Alþýðublaðið - 30.03.1985, Blaðsíða 22

Alþýðublaðið - 30.03.1985, Blaðsíða 22
22 Laugardagur 30. mars 1985 Búseti 6 Svíþjóð, í Búsetanum, tímariti Bú- seta, kemur fram að Riksbyggen er samband 1200 búsetufélaga um alla Svíþjóð. Það var stofnað 1940 að frumkvæði stéttarfélaga. Frá byrj- un hefur félagið byggt 250 þúsund ibúðir, þar af eru 130 þúsund í eigu einstakra búsetufélaga og 70 þús- und í eigu sveitarfélaga. Ibúðirnar eru fjármagnaðar þannig að félögin fá 70*7o af byggingarkostnaði að láni frá bönkum og öðrum peninga- stofnunum sem hafa það hlutverk að fjármagna húsnæðiskerfið. Rík- ið lánar 29% og sá sem kaupir bú- seturétt þarf að greiða 1% fyrir hann. Fyrir nýja þriggja herbergja íbúð þarf að greiða 10 þúsund sænskar fyrir búseturéttinn, eða um 40.000 ísl. krónur. Síðan er mánaðargjald- ið 1.900 kr., eða um 8.000 kr., sem skiptist á fjármagnskostnað, um- sjón, viðhald og hita. Hver félagi í búsetufélagi sér sjálfur um viðhald á íbúðinni en fé- lagið ber ábyrgð á viðhaldi utan- dyra. Hjá Riksbyggen starfa 2000 ’menn við umsjón og viðhald íbúð- anna, sem eru um 200 þúsund. íbúðamarkaðurinn í Svíþjóð skiptist þannig að um 550 þúsund íbúðir eru í eigu búsetufélaga, 750 þúsund í eigu sveitarfélaga og 800 þúsund í einkaeign. Hvað er búseturéttur? Húsnæðissamvinnufélög eru eig- endur íbúðanna og eru þau rekin af félagsmönnum. Við inngöngu í slíkt félag greiðir félagsmaður ákveðið grunngjald, sem veitir hon- um ótímabundinn búseturétt í íbúðinni. Grunngjaldið gæti verið á bilinu 1—5% af verði íbúðarinnar og veitir það honum ævilangan rétt til búsetu í íbúðinni. Síðan greiðir félagsmaður ákveðið ársgjald, sem skipt er niður í mánaðarlegar greiðslur. Ársiðgjaldinu er ætlað að standa undir fjármagnskostnaði af húsnæðinu og rekstrarkostnaði. Er það sambærilegt og greidd væri leiga af húsnæði og miðað við nú- verandi verðlag yrði mánaðar- greiðslan sambærileg við lága leigu. Húsnæðissamvinnufélagið bygg- ir á sameiginlegri eign og samvinnu- rekstri. Fjölbýlishúsi er ekki skipt í eignarhluta heldur er hver félags- maður nánast leigjandi hjá félag- inu, sem hann er sjálfur meðeigandi Húsnæðissamvinnufélag er fé- lagsleg lausn á húsnæðismálunum. Meginhugsunin er að félagið byggi íbúðirnar og selji síðan félags- mönnum búseturétt og sá réttur er tryggður handhafa hans svo Iengi hann óskar, jafnvel ævilangt og get- ur rétturinn gengið í arf til afkom- enda. En búseti getur líka selt rétt sinn aftur til húsnæðissamvinnufé- lagsins, sem framselur réttinn þá áfram til næsta búseta. Tveir kostir við þetta fyrirkomu- lag eru að búsetar geta flutt milli bæjarhverfa og héraða án þess að þurfa að standa í því að selja ofan af sér og kaupa nýtt. Einnig er gert ráð fyrir ákveðnum hreyfanleika i kerfinu þannig, að auðveldara verð- ur að sníða sér stakk eftir vexti eftir fjölskyldustærð og öðrum þörfum. Þannig er hægt að skipta yfir í stærri íbúð þegar fjölgar í fjöl- skyldunni og þegar ungarnir yfir- gefa hreiðrið má aftur minnka við sig. Einsog fram hefur komið þá sér búsetinn um allt viðhald innandyra og jafnframt er honum heimilt að breyta íbúðinni eftir eigin höfði, en á hinum almenna leigumarkaði er slíkt ekki leyfilegt eins og alkunna er. í hverjum byggingarkjarna eru íbúðir af mismunandi stærðum og gerðum, fjölbýlishús, raðhús og einbýlishús. Hugmyndin hefur stuðn- ing Nú eru starfrækt fjögur Búseta- félög hér á landi, í Reykjavík, í Borgarnesi, á Akureyri og á Sel- fossi. Um