Alþýðublaðið - 16.12.1986, Qupperneq 11
Þriðjudagur 16. desember 1986
11
INNKAUPASTOFNUN REYKJAVIKURBORGAR
Frikirkjuvegi 3 — Simi 25800 — Pbsthön 878 — 101 Reykjavik
Utboð
Innkaupastofnun Reykjavíkurborgar fyrir hönd bygg-
ingardeildar Borgarverkfræðings og skólaskiifstofur
Reykjavfkurborgar auglýsir eftir verktökum sem helðu
áhuga á að hanna og byggja skóla í Ártúnshverfi sam-
kvæmt svokölluðu allsherjar útboðsformi.
Verktakar leggi inn nafn og símanúmer fyrir n.k.
fimmtudag þ.e. 18. des. á skrifstofu vora Fríkirkjuvegi 3.
Félagsfundur
I Iðju, félagi verksmiðjufólks verður haldinn í
Domus Medica miðvikudaginn 17. desember kl. 5
siðdegis.
Fundarefni:
Kjarasamningarnir.
Önnur mál.
Iðjufélagar fjölmennið
Stjórn Iðju.
stjóra: „Reykjavík er í hernaðar-
ástandi, lögregla er í öllum götum
og menn mega ekki hópa sig saman,
bannaðir allir útifundir og nú á að
ráðast að Ólafi kl. 12. í gærkvöld
kom lögreglan til Hakansens í Iðnó
kl. 11.30 og sagðist taka húsið fyrir
lögreglustöð. Þeir hafa haft 400
manns í nótt og verði við allar opin-
berar byggingar. Foringinn er Jó-
hann skipstjóri á Þór. Þeir hafa 18
byssur. Eg komst að þessu þegar ég
fór að drekka morgunkaffið."
Þannig var málum komið í hinni
litlu Reykjavík í lok nóvember 1921
og um þetta mál allt fjallar bókin
Réttvísin gegn Ólafi Friðrikssyni.
Nútímamaðurinn hlýtur að líta á
þetta mál, út af umkomulausum
rússneskum dreng, eins og reyfara-
kennda lygasögu. Það er að
minnsta kosti mjög auðvelt. Hitt er
jafn merkilegt að hér skuli allt vera
satt og rétt. Eftir ítarlegan inngang
er i bókinni heimildarskrá um þessa
atburði, sem eru til vitnis um það að
hér er sannleikurinn lagður á borð-
ið, — að minnsta kosti eins og því
verður við komið með svo gamalt
mál. Sú heimildarskrá er i nokkrum
hlutum: Mál Nathans Friedmanns;
Réttarskjöl; Réttarpróf; Dómur
aukaréttar; Málið fyrir Hæstarétti;
Náðun. Ennfremur Nokkur dönsk
skjöl um Nathan Friedmann.
Varsla bréfa og Nafnaskrá er síðan
aftast í bókinni.
Ástæða er til að hvetja fólk að
kynna sér þessa bók vel. Hún er
prýðileg heimild um þá miklu at-
burði sem áttu sér stað á þriðja ára-
tug þessarar aldar á íslandi og sýnir
nokkuð vel eftir hvaða leiðum
stéttaátökin mögnuðust og náðu ef
til vill hámarki sínu í kring um
1930, þegar Kommúnistaflokkur
íslands var stofnaður. Bókin er gott
innlegg til þeirrar viðleitni að kynna
því fólki, sem nú er að vaxa úr grasi
og veit síst um þessa sögu, upp úr
hvaða jarövegi atburöanna það er
sjálft sprottið.
Höfundur og útgefandi hafa hér
unnið gott verk fyrir hönd íslenskr-
ar alþýðu nútímans.
Örn Bjarnason.
Vinningstölur 13.dGS.
2-3-17-28-32
Réttvísin gegn
Ólafi Friðrikssyni
Slökkviliðsmenn á þaki hússins að Suðurgötu 14. Nathan Friedmann og fylgismenn Ólafs hafa búist til varnar
í risherbergi. Dregið þungan járnkassa yfir lofthlera. Slökkviliðsmenn hóta að rjúfa þakið. ídagbók Slökkviliðs
Reykjavíkur er skráð að slökkviliðsmenn takiþátt ílögregluaðgerðúm sem borgarar en ekki sem slökkviliðsmenn.
