Alþýðublaðið - 30.03.1985, Blaðsíða 4
4
Laugardagur 30. mars 1985
Leikhús
grimmdarinnar
11111111111111! 1111111111111111111111111111111 (111111111111111111111111111111
Um æfi
Antonin
Artaud
niiininiiiiiiii iiiii ii
Var hann snillingur eða brjálæð-
ingur? Langt á undan samtíð sinni,
eða einangraður í eigin firrum?
Haldinn hugarórum eða óvenju-
legu innsæi?
Kannski sameinaðist þetta allt í
honum. Hann var ljóðskáld, lista-
maður, leikhúsmaður, sviðsleikari,
kvikmyndaleikari, leikstjóri, leik-
ritahöfundur og síðast en ekki síst
kenningasmiður innan leikhússins
og eru kenningar hans enn í fullu
gildi og meðal þess nútímalegasta,
sem sett hefur verið fram um leik-
hús, þó þær hafi orðið til á fyrri
hluta aldarinnar. Hann var ljóð-
rænn uppfinningamaður, mann-
fræðingur, byltingamaður, heim-
spekingur, spámaður, samfélags-
gagnrýnir, fyrirlesari og bréf hans
fylla mörg bindi.
Hann var ópíumæta og eyddi
mörgum árum ævinnar innilokaður
á stofnunum. Líf hans var eilíf
barátta við umhverfið en ekki síður
við eigið sjálf, sálartötrið og tilver-
una sem hann hafði skapað sjálfum
sér.
Hann hélt því fram að mannkyn-
ið væri komið mjög skammt á
þroskabraut sinni, jafnt andlegri
sem líkamlegri. Það sem helst háði
mannkyninu var, að hin réttu líf-
færi mannslíkamans hefðu ekki
enn náð að þróast og sum þeirra
væru enn ósköpuð.
Bogamaður
Antonin Artaud fæddist 4.
september 1896 í Marseille, Frakk-
landi. Það er ekki mikið af æsku
hans að segja, nema þegar hann var
fimm ára, þá veiktist hann af heila-
himnubólgu og var vart hugað líf.
Það var talið ganga næst krafta-
verki að hann skyldi lifa af. Þessi
æskusjúkdómur átti eftir að hafa
mikil áhrif á Iíf hans. Að sögn var
hann mjög ærslafenginn og glað-
vært barn en á unglingsárunum
breyttist hann skyndilega. Þá kvart-
ar hann undan stöðugum höfuð-
verk og fer að þjást af þunglyndi.
Á árunum 1915-1920 reynir hann
að fá bata á ýmsum heilsuhælum og
sjúkrahúsum. Hann dvelst á heilsu-
hæli í Sviss í tvö ár en þegar hann
kemur heim eftir dvöl sína þar 1920
þá þjáist hann enn af höfuðverk.
Hann fær undralyfið Iaudanum,
sem er unnið úr ópíum, við verkn-
um og kynnist þannig í fyrsta skipti
fíkniefnum, sem áttu eftir að verða
afdrifarík lífi hans.
Þegar Artaud er 24 ára fer hann
til Parisar. Hann fær inni hjá dr.
Toulouse, sem er yfirlæknir á Ville-
juifs geðveikrahælinu rétt fyrir
utan París.
Á þriðja og fjórða áratugnum er
París höfuðborg Iistarinnar í heim-
inum. Það er um þessa borg sem all-
ir straumar liggja. Listamenn
hvaðanæva að flykktust til Parísar.
Það er þarna sem listasaga tuttug-
ustu aldarinnar verður til. Á kaffi-
húsum Parísar sátu um þessar
mundir rithöfundar, sem áttu eftir
að hafa hvað djúptækustu áhrif á
bókmenntasögu aldarinnar. Sömu
sögu er að segja um myndlistina.
Þarna fæddist kúbisminn og súr-
realisminn og áhrifa frá dadais-
manum gætti mikið á þessurn tíma.
París var einsog suðupottur allra
mögulegra og ómögulegra tján-
ingamöguleika um þessar mundir.
Það er inn í þessari hringiðju, sem
hinn ungi og viðkvæmi Artaud
lendir.
Ríki sársauka og myrkurs
Antonin Artaud er bara fjórtán
ára þegar hann birtir sín fyrstu ljóð
í litlu tímariti, sem hann sér sjálfur
um útgáfu á. í París er henn fljótur
að finna sér vettvang til að birta
ljóð sin og hugleiðingar, en það er
tímarit, sem Dr. Toulouse, sá hinn
sami og skotið hefur yfir hann
skjólshúsi, gefur út.
Skrif þessa unga manns frá
Suður-Frakklandi í tímaritið
Demain, vekja athygli og hann
kemst í kynni við leikhúsfólk, en til
leikhússins hafði hugur hans stefnt
í langan tíma.
Hann fær hlutverk, sem leikari á
sviði hins þekkta leikhúss.Theatre
de I’Æuvre, en þar voru einkum sett
á svið verk eftir höfunda einsog
Ibsen, Strindberg og Alfred Jarry.
í árslok 1921 ræðst hann að
Atelier leikhúsi Charles Dullins,
sem jafnframt því að vera leikhús er
líka skóli. Þar fæst hann við leik,
leikmyndahönnun og leikbúninga.
