Tíminn - 24.08.1967, Síða 8

Tíminn - 24.08.1967, Síða 8
TÍMGNN FIMMTUDAGUR 24. ágúst 1967. Fréttabréf um starfsemi Sþ. Styrjöldin í Vietnam þjóölegt frelsisstríö segir U Thant framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna - Ráðstefna um mannréttindi í framkvæmd - og námskeið í Kaupmannahöfn um verzlun vanþróaðra landa heims í rícðu sem U Thant, fram kvæmdastjóri Sameinuðu þjóð anna, hélt á fjórðu alheimsráð stefnu kvekara í Greensboro I Norður-Karólinu 30. júli s.l., vék hann að takmörkunum o'1 möguleikum allhieimssamtak- anna og hin-um mannlegu' þátt u-m í þjóðiegum samskiptum „Að því er varðar heim- kvaðningu friðargæzlusveita Sameinuðu þjóðanna, er ég enn sem fyrr sannfiærður um, að engin önnur leið hefði ver- ið skynsamleg eða fær eins og máium var komið. Ég vil nota tækifærið og lýsa þvi yf- ir í leiðinni, að ekki einn ein- asti fulltrúi Öryggisróðsins hef-ur á þeim fundum, sem haldnir hafa verið síðan 22. maí 1967, látið í ljós þá skoð- un, að ákvörðun mín um að verða við kröfum Arabíska sambandslýðveldisins hafi ver- ið ástæðulaus, eða að ákvörð un um heimkvaðningu friðar gæzlusveita Sameinuðu þ’óð anna hefði átt að taka í Ör yggisráðinu eða á Allsherjar- þinginu". Þe-gar riki láta stjórnast af pólitískum eða efnahagsleg- um hágsmunum, virðast þau gera það samkvæmt reglunni ,jhver er sjálfum sér næscur“ sa-gði U Thant ennfremur. Að ildarríkin vanrækja í sívaxar.di mæli að virða ákvæði Stofn skrárinnar um að forðast nót- anir eða valdbeitingu gegn landihelgi eða pólitísku sjáif- stæði annarra ríkja. Alltof mörg ríki virðast vera þeirrar skoðunar, að þessi skylda eigi aðeins við ,;hina“. Hömlulaus valdbeit- ing til að ná pólitískum mark miðum í einum hluta heims- ins hefur áhrif annars staðar. Hætturnar sem þessi þróun leiðir af sér koma greiniie;aet í ljós i Víetnamstríðinu og á tökunum í Miðausturlöndun- um. Fyrra stríðið hefur stig- magnazt viku eftir viku. Fiöldi hermanna og magn hergagua hefur stóraukizt. Bardagirti- ir verða æ grimmilegri og fórn arlömbunum fjölgar Óhugn anlega ört. , j viðleitninni við að réttlæta þessa feiknarlegu sóun a mannlegum verðmætum hafa menn gengið alltof langt í að einfalda vandamáiin og þæi lau^nir sem hugsanlegar séu. Ég hef margsinnis látið í ljósi mínar eigin skoðanir á Víet.- nam-styrjöldinnj og varpað fram ákveðnum hugmyndum um, hvernig hægt væri að binda enda á hana. Ég hef hvað eftir annað lýst þvi yfir, að það sé rangt að líta á styrjöldina í Víetnam sem eins konar heilagt strið gegn tiltekinni hugmyndafræði. Ég hef látið í Ijósi það sjónarmið, að driffjöður þeirra, sem sak aðir eru um þessa hugmynda- fræði, sé í rauninni máttug þjóðerniskennd, ósk um að vinna þjóðlegt sjálfstæði og skapa þjóðlega sjálfs- vitund. Það er þjóðernisstefna en ekki kommúnismi sem örv- ar andspyrnuhreyfinguna í Víetnam til baráttu gegn hvers kyns erlendri ásæln-i, og nú fyrst og fremst gegn Banda ríkjamönnum. Þeir Víetnam ar, sem hafa barizt og berj- ast enn gegn útlendingum, gera það til að hreppa þjóð- Legt sjáifstæði. Ég er sannfærð ur um, að stríðið verður ekki stöðvað, fyrr en Bandaríkin og bandamenn þeirra viðurkenna að það er háð af Víetnömum — ekki sem kommúnískt árás- arstríð, heMur sem þjóðlegt frelsisstríð. Því er stundum haldið fram, að þeir sem þerjast gegn út- lendingum í Víetnam séu fá mennur minnihluti víet nömsku þjóðarinnar. Sagan geymir nýinörg dæmi þess að frelsiðhetjur hafi verið í minni hluta. Aðrir landsmenn voru á hugalausir eða kusu heldur framhald á óbreyttu ástandi. Er það ekki staðreynd, svo tekið sé aðeins eitt dæmi, að í nýlendunni New York söfn- uðu Bretar meira liði en upp- reisnarmenn meðan á ame- ríska frelsisstríðinu stóð? Og að því er varðar stuðning þjóð arinnar, er það e-kki staðreynd að málstaður uppreisnar- manna naut stuðnings minna en þriðjungs bandarísku þjóð arinnar? Er það ekki líka staðreynd, að þúsundir íhalds samra bandariskra auðmanna flúðu eins og þeir ættu láfið að leysa til Kanada?