Alþýðublaðið - 30.03.1985, Blaðsíða 12

Alþýðublaðið - 30.03.1985, Blaðsíða 12
12 Laugardagur 30. mars 1985 Að hrófla upp íverustöðum úr kassafjölum Rætt við Jón Baldvin Hannibalsson, formann Alþýðu- flokksins, um öryggismál Evrópu, Portúgal, húsnæðis- málin, húsnæðissamvinnu- hreyfinguna, fundaherferðina og jafnaðarstefnuna Jón Baldvin Hannibalsson var nýlega komin frá Lissa- bon í Portúgal frá fundi jafnaðarmanna í þeim löndum sem eiga aðild að Átlantshafsbandalaginu, þar sem fjallað var um öryggi Evrópu, þegar blaðamaður AI- þýðublaðsins náði af honum tali. Hann var spurður um fund þennan. „Þama voru lagðar fram ítarleg- ar álitsgerðir af fulltrúum þýska flokksins, þess franska, þess hollenska og ítalska. Það sem menn ræddu sérstaklega var þróun mála í Evrópu eftir 1979, er NATO tók hina umdeildu ákvörðun um að setja uup gagneldflaugakerfi í Evrópu eftir 1983, ef Sovétmenn fengjust ekki að samningaborði um að fjarlægja SS-20 eldflaugar sínar í millitíðinni. Þetta var rætt í fyrsta lagi út frá hernaðarfræðum, þ. e. um vopnakerfi og varnarstefnu NATO, í annan stað möguleika Eýrópuríkjanna til að mynda sam- eiginlega einhverja sérstöðu á milli risaveldanna. í þriðja lagi um sam- starfið innan NATO og í fjórða lagi um samskiptin við Bandaríkin" Voru menn sammála eða voru skoðanir skiptar? „Með hliðsjón af því fjaðrafoki sem að varð í íslenskum og skand- inavískum blöðum út af ólíkum sjónarmiðum danskra og íslenskra jafnaðarmanna í öryggismálum var fróðlegt að kynnast því, að þeir 17 jafnaðarmannaflokkar sem þarna áttu aðild hafa verulega ólíka af- stöðu í þessum málum. Sem endur- speglar ólíka afstöðu Iandanna. Þá má segja, að þau sjónarmið sem að ríkjandi eru hjá okkur samsvari mjög þeim skoðunum sem settar voru fram af fulltrúum Frakka og ítala. Aftur á móti hefur V-Þýska- land þarna nokkra sérstöðu, sem endurspeglar auðvitað stöðu þeirra, þeir eru á framvarðarlínunni, með sameiginleg landamæri við Austur- Þýskaland og Tékkóslóvakíu. Þjóð- verjar eru klofin þjóð og er mikið hugsað til þess, að ef til átaka kæmi, þá yrði það Vestur-Þýska- land sem bæri afleiðingarnar í fyrstu. Hinu má hins vegar ekki gleyma að það var þýski flokkur- inn, undir forystu Helmut Schmiths, sem hafði frumkvæði um þessa ákvörðun NATO 1979. Og hún var þá studd af öllum ríkis- stjórnum sem sósíaldemókratar áttu aðild að á þeim tíma. Það var engin sameiginleg niður- staða gefin út, en hins vegar ákveð- ið að halda áfram þessu starfi á fleiri fundum. En allir voru hins vegar sammála um að æskilegt væri að reyna að auka samstöðu þjóða á meginlandi Evrópu um sameigin- legt varnar- og öryggiskerfi, draga úr því hversu háðir þeir eru Banda- ríkjunum og í skjóli slíkrar sam- stöðu að reyna að knýja Sovétmenn til alvöru viðræðna um samdrátt herja, afvopnun og það að fjar- lægja kjarnavopn báðum megin frá á meginlandi Evrópu. Ágreiningur- inn var og er, eins og allur stjórn- málaágreiningur yfirhöfuð, um leiðirí' Portúgal; hvernig upplifðir þú þjóöfélagið í því landi? „Það var mjög fróðlegt að virða fyrir sér