Ekkert sem snertir leikhúsið er hon-
um óviðkomandi. Þegar hann
skreppur heim til Marseille 1922
lendir hann á sýningu dansara frá
Kambódíu. Átti sú opinberun, sem
hann varð fyrir þegar hinir aust-
rænu dansarar tjáðu ævaforna
sögu þjóðar sinnar í dansi, eftir að
hafa mikil áhrif á sýn hans á leik-
húsinu. Þarna upplifði hann í
fyrsta skipti möguleika á því að losa
leikhúsið úr hefðbundnu sambandi
við bókmenntirnar.
En það var ekki bara leikhúsið
sem átti hug hans um þessar mundir
því árið 1923 kemur út fyrsta ljóða-
þvottavélar við allra hæfi
PFAFF
Ofangreind verð eru miðuð viö
staðgreiðslu — mjög góðir af*
borgunarskilmálar
eftir #
Sigurð Á.
Friðþjófsson
iiii iiiiniiiiiiiiiii iiii
bók hans. Hann birtir líka greinar
og ljóð í fjölda tímarita, en jafn-
framt heldur hann tryggð sinni við
leikhúsið.
Antonin Artaud gengur til liðs
við súrrealistana og tekur þátt í út-
gáfu þeirra á La Révolution Surréa-
Iiste (Súrrealistíska byltingin), og í ,
þriðja bindi þess eru einir 9 textar
eftir hann. Til að byrja með trúir
hann á frelsi yfirraunsæisins, sem
súrrealistarnir boða, en smám-
saman sér hann í gegnum „svikavef
súrrealistanna“, en þá er átt við það
þegar nokkrir leiðandi menn innan
hreyfingarinnar snérust til
kommúnistískrar trúar. Artaud
segir skilið við þá með stefnuyfir-
lýsingu sinni, sem hann skrifar 1927
og fjallar um svik súrrealistanna.
Það er samt ekki eingöngu, dað-
ur vissra leiðtoga súrealistanna,
sem fær hann til að snúa baki við
stefnunni. Hans eigin leit að farvegi
í listinni á ekki síður þátt í því. Á
þessum árum skrifaði hann m. a.,
að hann hefði valið ríki sársauka og
myrkurs, að hann ætlaði að láta
myrkrið gleypa sig, svo hann gæti
smásaman sjálfur étið það upp.
Kaffibolli með Hitler
Árið 1927 er mjög annasamt hjá
Artaud. Auk þess að halda áfram
að birta greinar og ljóð í tímaritum,
þekktust þeirra eru „dagbókarbrot
úr helvíti“, er hann mjög virkur í
leikhúslífinu, en jafnframt því fær
hann mikinn áhuga á kvikmynd-
inni, sem tjáningamiðli. Hann leik-
ur munkinn Massieu í kvikmynd
Danans Carl Dreyer um Jóhönnu af
Örk og byltingamanninn Marat í
kvikmynd Abel Cances um Napó-
leon Bonaparte, og hlýtur mikið Iof
fyrir frammistöðu sína.
Sama ár stofnar hann eigið leik-
hús. Alfred Jarry-leikhúsið. Fyrsta
leiksýningin verður hálfgert flopp
og kennir hann fjandskap almenn-
ings um. Þrátt fyrir það heldur
hann áfram með leikhúsið í eitt ár
og setur upp verk eftir Roger Vitrac,
Paul Claudel, Maxin Gorki og
August Strindberg. Uppfærsla
Artaud á „Draumleik" Strindbergs
varð meiriháttar skandall. Þá hafði
hann nýsagt skilið við súrrealistana
og fjölmenntu þeir á frumsýning-
una og höfðu í frammi mikinn
óskunda. Þrátt fyrir það varði
Artaud málstað þeirra og varð
þannig af boði frá Svíþjóð um að
fara þangað og sitja upp leikrit þar.
í upphafi árs 1929 lagði leikhúsið
upp laupana.
Meðfram leikhúsinu skrifaði
Artaud eigin verk, sumt af því var
fyrir leikhús, t. d. drög að söngleik
sem hann setti upp og kallaði
„Brenndur magi eða brjálaða móð-
irin“. Hann skrifaði líka handrit að
kvikmynd „Kufungurinn og þjóð-
kirkjupresturinn“, sem Germaine
Dulac leikstýrði. Artaud var mjög
óánægður með eigin túlkun Dulac
á handritinu.
Hálfu ári áður en Hitler kemst til
valda sem kanslari í Þýskalandi,
vorið 1932, er Artaud við kvik-
myndatökur í Berlín. Þá á hann að
eigin sögn, að hafa hitt Hitler á
kaffihúsi og hafa drukkið með hon-
um kaffi. Segist hann hafa fundið
vel þá djöfullegu fjölkyngi, sem
Hitler fékkst við. Um svipað leyti
skapaðist hugmynd hans að „Leik-
húsi grimmdarinnar".
Leikhús grimmdarinnar
Árið 1938 kemur út bókin „Le
Théatre et son DoubIe“ eða Leik-
húsið og staðgengill þess, þar sem
hann gerir grein fyrir kenningum
sínum um Leikhús grimmdarinnar
og hefur sú bók haft mjög víðtæk
áhrif á leikhúsfólk og fer þeirra
áhrifa einkum að gæta upp úr 1960.
Það er sér í lagi fólk, sem fæst við
tilraunaleikhús, sem hefur tekið
upp kenningar Artaud, en áhrifa
frá þeim gætir jafnframt inn í hið
hefðbundna leikhús.
I kenningum sínum Ieggur
11B B1111111! 111 i 11111111B111111 i