Alþýðublaðið - 30.03.1985, Blaðsíða 13

Alþýðublaðið - 30.03.1985, Blaðsíða 13
Laugardagur 30. mars 1985 13 um nákvæmlega þetta, að lán yrðu hærra hlutfall áf byggingarkostn- aði og að greiðslubyrði færi ekki umfram launaþróun, að lánstími yrði lengdur — að þegar við lögð- um fram á fundinum tillögur okkar sem lagðar höfðu verið fram á þingi, þá var af hópnum viðhöfð sú viðleitni að leggja alla stjórnmála- menn og flokka að jöfnu. Nú er mönnum hins vegar orðið ljóst, að þetta voru réttar tillögur og nú vildu allir Lilju kveðið hafa. En hlutur- inn er bara sá að þeir gera ekkert. Þetta eru okkar tillögur; við bend- um á tekjustofna og fjármagnstil- færslur til þess að fjármagna sjóð- ina. Númer eitt: Við viljum að sjóð- irnir fái aftur fasta tekjustofna af launaskatti. Númer tvö: Við viljum leggja á stighækkandi tekjuskatts- auka á skattsvikinn verðbólgu- gróða stóreignafyrirtækja og stór- eignamanna, sem á að skila allt að tveimur milljörðum króna og þess- um peningum viljum við verja til þess að gera myndarlegt átak í að byggja íbúðir af hóflegri stærð á viðráðanlegum kjörum fyrir ungt fólk. Númer þrjú: Við erum með tillögu í smíðum um aðra tekju- stofna, en þá erum við fyrst og fremst með í huga hagnað Seðla- bankans og hluta af refsivöxtum Seðlabankans frá viðskiptabönk- unum. Með öðrum orðum: Við fullyrð- um að það eru til peningar. Við höf- um allan tímann lagt fram slíkar til- lögur og við erum með mótaða stefnu um hvernig eigi að leysa þetta þjóðfélagsvandamál, sem lýsir sér í því að það er að verða ginnungar- gap milli ungu kynslóðarinnar, sem er á götunni, og hinnar eldri. Og af því að ég var að tala um Portúgal: Það er ekkert ýkja langt í það, að þetta unga fólk sem er á göt- unni lýsi vantrausti sínu á þetta þjóðfélag með þvi ósköp einfald- lega að yfirgefa það. Loftslagsins vegna getur það ekki leyst sín vandamál með því að hrófla upp íverustöðum úr kassafjölum;* Varla flyst það til Portúgal . . . „Nei, sjálfsagt ekki, þess má geta að á heimleið minni frá Portúgal heimsótti ég aðalstöðvar hollenska flokksins og þá vildi svo til að ein- mitt þá dagana var haldið upp á 75 ára afmæli húsnæðissamvinnu- hreyfingarinnar hollensku, en hún er sprottin upp úr jarðvegi verka- lýðshreyfingarinnar og Sósíal- demókrataflokksins þar. Ég for- vitnaðist mikið um þá hreyfingu, með Búseta í huga, og mér voru gef- in þau svör, að kannski hefði engin ein hreyfing átt eins mikinn þátt í því að breyta hollensku þjóðfélagi, lyfta lífskjörum almennings og skapa stöðugleika og öryggi fyrir venjulegt fólk eins og einmitt þessi hreyfing. Hún hefur byggt gífurleg- an fjölda af íbúðum af þessu tag- inu, þær eru af hóflegri stærð, oft- ast nær í fjölbýli, ýmist til sölu eða til leigu, að mestu til leigu, byggðar á öruggum leigusamningum þannig, að fólk greiðir þarna raun- verulega fyrir húsnæðisöryggi hóf- legan hlut af launum sínum, með mjög líkum hætti og Búsetahreyf- ingin hér á landi er að boða. Þetta er með öðrum orðum stórkostlegt félagslegt kerfi til tekjujöfnunar og öryggis í þjóðfélaginu. Því að frum- þarfir hverrar fjölskyldu eru jú að hafa þak yfir höfuðið, burtséð frá því hvort hún á það eða ekki, og að hún búi við öryggi. Þannig að ef efnahagslegar forsendur fjölskyld- unnar breytast, að hún sé ekki þar með úti á götunni. Þetta er grund- vallaratriði í allri velferðarpólitík jafnaðarmanna og við áttum auð- vitað fyrir löngu að vera búnir að læra mikið meira af því geysilega félagslega átaki sem slíkar hreyfing- ar hafa unnið, ekki bara í Hollandi, heldur á þetta við um flest ná- grannalöndin okkar. ið hringferðinni, við eigum að vísu Vestfirði eftir, en við erum búin að koma í nærri því öll byggðarlög landsins. Undirtektirnar hafa verið mjög merkilegar, öfugt við fjölmiðla- ruglið um auglýsingamennsku og sjónhverfingar, þá eru þetta ein- hverjir harðpólitískustu fundir sem haldnir hafa verið hér áratugum saman. Þarna er ekki boðið upp á neina skemmtikrafta, né auglýsing- ar; þarna er verið að spyrja rót- tækra spurninga og ræða ósköp einfaldlega það, hvernig við viljum breyta þessu þjóðfélagi. Og það eru komin á annað þúsund manns sem hafa skráð nafn sitt því til staðfest- ingar að þeir vilji taka þátt í breyt- ingunni, fá tillögur jafnaðarmanna í hendur til skoðunar og umsagnar og