Alþýðublaðið - 08.08.1987, Síða 13

Alþýðublaðið - 08.08.1987, Síða 13
Laugardagur 8. ágúst 1987 13 Barátta Margrétar Thatcher fyrir því að hindra Breta í að lesa um athafnir leyni- þjónustunnar, er að verða hreinasti skrípaleikur. Dýr skrípaleikur og að- hlátursefni. Allur heimurinn þekkir leyndarmálið, það eru bara Bretar sem ekk- ert mega vita. Sú meginregla innan bresku leyniþjónustunnar að starfsmenn skuli hlíta algerri þagnarskyldu, einnig eftir að þeir hafa látið af störfum, hefur orðið tilefni hinnar undarlegustu málsmebferðar í máli Peter Wright, fyrrverandi starfs- manns leyniþjónustunnar. Wright skrifaði endurminningabókina „Spycatcher" (Njósnaraveiðari) þar sem hann segir opinskátt frá lífi sínu og starfsaðferðum Ieyniþjón- ustunnar. Það vakti mikinn úlfaþyt innan bresku stjórnarinnar, sem höfðaði mál á hendur Wright og út- gáfufélaginu í Sidney í Ástralíu og vildi stöðva útgáfu bókarinnar. Þegar hefur verið varið sem svar- ar 30 milljónum ísl. kr. í þessi mála- ferli, enda þótt bókin sé þegar kom- in út í Bandaríkjunum og þaðan sé hægt að fá hana senda hvert á land sem er. Prentfrelsið Ekki nóg með það. Hæstiréttur hefur kveðið upp þann úrskurð að banna breskum blöðum að birta út- drátt úr bókinni eða ræða efni hennar og ennfremur má ekki minnast á réttarhöldin í Sidney eða yfir höfuð nokkuð það sem snertir þetta mál. Þetta þykir breskum blöðum súrt í brotið og lögfróðir menn telja það álitamál hvort dóm- ur þessi stangist ekki á við hið róm- aða, breska prentfrelsi lögum og venjum samkvæmt. Stjórnarandstaðan hefur mót- mælt þessum úrskurði hástöfum og meira að segja hafa heyrst mót- mælaraddir frá stjórnarliðum í neðri deild þingsins. Bent er á að lögin sem Hæstiréttur dæmdi eftir og varð ekki sammála um innbyrðis — atkvæði féllu 2:3 — séu óljós og þurfi endurskoðunar við svo að ekki þurfi aftur að koma til skerð- ingar á prentfrelsinu, eins og það er orðað. Denning lávarður, fyrrum forseti Efri deildar þingsins sagði í sjón- varpi nýverið að hann harmaði nið- urstöður dómaranna og lýsti þeirri skoðun sinni að reglur leyniþjón- ustunnar um leynd mætti ekki leggja til grundvallar í málum sem eru afgreidd innan dómskerfisins. Jafnframt fjölgar óðum þeim blöðum sem hafa verið kærð fyrir að hundsa hæstaréttardóminn. Blöðin „The Sunday Telegraph", „The Observer“, „The Independ- ent“, The Sunday Times“ og „The Guardian“ hafa öll verið kærð og „The Daily Mirror“ mun áreiðan- lega fá á sig kæru vegna forsíðunn- ar þann 31. júlí, þar sem farið er háðuglegum orðum um hæstarétt- Peter Wright, fyrrverandi starfs- maöur leyniþjónustunnar, sem skrifaði endurminningabókina „Spycatcher". ardóminn og myndir af dómurun- um standa á haus. í vikublaðinu „The New Statesman“ birtist nýlega margra síðna umfjöllun um „Spy- catcher" eftir blaðamanninn Duncan Campell, sem oft hefur velgt bresku stjórninni undir ugg- um. Skotar mega tala Ýmsar aðferðir eru notaðar til að ganga á snið við lögin. Til dæmis sýndi einkarekna sjónvarpsstöðin ITV fréttirnar í tvennu lagi um dag- inn. í innlendu fréttunum var ekki minnst á „Spycatcher“ en í sérstök- um skoskum og norrænum frétta- þætti var málið ýtarlega reifað. Allt í allt hafa réttarhöldin og öll kærumálin kostað mikið fé, sem skattborgarar þurfa að greiða. Talið er að samanlagður kostnaður fram til þessa nemi sem svarar 50—60 milljónum ísl. kr. Fíflin ykkar „Lesið allt um málið... nema hér — FÍFLIN YKKAR", var forsíðu- fyrirsögn „The Daily Mirror" þann 31. júlí s.l. með þessum hætti sýndi blaðið skömm sína og fyrirlitningu á hæstaréttardóminum sem bann- aði alla umfjöllun um „Spy- catcher“ og til frekari áréttingar var myndum af þremur hæstaréttar- dómurum snúið á haus. i athuga- semd sem fylgdi stóð að heldur vildi blaðið eiga það á hættu að sýna breskum dómstólum óvirðingu en að virða ekki lýðræðið og réttindi þess. Hin hörðu viðbrögð blaðanna stafa þó ekki af dálæti þeirra á höf- undi bókarinnar, Peter Wright. „The Daily Mirror“ kallar hann peningagráðugan, gamlan mann, sem hefði átt að halda sér saman. Ástæðan er sú að í höfuðstöðvum CIA í Virginíu, i höfuðstöðvum Hluti af forsíöu The Daily Mirror þann 31. júll s.l. Þar stendur: Lesiö allt um þaö... nema hér FÍFLIN YKKAR. KGB í Moskvu og alls staðar þar á milii hafa menn nú þegar lesið bók- ina, sem er nú þegar komin út í meira en 135.000 eintökum. Sum blöðin hafa lýst því yfir að þau muni ekki virða dóminn, önnur hafa fundið aðferðir til að snið- ganga hann, t.d. með því að birta orðréttar tilvitnanir úr dómnun sjálfum, þar sem efni bókarinnar kemur fram meira og minna. „The Independent“ hafði stórar eyður í blaðinu einn daginn, til að sýna hvar umfjöllun um Wright- málið hefði að réttu lagi átt að vera og að blaðið teldi sig vera undir rit- skoðun. Skosku blöðin hafa allan tímann birt frásagnir af bókinni og réttar- höldunum, því að ákvarðanir breskra stjórnvalda gilda ekki þar í öllum greinum. Á sama hátt hefur verið hægt að fjalla um májið í fjöl- miðlum undir skoskum merkjum, eins og sjónvarpsstöðin ITV gerði.

x

Alþýðublaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.