Út er komin heimildabók um
„Réttvísina gegn Ólafi Friðrikssyni,
hjá Sagnfræðistofnun Háskóla fs-
lands, rit nr. 16. Hafa þeir Pétur
Pétursson hinn kunni útvarpsmað-
ur og Haraldur Jóhannsson hag-
fræðingur séð um útgáfuna, en rit-
stjóri þessa bókarflokks er Jón
Guðnason.
Réttvísin gegn Ólafi Friðriks-
syni? Hvað er áu við með því?
Hvaða kærumál ei þetta svo merki-
legt að tekin er saman um það sér-
stök bók? Og hvernig hefur það þá
farið fram hjá mér, ég hef ekki heyrt
þess getið í fjölmiðlum undanfarið?
Skýringin er sú að þessi ákærumál
eru ekki ný, þau urðu fyrir u.þ.b. 65
árum og ollu meiri deilum í íslensku
þjóðfélagi en menn voru vanir, —
svo mikið er víst. Nathan Fried-
mann, rússneski drengurinn sem
hér dvaldi í fjórar vikur hjá Ólafi
Friðrikssyni, átti eftir að verða ís-
landi meiri örlagavaldur en menn
óraði fyrir. Vera Nathans á íslandi
átti eftir að vekja óróa, valda deild-
um og hatri, efla samúð og vináttu,
tengja tryggðabönd, dragast inn í
pólitíkina og setja hugarfar ólíkleg-
ustu manna á annan endann. Um
þennan hildarleik í íslenskri verka-
lýðssögu svo og sögu Reykjavíkur,
fjallar þessi bók: Réttvísin gegn
Olafi Friðrikssyni.
Ólafur Friðriksson, verkalýðs-
foringi og kommúnisti, var maður
sem þótti viðsjárverður síðari hluta
árs 1921. Hann hvatti verkalýðinn
með ráðum og dáð og skoraði á
þetta illa skóaða fólk, sem að auki
átti léleg hús og var stundum
svangt, að heimta rétt sinn og jafn-
vel beita til þess valdi ef með þurfti.
Margir verkamenn litu vonaraug-
um þennan mjóslegna ræðuskör-
ung sem sparaði sig hvergi og vildi
berjast fyrir bættum kjörum
þeirra. Á sama hátt voru andstæð-
ingar verkalýðsins uggandi um sinn
hag. Andrúmsloftið var eldfimt á
þessum árum og stéttaátök urðu
geigvænleg næstu áratugina á eftir.
Atvinnurekendur þeirrar tíðar
höfðu því horn í síðu Ólafs Frið-
rikssonar og notuðu fyrstu tylli-
ástæðuna sem þeir fundu til þess að
reyna að koma honum á kné, — eða
að minnsta kosti minnka áhrif hans
meðal alþýðu. Og sú tylliástæða
Hjónin Anna og Ólafur Friðriks-
son. Myndin tekin um þœr mundir
er Nathan Friedmann var í fóstri
úí-'uy. þeirra. þtírm.
Nathan Friedmann á tröppum Eyr-
arsundsspítala 25. febrúar 1922.
fannst: Rússneski drengurinn
Nathan Friedmann og augnsjúk-
dómur sem hann var haldinn!
