Alþýðublaðið - 08.08.1987, Blaðsíða 3

Alþýðublaðið - 08.08.1987, Blaðsíða 3
3 Framlög til bygginga dagvistarheimila: Ríkið skuldar borginni 300 milljónir Að mati Davíös Oddssonar borgarstjóra er töluverður hluti skuldarinnar þegar gjaldfallinn. — Erfitt að ná þessum peningum úr ríkiskassanum. Davíð segir að málið verði engu að síður sótt stíft við gerð næstu fjárlaga. Davið Oddsson borgarstjóri telur að ríkið skuldi Reykjavíkurborg um 300 milljónir króna vegna bygginga dagvistarheimila í borginni. „Tölu- vert af þessu er þegar gjaldfallið að okkar mati,“ sagði borgarstjóri í samtali við Alþýðubiaðið í gær. Davíð sagði að ein ástæða þessarar miklu skuldar væri að borgin hefði byggt töluvert hraðaren ríkið hefur lagt fram sína peninga. „Þeir eiga að greiða þetta verðtryggt á fjórum árum og við teljum að þeir séu orðnir allt of seinir með sínar greiðslur og þetta sé farið að há okkur.“ Ríkinu ber samkvæmt lög- um að greiða sveitarfélögunum 50% af kostnaði bygginga dagvist- arheimila. Á fjárlögum ársins fær Reykja- víkurborg undir 10 milljónum króna frá ríkinu til bygginga dag- vistunarheimila. Sjálf leggur borg- in fram 60 milljónir. Miðað við fullt framlag til borgarinnar væri úr að spila 120 milljónum, kæmi ríkið með sinn helming á móti. í fjárlög- um ársins eru 43.2 milljónir ætlaðar til allra sveitarfélaganna. „Við eigum ekki gott með að ná þessum peningum ef ríkið vill ekki láta okkur fá þá“sagði Davíð. Mikl- ar framkvæmdir hafa verið í borg- inni síðustu misseri og erfitt að fá góð tilboð í verk. „Ríkið getur því með nokkrum rökum sagt að þeir vilji draga úr framkvæmdum með- an þenslan er svona mikil. Það er út af fyrir sig sjónarmið. Við höfum heldur ekki verið með neinar óbil- gjarnar kröfur i garð ríkisins. Við vitum að þeir geta átt í einhverjum vandræðum, en viljum auðvitað jafnframt að það sé staðið við það sem í lögum segirþ sagði borgar- stjóri. Við gerð fjárlaga í haust munu borgaryfirvöld þrýsta á um að greiddur verði a.m.k. hluti þessara „Launin búa ekki til fólk,“ segir Davíð Oddsson borgarstjóri þegar hann var spurður hvort hann borgi ekki starfsmönnum dagvistar- heimila of lág laun. skulda. - „Við munum að sjálf- sögðu sækja þetta stíft, enda höf- um við ekki heimild til anmnars gagnvart okkar umbjóðendum, borgarbúumþ sagði Davíð. En hvers vegna er ástandið svona slæmt í dagvistunarmálum hjá borginni og mun verra en þekkist í nágrannalöndunum? Er það vegna þess að það vantar framlögin frá ríkinu: „Hluti af vandanum er sú mikla eftirspurn sem er eftir fólki á vinnumarkaðinn sem þýðir að for- eldrarnir fara fyrr frá börnunum. Þó við höfum byggt miklu fleiri dagheimili en nokkru sinni fyrr þá styttast biðlistarnir lítið. Fyrir fjörutíu árum var ekkert barna- heimili í Reykjavík, núna eru þau sextíu. Það var farið miklu fyrr af stað við uppbyggingu þessara mála í nágrannalöndunum en hér. Við vorum fátæk þjóð, fátæk fram- undir 1940-44. Eg er raunar með línurit sem sýnir að það hefur engin borg, a.m.k. ekki í nágrannaríkjun- um, farið eins hratt í þessari upp- byggingu og viðþ sagði borgar- stjóri. Kann ástæðan að vera sú að borgarstjórinn borgi ekki fóstrun- um og ófaglærðum nógu vel: „Það vantar 4000 manns í störf í Reykja- vík. Þó einn hækki launin og annar fái fólkið til sín til bráðabirgða, þá stendur samt sem áður eftir að það vantar 4000 manns í störf í Reykja- vík. Launin skipta því engu máli í þessu sambandi. Launin búa ekki til fólk“ Davíð sagði stundum not- uð sem rök gegn honum hjá fjár- veitinganefnd og ríkisvaldinu, að hann byggði dagheimili of hratt. „Menn spyrja mig hvernig ég ætli að byggja fleiri barnaheimili þegar ekki er hægt að manna þau sem fyr- ir eru. — Þetta eru auðvitað rök sem erfitt er að svaraþ sagði Borg- arstjóri. Flugleiðir: Farþegar um 20 þús. fleiri en í fyrra Mun fleiri ferðamenn hafa kom- ið til landsins með áætlunarflugi Flugleiða en á síðasta ári og er aukningin allt að 25,8%. Þeim ís- lendingum, sem hafa ferðast til út- landa hefur fjölgað um 29—30% fyrstu 6 