Tíminn - 29.06.1967, Blaðsíða 7

Tíminn - 29.06.1967, Blaðsíða 7
FMttTUDAGUR 29. júní 19G7 laam&ð hundnað um það er lauk þessari árás, er þó stóð ekki til- takanlegia lengi. Hitt er víst að þeir egypzku urðu miklu meira undrandi yf- ir þessari óvæntu árás, en við þeir erlendiu, og kom hún þó okkur gjörsamlega óvöru.m, því vægast sagit bjóst víst emginn í Egyptalandi við striði strax, og jþá fyrst, ef til kæmi eftir viku eða 10 daga. Jafnvel Mar al- mennt álitið, að ekki æilti til ófriðar að koma af Araba hálfu, heldur að þvinga U.N. (Sarnein uðu þjóðirnar) til að gera siamn ing Aröbum í vil. Hver byrjaði? Þiað er efeki vafi á því, að ísrael byrjaði a. m. k. í Egypta landi, og það svo óvænt, að þeir komu Egyptum gjörsam- lega á óvart, og tjón það sem þeir gerðu í þessari árás var tvimœlalaust gífurlegt, en þeirra tap á flugvélum nær ekk ert, og eftir þessa árás var f lug fioti Egyþta stórkositiega lamað- ur og sennilega fleiri hernaðar- tæki, svo sem skriðdrefear o. fl. Eftir þessa fyrstu óvæntu á- nás var talásið af, en strax á at'f ur og var samitals gefið 5 sinn um loftvarnarmerki frá ki. 9 f. h. til kl. 1. Var því engu lífcara, en að flugfloti ísrtaels kæmi yfir þá í byijum. 3?að leyndi sér ekki, að Egypt isr vonu sárir og móðgaðir yfir þessum dónaskap ísraelsmanna, að hefja ófrið á hendur þeim, og það svona upp úr þurru, því það voru þeir sem ætluðu að þnrrka út alla ísraelsþjóð við þeirra eigin hentugleika, og Var að S'kilja að ísraelsmenn ætitu að bíða þess tíma kurteislega og þolinmóðir. Það var mikið um að vera á Hilton og hótelfólkið lék mikið strið fyrir sína amerísku gesti. Giuggar máiaðir (þó mð- eins neðsta hæð, en eins þar, sem þeir sneru inn í gang, eða út. Límdu þeir tauræmur á neðri glugga, en ekki þá efri í forstofu eða sal. Þar var a. m. k. þrjár mannhæðir til lof-ts, og gluggum skipt með atálslá í miðju. Það virtist því sem gier brot úr neðri gluggum væru hæittulegri, en efeki úr þeim efri, en þau höfðu þó sýnilega möguleika til að berast um all- an móttökusalinn, en þar voru oftast tugir miamna og allt var í þessum dúr. Rafmagnið tekið af og lyítur stöðvaðar, en það var sjálfsagt meðan á árás stóð, en það var ekki sett rafmagn á aftur eftir að biásið var af, og því ekki gott að fikra sig eftir koldimmum gönigum. Eims var fólk rekið miður jafnt af 12 hæð sem annars staðar. Ég bjó á 10. hæð, og átti eitt isnn að fara niður fótgangiandi, en stiginn niður var baka til'hótel- inu og vorua.m.k 40% glerglugg ar þar, og því sýnilegt að miklu betra var að draga fyrir þykk gluggatjöld í eigin herbergi og vera þar, en að eiga á hættu öll þau glerbrot er kynnu þá og þegar að rigna yfir stigann, ef kúla spryngi nærri, en leikur er leikur, og hér var verið að gera sér dælt við Bandaríkjia- menn. Þó voru læti niðri verst, eft- ir að vera þangað komin að of- an. Sárafáir fóru í byrgi, sem var reyndar ekki annað en bi'f- reiðainnganguir fyrir vörusend- ingar til Hilton. Þarna tifuðu ,,teiparnir“ og „transistorar í síbylju. Margar stöðvar í einu, þó mest bæri á radíó Kairo. Man ég bezt einn pabbadreng, stóran og ýturvaxinn með skegg og útlit „a la Tlhor Viillhjálms- J4 son“, er gekk um með stóran M transistor framUn á bringu, og sífellt með bjór í hendi, og