Alþýðublaðið - 16.12.1986, Síða 6
6
Þriðjudagur 16. desember 1986
AGÆTA
TIMABII
Pétur Valdimarsson verslunarmaður og for-
maður Alþýðuflokksins á Sauðárkróki hefur
sannkallaðan ævintýraferil að baki. Pétur hefur
sem og margir íslendingar unnið flest algeng
störf til sjávar og sveitar, enda fæddur og uppal-
inn á Króknum þar sem tengslin við frumat-
vinnuvegi þjóðarinnar eru sterk. Hann hefur því
líkt og margir landsbyggðarmenn, ekki sloppið
við að kynnast „lífsháttum íslendingsins“,
sjómannslífinu, landbúnaðinum eða fiskvinnsl-
unni. — Pétur hejfur hins vegar gert meira. Eins
og fornkappar íslendingasagnanna er hann.
sigldur, hefur kynnst þeirri sjómennsku sem
margir þrá að kynnast, að sigla um heimsins höf
til fjarlægra Ianda.
Pétur er ekki nema 36 ára og því
varla við hæfi að biðja hann um að
rekja æviferilinn, eins og öldungar
í friðarstóli gjarnan gera. Alþýðu-
blaðið bað hann hins vegar að
segja, frá óvenjulegum sjómanns-
ferli sínum á norskum millilanda-
skipum:
Hundsjóveikur
„Þetta var mest á árunum 1971 til
1973. Ég var aðallega í Kyrrahafs-
siglingum. Sigldi á Bandaríkin,
Austurlönd og Ástralíu. Sjó-
mennskunni kynntist ég hins vegar
fyrst hjá Guðmundi Árnasyni á
Hegranesinu, sem þá var fyrsti
skuttogarinn hér fyrir norðan. Það
er svo sem lítið af því að segja nema
hvað ég var alltaf hundsjóveikur, en
einhvern veginn þá slæptist ég í
gegnum það. Ég kláraði vetrarver-
tíðina og fór þá beint út til Noregs.
— Þetta var bara ævintýramennska
og kunningi minn sem búsettur var
í Noregi hvatti mig til þessa. Hann
hafði reynslu af þessu lífi og ráð-
lagði mér að prófa.
Ég fór síðan á ráðningaskrifstofu
og fékk strax ágætispláss. Flaug til
Amsterdam og þar um borð í 38.000
tonna flutningaskip. Þetta skip var
aðallega í flutningum á grófri vöru.
Við byrjuðum í leigu hjá frönsku
fyrirtæki og vorum fyrst í korn-
flutningum milli Bandaríkjanna og
Evrópu. Síðan vorum við mikið í
Kyrrahafssiglingum!*
Snaróður Spánverji
„Jú, það voru náttúrlega allra
þjóða kvikindi þarna um borð, þar
á meðal einn snaróður Spánverji.
Við vorum þá að flytja kox frá
Þýskalandi til Bandarikjanna.
Spánverjanum var í nöp við einn
Norðmanninn um borð og vildi
hefna sín á honum.
Eitt sinn er hann var búinn á vakt
klukkan fjögur, fór hann niður í
íbúðir skípverja og kveikti í íbúða-
ganginum þar sem liðið svaf. Síðan
gekk hann yfir á sinn gang og lagð-
ist til svefns meðan vistarverur
skipsfélaganna biðu þess að
brenna. Það var okkur til happs að
einn þurfti að vakna og fara á vakt
og sá hvað var á seyði og fljótlega
tókst að slökkva eldinn.
Þetta hefði hins vegar orðið með
stærri Iogum á Norðurhveli því
skipið var með 35 þúsund lestir af
koxi um borð.
Kappinn var settur í land þegar
við komum til Bandaríkjanna. Nei,
það var ekki komið lögum yfir
hann, en hann var settur á svartan
lista þeirra Norðmanna yfir þá sem
ekki teljast æskilegir til sjós. Og lái
þeim það enginn.
Annars voru þetta yfirleitt ágætis
menn. Þetta var mikil blanda allt
frá 10 þjóðum um borð. Ég eignað-
ist marga ágætis kunningja. Það
voru t.d. margir svokallaðir Worka-
ways, þeir sem eru að vinna sér far
yfir hafið. Það var þó nokkuð um
að bandarískir unglingar, náms-
menn, notfærðu sér þetta.
Af írönum og Kínverjum
Við stoppuðum yfirleitt 4—5
daga í höfn, en það gat náttúrlega
farið upp í lengri tíma. Ég var t.d.
einu sinni mánuð í íran. Var þar í
Banda Shapur, ég held það heiti
Bandar Khomeyni í dag. Það var
gert vel við okkur þarna. Við þurft-
um að vera þar yfir jól og áramót.
