Alþýðublaðið - 04.03.1987, Side 10
10
Miðvikudagur 4. mars 1987
Frambjóðendur
Alþýðuflokksins kynntir:
8. sæti
GUÐRÚN ÁRNADOTTIR
Þriðja stjórnsýslu-
stigið er nauðsynlegt
„Ég hef haft áhuga á stjórnmál-
um síðan ég hafði vit til að fylgjast
með þeim”, segir Guðrún Árna-
dóttir og bætir því við að hún hafi
stutt Alþýðuflokkinn frá því hún
fékk kosningarétt. Um ástæðuna
fyrir því segir hún að sér finnist Al-
þýðuflokkurinn best sniðinn að
skoðunum sínum á stjórnmálum.
„Þriðja stjórnsýslustigið er nauð-
synlegt”, segir hún, „sérstaklega
fyrir landsbyggðina. Þegar það
kemur getum við farið að búa betur
að fólki út á landi. Ég hef búið bæði
hér og í Reykjavík á undanförnum
árum og verð að segja það að ég
finn geysilegan mun á allri þjónustu
á þessum tveim stöðum”
Guðrún klykkir út með því að
segja að fyrir sig hafi í raun aldrei
annar flokkur en Alþýðuflokkur-
inn komið til greina og hún segist
eiginlega vera stein hissa á því að
ekki skuli fleiri kjósa hann. „En
mér skilst á öllu að það standi til
bóta í komandi kosningum”, segir
hún.
„Alþýðuflokkurinn er heldur
ekki rígbundinn við gamlar hefðir
og er alltaf tilbúinn að endurmeta
afstöðu sína í samræmi við breyttar
aðstæður í þjóðfélaginu. Alþýðu-
flokkurinn vill byggja upp, en ekki
hjakka alltaf í sama farinu”, segir
hún.
Hún nefnir jafnréttismál sem
dæmi um málaflokk sem er henni
hugleikinn og segir að umhugsun
um þau mál hafi laðað hana að
flokknum. En stóra málið segir hún
vera þriðja stjórnsýslustigið.
Guðrún Árnadóttir, fóstra, skipar 8. sœtið á lista Alþýðu-
flokksins íAusturlandskjördœmi. Hún er fæddá Seyðisfirði 27.
júlí 1957 og er því tœplega þrítug að aldri. Guðrún lauk gagn-
frœðaprófi frá Barna- og gagnfrœðaskóla Seyðisfjarðar, eins og
hann hét þá, en fór síðan út á vinnumarkaðinn og vann ýmis
störf, einkum á barnaheimilum en einnig við verslun og þjón-
ustu, svo nokkuð sé nefnt. Þegar framhaldsdeild var sett á lagg-
irnar við Seyðisfjarðarskóla haustið 1978, settist hún aftur á
skólabekk. Ur Seyðisfjarðarskóla lá leiðin í Flensborg í Hafnar-
firði og þaðan í Fósturskóla íslands, þar sem Guðrún lauk prófi
vorið 1982. Síðan hefur hún starfað sem fóstra bœði í R eykjavík
og heima á Seyðisfirði.
Frambjóðendur Alþýðu-
flokksins kynntir
6. sæti
RÚNAR STEFANSSON
Einn lífeyrissjóður
fyrir alla landsmenn
Rúnar Stefánsson segist hafa
haft áhuga á stjórnmálum frá því
um fimmtán ára aldur og hafi sá
áhugi fremur farið vaxandi með
aldrinum. Hann var raunar virkur
meðlimur í Alþýðubandalaginu allt
fram á síðasta ár en segist hafa
fengið sig fullsaddan á bræðravig-
um í þeim flokki.
„Ástæðurnar fyrir því að ég tók
sjötta sætið á lista Alþýðuflokksins
eru margarý segir hann, „en m.a.
má nefna að ég treysti Alþýðu-
flokknum best til að sjá til þess að
jafnvægi ríki milli landsbyggðar-
innar og Reykjavíkursvæðisinsí*
Rúnar segist einnig hafa fylgst með
tillöguflutningi Alþýðuflokks-
manna á Alþingi undanfarin ár og
hrifist af ýmsu því sem þingmenn
Alþýðuflokksins hafa haft fram að
færa. í þessu sambandi nefnir hann
t.d. tillögu um þjóðaratkvæða-
greiðslu um einn lífeyrissjóð fyrir
alla landsmenn. „Það er um fátt
meira talað en lífeyrissjóðabáknið,“
segir hann og telur að tími sé til
kominn að fækka hinum 90 lífeyris-
sjóðum landsmanna.
„Ég treysti því að Alþýðuflokk-
urinn muni láta til sín taka í þessu
máli þegar hann kemst til áhrifa í ís-
lenskum stjórnmálum. Þetta tel ég
vera einna stærsta málið um þessar
mundirí*
Rúnar segist einnig hafa mikinn
áhuga á því að hugmyndir um stór-
iðju í fjórðungnum komist í fram-
kvæmd, enda þurfi meiri fjöl-
breytni í atvinnulífinu á Austur-
landi. „Fólk er orðið þreytt á því að
þurfa alltaf að treysta á þennan eina
atvinnuveg, sjávarútveginn, þótt
gjöfull sé á stundumý segir hann.
