Alþýðublaðið - 08.08.1987, Blaðsíða 7

Alþýðublaðið - 08.08.1987, Blaðsíða 7
Laugardagur 8. ágúst 1987 Skipulags- breytingar hjá Arnarflugi yfir 100 sinnum í hveni viku -sumariðút!* Hjá Arnarflugi hafa verið gerðar umtalsverðar skipulagsbreytingar sem miða að því að bæta aðstöðu fyrirtækisins til aukinnar markaðs- þróunar, að því er segir í fréttatil- kynningu frá fyrirtækinu: „Til þess að leggja verulega áherslu á þjónustu félagsins við við- skiptamenn var sett á laggirnar sér- stök þjónustudeild. Undir hana heyrir öll þjónusta við farþega, þ.e. afgreiðsla farseðla, ferðir til og frá flugvelli, þjónusta í flugstöðvum og um borð í flugvélum. Deildarstjóri þjónustusviðs er Halldór Sigurðs- son. Vegna stóraukinna umsvifa í vöruflutningum Arnarflugs hefur einnig verið stofnsett sérstök vöru- flutningadeild. Litið er á þessa að- gerð sem fyrsta skref í þá átt að að- skilja í framtíðinni vöruflutninga og farþegaflutninga félagsins. Einnig er stefnt að því að auka veru- lega kynningu á þessari starfsemi Arnarflugs, en þjónusta félagsins á þessu sviði er þegar rómuð. Deildarstjóri vöruflutningasviðs er Arngeir Lúðvíksson. Tilgangur þessara skipulags- breytinga er síðast en ekki síst að bæta aðstöðu Arnarflugs til veru- lega aukinnar markaðssóknar. Deildarstjóri markaðssviðs er Magnús Oddsson. Hann er jafn- framt staðgengill framkvæmda- stjóra. Aðrar deildir starfa áfram sam- kvæmt eldra skipuriti, þ.e. stjórn- unarsvið undir stjórn Þórðar Jóns- sonar viðskiptafræðings og flug- rekstrarsvið undir stjórn Þorsteins Þorsteinssonar flugvélaverkfræð- ings.” Póst- og símamálastofnunin vegna skrifa HP: Gjaldskráin í gildi í næstu viku Vegna skrifa Helgarpóstsins 6. ágúst sl. um 25% leyniafslátt Pósts- og símamálastofnunarinnar til íbúa dreifbýlisins er við hæfi að eftirfar- andi komi fram: Þegar gerðar eru eins miklar breytingar á gjaldskrá og urðu 1. júlí sl. tekur það talsverðan tíma að framkvæma allar þær breytingar sem gera þarf á símastöðvum um land allt. Til þess að notendur væru ekki látnir greiða of hátt gjald ákveðinn tíma var tekin ákvörðun um að gera strax allar aðrar breytingar en þær að taka upp þrískiptan taxta, þ.e. dagtaxta, kvöldtaxta og nætur- taxta, en til þess þurfti búnað sem ekki var til nema fyrir stærstu sím- stöðvar í upphafi. Nú eru þessar breytingar langt komnar og er búist við að fram- kvæmdum við þær ljúki á öllu landinu í næstu viku. Þá verður alls staðar farið eftir gildandi gjald- skrá. 3 x BALTIMORE/WASHINGTON APEX kr. 25.270 (15/8-14/10) 2xBOSTON APEX kr. 23.840 (15/8-14/10) 5xCHICAGO APEX kr. 26.950 (15/8-14/10) 7xNEW YORK APEX kr. 23.840 (15/8-14/10) 3xORLANDO APEX kr. 30.990 (15/8-14/10) 3xBERGEN PEXkr. 15.850 3 x FÆREYJAR PEXkr. 11.530 3xGAUTABORG PEXkr. 17.200 17 x KAUPMANNAHOFN PEXkr. 17.010 4xNARSSARSUAK Kr. 14.910 8xOSLO PEXkr. 15.850 7 x STOKKHOLMUR PEXkr. 19.820 2xFRANKFURT PEXkr. 15.190(1/9-31/10) 20xLUXEMBORG PEX kr. 14.190 / 2xPARIS PEX kr. 20.630 2xSALZBURG APEX kr. 18.670 3xGLASGOW PEX kr. 13.370 8xL0ND0N * Miðað er við háannatíma, júní, júlí, ágúst. Allar nánari upplýsingar færðu á söluskrifstofum Flugleiða, hjá umboðsmönnum og ferðaskrifstofum. FLUGLEIDIR PEXkr. 15.450 FLUGLEIDIR ___fyrir þfg-- Söluskrifstofur Flugleiða: Lækjcirgötu 2, Hótel Esju og Álfabakka 10. Upplýsingasími 25100

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.