Alþýðublaðið - 08.08.1987, Blaðsíða 4

Alþýðublaðið - 08.08.1987, Blaðsíða 4
4 Laugardagur 8. ágúst 1987 — segir Jón Ásbergsson, forstjóri Hag- kaups nokkrum dögum fyrir opnun Kringl- unnar stærstu verslunarsam- stæöu Islands. Jón Ásbergsson, forstjóri Hag- kaups, tekur á móti útsendurum Alþýóublaðsins í ófrágegnum dyr- um á bakhlið Kringlunnar. Malar- planið er yfirfullt af bílum og alls staðar er ys og þys, iðnaðarmenn og búðarfólk á hlaupum innan um hvert annað; allir keppast við að hafa sína hluti kláraða fyrir frum- sýningardaginn mikla, fimmtudag- inn 13. ágúst, þegar mesta og stærsta verslunarhúsnæði íslands, Kringlan, lýkur upp 20 þúsund verslunarfermetrum fyrir almenn- ingi. „Alls er húsnæðið 28 þúsund fer- metrar,“ segir Jón Ásbergsson, meðan við hröðum okkur gegnum stiga og ganga í átt að verslunarhús- næði Hagkaups. „20 þúsund fer- metrar verða undir verslunarhús- næði, 4 þúsund fermetrar fara und- ir verslunargötuna sjálfa sem er öll undir glerþaki, 2 þúsund fermetr- um er varið undir tækjaherbergi, aðallega loftræstikerfið og 2 þús- und fermetrar verða notaðir undir skrifstofuhúsnæði. Veistu annars hvað loftræsikerfið kostar?" Und- irritaður verður að hrista hausinn, því víðátta hússins og stærð er slík að allt kemur til greina. „200 mill- jón krónur! Algjör geggjun,“ segir forstjóri Hagkaups og hleypur upp síðasta stigann. 47 þúsund vörutegundir Við göngum inn í víðfeðman sal sem Jón segir vera sérvöruverslun Hagkaups en á hæðinni fyrir neðan er sjálf matvöruverslunin. „í Hag- kaup í Skeifunni er sérvöruverslun- in og matverslunin í sama salnum. Hér höfum við hins vegar þessar tvær deildir aðskildar," segir Jón. „Sérvöruverslunin er 2800 fermetr- ar að stærð en matvöruverslunin 2300 fermetrar." Hillur sérvöru- verslunarinnar og verslunarborð eru þegar komin á sinn stað og starfsfólkið keppist við að raða vör- um. Jón er spurður hve margar vörutegundir séu á boðstólum í sér- vöruversluninni og eftir að hafa ráðfært sig við verslunarstjórann, kemur svarið: „47 þúsund.“ Jón segir að þokkalega hafa gengið að ráða nýtt starfsfólk en um 250 starfsmenn hafa verið ráðn- ir nýir til starfa í verslunum Hag- kaups í Kringlunni. Jón veifar ann- arri hendinni yfir salinn og segir: „Allar þessar innréttingar eru aust- urrískar. Þekkt fyrirtæki í Austur- ríki á sviði verslunainnréttinga sem heitir Umdasch sá um að hanna all- ar innréttingar í búðirnar. Tveir menn fylgdu með frá Austurríki til að setja innréttingarnar upp. Og vel Starfsfólkið leggur nótt við dag til að koma upp öllum vörunum fyrir opnunina þann 13. ágúst. Meðal annars þurfa bangsarnir að sitja rétt. Göngugötur kringlunnar með verslanir til beggja handa. Allt er að taka á sig svip enda fáir dagar í opnun. á minnst; enn er óráðstöfuð heil hæð hjá okkur upp á 2300 fermetra sem við ætluðum að nota sjálfir en hættum við. Og ég hef heldur ekki nefnt að 800 fermetrar fara undir lager Hagkaups. En nú skulum við koma niður á næstu hæð og skoða matvöruverslunina." Og þar með er Jón rokinn inn í steypugangana að nýju og eins gott að fylgja fast á hæla hans til að tapa ekki áttum í gímaldinu. Vel í lagt — en enginn flottræfilsháttur Á neðri hæðinni eru hillurnar komnar ásinn stað og frystikisturn- ar standa á gólfinu í röðum með plastdúkum yfir. Meðfram veggj- unum eru sérbúðir Hagkaups; kjöt- búð, fiskbúð, delikatessen, bakarí. í einum enda verslunarinnar trónir grænmetistorgið, hið stærsta sinnar tegundar hérlendis.?“Hér verða all- ir ávextir heims á boðstólum,“ segir Jón Ásbergsson. „Við erunt með HoIIendinga sem eru sérstakir grænmetissérfræðingar og hafa verið okkur innan handar með upp- setningu á grænmetistorginu og við vöruval. Við inngang matvöruverslunar- innar standa peningakassarnir í röð. Þrjátíu talsins verða þeir alls en ekki nema fáir komnir upp, og raf- magnsleiðslur hlykkjist upp úr gólfinu sem ábending um komandi peningaapparöt. „Kassarnir verða á sínum stað, þegar við opnum,“ segir Jón glaðbeittur eins og hann finni spurninguna í loftinu. Hann gengur að hillunum og hefur að ræða við unga konu sem er að stilla upp salernisrúllum í langa hillu. Síðan víkur hann sér að blaða- manni: „Þessi stúlka er að „feisa“ vöruna en síðan koma aðrir og „massa“ hana.“ Jón hlær að undr- unarsvip útsendara Alþýðublaðsins og útskýrir: „Stúlkan raðar upp vörunni eins og hún á að blasa við viðskiptavininum. Það heitir að „feisa". Síðan koma aðrir og raða öllum vörueiningunum bak við uppsetta framhliðina. Það heitir að „massa“. Meðan við göngum í humátt að fiskbúðinni, er Jón spurður um ummæli Guðlaugs i Karnabæ um að Kringlan sé flottræfilsháttur, bruðl með peninga sem skili sér í hækkuðu vöruverði. „Eintómt rugl,“ segir Jón stuttlega. „Hér er vissulega vel í lagt enda verslunar- samstæða ein sinnar tegundar á ís- landi. En hér ríkir enginn flottræf- ilsháttur. Og vöruverðið verður lægra hér en annars staðar. Við get- um haldið vöruverði niðri vegna þess að við reiknum með að selja vörur í miklu magni. Við hér hjá Hagkaup verðum til dæmis í harðri samkeppni við aðrar verslanir í Kringlunni og þeir við okkur í gjafavörum, búsáhöldum og fatn- Iðnaðarmenn standa í ströngu í Kringlunni. Hér kíkir einn þeirra upp úr göngugötunni. Hard Rock Café hans Tómasar Tómassonar er makalaus blanda margra hluta. Þarna er m.a. að finna Leif Eiríksson á leið til Vín- lands með rafmagnsgitarinn reidd- an um öxl.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.