Alþýðublaðið - 08.08.1987, Blaðsíða 12

Alþýðublaðið - 08.08.1987, Blaðsíða 12
12 Laugardagur 8. ágúst 1987 Avarp á Hírósíma- deginum 1987: „Við eigum okkur von“ Samstarfshúpur friðarhreyfinga stóð fyrir kertafleytingu á Tjörn- inni í Reykjavík sl. miðvikudag. Mikið fjölmenni var komið saman í miðborginni og lá við umferðar- öngþveiti. Kertunum var fleytt í fal- legu veðri á miðnætti við upphaf Hírósímadagsins 1987. Á undan kertafleytingunni var stutt dagskrá. Silja Aðalsteinsdóttir las úr bókinni Blómin í ánni og Ragnheiður K. Steindórsdóttir leikari las ávarp friðarhreyfinganna. Fundarstjóri var Ásbjörn Sigfússon formaður Samtaka lækna gegn kjarnorkuvá. Alþýðublaðið birtir hér ávarp Samstarfshóps friðarhreyfinga á Hírósímadeginum 1987: Friðarhreyfingar um allan heim minnast þess nú að 42 ár eru liðin frá því að kjarnorkuvopnum var fyrst beitt. Þann 6. ágúst 1945 klukkan 8:15 að morgni að jap- önskum tíma vörpuðu Bandaríkja- menn kjarnorkusprengju á borgina Hírósíma í Japan. I kjölfar þess opnuðust augu heimsins fyrir ógn- armætti kjarnorkunnar og því að ekkert getur réttlætt notkun slíkra vopna. Örlög fórnarlamba árás- anna á Hírósíma og Nagasaki eru viðvörun til alls mannkyns, dýr- keypt viðvörun sem kostaði tvö- hundruð þúsund manns lífið og enn í dag fjórum áratugum síðar þjáist fólk og deyr vegna afleiðinga sprengjanna. Kjarnorkuvopnakapphlaup stór- veldanna hefur leitt til þess að íbúar heimsins lifa nú í stöðugum ótta við að til kjarnorkustyrjaldar dragi og að börn okkar eigi sér enga framtíð. í öllum löndum heims hefur risið upp fjöldahreyfing fólks sem sam- einast í ósk um frið og afvopnun. Hugmyndir um stofnun kjarnorku- vopnalausra svæða njóta mikils fylgis og krafan um að framleiðslu á og tilraunum með kjarnorkuvopn verði hætt er borin fram með vax- andi þunga. Framtíð lífsins á jörð- inni er háð því að þessar kröfur nái fram að ganga. Vaxandi líkur virðast nú á því að stórveldin nái samkomulagi um fækkun kjarnorkuvopna í Evrópu. Það er umhugsunarvert að á sama tíma hefur kjarnorkuvopnum fjölgað gífurlega í höfunum. Þús- undum kjarnaflauga hefur verið komið fyrir um borð í skipum og kafbátum og stórveldin búa sig undir að heyja kjarnorkustríð á Norður Atlantshafi. Þessa þróun verður að stöðva. Hættan á kjarn- orkuslysi á fiskimiðum okkar ís- lendinga eykst stórlega með auk- inni umferð kjarnorkukafbáta í hafinu umhverfis landið. Geisla- virkni sem leiddi af slíku slysi gæti haft óbætanleg áhrif og lagt sjávar- útveg okkar í rúst. Nauðsynlegt er að tryggja að vígbúnaðarkapp- hlaupið færist ekki út á höfin ef samið verður um fækkun kjarna- flauga á landi og það er brýnt að fá stórveldin til samninga um eyðingu þeirra vopna sem þar eru. Við eigum okkur von. Vonina um að kjarnorkuógnuninni verði bægt frá og að komandi kynslóðir geti lifað án þess ótta sem fylgt hefur mannkyninu frá því að sprengjunni var varpað á Hírósíma. Með kerta- fleytingunni hér á Tjörninni leggj- um við áherslu á þessa von. 31000 íslendingar eiga nú 6 milljarða króna á GULLBÓK og METBÓK TRAUSTUR BANKI /1BIINAÐARBANKI ÍSLANDS

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.