Rúnar Stefánsson í sjötta sœti A-listans í Austurlandskjör-
dœmi, er borinn og barnfœddur Fáskrúðsfirðingur. Hann fœdd-
ist á Fáskrúðsfirði 13. júlí 1953 og ólst þar upp. Að skyldunámi
loknu fór hann á sjó og stundaði síðan þennan undirstöðuat-
vinnuvegþjóðarinnar áýmsum stöðum á landinu um 15—16 ára
skeið, þar til hann fluttist til Reykjavíkur um áramótin 1980/81.
Þar réðst hann til starfa við vírasplæsingar hjá Bœjarútgerð
Reykjavíkur og sinnti því starfi þangað til hann fluttist aftur
heim til Fáskrúðsfjarðar haustið 1985.
Rúnar hefur sinnt margháttuðum félagsstörfum um dagana.
Þannig var hann til dœmis að taka í stjórn starfsmannafélags
Bæjarútgerðarinnar á Reykjavíkurárunum og í fyrra var hann
kjörinn í stjórn Verkalýðs- og sjómannafélags Fáskrúðsfjarðar
og í varastjórn Alþýðusambands Austurlands.
Ur Austur-troginu
— Sumir eru jafnari
en aðrir...
Sjálfsagt kannast allflestir við
reglurnar sem dýrin settu sér til að
fara eftir í sögunni um félaga
Napóleon, eða „Animal Farm”
eftir George Orwell. Þar stóð cin-
hvers staðar að öll dýr væru jöfn,
en eftir að svínin höfðu endanlega
tekið völdin í sínar „Hendur”
undir traustri forystu félaga
Napóleons, var því hnýtt aftan við
þessa gullvægu lífsreglu, að sum
dýr væru jafnari en önnur.
Því er þetta rifjað upp hér, að
fyrir nokkru bar svo við á Egils-
stöðum að þar beið fjöldi manns
eftir flugi, en það var ekki talið
fært vegna veðurs.
Meðal þeirra sem þarna biðu
flugs var sameiginlegur fjármála-
ráðherra okkar íslendinga, Þor-
steinn Pálsson.
íslendingar eru, sem kunnugt
er, allir jafnir og það sannaðist
þarna sem annars staðar, því allir
urðu að láta sér lynda að ekki
þótti fært að fljúga. Jafnastur
allra var þó Þorsteinn Pálsson, því
þegar stutt hlé varð á hríðarkóf-
inu renndi flugvél Landhelgis-
gæslunnar sér niður á hina marg-
frægu flugbraut og sótti hann, en
skildi hina eftir sem ójafnari
þóttu.
- Ljótt að stela
Prentvillupúkinn er margfræg-
ur af sögum og sennilega er hans
oftar getið á síðum blaða en
nokkurs annars þekkts íslend-
ings. Svo sem kunnugt er, þá er
prentvillupúkinn sá aðili sem um
er kennt þegar einhver hefur gert
mistök í vinnslu prentaðs máls,
með þeim afleiðingum að í blað-
inu eða bókinni stendur allt ann-
að en það sem átti að standa þar.
Stundum hefur meira að segja
komið fyrir að góðviljaðir menn
hafa hjálpað prentvinnupúkan- /
um við starf sitt, oft með aldeilis/
hræðilegum afleiðingum og eru'~'
til margar skemmtilegar sögur af
slíkum tilvikum.
Nú er það svo að þótt víða sé
hægt að kenna prentvinnupúkan-
um um, þá er það alls ekki algilt.
þannig urðu umsjónamanni þessa
blaðs á nokkur mistök um dag-
inn, sem prentvinnslupúkanum
verður ekki um kennt, þrátt fyrir
góðan vilja. Þannig var að við
höfðum verið beðnir að birta aug-
lýsingu sem áður hafði birst í því
ágæta og valinkunna blaði, Aust-
urlandi. Þegar auglýsingin var
sett í prentsmiðju yfir sást um-
sjónarmanni að merkja hana sem
handrit til setningar og því fór svo
að hún birtist óbreytt og í sama
formi og í Austurlandi. Þar hafði
prentvillupúkinn reyndar komist í
auglýsinguna á einum stað.
Þetta grandist útgefendum
Austurlands að vonum, enda
töldu þeir að hér væri um að ræða
þjófstuld af ásettu ráði. Eftir því
sem ráða mátti af frétt blaðsins
um þetta stórmál, virtist þeim
hafa sviðið einna sárast að Al-
þýðublaðið á Austurlandi skyldi
þarna hagnast um þá upphæð
sem setningarkostnaðinum nem-
ur. Samkvæmt upplýsingum frá
prentsmiðju þeirri er við skiptum
við, er hér um að ræða uþb. 200
krónur. Blaðinu Austuriandi hef-
ur nú verið send ávísun á þessa
upphæð og vonumst við til að
peningarnir verði til þess að renna
nokkrum stoðum undir áfram-
haldandi útgáfu Austurlands,
enda er það skemmtilegt blað.
Hvað hina siðferðilegu hlið
málsins varðar, þá getum við
hjartanlega tekið undir þá skoðun
kolleganna á Austurlandi að það
er afskaplega ljótt aö stela.