Alþýðublaðið - 08.08.1987, Blaðsíða 6

Alþýðublaðið - 08.08.1987, Blaðsíða 6
6 Laugardagur 8. ágúst 1987 Frekar lítið hefur farið fyrir mannvininum, skáldinu og rithöf- undinum Gunnarí Dal í öllu því blaða- og fjölmiðlaflóði sem ís- lendingar hafa þurft að kljást við upp á síðkastið. Er það mjög miður, því Gunnar Dal er sannarlega allrar athygli verður, bæði sem maður og skáld. Honum eigum við t.d. að þakka bækur eins og Indversk heimspeki, Grískir heimspekingar, Heimspekingar Vesturlanda og Heimsmynd okkar tíma. En á því leikur varla nokkur vafi að þessar bækur eru meðal þess athyglisverð- asta sem skrifað hefur verið um menningu, sögu og heimspeki þess- ara þjóða, þar sem vestrið og austr- ið „mætast,“ — ef svo má að orði komast. En Gunnar Dal hefur einnig sýnt á sér aðra athyglisverða bók- menntahlið sem ekki er síður merkileg, og þar á ég við ljóðasmíð Gunnars. Þar, eins og í heimspeki- ritum sínum, er Gunnar afar vand- virkur og næmur á það sem aðrir koma í fæstum tiifellum auga á. Gunnar Dal tekur alltaf upp hansk- ann fyrir lítilmagnann, hvort sem hann birtist í formi manns, blóms eða jafnvel vatns. Gott sýnishorn af þessu er fyrsta Ijóðið i Ijóðasafninu Kastið ekki steinum sem út kom 1977, en það er svona: Kastið ekki steinum Kastið ekki steinum í kyrra tjörn. Vekið ekki öldur óvita börn. Gárið ekki vatnið en gleðjist yfir því að himininn speglast hafinu í. Einfalt ljóð og mannvinsamlegt, þrungið sterkum boðskap til mann- kyns, en það hefur alltaf verið aðall Gunnars að leiðbeina og vera hinn mikli kennari í öllu því sem lýtur að kærleiksgæsku mannsins. Og þannig er Gunnar Dal: Vinur alls þess sem lífsanda dregur, með glöggt auga fyrir hinu smáa og veik- burða. Hér er annað sýnishorn fengið úr Kastið ekki steinum: Ljóðið um herinn Með tómleik þúsund ára í augum öldin velkist giftusmá. Suma ærir Amerika, aðra blindar Rússíá. Hvert afrek, bróðir, ætlar þú að vinna? íslendingur, lít til fjalla þinna. Oss sviku vorir blindu bræður á baráttunnar hættustund og fyrir hernáms silfur seldu þeir sálar vorrar eina pund. Hvert afrek, bróðir, ætlar þú aö vinna? íslendingur, lít til fjalla þinna. Um þeirra smán og smáu sálir smalinn Ótti heldur vörð. Fleira er af feitum sauðum en forystu í þeirri hjörð. Hvert afrek, bróðir, ætlar þú að vinna? íslendingur, lít til fjalla þinna. Skalt þú einnig íslendingur, arfi neita föður þíns og selja fyrir glys og glingur hinn gamla lampa Aladdins? Hvert afrek, bróðir, ætlar þú að vinna? íslendingur, lít til fjalla þinna. Hvar er stolt þitt, íslensk æska? Skal ísland falt á þinni tíð? — Hin aldna sveit er einskis virði, ykkar bíður þetta stríð. Hvert afrek, bróðir, ætlar þú að vinna? íslendingur, Ilt til fjalla þinna. Hér er vissulega á ferðinni mjög umbúðalaus hvatning til íslendinga um að vera vel á verði og falia ekki fyrir glingri og glysi heimsins. En höfum við farið að þessum ráðum Gunnars? Svarið við þeirri spurn- ingu er augljóst og það svar er af- dráttarlaust nei. Og hér er auðvitað Örn Bjarnason skrifar „íhugull og grandvar mannvinur sem sífellt er að sýna okkur á sér nýjar og forvitnilegar hliðarþ segir Örn Bjarnason í umfjöllun sinni um skáldið og rithöfundinn Gunnar Dal. á ferðinni enn eitt dæmið um það, hvað skáldin mega sín lítils í tryllt- um heimi þar sem peningar eru mælikvarði á aila hluti. Líka þá sem hæglega geta dregið heilu þjóðirnar til dauða í einni svipan. Það er dap- urleg staðreynd, að heilræðum skáldanna skuli ekki vera meiri gaumur gefinn. Jafnvel ekki þegar þau vara við hugsanlegum endalok- um og útslokknun menningarinnar á jörðinni okkar og boða því frið umfram allt manna í millum, þar sem friður er augljóslega einasta leiðin til þess að forðast þann skelfi- lega atburð, sem hið þriðja heims- stríð yrði, sem myndi án alls vafa þýða endalok menningar og alls lífs á jörðinni. Og hver yrði hinn stolti sigurvegari í því stríði? Það er þetta sem skáldin eru að benda á. En Gunnar Dál á einnig til von handa æsku landsins, þar sem ekki er ætlast til að maðurinn gerist svo heillum horfinn að hann fargi jörð- inni sinni í heimsstríði. Þvert á móti fær ástin einnig að blómstra í ljóð- um Gunnars. Hér er eitt dæmi tekið úr ljóðabókinni 100 Ijóð um Lækj- artorg. Ástin á Lækjartorgi Á Lækjartorgi um kyrrlátt kvöld kemur í bæinn meyjafjöld. Og ástin þeim í augum hlær er um torgið leita þær. Að lokum allar eignast mann, og öllum betri reynist hann. En mörgum sífellt undur er hvað aðrar stelpur kjósa sér. Hér ræður vrain ríkjum og trúin á framtíðina. Ástin er það afl sem kemur til með að bjarga heiminum og þess vegna trúir skáldið á hana og leyfir sér ekki að hafna henni sem bjarghring þess mannkyns sem á nú í svo miklum þrengingum. Sigri eitthvað, — þá er það ástin og ekkert annað afl er þess megnugt. Og þetta hefur Gunnar Dal löngu gert sér ljóst. í bókinni Öld fíflsins sem kom út 1981, má þó ef til vill segja að komi fram niðurstaða af hugleiðingum Gunnars þar sem hann er orðinn sannfærður um að allt er falið í hendi almættisins og væri þó síst hægt að halda því fram, að það séu ný sannindi fyrir skáldið Gunnar Dal. Við skulum taka sýnishorn úr ljóðabók Gunnars Öld fíflsins: Eftir lestur bókar Þú sakleysingja sagðir þá er trúa og sér í bæn að guði sínum snúa Nokkur orð um rithöfundinn, skáldið og mannvininn Gunnar Dai. Sér rökfræðingar leika að lærdóms blómum, og litið gera úr trú og helgidómum. Samt aldrei sína eigin gátu leystu þeir efans menn og hús á sandi rcistu. Því meira vit er oft í einu nafni, en ýmsir fengu úr heilu bókasafni. Og þá hafa menn það. Þannig er Gunnar Dal. íhugull, grandvar mannvinur, sem er sífellt að sýna okkur á sér nýjar og forvitnilegar hliðar.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.