og kynnast portúgölsku þjóðfélagi. Portúgalar eru glæsileg þjóð, Lissabon ber þess merki að hún hefur átt sín glæsiskeið. Hins vegar eru efnahagsvandamál Portúgala gífurleg. Þeir urðu að taka við rúmlega einni milljón flóttamanna úr nýlendum sínum eftir byltinguna 1975. Hvarvetna má sjá í þessari stóru borg — íbúarnir eru 3 milljónir — blasa við húsnæðisvandamál öreiganna. Efnahagsvandamál og þrengingar setja svip sinn á borgina og ljóst að misskipting eigna og auðs er gífur- leg. Af viðræðum mínum við menn sem hafa samskipti við Norðurlönd — einkum í sambandi við fisk — er ljóst, að spilling í viðskiptamálum er útbreidd. T. d. var það fullyrt af mönnum sem til þekkja i þessum bransa að mútustarfsemi sé viðtek- in regla. Ef við berum saman þessi þjóðfé- lög, okkar eigið og það portú- galska, getum við sagt að í Portúgal sjáum við í hnotskurn hryggilegar afleiðingar af því þegar þjóðfélag leysist upp í tvær þjóðir, því að Portúgal mynda tvær þjóðir. Annars vegar er forréttindahópur viðskiptalífs og fjármagns, sem býr í sínu eigin hagkerfi, hins vegar all- ur þorri fólks sem er dæmdur til lágra launa og lélegrar afkomu og lakasti parturinn til hreinnar ör- birgðar. Þetta er það vandamál sem portúgalski jafnaðarmannaflokk- urinn á við að striða og það er ekkert undarlegt að í slíku þjóðfé- lagi þá er það einmitt flokkur með róttæka umbótaviðleitni innan þjóðfélgsins eins og portúgalski Sósíalistaflokkurinn undir forystu Soaresar er með, sem að skírskotar til þess hluta þjóðfélagsins, sem að beinlínis hefur ekki byltingu á dag- skrá sinni. Flokkurinn er hinn lang stærsti í landinu, en kommúnistar eru einnig sterkir, en sá flokkur er steinrunninn Stalínistaflokkur, undir forystu Cunahlsí* Nú, ef við snúum okkur þá að Islandi . . . „Já. Harold Wilson sagði eitt sinn að vika væri langur tími í póli- tík og ég neita því ekki að það að þurfa að bregða sér frá í viku, mér finnst það vera heil eilífð. Það hefur hins vegar ekki mikið gerst á þessari viku. Þegar ég fór voru húsnæðis- málin í brennidepli og þau eru það enn. Og enn horfum við á sundur- þykka og ráðþrota ríkisstjórn, þar sem ráðherrar og ráðamenn hugsa upphátt og vandræðast með að lýsa vandanum, en snúa sér ekki að því að leysa hann. Með ástandið í Portúgal í huga, þá sjáum við hérna þjóðfélag þar sem ungu kynslóðinni á íslandi hef- ur verið úthýst. Hér er heil kynslóð fólks sem þjóðfélagið hefur dæmt utangátta og fjórir eða fimm ár- gangar ibúðabyggjenda og íbúða- kaupenda rísa vart undir þeim byrðum sem þjóðfélagið hefur lagt á þá“ Hvað á að gera? Hverjar eru leið- ir Alþýöuflokksins? „Þessi vandamál verða ekki leyst nema með róttækum þjóðfélagsleg- um umbótum; valdabreytingum og fjármagnstilfærslum. Ef við ætlum að byggja íbúðir af hóflegri stærð, á viðráðanlegu veröi og kjörum fyrir ungt fólk, þá kostar það í fyrsta lagi peninga. Við erum hér að tala um í raun þrjú tekjujöfnunarkerfi í þjóðfélaginu. Við tölum um trygg- ingakerfi, sem er í ýmsu áfátt hérna, ekki síst lífeyrisréttindakerf- ið, í annan stað höfum við