Ekki má gleyma að geta þess að
allur heimurinn einblíndi á Rúss-
land á þessum árum. Byltingin var
ekki einu sinni útkljáð í lok árs 1921
og landið allt flakandi í sárum. Þar
hafði Ólafur dvalið í fjóra og hálf-
an mánuð til að kynna sér ástandið
og læra af kommúnistunum hvern-
ig ætti að bera sig til við verkalýðs-
baráttu á íslandi o.fl. Enda fór svo
að strax og Ólafur kom til Reykja-
víkur byrjar hann að hvetja menn
til dáða og halda ræður, hvar sem
því var við komið. Frá Rússlandi
hafði hann með sér þennan rúss-
neska munaðarlausa dreng, sem
hann hugðist taka í fóstur og ala
upp ásamt Önnu konu sinni. Loft
var því læviblandið, stéttaandstæð-
ur mögnuðust og stéttarvitund
jókst, — verkafólk gerði sér ljósa
eymd sína og allt í einu er kominn
maður úr fyrirheitna landinu:sem
Pétur Pétursson, hinn góðkunni út-
varpsmaður átti drjúgan þátt í til-
urð þessarar ágœtu bókar.
sagði að öllu væri hægt að breyta.
Aldalöng kúgun alþýðufólks á ís-
landi gerði það einnig að verkum,
að fólkið vildi allt til vinna til að
komast út úr þeim þrældómi og af-
komulegri eymd sem það bjó við.
Að sama skapi sáu atvinnurekend-
ur sitt óvænna: Þennan mann varð
að kveða niður með einhverjum
ráðum. Menn hugsuðu um bylting-
una í Rússlandi og allt sem henni
hefði fylgt, — blóðbað og rjúkandi
rústir. Ætlaði Ólafur Friðriksson
að koma slíku af stað hér? Það
skyldi þó ekki vera? Hann talaði
þannig. Þennan mann varð að
stöðva. En hvernig?
Tækifærið kom að heita má upp
í hendurnar á andstæðingum Ólafs.
Rússneski drengurinn sem hann
hafði komið með heim og vildi taka
í fóstur, reyndist hafa augnsjúkdóm
á byrjunarstigi, svonefnda Egyfska
augnveiki eða „tracoma“ og vildu
heilbrigðisyfirvöld láta vísa drengn-
um úr landi vegna sýkingarhættu.
Ólafur bregst hart við þessum til-
mælum og ritar grein í Alþýðublað-
ið þar sem hann kveðst munu
„beita öllum tiltækum ráðum til
þess að koma í veg fyrir brottflutn-
ing Nathans Friedmanns!1 Orðróm-
ur gengur um það 22. nóvember
1921 að Ólafur og menn hans hafi í
..hyggju að taka Stjórnarráðið á sitt
vald og draga rauða fánann að
húni“. Það var reyndar út í bláinn í
augum allra þeirra sem til þekktu,
en mun hafa verið vatn á myllu
þeirra sem vildu koma Ólafi á kné
og helst af öllu færa hann í fjötra.
Og nú ganga hlutirnir hratt fyrir
sig. „Valtýr Stefánsson segir i dag-
bók sinni er hann vitnar í orð Sig-
úrðar Sigurðssönaf búnaðarmála-■
— árið 1921 varð rússneskur drengur örlagavaldur ís-
lendinga. Pétur Pétursson útvarpsmaður og Haraldur
Jóhannsson hagræðingur segja með hvaða hætti.
Utankjörstaðaatkvæða-
greíðsla Alþýðuflokksins á
Akureyri.
Vegna prófkjörs sem fram fer 24.—25.janúar 1987 til
næstu Alþingiskosninga verða skrifstofur Alþýðu-
flokksins að Strandgötu 9 opnar sem hér segir:
Laugardaginn 27. des. frá kl. 14—17.
Sunnudaginn 28. des. frá kl. 14—17.
Mánudaginn 29. des. frá kl. 17—20.
Þriðjudaginn 30. des. frá kl. 17—20.
Föstudaginn 2. jan. 1987 frá kl. 17—20,
og síðan á laugardögum og sunnudögum frá kl. 14—17
og virkum dögum frá kl. 17—20 til 22. jan. 1987 kl. 20.
Nánar auglýst á öðrum kjörstööum siðar.
Stjórn kjördæmisráðs.
Aðalfundur
Alþýðubrauögerðarinnar hf. verður haldinn 18. des.
1986. kl. 17 f Iðnó uppi.
Dagskrá samkvæmt félagslögum.
Stjórnin.
i. ■•■■■ . T...:............
RITDÓMAR