Alþýðublaðið - 31.10.1987, Qupperneq 4
4
Laugardagur 31. október 1987
SMÁFRÉTTIR
Heimsmeistararnir Hannes Hlífar Stefánsson, t.v. og Héðinn Stein-
grimsson, t.h. i húsakynnum Skákminjasafns Skáksambands íslands.
Afrekssjóður
Skáksam-
bandsins
Ákveöiö hefur veriö að
stofna sérstakan afrekssjóö
Skáksambands íslands. Is-
land á nú marga efnilega
skákmenn og því er nauðsyn-
legt að efla fjárhag skák-
hreyfingarinnar svo hún geti
oröið skákmönnum sem
sterkastur bakhjarl.
Fyrsta verkefni sjóðsins
verður að standa straum af
kostnaði vegna þátttöku Jó-
hanns Hjartarsonar í áskor-
endaeinvígunum i janúar. Fé
úr sjóðnum verður að öðru
leyti veitt til styrktar efnileg-
um skákmönnum og til þeirrs
verkefna sem til falla.
Safnað verður í afrekssjóð-
inn meðal fyrirtækja og ein-
staklinga um allt land. Enn
fremur hefur verið opnaður
sérstakur tékkareikningur í
nafni Afrekssjóðs Skáksam-
bandsins 8-16-8 í Landsbanka
íslands.
Velunnarar sjóðsins vilja
beina því til íslendinga, að
taka nú höndum saman og
mynda öflugan sjóð.
Jón Sigurðar-
son ráðinn
forstjóri
Stjórn hins nýja ullariðnað-
arfyrirtækis, sem stofnað
hefur verió á grunni Álafoss
og ullariðnaðar Iðnaðardeild-
ar Sambands (sl. samvinnufé-
laga, hefur ráðið Jón Sigurð-
arson forstjóra fyrirtækisins.
Jón hefur fram til þessa verið
framkvæmdastjóri Iðnaðar-
deildar SÍS.
Auk þessa hefur dr. Gylfi Þ.
Glslason verið valinn fimmti
maður í stjórn fyrirtækisins,
en aðrir í stjórn eru: Sigurður
Helgason formaður, Valur
Arnþórsson, Brynjólfur
Bjarnason og Guðjón Ólafs-
son.
íslensk píanó-
tónlist í
Kristskirkju
Snorri Sigfús Birgisson,
tónskáld og pianóleikari,
mun flytja eigin verk á vegum
Tónlistarfélags Kristskirkju, á
tónleikum í Safnaðarheimil-
inu Hávallagötu 16, n.k. laug-
ardag. Hefjast tónleikarnir kl.
16.00, og verða aðgöngumiö-
ar seídir við innganginn.
Verkin sem Snorri mun leika
eru Æfingar (etýður), sem
hann samdi 1981, og frum-
flutti það ár á miðnæturtón-
leikum á vegum Musica
Nova. Þetta verk, sem er 21
þáttur og spannar mjög vítt
svið hvað snertir tækni og
túlkun, er vafalaust meðal
merkustu tónverka sem hér
hafa verið samin á síðustu ár-
um.
En Snorri mun einnig leika
annað stórverk, Píanólög fyrir
byrjendur, sem var á sínum
tima pantað af Nomus, þ.e.
nefndinni fyrir norræna tón-
list, og er það nýkomið út á
prenti. Þetta eru 25 stuttir
þættir, þar sem farið er á fín-
legan og tiltölulega auðveld-
an hátt, í gegnum ýmiss nú-
tíma tæknibrögð í ptanóleik.
Nokkur laganna eru fyrir fjór-
hent píanó og mun Anna
Guðný Guðmundsdóttir að-
stoða Snorra við flutning
þeirra. Einnig eru tvö laganna
fyrir píanóeinleik og segul-
band.
Tónlistarfélag Kristskirkju
mun gangast fyrir all fjöl-
breyttum tónleikum ( vetur.
M.a. mun Hlíf Sigurjónsdóttir
leika með David Tutt, fiðlu-
píanó músík eftir Bach, Bar-
tók og Richard Strauss, á
tónleikum þ. 15. nóvember,
Hljómeyki mun syngja verk
eftir Hjálmar Ragnarsson um
nýárið og Björn Sólbergsson
organleikari mun flytja tón-
list eftir Olivier Messiaen í
byrjun árs 1988. Þá er einnig
áformað að halda a.m.k.
tvenna „portrétttónleika"
með verkum (slenskra tón-
skálda næsta vor. Félagið
safnar nú áskrifendum að
þessum tónleikum, og mun
áskriftarskírteini að sex tón-
leikum kosta kr. 2000, eða að
jafnaði kr. 400 á tónleika.