skatta- kerfið, sem er hrunið hjá okkur og á gjörsamlega að stokka upp og í þriðja lagi átti húsnæðislánakerfið að vera slíkt félagslegt jöfnunar- kerfi, en er núna orðið að fáránlegu ójafnaðarkerfi. Fyrsta málið er: Hvert á að sækja peningana? Því það mun kosta marga milljarða króna að endur- reisa fjárhag byggingarsjóðanna, þeir eru nú hrundir og hrundu ekki bara í tíð Alexanders og Alberts, heldur líka í tíð Svavars og Ragnars. Síðan þarf verulega fjármuni því til viðbótar til þess að bjarga lántak- endum 1980—1985 út úr hengingar- ólinni og til þess að veita sérstaklega ungu kynslóðinni viðunandi há lán og á viðráðanlegum kjörum. Við erum eini flokkurinn sem getum með góðri samvisku sagt að við höfum allan tímann lagt fram til- lögur um að bæta þetta. Við getum t. d. strax nefnt í fyrsta lagi hús- næðisfrumvarp Magnúsar H. Magnússonar, þar sem sú stefna var mörkuð að byggingarsjóðir verka- manna og rikisins skyldu fá fasta tekjustofna af sköttum, þ. e. a. s. launaskatti. Ef það frumvarp hefði náð fram að ganga, þá væru lán til íbúðakaupenda nú um 60% af byggingarkostnaði. Og þá væru byggingarsjóðirnir ekki sokknir í skuldir. Númer tvö: Þegar við kom- um á verðtryggingunni fengum við lagaákvæði í Olafslögin sem kvað á um að jafnhliða verðtryggingunni skyldi lánstími lengdur, til þess að tryggja að greiðslubyrði af lánum, þótt verðtryggð væru, yrði viðráð- anleg sem hlutfall af launum. Þetta var aldrei framkvæmt. Þetta var sem sé svikið af þeirri ríkisstjórn sem tók við, þar sem húsnæðismál- in voru í höndum Svavars og fjár- málin í höndum Ragnars. Þriðja til- lagan var strax ‘81—82, frá Jó- hönnu Sigurðardóttur, sem var um það að sá hluti eftirstöðva verð- tryggðra lána, sem mældist hærri samkvæmt lánskjaravísitölu heldur en kaupgjaldsvísitalan segði til um, skyldi færast aftur fyrir höfuðstól og þýða þar með lengingu lána og að greiðslubyrði af láninu færi aldrei umfram þróun launa. Þessar tillögur eru allar á borðinu og hafa verið allan tímann. Því þótti mér það fyrir mitt leyti ósanngjarnt á sínum tíma, þegar Sigtúnshópurinn setti fram sínar kröfur, sem voru ®IAUSAR STÖÐUR HJÁ REYKJAVÍKURBORG Reykjavíkurborg vill ráða starfsfólk til eftirtalinna starfa. Starfskjör samkvæmt kjarasamningum. • Hjúkrunarfræðingar óskast til afleysinga og lengri tlmavið Heilsuverndarstöð Reykjavlkur og einnig á kvöldvakt f heimahjúkrun. • Sjúkraliðaróskast til afleysingaog lengri tíma við Heilsuverndarstöð Reykjavíkur. • Ljósmæður óskast til afleysinga og lengri tíma við Heilsuverndarstöð Reykjavlkur. • Læknaritara í 50% starf frá 1. júní nk. á heilsu- gæslustöö, Asparfelli — starfsreynsla æskileg. • Hjúkrunarfræðingur við ungbarnaeftirlit I 100% starf frá 1. júnf nk. Upplýsingar gefur hjúkrunarforstjóri f sfma 75100 og framkvæmdastjóri heilsugæslustöðva í síma 22400. Umsóknum ber að skila til Starfsmannahalds Reykjavíkurborgar, Pósthússtræti 9,6. hæð á sér- stökum umsóknareyðublöðum sem þarfást, fyrir kl. 16.00 þriðjudaginn 16. aprfl 1985.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.