Tíminn - 29.06.1967, Page 9

Tíminn - 29.06.1967, Page 9
FIMMTUDAGUR 29. júní 1967 Útgefandi: FRAMSOKNARFLOKKURINN Frarakvæmdastjóri: Kristján Benediktsson. Ritstjórar: Þórarinn bórarinsson íáb). Andrés Kristjánsson. Jón Helgason og IndriSi G borsteinsson Fulltrúi ritstjórnar: Tómas Karlsson Aug- lýsingastjóri: Steingrímur Gíslason Ritstj.skrifstofur I Eddu- liúsinu. símar 18300—18305 Skrifstofur: Bankastræti 7 Af- greiðslusimi 12323. Auglýsingastmi 19523 Aðrar skrifstofur, sími 18300 Askriftargjald kr 105.00 á mán. innanlands — t lausasölu kr. 7.00 eint. — Prentsmiðjan EDDA h. f. Afli togaranna í fyrradag birti Vísir forsíðufrétt um afla togaranna. I fréttinni segir, að „afli togaranna hafi verið óvenjulega líflegur nú seinustu mánuði — mokafli við Austur-Græn- land og góður reytingsafli á heimamiðum. Önnur eins aflahrota hjá íslenzkum togurum hefur ekki komið í mörg herrans ár“. í frétt Vísir segir ennfremur: „Frá áramótum hafa togararnir komið með um 8 þús. lestir á land í Reykjavík, en tæp 7 þusund á sama tíma í fyrra. Auk þess hefur verið mikið um sölur erlendis í vor og má búast við að afli togaranna sé orðinn allmiklu meiri en hann hefur verið um áraraðir, miðað við fjölda skipa. Mikil vinna hefur verið í frystihúsum bæjarins við :vinnslu togaraaflans og er það góð uppbót á lélega vertíð. Aflinn miðað við togtíma virðist vera mun betri en undanfarin ár, og hafa fengizt allt upp i 4VÍ! tonn á tog- tímann við A.-Grænland, en afli hefur einnig verið góð- ur við Austfirði og á Selvogsbanka.“ Þessi ummæli Vísis sýna bezt, hve mikið tjón hlýzt nú af því, að togaraflotinn hefur minnkað um meira en helming í tíð „viðreisnarinnar“ og ekki von neinna skipa í hann í náinni framtíð, því að raunverulegur undirbún- ingur hefur enginn átt sér stað í þá átt. Það gerðist snemma á „viðreisnar“-timanum, að ríkis- stjórnin úrskurðaði að togaraútgerð ætti hér ekki framtíð og því ætti ekki að hirða neitt um endurnýjun togara- flotans. Nægilegt væri að treysta á síldveiðarnar og ál- bræðsluna í StraumsvÍK. Einkum myndi hið síðara leysa vandann. Álframkvæmdir í Straumsvík veita nú 190 íslendingum atvinnu, en það er aðeins örlítið brot af þeim mannafla, sem þyrfti til að manna togarana og vinna úr aflanum, ef togaraflotanum hefði verið haidið við hvað þá heldur. ef hann hefði verið eitthvað aukinn. Sést bezt á þessu, hvílíkir draumórar það hafa verið hjá ríkisstjórninni, að óhætt væri að láta stórar atvinnugreinar ,eins og togara- útgerðina, grotna niður, því að álframkvæmdir myndu fyíla í skarðið og vel það. Vonandi verður sú reynsla, sem nú er fengin, til þess, að hafizt verði handa um eflingu togaraflotans. Það tjón verður samt aldrei bætt, að í þau átta ár, sem „viðreisn- in“ hefur staðið, var þessum málum ekkert sinnt og togaraflotinn látinn ganga saman, án þess að nokkur endurnýjun ætti sér stað. Umdeild síldveiði Fiskifræðingar hafa vakið mals á þvi, að mjög vafa- söm sé hin mikla síldveiði, sem nú er stunduð fyrir sunn an land. Segja má, að þeir bátar, sem hafa stundað þessa veiði undanfarið, hafi fengið fullfermi á hverjum sólar- hring. Hér er því um freistandi veiðiskap að ræða, enda fer þeim bátum, sem sækja þessi mið, mjög fjölgandi. Fiskifræðingar telja það varhugavert við þessa veiði, að hér sé um vorgotssíld að ræða og geti það gengið hættulega nærri síldarstofninum í framtíðinni, ef mikið verður veitt af henni nú. Þessvegna beri að setja hömlur á, að hún sé veidd alveg takmarkalaust. Hér er vissulega um aðvörun að ræða, sem sjávar- útvegsmálaráðh. getur ekki látið fara framhjá sér að- gerðalaust. Ráðherranum ber að láta athuga þessi mál til hlítar og gera ráðstafanir til eðlilegra takmarkana, ef þær álítasi nauðsyniegar. TÍMINN ? ERLENT YFIRLIT Hættan aöeins minni eftir fundi þeirra Johnsons og Kosygins Viðræðurnar hafa orðið persónuiegur sigur fyrir þá báða. VIÐ HÓFUM ekki leyst nein