“. Ég lít svo á, að áframhald stríðsins i Víetnam sé með öllu þarflaust. Ég hef kynnt mér i-ækilega opinberar yfir- lýsingar beggja aðila um mark mið þeirra, og sé það hlutverk diplómatanna að koma fram þeim málum, sem eru leynt eða ljóst skiigreind í þessum yfirlýsimgum, h-eld ég að hægt væri að koma á sómasamleg- um friði í Víetnam Fyrsta verkefnið er að binda enda á bardagana og flytja vandamál- in að samningaborðinu. Þetta fyrsta verkefni útheimtir á kveðin frumspor, og ég tel það hörmulegt ef ekki reynist unnt að fá umrædda aðila til að stíga þessi fyrstu spor“. Ráðstefna um mannréttindi i reynd. Framkvæmd þeirra efnahags leg-u og félagslegu réttinda, sem fjallað er um í Mannrétt- indaskrá Sameinuðu þjóð- anna, er umræðuefnið á ráð- stefnu sem haMin er í Varsjá 15.—28. ágúst að tilhlutan Sameinuðu þjóðanna. 35 Ev- rópulönd, þeirra á meðal öll Norðurlönd, voru hvött til að senda fulltrúa á ráðstefnuna. Ráðstefnan er fyrsta svæðis ráðbtefna sinnar tegundar og er haldin í samvinnu við pólsk stiórnarvöld. Hún er þáttur í ráðgjafarstarfi Sameinuðu þjóðanna á sviði mannrétt- inda. Á dagskrá ráðstefnunnar eru fjögur meginumræðuefni: í fyrsta lagi verður rætt um nauðsynlegar ráðstafanir til að fá umrædd réttindi við- urkennd og vernduð. í þvi sambandi getur verið um að ræða löggjöf Og tilskipanir eða önnur form opinberra oóli tískra ályktana. Ennfremur verður farið yfir lagalegar óg raunhæfar ráð stafanir til að hrinda efnahags- U Thant, til vinstri, ræSir yiS Kuznetsov, utanríkisráðherra Sovétrikjanna. 1 legum og félagslegum réttind um í framkvæmd. Verður þa sérstaklega fjallað um réttinn til vinnu, til óbundins starfs vals og til verndar gegn at- vinnuleysi. Hieilbrigðismál þjóðfélagsins koma éinnig til umræðu sem og möguleika: nir til að taka þátt í menninear lífinu, vísindalegar framfarn og velferð aldraðra launþega og ellihrums fólks. í þriðja lagi verður fjillið um mikilvægi efnaihagslegra og félagslegra áætlana og sain- ræmingar - efnaihagslegrar p.a félagslegrar þróunar. Loks verður fjallað um þa ábyrgð sem hvílir á lands stjórnum og svieitastjómum, fé lagsmálastofnunum, samtökum og einstaklingum með tilliti til framkvæmdar efnahagslegra og félagslegra réttinda í daglegu lífi. Norræn flóttamannahjálp: Danmörk lagði fram sérstaka fjiárlfúlgu að upphœð 1,5 millj- óna danskra króna (ca. 9Æ millj. ísl kr.) til Hjálparstoí'n unar Palestiinuflóttamanna (U NRWA). Sama dag, m júlí, var einnig tilkynnt að ísland hefði ákveðið að leggja fram 12.000 dollara (516.000 ísl. kr.) til UNRWA. Námskeið í Höfn um verzl- un vanþróaðra landa. Danir gera nú i haust i sam vinnu við Sameinuðu þjóðirn- ar sérstakt átak til að ýta und- ir þá viðleitni vanþróaðra landa að auka útflutning sinn. Hinn 21. ágúst hefst I Kaiup mannahöfn 10 vikna nómskeið fyrir sérfræðinga frá 20. van þróuðum löndum, sem eiga að kynna sér hagkvæmar aðferðir við úttfiutning bæði á hra- efnum og iðnaðarvörum. Svipað námskeið var haldíð í Kaupmannahöfn haustið 1965 og voru umsóknir þá svo marg " ar, að ekki var hægt að sinna þeim öllum. Þess vegna sáu forráðamennirnir sig tilneydda að efna til annars námskeiðs með nálega sama sniði og það fyrra hafði. Upphaflega kom tillagan um fræðslustarfsemi af þessu tagi fró Ráðstefnu Sameinuðu' þjóð anna um utanríkisverzlun og þróun árið 1964, sem samdi allmargar ályktanir um róðstaf anir til að auka útflutning van þróuðu landanna. NÓmskeiðið er kostað af sérstöku framlagi Dana til Þróunaráætlu'nar S.Þ Stjórnandi námskeiðsinD verður forstjóri útflutnings- stofnunarinnar dönsku, Lauge Stetting. Nónustu samstarís menn hans verða Julius Bruun vierzlunarfulltrúi í utanríkis ráðuneytinu og Ole Wiherg frá verzlunarháskólanum i Kaupmannahöfn. Þátttakendur koma frá vanþróuðum löndum í Afríku, Asíu og rómönsku Ameríku. f flestum tilvikum er um að ræða opinbera embættis menn- sem vinna við utanríkis viðskipti eða framámenn < einkafyrirtækjum. Námskeiðið felur í sér fyrir lestra, amræður og hópstarr. þar sem bæði verða tekin fyriv almenn efnahagsleg þróuna’- vandamál í sambandi við ut anríkisverzlun og sérstakar ráð stafanir til að örva viðskipti Fyrirlestrarnir koma m a frá Hafnarháskóla og verzlunarh:, skólanum. dönskum ríkisst ifn unum o.9 fyrirtækjum og frá alþjóðastoínunum Þátttakendur munu enn'ren, hTamhaM á 15. síðu.

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.