saup ákaft, rnilli þess sem hann stillti , ,,transistorinn“. Af öllu þessum iátum fékk ég loks svo mikið ógeð á sjálf- um mér sem ieikbrúða, að ég fór út í skemmti'garð bak við hótelið, og dvaldi þa.r það sem eftir var dags og sinnti ekki þeg ar loftvarniarmerki voru gefin. Þar komst ég á tal við fleiri en einn enskumælandi Araba og fékk þeirra álit á stríði þessu, og var það samhljóma hjá þeifh öllum, og á þessa leið: Þetta var „heilagt stríð“ enda hefði Glamel Abdul Nass- er sjálfur sagt það. Það var meir að segja svo heilagt, sam- kvæmt boði Nassers, að það átti ekki aðeins sigra í þessu stníði, og gera út af við her ísraels, og laiia vopnfæra menn. Nei, betur skyldi að gert. Það átti að myirða hvern einasta karl- mann, konur og öll börn. Þann ig að ekki yrði ein sál á lífi af ísraelslýð eftir styrjaldarlok. Bágt átti óg með að átta mig á því hvað viar heilagt við þennan áformaða verknað, en lét það kyrrt liggja. Auk þess, sögðu þeir, var þettá öi-Iagastríð. Það voru sem sagt örlög Arataa að þurrka út ísriaeistaúa með tölu. Sá sem kannast við trú Islams má skilja liversu áhrifamikið orð ,,örlög“ eru í huga sanntrúaðs Araba. Það er sem sagt gersam lega óhjákvæmilegt, að þeir verða að þurrkia ísrael út af landabréfi þessarar teraldar fyrr eða síðar. Þar að auki sögðu þeir, og höfðu þar mikið til síns mláilis, var landi þessu rænt írá þeim með valdi í síðustu styrjöld af herveldum vesturs, og í landi þeirra stofnað nýtt ríki, því þó Gyðingar hafi á dögum Róm- verja verið á þess-um stað, þá var öll hefð til landsins löngu úr allri sögu. Enda yrði skrítið um að lítast, ef fœra ætti alla heimsbyggð aftur um ea. 2000 á,r, og hver þjóð að fara aftur til sinna fornu heimkynna. Þek voru hins vegar ekkert í sjálfu sér á móti Gyðinigum, og væri fjöldi þeirra um öll Arabalönd, og fengju í friði að vera. Það væri aðeins ríkið ísra el sem þurrika ætiti út. Ekki veit ég hve hæft er í þessu, en þó fullyrti ágæt dönsk frú ér gift var Egypla, og ég seinna hitti, að þetta væri rétt. Það væru Gyðingar í samia fyrirtæki og maður hennar, og værí þar ekki nokkur munur á gerður. Auðvitað var hinum venju- lega flugivelli Kairo iokað með siama og árásir ísraelsmanna hófust. ffi Brottför mín var ákveðin g þetta mánudagskvöld, en nú 8 var það útilokað. og enginn gat sagt hve lengi slíkt héldist. Það var því ebki um anmað að ræða, en að snúa aftur til Hilton til gisitingar á ný, prátt fyrir allt stríðsbrambolt og leikaraskap er þar fór fram. Næsta dag fór ég svo í dansfea sendiráðið, sem er frek ar fámennt. Fjórir karlmenn að meðtöidum sendiherra, tvær danskar konur og ein egypzk K ásamt egypzkum dyraverði. Heldur var mór fálega tekið þar, unz óg hitti yngsta sendi- ráðsritarann. Hann tók mér ágæta vel, og benti mér á að flytjia á annað og ódýrara hótel (E1 Borg) er hann byggi á sjálfur, hvað ég gerði. Ég spurði hvort ekki myndi Framihald á bls. 12. Guðni Þorkelsson . . en orðstír deyr aldregi hveim sér góðan getr. Guðni Þorkelsson fyrr bóndi að Gagnstöð í Hjaltastaðalþinghiá andaðist 13. apríl s. 1. Hann var fæddur 14. júní 1890. Foreldrar ar hans voru Þorkell Stefánsson bóndi þar og íyrri kona hans, Guð- ný Þorsteinsdóttir. Guðni missti ungur móður sína, en faðir hans giftist aftur