Alþýðublaðið - 23.04.1987, Page 6

Alþýðublaðið - 23.04.1987, Page 6
6 Fimmtudagur 23. apríl 1987 Jón Sigurðsson: Stjórnarflokkar í uppnámi Sérstaða Alþýðuflokksins Áður en stjórnarflokkarnir kom- ust i uppnám vegna hvarfs iðnaðar- ráðherra úr stjórninni og sérfram- boðs hans undir merki Borgara- flokksins, bar mest á þrennu í mál- flutningi talsmanna þeirra: * Þeir gumuðu af góðærinu. * Þeir töldu sig vera á réttri leið. * Þeir létu mjög í veðri vaka að þeir myndu halda áfram stjórnarsam- starfi eftir kosningar, og þannig mætti tryggja festu og stöðug- leika í landsstjórninni. Eftir sviptingar síðustu vikna er nú rétt að líta aftur á þetta þrennt. Fyrst er það góðærið. Er allt í stakasta lagi í efnahagsmálum um þessar mundir? Skilar ríkisstjórnin af sér góðu búi? Því miður er mynd- in ekki jafnbjört og ríkisstjórnin vill vera láta. Verðbólga er nú um 20% miðað við heilt ár og fer því miður ekki lækkandi. Viðskipta- halli er að myndast á ný, þótt spáð sé meiri útflutningsframleiðslu á þessu ári en nokkru sinni fyrr. Það sem kyndir undir þessarí öfugþró- un er halli á ríkissjóði, sem að óbreyttri stefnu verður að lágmarki nokkuð á fjórða milljarð króna. Nú sjást greinileg merki um það, að stjórnin sé að glopra ávöxtum góð- ærisins úr höndum sér. Það verður því verkefni nýrrar stjórnar að ná tökum á þeim að nýju. Næst er það, hvort stjórnin hafi verið á réttri leiö. Svarið hlýtur að vera nei. Hún er ekki á réttri leið, því henni förlast ekki aðeins jafn- vægislistin, heldur hefur hún einnig látið mörg mikilvæg framfaramál liggja í láginni allt kjörtímabilið. Hér má nefna skattamálin, banka- málin, lífeyrismálin og skólamálin. Á síðustu vikum kjörtímabilsins hefur verið þyrlað upp moldviðri um sum þessara mála, en fæst af því, sem fram er borið, er traust- vekjandi og sumt beinlínis til ógagns. Nei, þvi fer fjarri að leiðin sé rétt vörðuð. Loks er það þriðja atriöið: Áframhaldandi samstarf Sjálf- stæðisflokks og Framsóknar- flokks. Ríkisstjórnin, sem nú er að hverfa, hvorki var né verður væn- legur kostur í landsstjórninni. Þess- ir tveir flokkar eru einfaldlega of nátengdir rótgrónum sérhagsmun- um og gömlum hugmyndum, sem standa í vegi fyrir framförum. Þeir binda hendur hvor annars á víxl í þeim málum, þar sem annar flokk- urinn kynni að hafa einlægan um- bótavilja. Þannig lenda framfara- málin í sjálfheldu helmingaskipta. Við þetta bætist svo sundrung og óheilindi í Sjálfstæðisflokknum, sem orðið hafa lýðum ljós að und- anförnu. Þetta hvorki vekur vonir né skapar traust. Framboð Borgaraflokksins breytir því að vísu, að samstjórn Sjálfstæðisflokks eldri og Fram- sóknarflokks má nú heita útilokuð eftir kosningar, en það breytir ekki því, að samstarf Framsóknarflokks og Sjálfstæðismanna, hvors helm- ingsins sem væri er ekki fýsilegur kostur. Þeir, sem vilja rjúfa sjálfheldu helmingaskiptanna í íslenskri póli- tík, kjósa Alþýðuflokkinn. Hann þarf að verða ný kjölfesta í íslensk- um stjórnmálum eftir þessar kosn- ingar. „Ríkisstjórnin sem nú er aö hverfa, hvorki var né veröur væn- legur kostur í landsstjórninni. Þessir tveir flokk- ar eru einfaldlega of nátengdir rót- grónum sérhags- munum og göml- um hugmyndum, sem standa í vegi fyrir framför- um.