Tíminn - 24.08.1967, Qupperneq 13
ÍÞRÓTTIR
ÍÞRÓTTIR
FIMMTUDAGUR 24. ágósí lð6SL
TÍMINN
13
Versti dagurinn í sögu ís-
lenzkrar knattspyrnu í gær
DANIR SIGRUÐU í LANDSLEIKNUM MEÐ 14-2
Einkaskeytí frá Alfreð Þor-
steinssyni, Kaupmannahöfn.
Verstí dagurinn í sögu ís-
lenzkrar knattspyrnu fyrr og
síðar var í gær á Idretsparken
í Kaupmannahöfn. Það var
allt annað en gaman að vera
íslenzkur blaðamaður í gær
og horfa upp á landa sína
leikna sundur og saman af
danska landsliðinu. Fjórtán
sinnum sendu Danir knöttinn
i netið, en íslenzka liðinu
tókst aðeins tvisvar sinnum
að skora. Þarna unnu Danir
sinn stærsta landsleikjatígur,
ef undan er skilinn leikur við
Frakkland einhvern tímann á
þriðja tug þessarar aldar, en
þá unnu Danir sextán — núll
— en það er önnur saga. Og
auðvitað þarf ekki að taka
fram, að þetta er stærsti lands
leikjaósigur íslands frá upp-
hafi-
Hvað skeði á Idretsparken
í gærkvöldi?
Ég reikna með að fólk vilji
fá skýringu á ósköpunum, en
þessi úrslit eru engan veginn
eðlileg. Fyrsta skýringin er
sú, að Danir voru fremri okk-
ur á flestum, ef ekki öllum
sviðum. En það segir ekki alla
söguna. Við hefðum aldrei
þurft að tapa svona stórt hefði
einhver stjórn verið á íslenzka
liðinu. Því miður var liðið
eins og stjórnlaust rekald
frammi fyrir um það bil
tuttugu þúsund æpandi og
öskrandi Dönum á áhorfenda-
pöllunum, sem kunnu sér ekki
læti-
í knattspyrnu verða lið að
haga sér eftir aðstæðum.
Snemma kom í Ijós að danska
liðið var mun sterkara —j
enda skoraði það 4—0 á fyrstu
15 mínútunum. Með þessu
voru Danir í raun og veru
búnir að gefa íslenzka liðinu
línuna. Það varð að draga einn
eða tvo menn aftur í vörnina
ti* að styrkja hana. En ekkert
slíkt skeði. íslenzka liðið hélt
uppteknum hætti, það hélt
allan tímann fjórum mönnum
frammi, mönnum, sem ekkert
annað höfðu að gera en að
fylgjast með því, sem var að
gerast upp við þeirra eigið
mark. Með því að draga ein-
hverja af þessum m&inum
Hér skorar Tom Söndergaard þriðja mark Dana í leiknum, sem jafnframt var 700 mark Dana í landsleik (Símamynd)
aftur hefði verið hægt að
styrkja vörnina og koma í veg
fyrir markasúpuna. Ég hef
persónulega aldrei verið fylgj
andi því, að leggja varnar-
taktík fyrir, en stundum eru
lið beinlínis knúð til að leggja
allt upp úr vörninni.
Það var óhamingja og
sorgarsaga íslenzka landsliðs-
ins að skilja ekki þessa ein-
földu staðreynd í gærkvöldi.
Það var mikið um dýrðir á
Idretsparken í gærkvöldi fyrir
leikinn, þrjú hundraðasta lands-
leik Dana. Héldn Danir upp á það
með því að setja 299 blöðrur á
loft fyrir leikinn, 137 rauð'ar blöðr
ur, sem cáknuðu sigurieiki þejrra,
47 bláar, eins margar og jafntefl-
in hafa verið og 115 gular, sem
táknuðu tapleikina.
Mikill mannfjöldi var samankom
inn, eitthvið um 20 þúsund á-
horfendur og tóku áhorfendur virk
an þátt í leiknum með hvatningar
hrópum sínum. Það er skemmst
frá því að segja að yfirburðir
Dana komu nær strax í ljós, að
vísu átti íisland fyrsta markskot
ið í leiknum. Kári Árnason á
þriðju mínútu. en Kári lék fynr
Elmar Geirsson, sem meiddist a
höfði rétt áður en leikurinn bóts'
Eru meiðsli Elmars ekki alva*
leg, en urðu þó þess valdandi að
hann gat ekki tekið þátt í leikn
um.
Mörk Dananna komu eins og
hér segir:
1- 0 á 4. mínútu. Mark skorað af
liinum snjalla, hægri útlierja Dan-
merkur, John Steen Olsen. Hann
fékk óvænt sendingu frá vinst.ri
og skaut viðstöðulaust.
