenska sjónvarpinu að hafa fimrn mínútna barnaefni, strax á eftir lengsta auglýsingatíma sjónvarps- ins, þ.e.a.s. eftir fréttir. Sat þá barn- ið yfir fréttunum með foreldrum sínum og á meðan það beið óþreyjufullt eftir fimm mínútunum sínum upplifði það kaldranalegan og grimman heim líðandi stundar en var svo rifið inní glansveröld sjampóauglýsingarinnar, rétt áður en Tommi og Jenni fóru í villtan elt- ingaleik um skerminn. Sætir það furðu að augu dagskrármanna skyldu vera svo fast límd aftur að þau sæju ekki þá vá, sem þarna var á ferðum. Nú hefur þessu verið kippt í liðinn og ber að meta það. Nýmæli frumvarpsins í frumvarpi því sem Ragnhildur Helgadóttir mælti fyrir í upphafi þessa þings, eru þær breytingar helst, að einkaréttur Ríkisútvarps- ins er afnuminn og fleirum er veitt leyfi til útvarpsreksturs. Með út- varpi er bæði átt við hljóðvarp og sjónvarp í frumvarpinu. Lagt er til að sjö manna pólitísk nefnd úthluti leyfum. í þriðju grein laganna segir að út- varpsnefnd geti veitt sveitarfélög- um og félögum, sem til þess eru stofnuð Ieyfi til útvarps fyrir al- menning á afmörkuðum svæðum. Síðan eru sett nokkur almenn skil- yrði fyrir rekstrinum, Fjórði liður þessara skilyrða er mjög athyglis- verður, en þar segir orðrétt: „Út- varpsstöðvar skulu stuðla að al- mennri menningarþróun og efla ís- lenska tungu. útvarpsstöðvar, er leyfi fá til útvarps, skulu í öllu starfi sínu halda í heiðri lýðræðislegar grundvallarreglur. Þeim ber að virða tjáningarfrelsi og stuðla að því að fram komi í dagskrá rök fyrir mismunandi skoðunum í umdeild- um málurn. Þeir aðilar, einstakling- ar, félög eða stofnanir, sem telja að útvarpsstöð hafi ekki uppfyllt framangreind skilyrði gagnvart þeim og synjar þeim unr að koma sjónarmiðum sínum á framfæri í dagskrá með hætti, sem þeir vilja við una, geta lagt málið fyrir út- varpsréttárnefnd. Nefndin skal þá eins fljótt og við verður komið fella úrskurð um kæruefnið og er sá úr- skurður bindandi fyrir málsaðilaí* Urn þetta atriði sagði Jón Bald- vin eftirfarandi í ræðu sinni, sem áður hefur verið vitnað í í hugleið- ingu þessari: „Þetta er allt saman að niínu mati sjálfsagt að gera a.m.k. á meðan tilraunin varir, það fer svo eftir niðurstöðum hennar, fer eftir því hver reynslan verður, hversu hratt við getum slakað á ein- hverjum lagabókstaf í þessu efni, menn verða að spyrja nefnilega ein- l'aldrar spurningar, til hvers erum við að óska eftir þessari undanþágu frá einkarekstri, það er eitt af því sent mig undrar að skuli ekki hafa Framh. á bls. 19 unum hafa varast að flana að neinu í þessum málum. Þau hafa veitt heimild til árs í senn til að starf- rækja svokölluð „nágrennisút- vörp“, þar sem radíus útsendingar- innar takmarkast við afmarkað svæði, sveitarfélag eða borg. Útsendingartímanum er svo deilt niður á félagasamtök, sem hafa ákveðinn tíma á viku fyrir útsend- ingar sínar. Félagasamtökin.sem standa að útsendingunum, eru af ýmsum toga, þar eru t.d. áhuga- samtök- • um útvarpsrekstur, íþróttafélög, félagasamtök inn- flytjenda (t.d. hefur íslendingafé- lagið í Stokkhólmi, Gautaborg og víðar, notfært sér þetta og er þá vikulega útvarpað fréttum frá Is- landi auk ýmis annars efnis á ís- lensku), sértrúarsöfnuðir og svona mætti lengi telja. Ákveðnar siða- reglur gilda við útsendingar þessara aðila einsog hjá öðrum, sem starfa að fjölmiðlun. í þessum tilraunum hafa margs' konar vandamál komið i ljós. Stærsta vandamálið er fjármögn- unin. Dagskrárgerð er tímafrek og þó áhugamennskan reki fólk áfram um stundarsakir, hafa fæstir ráð á henni til lengdar. Það hafa því skapast miklar umræður um hvort veita skuli þessum útvarpsstöðvum heimild til að fjármagna starfsem- ina með auglýsingum. Skoðanir á því hafa verið mjög skiptar. Inn í þá umræðu kemur umræðan um það hvort leyfa eigi auglýsingar almennt í útvarpi og sjónvarpi, en þessar stofnanir hafa hingað til verið reknar án tekna frá auglýsingum. Er það einkum tvennt sem mælir gegn því að hleypa aug- lýsendum inn á gafl, í fyrsta lagi telja menn hættulegt að gera þessa fjölmiðla háða auglýsendum fjár- hagslega og í öðru lagi óttast ná-

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.