þrjúþúsund manns eru félagar í félögunum. Afsannar það þá kenningu að allir íslendingar vilji eiga eigið húsnæði. Félögin eiga líka öruggan stuðn- ing á Alþingi. Öll stjórnarandstað- an er hlynnt því að félögin hljóti full réttindi, sömu sögu er að segja um Framsóknarflokkinn og hluta af Sjálfstæðisflokknum. Það er því bara spurning um hvenær lög um réttindi Búseta fara í gegnum þing- ið. Síðustu helgina í apríi verður haldin ráðstefna um félagslegt hús- næði á íslandi, sem Búseti ásamt ASÍ og BSRB hafa boðað til. Ráð- stefnan átti að vera sl. haust en var frestað vegna verkfallanna. í þeim húsnæðisvanda sem er í dag finnst engin lausn nema að fé- lagslega húsnæðiskerfið verði eflt. Er að vona að ráðstefnan verði spor í þá átt. Athyglisverð 17 í Reykjavík, rétt eins og aðrar slíkar, leitist jafnan við að haga sér eftir aðstæðum, t. d. í þessu tilfelli þann- ig, að hún rími saman eftir því sem unnt er brýnan vanda húsnæðis- leysingja og hagstæð íbúðakaup á almennum markaði. Margt seín mælir með í framangreindri greinargerð Fasteignamats ríkisins kemur fram, að staðgreiðsluverð eldri íbúða í Reykjavík 1. apríl 1984 nam 93% af byggingarkostnaði sambærilegra íbúða. Húsnæðismálastjórn Iánar sem kunnugt er 80% af byggingar- kostnaði nýrra íbúða. Þegar hins vegar er um að ræða eldri íbúðir, sem keyptar eru á almennum mark- aði og breytt í eignaríbúðir í verka- mannabústöðum, lánar hún 55% af kaupverði, eða 80% af útborgun (sem á að koma í einn stað niður). Áhvílandi lán eru yfirtekin og að sjálfsögðu er miðað við, að seljandi láni eftirstöðvar með sama hætti og gerist í öðrum tilfellum á almenn- um markaði. Af þessu leiðir, að sé Reykjavíkurborg reiðubúin til að leggja fram tiltekið framlag ár hvert til Byggingarsjóðs verkamanna og Húsnæðismálastjórn jafn reiðubú- in til að ætla Stjórn verkamannabú- staða í Reykjavík sama skerf úr Byggingarsjóði verkamanna, burt- séð frá því hvort um nýbyggingar eða kaup á eldri íbúðum er að ræða, ætti að vera unnt að fá mun fleiri íbúðir til ráðstöfunar séu þær keyptar notaðar, jafnvel þótt leggja þurfi nokkurt fé til endurnýjunar á hverri og einni, heldur en ef umrætt fé er eingöngu notað til nýbygginga. Sá kostur fylgir síðan til viðbótar, að með þessum hætti er hægt að ríma miklu betur saman húsnæðis- þörf fjölskyldnanna og afhending- artíma íbúðanna, sem og æskilega dreifingu þeirra að vild um borgina alla. Þannig mælir margt með því, að sá kostur sé hagstæður, sem hér er gerð tillaga um. Fær hún því von- andi góðar undirtektir í borgar- stjórn" EFTIIWAGIM Meö hjólhýsi tjaldvagn eöa kerru í eftirdragi þurfa ökumenn að sýna sérstaka aögát og prúömennsku. Hugs- andi menn tengja aft- urljósabúnað bílsins í vagninn, hafa góða spegla á báðum hlið- um, ogglitmerkiáeftir- vagninum. UMFERÐAR RÁÐ þegar spurt er hvort þú viljir nótu - það er öruggara Það er freistandi að segja nei, þegar þér stendur til boða ríflegur afsláttur. En nótulaus viðskipti geta komið þér í koll. Sá sem býður slíkt er um leið að firra sig ábyrgð á unnu verki. Samkvæmt lögum og reglugerðum um söluskatt og bókhald er öllum þeim sem selja vöru og þjónustu skylt að gefa út reikninga vegna viðskiptanna. Reikningar eiga að vera tölusettir fyrirfram og kaupandi á að fá eitt eintak. Sé um söluskattsskylda vöru eða þjónustu að ræða á það að koma greinilega fram á reikningi. IJÁRMÁIARÁÐUNI ■ YTIÐ Auglýsingaþjónustan

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.