Alþýðublaðið - 23.04.1987, Page 8

Alþýðublaðið - 23.04.1987, Page 8
8 Fimmtudagur 23. apríl 1987 Björgvin Guðr ALÞÝÐUFU VILL BÆTA KJÖ Alþýðuflokkurinn er í sókn. Jafnaðarstefnan er í sókn. Boðskapur jafnað- armanna um réttlátara þjóðfélaj* hefur náð eyrum Islendinga. Alþýðuflokkurinn he- fur alla sína tíð barist fyrir bœttum kjörum íslenskrar alþýðu, íslenskra launa- manna. Hann hefur knúið fram margvísleg umbóta- Jóhanna Siguröardóttir EFTIR KOSNINGAR þurfum við ríkisstjórn með HJARTAÐ Á RÉTTUM STAÐ. Hún þarf að tryggja afkomuöryggi og aðbúnað ÖRYRKJA OG ALDR- AÐRA. UNGA FÓLKIÐ vonast eftir nýju og manneskjulegu húsnæðiskerfi. Þær vonir verða að veruleika ef JÓHANNA SIGURÐARDOTTIR situr við stóra borðið í stjórnarráðinu. Henni er best treystandi til að framkvæma tillögur okkar jafnaðarmanna um KAUPLEIGUÍBÚÐIR. Atkvæði greitt A-LISTANUM getur því látið VONIR RÆTAST - EFTIR KOSNINGAR. 5. > mál fyrir fólkið í landinu. Og það er á engan hallað þó sagt sé, að Alþýðu- flokkurinn hafi átt stœrsta þáttinn í að skapa það velferðarríki, sem ísland er í dag. Þess gerist ekki þörf að telja upp öll þau mörgu og margvíslegu umbótamál, sem Alþýðu- flokkurinn hefur komið fram á 70 ára starfsferli. Við þekkjum þau. En þrátt fyrir þetta hefur AI- þýðuflokkurinn oft átt undir högg að sækja varðandi atkvæðastyrk. Það er eins og það hafi ekki alltaf komist til skila hvað Alþýðuflokk- urinn hefur verið að gera fyrir al- þýðu þessa lands — fyrir fólkið í landinu. En nú virðist breyting orðin á í þessu efni; Alþýðuflokkurinn virð- ist í dag ná eyrum fólksins. Það virðist nú komast til skila það, sem Alþýðuflokkurinn hefur gert og það, sem hann vill gera til þess að breyta íslensku þjóðfélagi. Hér eiga margir hlut að máli. Þingmenn Alþýðuflokksins — og þá ekki hvað síst þingmenn Alþýðu- flokksins í Reykjavík hafa verið skeleggir. Sveitarstjórnarmenn og aðrir málsvarar flokksins hafa einnig staðið sig vel. Úrslit sveitar- stjórnarkosninganna í fyrra urðu mikill sigur fyrir Alþýðuflokkinn. Og vonandi mun sókn Alþýðu- flokksins halda áfram. Nú fara alþingiskosningar í hönd og þá ríður á, að Alþýðuflokkurinn fái sem mest fylgi. Það er áríðandi, að Alþýðuflokkurinn fái svo sterka stöðu, að hann geti haft forustu um myndun ríkisstjórnar og hrundið í framkvæmd þeim umbótamálum, sem hann hefur kynnt og barist fyr- ir nú síðustu árin. Við, sem bjóðum okkur fram til baráttu fyrir Alþýðuflokkinn vilj- um hefja á loft fána jafnaðarstefn- unnar og skapa réttlátt þjóðfélag, þar sem allir hafa atvinnu, þar sem allir hafa mannsæmandi laun. Við viljum launajafnrétti karla og kvenna. Við viljum að fólk geti eignast þak yfir höfuðið. Ég tel, að það sem brenni heitast á fólki í dag séu hin smánarlegu lágu laun verkafólks í lægstu launa- flokkum og húsnæðiskreppa unga fólksins, sem ég vil kalla svo. Ungt fólk, sem er að byrja búskap í dag getur ekki eignast húsnæði. Til þess eru launin of lág og lánabyrði hús- næðislánanna of þung. Við viljum leiðréttingu á þessu hvoru tveggja. Alþýðuflokkurinn á að lagfæra kjör láglaunafólksins í landinu. Al- þýðuflokkurinn á að leysa hús- næðisvanda unga fólksins. Auk þess vil ég beita mér fyrir viðreisn atvinnulífsins i Reykjavík. Þegar félagshyggjuflokkarnir fóru með völd í Reykjavík 1978-1982 voru gerðar margvíslegar ráðstaf- anir til þess að efla atvinnulífið í Reykjavík. Fiskiskipastóll Reykja-

x

Alþýðublaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.