Alþýðublaðið - 30.03.1985, Blaðsíða 14
svo langt sem það nær
Laugardagur 30. mars 1985
ROKKHJARTAÐ SLÆR.
Leikfélag Hafnarfjarðar.
Höfundar:
Félagar í Leikfélaginu.
Höfundur söngtexta:
Hörður Zóphaníasson.
Höfundur og útsetjari tónlistar:
Jóhann Mórávek.
Leikstjóri:
Þórunn Sigurðardóttir.
Aðstoðarleikstjóri:
Ragnhildur Jónsdóttir.
Ljós:
Egill Ingibergsson.
Leikmynd:
Hlynur Helgason og
Kristín Reynisdóttir.
Búningar:
Kristín Reynisdóttir og
Helga Gestsdóttir.
Leikarar:
Hallgrímur Hróðmarsson,
Haraldur Baldursson,
Svanhvít Magnúsdóttir o. fl.
Það var í þá tíð þegar ég fékk að
horfa á Gunsmoke, Combat og The
Untoutchable í kananum hjá ís-
lenskukennaranum mínum. Eftir
byssuleikina á skjánum hélt hann
fyrirlestur um að íslendingum væri
fyrir bestu að stuðla að því að Frón
yrði fylki í Bandaríkjunum. Aðal
röksemdin var að þá væri hægt að
kaupa tollfrjálsa, hræbillega
kagga. Nokkrum árum seinna fór
hann vestur til fyrirheitna landsins
og settist að þar. Ekki hafa kagg-
arnir samt nægt honum, því hann
er kominn aftur upp á skerið og
keyrir nú um á skóda.
Það var í þá tíð þegar náttúran
var að gera vart við sig með allslags
vessum í líkamanum, sem spruttu
út í graftrarbólum og fílapenslum á
nefi, enni og öðrum viðkvæmum
stöðum. Þegar áhyggjur yfir hár-
leysi undir höndum voru að gera út-
af við mann.
Það var í þá tíð þegar augnagota
gat upphafið líkama og sál í annar-
legt ástand, sem var bæði ljúft og
sársauka blandið.
í þá tíð var ég valinn í það hlut-
verk að dansa þjóðdansa á sviði
Bæjarbíós í Hafnarfirði. Auðvitað
var ég bálskotinn í mótdansara
mínum, sem var lítil, freknótt, snot-
ur stelpa og skalf í hnjáliðum þegar
ég snerti grannt mitti hennar.
Kannski hafði sviðsskrekkurinn sín
áhrif Iíka. Tjaldið rann fráog í saln-
um sátu npmendur Lækjarskóla,
sem mættir voru á árshátíð sína.
Einhvernveginn tókst okkur að
ljúka af þjóðdönsunum án nokk-
urra stærri skakkafalla.
Eftir á settist maður á áhorfenda-
bekk og gat notið skemmtiatrið-
anna. Hápunktur árshátíðarinnar
var óneitanlega þegar Elli Presley,
mímaði við söng átrúnaðargoðsins.
Þá hríslaðist straumur um líkam-
ann og í huganum var maður stadd-
ur á ekta rokktónleikum, þar sem
sjálfur kóngurinn sveiflaði mjöðm-
um og skók sig.
Það var í þá tíð.
í nútíð er ég aftur staddur í Bæj-
arbíói. í þetta skiptið sem áhorf-
andi að uppfærslu hins endurvakta
læikfélags Hafnarfjarðar á nýju
leikverki, sem félagar í læikfélaginu
hafa sett saman og nefna „Rokk-
hjartað slær“.
í Rokkhjartanu er leitast við að
vekja upp tíðarandann þegar rokk-
ið hélt innreið sína hér á landi. Sag-
an, sem sögð er getur varla talist
merkileg. Fyrri hluti leiksins fjallar
um undirbúning að árshátíð og
seinni hlutinn er svo sjálf árshátíð-
in. Inní þessari umgjörð skapa svo
leikendur sínar eigin persónur og að
sögn hefur hverjum og einum verið
gefnar frjálsar hendur við persónu-
sköpun sína. Ekki verður sagt að
persónurnar risti mjög djúpt en
þrátt fyrir það verða margar þeirra
eftirminnilegar. Skal þar fyrstan
nefna Sigurbjörn söngkennara,
sem í meðför Hallgríms Hróðmars-
sonar er eftirminnilegasta persóna
leiksins. Hallgrímur er skrambi
góður gamanleikari og ekki sakar
að söngkennarinn kann að syngja.
Flutningur hans á Rúnaslagi Gríms
Thomsen við undirleik rokksveitar-
innar var með slíkum ágætum og
fílingu að íslenskir rokksöngvarar
mega fara að vara sig.
Haraldur Baldursson í hlutverki
hins Presleyfrelsaða Bergs og aðal
driffjöður þess að hleypa árshátíð-
inni upp í rokkhátíð, kemst einnig
vel frá sínu hlutverki. Minna mæðir
á öðrum leikendum, en allir eiga
það sammerkt að hafa sniðið sér
stakk v'ð hæfi.
Rokkhjartað slær svo langt sem
það nær en einhvernveginn finnst
manni það hefði getað náð mun
lengra, og slátturinn þá orðið
þyngri og áhrifameiri.
Það sem einkum háir Rokkhjart-
anu er að það vantar að fylgja hug-
myndunum eftir og vinna úr þeim
frambærilegt leikverk. í leikskrá er
gerð grein fyrir hvernig þetta hóp-
verk varð til og hvernig það smáþró-
ast frá hugmyndum, sem enginn
veit lengur hvar fæddust, yfir í sýn-
inguna. Slík vinnubrögð eru góðra
gjalda verð, en ósjálfrátt spyr mað-
ur sjálfan sig hvort útkoman hefði
ekki getað orðið mun betri ef feng-
inn hefði verið maður til að halda
utan um hugmyndinar og skapa úr
þeim heilsteyptan texta fyrir leik-
endur og leikstjóra að vinna úr.
Því miður var þetta ekki gert og
því hanga alltof margir endar lausir
í lok leiksins.
Hér skal tittlingaskítkasti hætt.
Það sem heldur Rokkhjartanu
gangandi er rokkhljómsveit undir
stjórn Jóhanns Mórávek. Hljóm-
sveitin spilar rokk upp á gantla
móðinn svo fæturnir byrja ósjálf-
rátt að stappa taktinn á milli
þröngra sætaraðanna í Bæjarbíói.
Þetta eru gamlir Presleyslagarar,
sem Hörður Zóphaníasson hefur
gert íslenska texta við. Textarnir
Framhald á bls. 23
.VORUBILASTOÐIN
ÞRÓTTUR
BORGARTÚNI 33, REYKJAYÍK
Sími25300
Þú hringir og við höfum til reiðu:
Litla vörubíla - Stóra vörubíla - Vörubíla með krönum - Dráttarbíla
með sléttum vögnum og malarvögnum -
••
Onnumst hverskonar landfíutninga, jarðvegsskipti og fyllingar.
Útvegum fyllingarefni.
Vanti þig bíl utan afgreiðslutíma okkar, hefur þú símanúmer
bílstjóranna í viðskiptaskrá stóxu símaskrárinnar.