2- 0 korn á 6. mínútu. Framvörð*
urinn Erik Sandvad skoraði mark
ið með hörkuskoti.
3- 0 skoruðu Danir upp úr víta
spyrnu, sem dæmd var á Anton
Bjarnason. Skoraði Kersten Bjerre
úr henni.
4- 0 skoraði Tom Söndergaard á
15. mínútu með góðu skoti.
5- 0 varð staðreynd á 28. mmútu-
þegar íslenzka vörnin ætlaði að
hreinsa frá marki, en ekki tókst
betur til en það að knötturinn fór
til Finn I.audrup, sem skoraði mcð
föstu skoti.
6- 0. Síðasta markið í fyrri hálf
leik skoraði Jolin Steen Olsen á 43.
mín. eftir mistök í vörninni.
Sex mörk í fyrri hálfleik var
of mikið af því góða. Ýmsir gallar
komu strax í ljós hjá liði okkar
í fyrsta lagi töpuðu Eyleifur og
Guðni Jónsson öllum einvígjum
á miðjunni og voru eins og fissrr
á þurru landi í samanburði við
miðjumenn Dana. þá Tom Sönder
gaard og Kersten Bjerre. Var auð
vitað slæmt fyrir íslenzka liðið
eiga enga hlutdeild að miðvahar
spilinu og ráða angu um það O0
ekki bætti úr skák að staðsetn-
ingar öftustu varnarinnar voru fá
dæma lélegar og gátu dönski'
sóknarmennirnir gert næstum allt
sem þeir vildu, sérstakleg- fengu
bakverðir okkar Jóhanne;. Atla
son og Guðni Kjartansson slæma
útreið hjá dönsku útherjunum,
sem voru miklu fljótari en þ0’-
Samkvæmt þessu mælti allt með
því, að við drœgjum fleiri merm
aftur í vörnina í síðari hálfleik
til að forðast stórtap, en aí
einhverjum ástæðum voru engar
ráðstafanir g.erðar. Og þó virtíst
allt vera í lagi í byrj.un síðari
'hálfl'eiks, meira að segja tókst
íslenzka liðinu að skora mark.
6-1. Það gerði Helgi Númason á
tíundu mínútu, eftir gróf varnar
mist'ök Tom Sönderg.aard, seni
ætlaði að senda í átt að eigin
marki, en sendi á Helga, sem var
fljótur að afgreiða knöttinn í
netið framhjá danska markverð
inum Jörgen Hendriksen.
En Adam var ekki lengi í Para
dís. Allt féll í sama horf og á
12. mínútu skoraði Erik Dyre-
borg 7-1 fyrir Dani, og rétt á eft-
ir kom 8-1 og var Dyreborg enn
á ferðinni. Á 15. mínútu skornði
svo vinstri útherjinn Ulrik Fevre
9-1.
Þá var loks komið að íslandi
að svara, en á sömu mínútu skor
aði Hermann Gunnarsson 9-2.
Danska vörnin var ekki búin að
átta sig á hlutunum, þegar Her
mann komst í færi
Næstu þrjátíu mínúturnar voru
hroðalegar. Miðherjinn Djrreborg
skoraði 0-2 á 20. mínútu og
þremur mínútum seinna bætti TTJ
rik Fevre ellefta marki Dana víð.
Á 27. mínútu var 12. markið sfað
reynd, þegar vítj var dæmt
Sigurð Albertsson, en hann kotn
í stað Jóhannesar Atlasonar í síð
ari hálfleik. Skoraði Kersten
Bjerre örugglega úr vítinu. ÓsKÖp
in voru ekki búin, því að Bjeræ
skoraði i3. markið skömmu síðar
og loks skoraði Finn Landrup 14-2
á fertuigustu mínútu.
Sá, sem þessar línur ritar
hefur sjaldan verið eins feginn
og þegar flauta sænska dóm-
arans Kurt Lindström kvað
viS og gaf þar meS til kyiyia
aS leiknum væri lokiS. ÞaS
var myrkur umhverfis upp-
lýstan Idretsparken, en síSari
hálfleikur var leikinn í flóð-
Ijósum. Og það varð myrkur
í íslenzkri knattspyrnu- Þetta
var einn af þessum leikjum,
sem maður vildi helzt gleyma,
en má ekki gleyma og getur
ekki gleymt. Mér finnst eng-
inn ástæða til þess að hrósa
einum eða neinum í íslenzka
liðínu. Flestir léku undir getu
og voru miður sín. Ég held
fast við þá skoðun mína, að
hefði verið betri stjórn — eða
eigum við að segja einhvér
stjórn á íslenzka liðinu —
hefði þessi leikur ekki þurft
að tapast með meira en sex
mörkum. Að þessari lýsingu
iokinni set ég punkt aftan við
harmsöguna á Idretsparken í
gærkvöldi.
— Alf.