mánuði ársins. Að sögn Þorvarðar Guðlaugs- sonar, sölustjóra Flugleiða, er mjög Þorvarður Guðlaugsson mikil aukning farþega frá síðasta ári, bæði til og frá landinu. Sagði hann að samkvæmt tölum frá út- Iendingaeftirlitinu, hefðu 51.059 ís- lendingar komið hingað til lands og 50.376 útlendingar, fyrstu 6 mánuði ársins. Það þýðir 20.782 fleiri en í fyrra. Þessar tölur eiga aðeins við um áætlunarflug Flugleiða, en ýmsar ferðaskrifstofur eru sem kunnugt er, með leiguflug á sínum vegum. Þegar Alþýðublaðið spurði Þor- varð hvort einhver þjóð sækti meira hingað til lands en önnur, sagði hann að Skandinavar og Banda- ríkjamenn væru mest áberandi. Á eftir þeim kæmu Vestur-Þjóðverjar og Bretar. Hvaða land er vinsælast hjá ís- lendingum? „Skandinavía er mjög vinsæl, einnig Kaupmannahöfn og Mið- Evrópa." „Margir fara til Luxem- borgar, með Flug og bíl, — keyra um Evrópu og dvelja í sumarhús- um,“ sagði Þorvarður Guðlaugs- son, sölustjóri Flugleiða. í gær komu fulltrúar fjármálaráðuneytis og húsnæð isstofnunar saman til fyrsta fundar meö fulltrúum llfeyris- sjóðanna vegna samninga um kaup á skuldabréfum til fjármögnunar húsnæöislánakerfisins á næsta ári. Fyrir fundinn í gær rlkti bjartsýni um að viöræður gætu gengið hratt og vel fyrir sig svo hcggva mætti á þann hnút sem nú er I húsnæðiskerfinu. Eftir helgi er búist við aö málin skýrist frekar þannig að fljótlega verði hægt að hefja út- gáfu lánsloforða á ný. Sérsamband verður stofnað Fiskvinnslufólkið og komandi kjarasamningar: „Þetta er almenn og ákveðin afstaða fiskvinnslufólksins sjálfs,“ segir Björn Grétar Sveinsson formaður verkalýðsfélagsins Jökuls á Höfn. — Ástandið í húsnæðismálum ofarlega á baugi. — Kaupleiguhugmyndin á miklu fylgi að fagna. „Gætum tekið við 50 fjölskyldum á einu bretti,“ segir Björn Grétar. „Ég legg mikla áherslu á það að teknir verði upp og lagf ærðir samn- ingar við fiskvinnslufólk áður en gengið verður til heildarkjarasamn- inga,“ sagði Björn Grétar Sveinsson formaður Verkalýðsfélagsins Jök- uls á Höfn í Hornafirði í samtali við blaðið. Björn Grétar og félagar í verkalýðsfélaginu á Höfn hafa mjög hvatt til stofnunar landssam- bands fiskvinnslufólks og sagðist Björn aðspurður ennþá vera þeirrar skoðunar, að sérsamband þjónaði best hagsmunum fiskvinnslufólks- ins. „Það er engin spurning að þetta er almenn og ákveðin afstaða fisk- vinnslufólksins sjálfs hér á staðn- um og stjórn verkalýðsfélagsins er ekki að framfylgja öðru en komið hefur fram hjá fólkinu sjálfu, m.a. með undirskriftarsöfnun. — Það vinna ekki allir orðið á Eyrinni í dag. — Þetta er breytt þjóðfélag,“ sagði Björn Grétar. Fram hefur komið hjá forystu- mönnum Verkamannasambands- ins, m.a. formanninum Guðmundi J. Guðmundssyni, að málefni fisk- vinnslufólks verði ofarlega á baugi í komandi samningum. Guðmund- ur hefur t.a.m. í Alþýðublaðinu lát- ið þung orð falla um ástandið víða um land, mannekluna og vinnuá- lagið. „Áfraksturinn af öllu þessu umtali skilar sér auðvitað í hlýhug frá öllum ráðamönnum í garð fisk- vinnslufólks. Það er auðvitað áfangi út af fyrir sig. — Það er skref í rétta átt ef menn eru farnir að skilja, að þetta þjóðfélag byggist meira og minna á fiskvinnslufólki og sjómönnum;* Hugmyndin um stofnun sérsambands fiskvinnslu- fólks verður tekin fyrir á þingi VSÍ í október í haust. Ástandið í húsnæðismálum víða um land er mjög slæmt og talin ein aðalorsök manneklunnar á stöðun- um. í viðtölum í Alþýðublaðinu í vikunni kom fram í máli Guð- mundar J. og Aðalsteins J ónssonar, Alla ríka á Eskifirði, að bygging kaupleiguíbúða væri eitt helsta hagsmunamál landsbyggðarinnar og í raun eina leiðin til að stöðva fólksflutningana. Björn Grétar tók undir þau sjónarmið og sagði sér virtist að kaupleiguhugmyndin ætti miklu fylgi að fagna. „Það vantar tvímælalaust leiguíbúðir. Ég held því t.d. fram að hér gætum við tekið við 50 fjölskyldum á einu bretti, og það yrði ekki tekið amalega á móti því fólki" sagði Björn Grétar Sveinsson.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.