“ Sérstaða Alþýðuflokksins Sérstaða Alþýðuflokksins í ís- lenskum stjórnmálum um þessar mundir er þessi: Ólíkt Alþýðu- bandalaginu og Framsóknar- flokknum vill hann draga úr ríkis- forsjá og efla markaðsbúskap í at- vinnulífinu. Ólíkt Sjálfstæðis- flokknum, sem nú býður frám í tvennu lagi, er Alþýðuflokkurinn ekki bundinn á klafa sérhagsmuna. \ Þegar að því kemur að draga úr rík- isafskiptum í atvinnulífinu þá er munurinn sá, að Alþýðuflokks- menn segja það sem þeir meina og meina það, sem þeir segja. Ólíkt öðrum flokkum hefur Alþýðu- flokkurinn mótað skýra stefnu til að koma í veg fyrir hagsmuna- árekstra í opinberu lífi. Þá er hlutur kvenna og sjónarmiða þeirra betur tryggður í Alþýðuflokknum en nokkrum flokki öðrum, að Kvennalistanum einum undan- skildum. Alþýðuflokkurinn er þess vegna nýtt sameiningar- og endur- nýjunarafl í íslenskum stjórnmál- um. Einn þeirra fjögurra flokka, sem lengst hafa starfað, gengur hann heill og óskiptur til leiks í þessum kosningum. Sá glundroði, sem hætta er á að fylgi því, að kjörfylgið dreifist á sérframboð og klofningslista, hlýt- ur að vera áhyggjuefni öllum þeim, sem vilja ábyrga, lýðræðislega stjórnarhætti í þessu landi. Það varðar miklu, að öflugur jafnaðar- mannaflokkur eflist til áhrifa á ís- landi. Kjördæmaskipan og flokka- kerfi er þannig háttað, að ríkis- stjórnir hljóta nánast undantekn- ingarlaust að byggjast á samstarfi tveggja eða fleiri flokka. Slíkt sam- starf ber bestan árangur, ef það mótast af heiðarleika og málefna- legri afstöðu í hverju máli. Heilindi í samstarfi eiga að vera leiðarljós í stjórnmálastarfi, jafnt innan sem á milli flokka. Þetta verður leiðarljós Alþýðuflokksins við myndun stjórnar að loknum kosningum. Hann vill taka þátt í ríkisstjórn, sem miðar stefnu sína við ábyrga stjórn í anda jafnréttis. Hann vill að málefnin ráði og boðar stefnu, sem tryggir eflingu atvinnulífsins sem undirstöðu bættra kjara og af- komuöryggis fyrir fólkið í landinu. Skoðanakannanir benda til þess, að Alþýðuflokkurinn sé nú næst- stærsti flokkur þjóðarinnar. Eins og alkunna er hefur fylgi flokkanna sveiflast mjög í slíkum könnunum að undanförnu, en margvíslegar vísbendingar eru um, að þegar nær dregur kosningum fari fylgi Al- þýðuflokksins vaxandi á ný. Þá skulu menn hafa hugfast, að einn hinna fjögurra „gömlu“ flokka er Alþýðuflokkurinn í sókn sam- kvæmt öllum skoðanakönnunum, ef samanburður er gerður við úrslit þingkosninganna árið 1983. Hinir eru allir á undanhaldi. Vonir fólks um róttækar breyt- ingar á stjórnarfari og framfarir í efnahags- og félagsmálum á næsta kjörtímabili eru bundnar því, að Alþýðuflokkurinn vinni góðan sig- ur í þessum kosningum. Slíkur sig- ur getur orðið upphafið að nýju flokkakerfi, mikilvægt skref til að brjóta niður múra úreltrar flokka- skipunar og sameina þá, sem saman eiga að starfa gegn öflum sérhags- muna og forréttinda. Alþýðuflokk- urinn er endurnýjunaraflið í ís- lenskum stjórnmálum. Hann hefur á síðustu árum endurnýjast að hug- myndum, fólki og fylgi. Hann boð- ar breytingar, sem gefa fyrirheit um framfarir og vekja vonir um bjarta framtíð í þessu landi.

x

Alþýðublaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.