meiriháittar vandamál, sagði Johnson forseti eftir síðari fund iþeinra Kosygin, enda þar-f meira til þess. Þrátt fyrir það. held ég, eð heimurinn hafi ör- lítið færzt saman og hættan ör- líitið minnkað við þessar við- ræður okkar. Niðurstaða flestra þeirra. sem hafa ritað af hófsemi um þessi mál eftir viðræður þeirra Jöhnsons og Kosygins, er yfir- leiitt á þessia leið. Öll stóru á- greiningsmálin eru eftir sem áð ur óleyst. Vietnamstyrjöldin heldur áfram með sama hætti og áður, staðan í Aust- urlöndum nær er óbreytt og afvopnunarmálin haldast í sama farinu. En andrúmsloftið er samt ekki eins þungt og áður. Forustmenn þeirra stórvelda, sem nú ráða mestu í heimin- um, hafa hitzt og ræðzt við vinsamlega og skýrt sjónarmiö hvors annars. Þeir þekkja betur en áður þá erfiðleika, sem hvor ir um sig hafa að glímia við, og finna betur en áður, að þrótt fyrir allan ágreining hafa þeir þó eitt stórt sameiginlegt mark mið þ. e. að tryggja heimsfrið inn. Þess vegna hefur gjáin, sem tðskildi áður, örlítið minnkað, heimurinn færzt örlítið saman og aðeins dregið úr hættunni. En það þarf miklu meiria til, miklu fleiri viðræð-ur og lengri tíma áður en eyfct verður nægi- lega þeirri tortryggni, sem enn skilur austrið og vestrið svo- nefnda. Og á meðan verða menn að halda vöku sinni, endg mun það bryggja bezt, að held- ur miði í rétfca átt. VIÐRÆÐUR þeirra Johnsons og Kosygins hafa sýnt, hve mik ilvægt hluitverk Sameinuðu þjóðanna er. Menn lífca gjarn m á það aukaiþing Sameinuðu þjóðanna, sem nú er háð, sem áróðurssamkundu og má vissu lega gera það, ef dæmt er eftir ræðunum einum, sem þar eru flufctar. En hinu má ekki gleyma að hér er vefctvangur, þar sem forustumenn þjóðanna geta hitzt og ræðzt við einslega. Það ber oft mikinn árangur, þótt hann sé ekki sýnilegur í fyrstu. Án aukaþingsins hefði t. d. eng ar viðræður átt sér stað milli þeirra Johnsons og Kosygins. Oig vopnahlé hefði ekki kom izt eins fljótt á í styrjöld milli ísraels og Arabaríkjanna, ef Sameinuðu þjóðimar hefðu elcki verið til. Styrjöldin hefði þá getað orðið enn víðtækari. ÞAÐ hefur komið glöggt i ljós í sambandi við þá atburði, sem hafa gerzt undanfarið, að Bandaríkin og Sovétríkin eru nú höfuðstórveldin í heiminum. Heimsfriðurinn byggist mest á afstöðu þeirra. En jafnframt hefur það einnig sézt greini lega, að þau eru ekki einráð um þróunima. Litlir. harðskeytt ir og þráir bandiamenn þeirra geta oft sveigt þau af þeirri braut, sem þau vilja helzt fara. Sú efstaða ísraelsmanna að innlima Jerúsalem og nokkurn hluta þess lands, sem þeir hafa hertekið, stendur nú öðru frem ur í vegi þess, að samkomulajs viðræður geti hafizt í deilu þeirra og Araba. Vafalaust hafa Bandaríkjamein, reynl ai fá ísraelsmenn til a? falla fr. þessu, en ekki tekizt það. Suður-Vietnam telja Banda \ ríkjamenn sig þurft að tak. verulegt tillit til Kvs marskálk og hers'höfðingjanna, en Rúss:- telja sig hins vegar verða ao fara verulega að ráðum stjórr ar Norður-Vietnam. En mest áhrif hefur þó ai staða Kínverja haft á viðræður þeinna Kosygins og Johnsons. \ Vegna samkeppninnar við Kín- verja, verða Rússar að standa fast við hlið Araba og stjórnar Norður-Vietnam. En áhrif Kín verja er þó hvergi nærri öll neikvæð. Óttinn við þá — og þá ekki sízt hina nýju vetnis sprengju þeisra — þokar Rúss- um og Bandaríkjamönnum fremur saman en hið gagn- stæða. AF blaðaskrifum virðist það ótvírastt, að þeir Johnson og Kosygin hafa báðir vaxið af viðræðunum. Johnson hefur styrkt það álit heima fyrir, að hann vilji frið, og kjósi helzt að geta snúið sér að þeim fram faramálum heima fyrir, sem hann hefur beitt sér fyrir. Kos ygin hefur styrkt þá skoðun uí an Sovétríkjanna — og senni- lega heima fyrir líka —, að hann sé sá leiðtogi Rússa, sem hafi mestan áhuga á því að efla framfarir innanlands og því vilji hann draga úr víg- Framhald á bls. 12

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.