Alþýðublaðið - 30.03.1985, Blaðsíða 15
Laugardagur 30. mars 1985
15
Árni
Gunnarsson:
Ræöa flutt á
árshátíö
Alþýöuflokks-
félaganna
á Akureyri
í líkhúsinu í fæðugjafabúðunum í Bati í Wollo-héraði í Eþíópíu, hafa líkin Móðir og barn á líkbörunum. Endalok hundruða þúsunda í heimi mis-
verið búin til greftrunar. Þau eru hjúpuð léreftspokum, sem í var korn eða skiptingar auös og mannréttinda.
hveiti.
Dauði hvers barns sem lætur lífið
hungri smækkar hvert og eitt okkar
Góðir félagar.
Undanfarna mánuði hef ég
kynnst veröld, sem er svo gjörsam-
lega frábrugðin þeim heimi, sem
við gerst þekkjum, að engin orð fá
lýst þeim mun.
Þrátt fyrir þá erfiðleika, sem að
okkur steðja nú um stundir, búum
við við allsnægtir velferðarþjóðfé-
lagsins í samanburði við þriðja
heiminn. Ýmis umkvörtunarefni
Hungrið hefur leikið hann illa.
A-vítamín skortur hefur valdið
blindu, sem aldrei verður læknuð.
virðast býsna fáfengileg í þessu
sama ljósi. En samanburður af
þessu tagi er auðvitað afstæður.
Það stendur þó uppúr sem
óhagganleg staðreynd, að misskipt-
ing auðs í heiminum er jafnvel
hrikalegri nú en nokkru sinni fyrr.
Þar er sök hins hvíta manns svo
mikil, að hann mun seint geta bætt
fyrir brot sín. Hann hefur í ár-
hundruð blóðmjólkað heimsálfur
eins og Afríku og Asíu, og gerir
raunar enn að hluta til. Síðan hefur
honum tekist að móta neysluvenjur
meðal hinna fátæku þjóða, kennt
þeim að nota varning, sem þær ekki
hafa ráð á að kaupa.
Frelsi, jöfnuður og
réttlæti
Barátta stórveldanna um yfirráð
eða mótun þjóðfélags í löndum
þriðja heimsins, hefur síðan haft
ómæld áhrif á slaka afkomu og ýtt
undir vopnakapphlaup, átök og
styrjaldir, sem enn hafa gert kjör
þessa fólks ömurlegri.
Þarna eru á ferðinni í sinni
gleggstu mynd átök öfgastefna til
hægri og vinstri, kapítalisma og
kommúnisma.
Ég nefni þetta hér vegna þess, að
aldrei hef ég verið jafn sannfærður
og nú um hið mikilvæga hlutverk
jafnáðarmanna í grimmum heimi
misskiptingar auðs og réttlætis.
Frelsi, jöfnuður og réttlæti eru
orð, sem vart eru finnanleg í orða-
söfnum leiðtoga margra þjóða
þriðja heimsins. Þar ríkir ánauð,
ófreísi, mannfyrirlitning og svo
botnlaus fátækt, að matur er mun-
aður, fatnaður, forréttindi og dauð-
inn stendur við hvers manns dyr. —
Sumum verður dauðinn hið eina
frelsi og hinn eini friður. —
I okkar landi greinir okkur á um
leiðir að gefnu marki í framfaraátt.
Við erum ekki sammála um hvernig
við tryggjum frelsið best og friðinn,
né um hvaða leiðir séu heppilegast-
ar í efnahagslegu tilliti. En eitt eig-
um við sameiginlegt; við viljum
ekki fóma því frelsi og þeirri trygg-
ingu, sem við höfum fyrir sóma-
samlegu lífi, og hefur áunnist með
áratuga baráttu.
Um leið og við höldum áfram
baráttunni fyrir betri afkomu þjóð-
arinnar í heild, meiri jöfnuði, og
um leið og við mótmælum því, að
þjóðinni skuli nú skipt í tvær; aðra
ríka og hina efnalitla, skulum við
aldrei gleyma því, að barátta jafn-
aðarmanna er alþjóðleg. Slagurinn
hér er aðeins brot af stríði, sem
jafnaðarmenn verða að heyja um
víða veröld, — stríð gegn þvi mis-
rétti að stærstur hluti heims búi við
sultarmörk og hungurdauða á með-
an aðrir hafa ekki undan að ráð-
stafa auði sínum.
Órjúfanleg samstaða
Mörg þróunarlönd líta til Norð-
urlandanna í von um aðstoð og
leiðbeiningar. Á þessu sviði höfum
við miklu hlutverki að gegna. Sam-
staða sósíaldemókrata verður því
að vera órjúfanleg, þótt okkur
kunni að greina á um nokkur atriði,
Fjöldagrafir í Eþíópiu. Þær varða leiðina meðfram helstu þjóðvegum.
enda virðingin fyrir sjálfstæði og myndunar samofin alþjóðahyggju þetta stjórnmálaafl nái að styrkjast
frelsi til tjáningar og skoðana- jafnaðarmanna. Mikilvægi þess, að Framh. á bls. 23
VÖRULISTI HUSBYGGJANDANS
MILLIVEGGIR, stoðir,
veggplötur, loftlistar og
d einangrun.
TRÉ-
a
ái
cBÉa
E3ÉS
VIÐARÞILJUR í loft,
þ.ám. beyki, askur, eik
og fleiri eftirsóttar
viðartegundir.
INNIHURÐIR úr öllum
helstu viðartegundum
afgreiddar af lager.
gs
TRÉ -'{
LOFTPLÖTUR undir
málningu.
VEGGKLÆÐNINGAR
spónlagðar, með eða án
millilista.
BITALOFT, fjölbreyttir
möguleikar á loftbitum
og klæðningum.
• Fataskápar í fjölbreyttu úrvali - Útihurðir - Svalahurðir - Bílskúrshurðir úr
teak, oregon pine og maghony
• Sólbekkir, massívir úr eik og beyki, eða plastlagðir að vali kaupanda.
• Parket, eik, beyki, panill og ýmislegt fleira í húsið.
• Þú hringir og semur. - Við erum sveigjanlegir í samningum.
• Við sendum um allt land.
TRÉSMIÐJA
ÞORVALDAR ÓLAFSSONAR HF.
Iðavöllum 6 - Keflavík - Sími 92-3320 og 92-4700
Opið frá kl. 8-17 alla virka daga.
CTT^g
i öll hús