Alþýðublaðið - 30.03.1985, Blaðsíða 10

Alþýðublaðið - 30.03.1985, Blaðsíða 10
10 Laugardagur 30. mars 1985 Greiðslur almennings fyrir læknishjálp og lyf (skv. reglugerö nr. 436/1984) (Geymið auglýsinguna) 1. Greiðslur hjá heimilislækni og heilsugæslulækni 75 kr. - Fyrir viötal á stofu læknis. Innifalin er ritun lyfseöils. 45 kr. - Fyrir símaviðtal við lækni og/eða endurnýjun lyfseðils. (Sé þessi þjónusta innt af hendi eftir kl. 18.00 eða á laugardögum og helgidögum má læknir taka allt að 75 kr. fyrir). 140 kr. - Fyrir vitjun læknis til sjúklings. Ofangreindar greiðslureru hámarksfjárhæðir, og má læknir ekki krefja sjúkling um viðbótargjald, nema vegna lyfja eða umbúða, sem sjúklingur kynni að þurfa að fara með burt með sér. 2. Greiðslur fyrir sérfræðilæknishjálp, rannsóknir og röntgengreiningu 270 kr. - Fyrir hverja komu til sérfræðings. 100 kr.- Elli- og örorkulífeyrisþegar, fyrstu 12 skiptin hjá sérfræðingi á hverju almanaksári, síðan ekkert. (Sjá nánar hér að neðan). Aldrei má krefja sjúkling um nema eina greiðslu fyrir hverja komu ásamt rannsókn/röntgengreiningu í framhaldi af henni. Til nánari skýringar er eftirfarandi tafla: Greiðslur almennings fyrir sérfræðilæknishjálp, nokkur dæmi. TAFLA Heimilis- læknir Sérfræð- ingur Rannsókn/ Röntengr. Sérfræð- ingur Aðgerð hjá Svæfing/deyfing sérfræðingi hjá sérfræðingi Dæmi 1 75 270 Dæmi2 75 195 Dæmi 3 75 270 270 Dæmi4 75 270 0 Dæmi 5 75 270 0 270 Dæmi 6 75 270 0 270 0 270 Skýringar: Taflan lesistfrá vinstri til hægri og sýnir samskipti við a.m.k. tvo lækna. Dæmi 4: Sjúklingur leitar til heimilislæknis og greiðir þar 75 kr. Heimilislæknir vísar síðan sjúklingi til sérfræðings, og þar greiðir sjúklingur 270 kr. Þessi sérfræðingur sendir sjúk.ling í röntgengreiningu, og þarf sjúklingur ekki að greiða sérstaklega fyrir hana, þar sem hún er í beinu framhaldi af komu til sérfræðings. Ofangreindargreiðslureru hámarksfjárhæðir, og má læknirekki krefja sjúkling um viðbótargjald, nema vegna lyfja eða umbúða, sem sjúklingur kynni að þurfa að fara með burt með sér. Allir eiga að fá kvittanir fyrir greiðslum sínum hjá sérfræðingum. 6lli- og örorkulífeyrisþegar, sem leggja fram hjá sjúkrasamlagi sínu kvittun fyrir 12 greiðslum á sérfræðilæknishjálp á sama ári, fá skírteini, sem veitir þeim rétt á þessari þjónustu ókeypis það sem eftir er ársins. 3. Greiðslur fyrir lyf 120 kr. - Fyrir lyf í lyfjaverðskrá I og innlent sérlyf. 240 kr. - Fyrir lyf í lyfjaveröskrá II. 50 kr.- Elli- og örorkulífeyrisþegar, fyrir lyf í lyfjaveröskrá I og innlent sérlyf. 100 kr. - Elli- og örorkulífeyrisþegar, fyrir lyf í lyfjaveröskrá II. Eitt gjald greiöist fyrir hvern 120 daga lyfjaskammt, eöa brot úr honum. Cegn framvísun sérstaks lyfjaskírteinis í lyfjabúö fást ákveöin lyf, viö tilteknum langvarandi sjúkdómum, ókeypis. Læknar gefa vottorð til sjúkrasamlags í þeim tilvikum, sem réttur á skírteini kann að vera fyrir hendi. 9TRYGGTNGASTOFNUN RÍKISINS Útboð Vegagerð ríkisins óskar eftir tilboðum í Vestur- landsveg um Krókalæki ofan Fornahvamms. (Lengd 2,0 km, fylling og burðarlag 52.000 m3 og skering 36.000 m3). Verki skal lokið 15. október 1985. Útboðsgögn verða afhent hjá Vegagerð ríkisins í Reykjavík og í Borgarnesi frá og með 1. apríl nk. Skila skal tilboðum fyrir kl. 14.00 þann 22. apríl 1985. Vegamálastjóri. ST. JOSEFSSPÍTALI Landakoti Sjúkraþjálfari óskast í sumarafleysingar. Upplýs- ingar gefur yfirsjúkraþjálfari í síma 19600/266. Yfirsjúkraþjálfari. FÉL.AGSSTARF ALÞÝÐUFLOKKSINS Alþýðuflokksfélag Reykjavíkur Fundurverðurhaldinn i Félagsmiðstöð jafnaðarmanna næstkomandi laugardag 30. mars kl. 13. Jóhanna Sigurðardóttir og Magnús H. Magnússon ræða ástand og horfur. Dagskrá: 1. Húsnæðismálin. 2. Stjórnmálaviðhorfið. 3. Önnur mál. Formaöur Árshátíð Alþýðuflokksfélaga á Austurlandi verður haldin i Félagsheimilinu Valhöll, Eskifirði laugardag 30. mars og hefst hún kl. 19. Heiðursgestur árshátíðarinnar er Arnþór Jenssen. Matseðill: Forréttur; blómkálssúpa Aðalréttur; léttreyktur svínahamborgara- hryggur með rjómasveppasósu. Eftirréttur: Stóra hryllingsbúðin. Veislustjóri er Guðmundur Oddsson, formaður fram- kvæmdastjórnar Alþýðuflokksins. Dagskrá: 1: Avarp formanns Alþýðuflokksins, Jóns Baldvins Hannibalssonar. 2: Þjóðlagatríóið Hálft í hvoru. 3.: Avarp heiðursgests, Arnþórs Jenssen. 4: Óvænt uppákoma? 5: Grínistinn Magnús Ólafsson 6: Hljómsveitin Bumburnar, Norðfirði, leika fyrirdansi til kl. þrjú að morgni. Aðgangseyrir er 1200 kr. og er hægt að nálgast miða hjá eftirtöldum aðilum: Konráð Pálmasyni, s(ma6261 Eski- firði, Hallsteini Friöþjófssyni, slma 2115 Seyðisfirði, Sigfúsi Guðlaugssyni, sima 4179 Reyðarfirði, Grétari Jónssyni, slma 5865 Stöðvarfiröi, Agli Guölaugssyni, Egilsstöðum, sfma 1618, Veitingahúsinu Snekkjan, Fáskrúðsfirði, síma 5298, Einari Jenssyni, Hornafirði, síma 8428 og Jóni Svanbjörnssyni, Neskaupstað, síma 7621. Allir jafnaðarmenn velkomnir Alþýðuflokkurinn Skrifstofa Alþýðuflokksins Hverfisgötu 8—10 er opin dag- lega frá kl. 1—5. Sími 29244.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.