Væntanlegir áskrifendur geta
fengið upplýsingar I síma
26335. Áritun félagsins er:
Tónlistarfélag Kristskirkju,
Hávallagötu 16, 101 Reykja-
vík.
Öryggis-
hagsmunir -
viðskipta-
hagsmunir
Varðberg, félag ungra
áhugamanna um vestræna
samvinnu, efnir til hádegis-
fundar og ráðstefnu laugar-
daginn 31. október l Átthaga-
sal Hótei Sögu. Fjallað verð-
ur um það hvort öryggishags-
munir sjálfstæðra ríkja geti
með einhverjum hætti tengst
viðskiptahagsmunum þeirra
eða jafnvel rekist á þá. Gunn-
ar Jóhann Birgisson, formað-
ur Varðbergs, setur ráðstefn-
una en síðan verða flutt þrjú
framsöguerindi um efnið
„Öryggishagsmunir — við-
skiptahagsmunir."
Ráðstefnan er opin félags-
Fulltruar ÍSÍ staddir skammt frá Rauða torginu í. Moskvu. F.v. Sveinn
Björnsson, Sigurður Magnússon og Jón Ármann Héðinsson.
mönnum I Varðbergi og fé-
lagsmönnum ( SVS, samtök-
um um vestræna samvinnu,
svo og gestum félagsmanna.
Nlinnisvarði
um Egil
Thorarensen
Minnisvarði, sem Gunn-
steinn Glslason hefur gert,
um Egil Thorarensen verður
afhjúpaður ( Þorlákshöfn
sunnudaginn 1. nóvember.
Egill Thorarensen er, ef svo
má að orði komast, sá sem
skapaði Þorlákshöfn. Hann
fæddist 1897 að Kirkjubæ á
Rangárvöllum en fluttist að
Selfossi árið 1918 og hóf þar
verslunarrekstur. Þegar Kaup-
félag Árnesinga var stofnað
gerðist hann þar fram-
kvæmdastjóri og árið 1934
gekkst hann fyrir því að
Kaupfélagið keypti jörðina
Þorlákshöfn. Nokkrum árum
seinna stóð hann fyrir
stofnun útgerðarfélagsins
Meitilsins. Þetta tvennt varð
upphafið að Þorlákshöfn nú-
tímans. Egils Thorarensen er
nú minnst með gerð þessa
minnisvarða og mun athöfnin
á sunnudaginn hefjast kl.
14.00.
Handunnir
hlutir til sölu
Eins og undanfarin ár held-
ur vistfólk Hrafnistu sölu á
handavinnu sinni. Hún byrjar
í dag kl. 13.30 og stendur til
kl. 17.00.
Islendingar í
Moskvu
ÍSÍ gerði á dögunum
íþróttasamning við Sovétrík-
in. í framhaldi af honum fóru
fram viðræður i Moskvu
12,—13. október sl. Sveinn
Björnsson forseti ÍSÍ, Jón,
Ármann Héðinsson ritari ÍSÍ
og Sigurður Magnússon
framkvæmdarstjóri sam-
bandsins fóru út fyrir íslands
hönd. Fulltrúar Sovétrlkjanna
voru þeir hr. Gavrilin, varafor-
maður íþróttanefndar Sovét-
ríkjanna og Valery Thacheek
forstöðumaður utanríkis-
deildar íþróttanefndarinnar.
Samningurinn áréttar vilja
7
beggja aðila til að efla sam-
starf á sviði íþrótta, meðal
annars með þvi að hafa skipti
á þjálfurum og öðrum sér-
fræðingum, halda námskeið
og ráðstefnur.
Viðræður þessar voru fyrst
og fremst kynningarviðræður
um aðstöðu landanna og er
þetta jafnframt fyrsti fundur-
inn.
Hr. Gavrilin varð tíðrætt
um frábæra frammistöðu ís-
lenskra handknattleiks-
manna, knattspyrnumanna
og þá ekki síður skákmanna
og hann lýsti enn fremur yfir
stuðningi Sovétríkjanna að
Heimsmeistarakeppnin í
handknattleik fari fram á ís-
landi árið 1994.
miílMDH)
0 68 18 66
DJÓÐVIUINN
0 68 13 33
Tíminn
0 68 63 00
Blaðburður er
og borgar sig
LAUS HVERFI
NÚ ÞEGAR:
Seltjarnames
Tómasarhagi
Fríkirkjuvegur Laugarásvegur 1—30
Þingholtsstræti Dalbraut
Laufásvegur 1—47
Smáragata
Ármúla 38
0 68 18 66
Sogavegur 72—106
Sogavegur 101-212
Háagerdi
Hlíðargerði
Hafðu samband við okkur