Guðriði Magnúsdótt ur. Hún var af góðum austfirzkum ættum eins og móðir Guðna. Guð- ríður og Þorkell eignuðust nokk ur börn, sem öll eru diáin nema Rannveig húsifreyja á Sauðárkróki. Guðriður reyndist Guðna góð stjúpa og var kært með þeim. Hún var manni sínum og börnum um- hyggjusöm, og öll sín mörgu og miklu hú'smóðurstörf leysti hún af hendi með mikilli sæmd. Eg kynnt- ist Þorkeli, föður Guðna, á efri árum hans og veit því, að almanna rómur um hann var sannur, að Iengra yrði ekki jafnað um góð- vild og manngæzku. Sama álit fylgdi Stef'áni Árnasyni afa Guðna, en þeir feðgar höfðu mann fram af manni búið farsælu búi í Gagn stöð. Var haft á orði. að þei- ihefðu ekki einungis séð vel fyrir sér og sínum og veiti af rausn gestum og gangandi, sem að garði bar, heldur vildu þeir einnig leysa vanda hvers manns, sem leitaði til þeirra í erfiðleikum. Skömmu eítir síðustu aldamót var sett á stofn verzlunarútibú á Krosshöfða við austurfjöll Héraðs flóa, í iandi jarðarinnar Unaóss, var það í ei?u {, Seyðisfirði, sem hafði mikil við- skipti við bændur á Fljótsdalshér aði. Var þessi verzlun til mikilla þæginda fyrir bændur í Hjalta- staðaþinghá og víðar um Útlhérað. — Þetta var á búskaparárum Þor- kel's i Gagnstöð, og leiddu þessir breyttu verzlunarhættir til aukinn ar umferðar og gestkomu ’par.g að. 1918 var Kaupfélag Borgar- fjarðar eystra stofnað. Hófust þá þegar talsverð viðskipti við bænd ur á Útihéraði. En áríð 1920 stiO'fr, aði kaupfélagið tvær félagsdeildir, aðra fyrir Hjaltastaðaþingh'á og hina fyrir bændur á yztu bæjum Hróar.stungu. Guðni Þorkels'son var feosinn deildarstjóri fyrir Hjaltastaðadeild og ráðinn for- stöðumaður útitaúsins á Kross- hö'fða. Gegndi hann æ síðan þess um störfum, meðan heilsa hans leyifði, Kaupfélagið byggði strax vörugeymslu á Krosshöfða og keypti fljótlega hús verzlunarinn ar frá Seyðisfirði, sem þá hætti störtfum þar. Með þessum framkvæmdum kaupfélagsins á Borgarifirði óx verzlun þess stórlega um allt Út- hérað og fylgdu því mjög auknir vöruflutningar til Krosshöfða. — Voru þeir löngum erfiðir og áhættusamir, að sækja á opnum bátum frá Borgarfirði fyrir Ó'sa- fjöll að hafnlausri strönd Héraðs flóa "ið Krosshöfða, en vegna þrautbjálfunar og dugnaðar Borg firðinga tóksl þetta furðu giftu samlega. í sambandi við þessa flutninga voru störf Guðna oft umxangsmikil og erilsöm. Þurfti hann að vera mættur í tæka tíð á lendingarstað, ásamt þeim mönn um úr nágrenninu sem til að aðstoða Borgfirðingana við uppskipun. Þurfti þá löngum að viðhafa snör handtök og taka mann lega ó móti við losun bátanna, þvi oft var teflt á tæpasta vaðið um sjóleiði og lendingu á Krosshöfða. Gagnstöð Þessi umsvif Guðna við verzlun arútibúið á Krosstaöfða, en sá verzlunarstaður var löngum manna miili nefndur „á Höfðanum“, leiddi af sér mjög aukinn gesta gang á heimili hans og Guðríðar', ekki sízt eftir að Guðni fór, fólki til hægðarauka, að hafa heima hjá sér vefnaðarvöru og annan smá- varning. Þó kastaði fyrst tólfunum um gestanauðina að Gagnslöð að vetrarlagi, þegar stórvötin voru komin á ís og sleðafæri gafst. Þá sót. " mnnn fasl t;i Kros' höfða viðsvegar af Héraði utan hins fasta verzlunarsvæðis um Hróarstungu, Jökulsárhlíð, Út- Eiða.