eru reiðubúnir til þess að taka þátt í umræðuhópnum með okkur um ýmis mál. Þetta er sem sagt byrjunin á því að koma á beinu jarðsambandi við fólkið og gagn- kvæmum umræðum, milliliðalaust við fólkið í landinu. í þessu sam- bandi þarf að gera meira, við þurf- um að koma upp öflugu útbreiðslu- starfi, skipuleggja erindrekstur út um landið, efla útgáfustarfsemina og svo framvegis. Eitt af því ánægjulegasta við þetta allt er að við höfum orðið var- ir við gífurlega fylgisaukningu meðal fólks úti á landi, en það verð- ur að skoðast sem dæmi um niður- lægingu flokksins að hann var gjör- samlega þingmannslaus í öllum kjördæmum frá Holtavörðuheiði til Hellisheiðar. Óhróður aðallega framsóknarmanna og alþýðu- bandalagsmanna um Alþýðuflokk- inn sem Faxaflóaflokk og fjanda- Framh. á bls. 18. GERUM GOÐAN FISK mmá ■ - Vandvirkni sjómanna og starfsfólks í frystihúsum hefur skapað íslenskum fiski heimsfrægð fyrir gæði en við megum aldrei slaka Stöðug vandvirkni í snyrtingu og pökkun, hreinlæti og rétturklæðnaðurgeragæfumuninn. Gleymum ekki sótthreinsun á höndum og hönskum. Rétt höfuðfat getur komið i veg fyrir slæm óhöpp. Aðskotahlutir í fiski fella hann í gæðamati. Skilum íslenska fiskinum til neytandans sem þeim besta. Siávarútvqgaráðunqytið Kynrvngarstörf fyrir beettum fiskgædum wk ' 5 ;j \m iflfe i-w m-í \ Því er það, að burtséð frá ein- hverjum ágreiningsefnum. um hvernig eigi að skipuleggja þessa búsetahreyfingu, þá eigum við að sjálfsögðu að veita henni öflugan stuðning, því ég er sannfærður um, að samvinnufélagaform við að leysa þetta er rét(ta leiðin" Jón, nú hafa verió haldnir margir tugir funda um land allt og auk þess haldinn flokksstjórnarfundur á Akureyri og um þessa helgi þing- flokksfundur á Eskifirði. Hverju eru menn að sækjast eftir? Hefur oröiö árangur af þessu starfi? „Við erum smám saman að reyna að breyta okkar vinnubrögðum í Alþýðuflokknum, fyrst og fremst með þeim hætti að færa okkar póli- tík nær fólkinu og til fólksins. Póli- tík er því aðeins verðugt viðfangs- efni að fólk taki þátt í henni. Fundaherferð okkar um landið, sem sennilega er einhver mesta fundaherferð sem nokkur stjórn- málaforingi hefur efnt til þótt kosn- ingar væru ekki í aðsigi, hefur bor- ið mikinn árangur. Við höfum náð sambandi við þúsundir einstakl- inga um landið allt, bæði á þessum fjölmennu fundum og á vinnustöð-' unum. Við höfum nú nærri því lok- Alþyðusambandið um húsnæðismálin: Raunvextir fari aldrei yfir 3% Fyrir skömmu lagði miðstjórn Alþýðusambands íslands fram til- lögur sínar til úrbóta í húsnæðis- málum fyrir ríkisstjórnina. Til- lögurnar eru í eliefu iiðum og fara hér á eftir. 1. Lækkun vaxta svo raunvextir fari aldrei yfir 3%. 2. Lántakanda sé tryggt að geta jafnan valið á milli verð- tryggðs og óverðtryggðs láns. 3. Breyttan grunn lánskjaravísi- tölu þannig að hún reiknist út frá umreiknuðum vísitölum framfærslukostnaðar að ein- um þriðja og byggingarkostn- aði að tveimur þriöju. Við umreikninginn verði eftir- taldir þættir teknir út: Obeinir skattar Niðurgreiðslur Opinber þjónusta Afengi og tóbak 4. Leiörétting á höfuðstól verð- tryggðra lána sem síöustu . misseri hafa hækkað sérstak- lega vegna lækkunar niður- greiðslna og hækkunar á opinberri þjónustu, áfengi og tóbaki. 5. Takmörkun á greiðslubyrði lána m. v. kaupmátt taxta- kaups. Hluta gjaldfallinnar greiðslu verði bætt við höfuð- stól eða hann færður aftur fyrir lánstíma lánsins. 6. Lengingu á lánstíma lífeyris- sjóðslána um allt að 5 árum ef lántaki óskar þess. 7. Áframhald á endurskoðun á lánareglum Byggingarsjóðs ríkisins. Grunnlán verði að- eins veitt einu sinni, en við- bótarlán miðist við fjöl- skylduhagi. 8. Sérstaka hækkun á lánunum vegna kaupa á eldra húsnæði. Reglur um veitingu slíkra lána verði tengdar reglum um veit- ingu nýlána. 9. Aukið fjármagn til Bygging- arsjóðs verkamanna. Ymist verði um nýbyggingar að ræða eða kaup og endursölu eldra húsnæðis, eftir því sem hagkvæmast verður talið hverju sinni. 10. Skattameðferð vaxtafrádrátt- ar, m. a. verði kannað hvort heppilegt geti verið að tryggja öllum sérstakan skattafslátt vegna húsnæðisöflunar í sömu krónutölu. 11. Aukins fjármagns verði aflað til sérstakra ráðstafana fyrir það fólk, sem nú er í greiðslu þroti.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.