Fyrirtækið norska, bauð okkur í
áramótagleði í Abba dan og hélt
okkur uppi á ágætu hóteli þar. Ég
lenti síðan nokkru sinni til Kína og
var meðal annars með í fyrstu hóp-
unum sem fengu að fara þangað
eftir að Kínverjar opnuðu landið í
kjölfar heimsóknar Nixons Banda-
ríkjaforseta. Kínverjar opnuðu sín-
ar hafnir töluvert eftir þessa heim-
sókn.
Þarna höfðu margir ekki séð
hvítan mann og það var sérstæð til-
finning að ganga eftir götum með
mannhafið á eftir sér. Við vorum
hreinlega eltir. Við vorum líkt og
dýr í dýragarði.
Okkur var hvergi meinaður að-
gangur. Þetta var í hafnarborg í
Pekingflóa, mig minnir að borgin
hafi heitið Luta. Það var hins vegar
nokkuð flókið mál hvernig að mót-
tökunni var staðið. — Þegar skipið
var lestað af korni í Bandaríkjun-
um var skráð, að við ættum að losa
í Suður-Kóreu. Þá var Nixon ekki
Horft yfir Sauðárkrók. Hér hejur
œvintýramaðurinn Pétur Valdi-
marsson nú sest að og hyggur ekki
framar á siglingar um heimshöfin.
— „Því ágœta tímabili er lokið,“
segir hann.
ennþá farinn til Kína og bandarísk-
ir hafnarverkamenn lestuðu ekki
skip sem fara áttu til kommúnísks
Kína. Þegar skipið var komið suður
á Mexikóflóa var tilkynnt að við
ættum að fara þangað.
Öryggisráðstafanir voru miklar
þegar við komum þangað og allir
læstir inni meðan skipið var skoðað
hátt og lágt. Þá lágum við út á flóa.
Allar myndavélar voru teknar. Kom
heill herflokkur um borð. Þeir skil-
uðu reyndar myndavélunum þegar
við komum í land. Ég held að þeir
hafi tekið vélarnar vegna þess að
við þurftum að sigla framhjá her-
skipalægi áður en við komum í
höfnina. Þeir voru einnig varkárir
gagnvart gjaldeyri því við þurftum
að skila af okkur öllum gjaldeyri og
gera skrá yfir hvert einasta sent. Við
þurftum síðan að skrifa undir
skuldbindingu um að við mundum
skila öllu sem við ættum af kín-
verskum gjaldeyri og sýna erlenda
gjaldeyrinn okkar ef farið yrði fram
á það. Það var reyndar aldrei gert.
Það nægði alveg að hóta þessu.
Eg verð að segja að Kínverjar
voru með mjög góðan löndunarút-
búnað á öllu. Þarna var mjög stað-
viðrasamt og þeir lönduðu öllu um
38 þúsund tonnum í fjallháan haug
sem lestir tóku síðan á hafnarbakk-
anum og keyrðu inn í landið.
Mér skilst að Kínverjar eigi nú
mjög góðan flota og séu alltaf að
stækka hann. Hjá Norðmönnum
hefur þetta hins vegar farið mjög
mikið niður á við. Þeir hafa átt i
vandræðum með hvað þjóðir sem
keyptu svo mikla fragt hér áður fyrr
eru farnar að flytja mikið sjálfar.
Eins og t.d. Rússar og Bandaríkja-
menn. Norðmenn eru þó auðvitað
gífurlega mikil siglingaþjóð í dag.
Og leggja mikið upp úr góðri sjó-
mennsku. Skipafélögin þar bjóða
t.d. mönnum upp á að fara í nám
þeim að kostnaðarlausu, með því
skilyrði að viðkomandi skuldbindi
sig til að sigla fyrir þá í þrjú ár að
námi loknu. Þetta gera þeir náttúr-
lega til að fá menn á skipin. Það er
t.d. erfitt að fá fjölskyldumenn til
að halda áfram í þessu.
Mér var boðið að fara í nám, þá
var ég búinn að vera hjá fyrirtækinu
í eitt ár og átti kost á að fara í stýri-
mannaskóla. Ég hafði hins vegar
Hólmann aftur og vildi ekki vera að
festa mig í svona.
Árekstur í Frakklandi
— Við lentum einu sinni í mikl-
um árekstri í Dunkirque í Frakk-
landi. Það hafði blokkerast tal-
stöðvarsamband á milli dráttarbáta
og skipstjórans, lóðsinn var að
reyna að kalla í bátana og bátarnir
í lóðsinn. Það skeikaði þannig ein-
hverjum sekúndum þegar verið var
að snúa skipinu og það keyrði
þarna beint á hafnargarð og rifnaði
heilmikið á stefni. Ég var við stýrið
og það urðu heilmikil réttarhöld út
af þessu, og meðal annarra kallaðir
til þrír skipstjórar frá Noregi til að
vera við sjóréttinn.
Skipið var þarna sett í skipa-