þinghá, Jökuldal og jafnvel víðar Voru menn með hesta og einn eða fleiri sleða. Var þá oft þröng ! Gagnstöð, fjöldi næstur- gesta með hesta sína. Þessir tímar eru nú löngu liðnir, en margir munu þeir eldri menn um allt ÚtJhérað og víðar, sem ’minnasf verzlunarferða á Kross- höfða að vetrarlagi og þeirrar fyr irgreiðslu og aðhlynningar, sem þeir þá nutu í Gagnstöð. Hin mikilsverða þörf bænda, fyrst og fremst í útsveitum Hér- aðs, sem Kaupfélag Borgarfjarðar reyndi eftir föngum að leysa með I starfræksiu verzlunarútibúis að Krosshöfða, er að mestu um garð gengin fyrir allt að 20 árum og útitaúið nú lagt niður. Bættar sam göngur og bíivesir til Bprcarfisrð ar, Seyðisfjarðar og út fná Egils- stöðum um þvert og endilangt Fljótsdalslhérað, leysti hið mikils j verða forðátaúr á Krosshöfða af hólmi. Þá tæpu tvo áratugi, frá 1921, sem ég veitti Kaupfélaginu á Borgarfirði forstöðu, átti ég eðli- lega margar árlegar ferðir til Héraðs, bæði á fundi og í öðrum verzlunarerindum, og naut þá ætíð í ríkum mæli gestrisni og fyrir- greiðslu Guðna og heimilis hans. Guðni var ætíð hýr og hlýr í fram komu við hvern sem í hlut átti. góðlátlega glettinn og ætíð til prýði og ánægjuauka í kunningja hóp. — Hann mun löngum hafa verið fremur hlédrægur, þegar kom til afskipta um opinber mál- sveitarinnar, en var þó lengi í hreppsnefnd og mun þar sem ann- arsstaðar ætíð hafa lagt gott til mála. Guðni giftist aldrei. Hann tók við búsforráðum í Gagnstöð eftir föður sinn og bjó síðan þar rae? stjúpu sinni. Virtist engin breyt- ing verða við það á heimilishátt um bar. Guðni b-r nú bita o« þunga af búskapnum utanbæjar og útávið, en s-tjúpa hans annaðist áfram meðan henni entist líf og heilsa, öll húsmóðurstörf við óhreytta rausn og hjartahlýju, sem ætíð hafði fylgt hinu merka Gagnstöðvarheimili. — Á síðari árum átti Guðni við sívaxandi heilsuleysi að stríða. Tók þá fóst ursonur hans, Sigurður Guðnason, og kona hans, Sólveig Gunnars- dóttir, að mestu við búsforráðum, en Guðni var þar áfram í skjóli þessarra sæmdarhjóna. Sigurður féll frá fyrir fáum árum, og kom þá í hlut ekkju hans að bera hita og þunga af búrekstrinum, sem hún hún með drengjum sínum annaðist af prýði og miklum mann dómi. Reyndist hún og drengir hennar Guðna frábærlega vel í elli hants og veikindum. Síðustu ævidagana dvaldi Guðni á sjúkrahúsinu að Egilsstöðum og aíidaoist þar, eins og áður er sagt, hinn 13. apríl s. 1. — Guðni var jarðsunginn að sóknarkirkju sinni Hjalt.astað. Mér er ljúft og skylt að þakka Guðna mikil og hamingjudrjúg störf í þágu Kaupfélags Borgar- fjarðar. Og ég og fjölskylda mín, og þá ekki sízt tveir synir, sem á sumrum dvöldu í bernsku á heimili Guðna, munum geyma minningu hans í þakklátum huga sem eins hins bezta manns, sem við nöfum kynnzt. Og höfum þar fengið staðfestingu á því sannmæli að þar sem góðir menn fara. þar eru guðisvegir. Halldór Ásgrímsson. Sala stangveiðileyfa í veiðivötnum veiðifélags Landmannaafréttar hefst 1. júlí n.k. í Umferðamiðstöðinni, Reykjavík. STJÓRNIN Orðsending Auglýstur frestur til að skila tilboðum í húseign póst og sínia að Austurvegi 1, Selfossi, ásamt tilheyrandi eignarlóð, framlengist til 10. júlí 1967. Reykjavík, 28. júní 1967. PÓST- OG SÍMAMÁLASTJÓRNIN

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.