Alþýðublaðið - 08.08.1987, Blaðsíða 14

Alþýðublaðið - 08.08.1987, Blaðsíða 14
14 Laugardagur 8. ágúst 1987 Rœtt við Inga Mohr, pólitíkus og baráttumann í Þórshöfn Afstaða Islendinga gagnvart Færeyingum hefur alltaf verið einkennileg. Þeir hafa oft sproksett Fœreyinga, kallað þá Fœreyinga á hvolfi, og oft haft um þá hin mestu háðsyrði. Fœreyskan hef- ur af íslendingum ávallt verið álitið skrýtið tungumál og menn lœrðu á unglingsárum mín- um kvœðið um hann Rassmus í Görum, svona til að gera grín að þessu fólki sem talaði þetta einkennilega mál sem var svo skemmtilega líkt íslenskunni en samt ekki eins. Á sama tíma hafa íslendingar alltafborið virðingu fyrir Fœreying- um, þeir þóttu alltaf ágætir sjómenn, drengir góðir og vinfastir og kunnu ógrynnin öll af kvœðum og vísum og gátu sungið og dansað meðan „entist máttur ífótum. “ Kannski mótað- ist afstaða íslendinga gagnvart heiminum, sem allt í einu fann fyrir annan dverg og fór þá að hlœja að honum á sama hátt og heimurinn hló að honum sjálfum áður. En eiga dvergar alltaf að hlœja hver að öðrum? Fyrir skemmstu var ég staddur í Færeyjum og notaði þá tækifærið og skoðaði mig vel um, upplifði Þórshöfn, talaði við fólkið og naut eyjanna. Landslagið í Færeyjum er ákaflega fallegt og um margt líkt ís- lensku landslagi en Þórshöfn er mun fallegri bær en Reykjavík og greinilegt að Færeyingar leggja meiri rækt við sögu sína og menn- ingararfleifð en við gerum. Oft hugsaði maður með sér, skelfing vildi ég að svona væru hlutirnir heima á Fróni, þegar maður upp- lifði eitthvað sem bar ættjarðarást og þjóðerniskennd Færeyinga fag- urt vitni. Færeyingar virtust vera nær sjálfri náttúrunni og í betri tengslum við land sitt en við íslend- ingar. Svo margt getur íslenski dvergurinn lært af þeim færeyska. Afvopnaði flota hans hátignar í Færeyjum hitti ég Inga Mohr, bæjarstjórnarlim í Þórshöfn og forstöðumann strætisvagna bæjar- ins og mikinn baráttumann í áfeng- ismálum eyjanna. Það var gaman að ganga um götur Þórshafnar með Inga, hann virtist þekkja alla og gekk um bæinn með fasi þess manns sem þekkir útí þaula hverja gangstéttarhellu og hvern húsvegg. Hann kemst næst því að vera nátt- úrukraftur af öllum þeim mönnum sem ég þekki, orkan endalaus og áhuginn takmarkalaus fyrir því sem er að gerast. Hann tekur þátt í lífinu en lætur sér ekki nægja að sitja og horfa á það sem skeður. Ingi hefur margsinnis verið á íslandi og þekkir marga hérlendis. Til að kynnast betur viðhorfum Færeyingsins gagnvart sjálfum sér og landinu sínu og íslandi settumst við niður eina kvöldstund og spjölluðum margt. Ingi var mjög þekktur mað- ur í Færeyjum en þekktastur varð hann þegar hann einn afvopnaði flota hans hátignar Danakonungs i Þórshöfn 1976. — Ingi, hvað skeði? „Við vorum að skemmta okkur nokkrir félagar, og fórum að ræða um afvopnun og gildi hennar. Það varð úr að ég fór niður að höfn þar sem danska herskipið Máfurinn lá fyrir festum. Um borð í skipinu voru 4 vélbyssur og hafði skipið ekki önnur vopn. Við veðjuðum bjórkassa um það hvort mér tækist að afvopna skipið. Ég fór um borð í skjóli nætur og fann byssurnar og fleygði þeim útbyrðis. Ég var tekinn fastur og settur í fangelsi og sat þar í eina viku. Við álitum þetta brand- ara en biöðin fengu af þessu veður og úr þessu varð mikið mál. Sjálfur sagði ég alltaf að allir ættu að leggja sitt af mörkum til afvopnun- ar. Vélbyssur eru jú til þess eins fallnar að drepa manneskjur. Menn sögðu að danski Natoflotinn hefði verið afvopnaður á Norður-At- lantshafi og skipherrann var rekinn í land. Síðan hef ég alltaf haft vonda samvisku útaf honum. Upp- úr þessu missti ég vinnuna og bauð mig síðan fram til bæjarstjórnar í Þórshöfn og var kosinn. Fékk reyndar flest atkvæði þeirra sem í framboði voru.“ Fœreyskur pólitíkus — Þú ert pólitíkus? „Já, ég var fyrst kosinn í bæjar- stjórn Þórshafnar 1976 og fékk þá flest atkvæði af öllum þeim sem í framboði voru. Ég var svo endur- kjörinn 1980 og 1984. Sem pólitíkus líkist ég kannski mest Albert ykkar Guðmundssyni.Ég vil fyrst og fremst leysa vandamál einstaklings- ins, en trúi síður á almennar lausnir. Maður á að vera heiðarlegur, Ijúga ekki og gefa ekki ölmusur heldur reyna að greiða úr vandamálum þeirra einstaklinga sem maður hef- ur umboðið fyrir. Sem pólitíkus á maður aldrei að lofa meiru en mað- ur getur staðið við, fölsk loforð eru eins og falskir peningar, einskis virði.“ — Styrkleiki þinn sem stjórnmálamanns? „Ég hef unnið við flest og get tal- að við alla. Styrkur allra pólitíkusa liggur í persónutöfrum þeirra, póli- tík er 75% sjarmi og 25% gáfur og hæfileikar. Auk þess verður manni að þykja vænt um fólk.“ — Hvar stendurðu sem pólitík- us? „Ég er fyrst og fremst sjálfstæð- ur pólitíkus og færeyskur pólitíkus. Annars er flokkaskiptingin í Fær- eyjum mun flóknari en í Danmörku og hér eru margir flokkar. Ef geng- ið væri útfrá höfðatölu og miðað við flokkafjöldann hér þá ættu að vera fleiri þúsund flokkar í Dan- mörku ef sömu lögmál giltu. Stærstu flokkarnir eru Sambands- flokkurinn sem vill áframhaldandi það hressir

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.